Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 wetmwi ANNflR /? BDLUNN^ €>19M Uniwrul Pr*M Syndicala ' „ Úg keypi'i -fyrsbx bollann c>~ þri&judoginá. . .. að kunna að þegja. TM Reg. U.S. Pat. Otf.-all rights reserved ©1984 Los Angeles Times Syndicate Þetta er happdrættisvinningnr, Það hefur bersýnilega kviknað ferð til Suðurhafseyjar. í tóbaksbirg’ðum höfðingjans. Nýr íslenskur hljóm- sveitarstjóri tekur við stjórninni á „Tosca“ Ólafur M. Jóhannesson, sem oft hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir skrif sín í Morgunblaðið, sagði í pistli sl. sumar að Guðmundur Emilsson, hljómsveitarstjóri og frumkvöðull íslensku hljómsveitar- innar, væri einn þeirra brautryðj- enda sem Islendingar hefðu enn ekki kunnað að meta að verðleikum. Mér frnnst þessi orð mjög athygl- isverð og það rifjaðist upp fyrir mér í Þjóðleikhúsinu 21. nóv. sl. þegar Guðmundur stjómaði þar í fyrsta sinn óperunni Tosca, sem sögð er einu kröfuharðasta verk óperubók- menntanna. Það var vel ráðið af Þjóðleik- húsinu að láta þennan gagnmennt- aða íslenska tónlistarstjóra taka við af þeim ítalska. Það sýna m.a. ummæli gagnrýnenda og viðtökur leikhúsgesta, sem fögnuðu lengi og innilega. Jón Ásgeirssoni tónlistargagn- rýnandi Morgunblaðsins, segir t.d. um fyrmefnda sýningu Þjóðleik- hússins að hún hafi jafnvel skilið eftir sterkari áhrif en frumsýningin. Og þótt glæsilegur söngur sé að sjálfsögðu rósin í hnappagatinu bendir Jón á það réttilega, að „framkvæmd verksins" sé í hönd- um þess, sem heldur á taktsprotan- um hveiju sinni, eins og hann kemst að orði. Það er ánægjulegt þegar Skrifið eða hring-ið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir iiggja hér í dálkunum. gagnrýni er jafn jákvæð, ekki síst þegar í hlut eiga brautryðjendur okkar í listum, sem e.t.v. hafa ekki verið metnir að verðleikum. Ég hvet alla til að missa ekki af þessari glæsilegu óperusýningu Þjóðleikhússins, en sýningum fer því miður að fækka sökum þess að Kristján Jóhannsson stórsöngvari er ráðinn til að syngja í óperum erlendis. Orn Harðarson Guðmundur Emilsson hefur nú tekið að sér að stjórna flutningi óperunnar „Tosca“, sem Þjóð- leikhúsið sýnir um þessar mundir, og fellur það í kramið hjá bréfritara. HEILRÆÐI Er jólaserían í lagi? Það tekur sinn tíma að láta yfirfara og gera við útiseríur og því ástæða til að huga að slíku núna. Takið ekki þá áhættu að nota lélegar og illa varðar ljósaseríur. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. HÖGNI HREKKVlSI „ HASJM HBFOfl EKKJ 'AHUGA ‘A ÁLKLÆPMIM&O." Víkverji skrifar Adögunum var óvænt skýrt frá því, að háskólastúdentar hefðu komið sér saman um að fella niður kosningar um 1. desember. Skýr- ingin á þessari ákvörðun er meðal annars sú, að svo fáir hafi tekið þátt í kosningum um 1. des. nefnd- ina síðustu ár, að ástæðulaust sé að gefa hinum almenna stúdent tækifæri til að hafa frekari afskipti af málinu. Þess í stað skal nú dreg- ið um það, hvaða deildarfélög ráða dagskránni hveiju sinni. Ef marka má frétt hér í blaðinu um þessa hljóðlausu stúdentabyltingu í Há- skóla íslands, þá á ekki að draga árlega um það, hvaða deildarfélag annist hátíðarhöldin, heldur er það gert á þriggja ára fresti. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem stúdentar hér á landi taka ákvarð- anir, er miða að því að draga úr pólitískum flokkadráttum innan Háskólans. Væri forvitnilegt fyrir stjómmálafræðinga í skólanum að rannsaka það, hve langur tími líður á milli slíkra ákvarðana. Tuttugu ár? Eða kannski fímmtán? XXX á er það ekki síður rannsókna- efni, hve lengi það ástand varir í Háskóla íslands, að stúdentar fá ekki útrás fyrir pólitfskan áhuga, í hefðbundnum skilningi þess orðs, í störfum að félagsmálum sínum. Smám saman byijar flokkspólitíkin að bijóta sér leið inn í raðir þeirra, þangað til hún nær yfírhöndinni í einni eða annarri mynd. Við athugun á þessum málum ætti einnig að kanna, hvort hags- munum stúdenta er betur gætt, þegar hin flokkspólitísku áhrif setja sterkan svip á stúdentapólitíkina eða þegar áhrif deildarfélaga eru efld. Víkveija kæmi ekki á óvart, að minnst væri aðhafst í málefnum stúdenta, þegar hæst er gasprað af forvígismönnum þeirra og ítök vinstrisinna eru mest í forystusveit- inni - en þetta tvennt fer því miður nær undantekningalaust saman. á væri ef til vill ástæða til að velta því fyrir sér, hvort unnt sé að finna tengsl á milli ákvarðana stúdenta um að draga úr pólitískum átökum innan dyra hjá sér og.stöð- ugleika í stjómmálunum almennt. Prófkjörin og átökin í kringum þau hafa náð hámarki; flokkamir em að draga saman seglin í þeim efn- um. Eyjólfur Sveinsson, formaður hátíðamefndar vegna 1. des. í ár, segir í ávarpi í tilefni dagsins, þeg- ar hann gagnrýnir flokkspólitísk stúdentaátök um hátíðarhöldin: „Þetta ástand var óviðunandi. Stúd- entar em ein heild og pólitík á ekki og má ekki verða til að sundra þess- um hóp, sérstaklega ekki þegar minnast á fullveldis okkar íslend- inga." Ef stúdentar em ein heild, sem ekki má sundra með pólitík - hvað þá um stjómmálaflokkana? Fer vel á því að félagamir í þeim breyti flokkunum í blóðvöll, áður en þeir he§a átökin við andstæðing- ana?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.