Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Á Skólabrú Haustið 1870 var vatnsbólum í Reykjavík spillt með því að steinar voru settir í vatnspóstana; einnig voru unnin skemmdarverk á húsum, rúður brotnar og þess háttar og þótti lýsa meiri stráksskap en íbú- amir, rúmlega 3000, áttu að venjast. Jón biskup Helgason ritar: „ .. . tókst lögreglunni að hafa upp á einum manni (utanbæjar þó) sem grunaður var um að eiga sök á þessu og átti hann að hafa unnið að því í ölæði." Þetta sama haust, árið 1870, lét spítalalæknirinn Jónas Jónassen reisa sér hús sem enn stendur í Lækjargötu 8 og er nafnkunnugt af viðbyggingunni sem hýsir sjopp- una Skalla. Klemens Jónsson ritar um húsið á þessa leið: „Þótti það þá veglegt hús. Það hafði verið venjan (og þess alltaf krafist af bygginamefnd) að 3’A al. væri undir þak en á þessu húsi voru 4 álnir undir þak. Þá tók það og að tíðkast að hafa kvisti á húsun- um og þótti að því mikil prýði." Undanfama áratugi hafa verið unnin skemmdarverk á þessu veg- lega húsi sem verið hafði. Einhverjir lýtalæknar, sem ekki reyndust starfi sínu vaxnir, hafa reynt að flikka upp á andlit hússins en sú andlitslyfting hefur mistekist herfi- lega. Verkið hefur verið unnið í ölæði því sem kennt er við fram- þróun og kröfur tímans og ekki mun sökinni verða komið á utan- bæjarmenn því að borgarsjóður hefur átt húsið að hálfu undanfama tvo áratugi. Reykvíkingar hafa látið misþyrminguna viðgangast um all- langa hríð en ráðamenn þykjast ekki þola lengur óskapnaðinn og vilja láta rífa húsið. Þar með yrði algjört virðingarleysið fyrir upp- runalegum stíl þess og sögu. Almenn mun sú skoðun að Reyk- víkingar hafi reist hús af vanefnum fyrir aldamótin 1900 og því sé lítil eftirsjá í þeim. Jónas Jónasson læknir var víst aðeins 31 árs þegar hann reisti húsið í Lækjargötu 8 en ekki er ástæða til að ætla að Ijárskortur hafi háð honum. Húsið þótti veglegt og hér átti Jonas heima alla tíð þótt hann gegndi háu embætti (landlæknis) og væri talinn vel efnum búinn. Embættismenn bjuggu ekki öllu veglegar fyrir alda- mót; að vfsu tóku tvílyft hús að tíðkast en híbýli embættismanna urðu ekki stærri að jafnaði en hús Jónasar fyrr en í byijun þessarar aldar um það bil er starfsævi Jónas- ar lauk. En Lækjargata 8 mun hafa verið vandað hús að þeirrar tíðar hætti. í útveggjum var tré- grind sem múrað var í („bindingur") og er væntanlega til enn að ein- hveiju leyti, en utan yfir voru settai- hellur (skífur) sem ytra byrði. Á þaki voru annars konar hellur. Grunnur hússins mun vera 125 fm, sé viðbygging talin með, annars um 90 fm. Kvisturinn þótti nýstárleg- ur, heill í gegnum húsið, í raun tveir jafnstórir kvistar, annar að framan, hinn á móti að aftan. Meiri kröfur munu frammámenn ekki hafa gert á þesesum tíma að jafn- aði, þótt efnaðir væru. II Hvenær á gamalt hús að víkja? Hvers vegna ættu sum gömul hús að fá að standa? Því miður láta menn sér oft nægja að reikna út viðgerðarkostnað gamalla húsa og verðmæti lóða; reynist hvort tveggja hátt að mati manna er mælt með niðurrifi. Torfusamtökin og forsvarsmenn Árbæjarsafns hafa hins vegar reynt að beina at- hyglinni að menningarsögulegum rökum. Sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að fara verði mjög varlega í niðurrif húsa sem eru frá tímunum fyrir steinsteypuöld (fyrra stríð). íslendingar geta því miður ekki státað af mörgum gömlum húsum og enn síður af þyrpingum eða hverfum gamalla húsa. í gamla miðbænum í Reykjavík (Kvosinni) eru þó enn furðumörg gömul hús. Gamalt skipulag og háir stein- steypugaflar sýna að þessum húsum hefur lengi verið ætlað að víkja. Þó standa þau enn þrátt fyr- ir byggingargleði íslendinga og ráða mestu um svipmót miðbæjar- ins sem er mjög sérstakt borið saman við aðra höfuðstaði og gæti orðið mikið aðdráttarafl fyrir ferða- menn. Um þessar mundir er rætt um Helgi Þorláksson „Um þessar mundir er rætt um það í meiri al- vöru en oftast áður að láta þorra gömlu hús- anna í miðbænum víkja. En við sem höfum býsn- ast á fátækum forfeðr- um að nota skinnbækur í skó og klæði hljótum að spyrja hvort við köstum menningar- verðmætum á glæ með niðurrifi þessara húsa.“ Séð yfir Skólabrú úr glugga Latínuskólans árið 1881. Hús Jónasar Jónassens, Lækjargata 8, er fremst til hægri en hinum megin Skólabrúar er Lækjargata 10. Virðisaukaskatt- ur Til hvers? eftirJúlíus Sólnes Á Alþingi er nú verið að leggja fram frumvarp fjármálaráðherra um virðisaukaskatt. Er lagt ofur- kapp á að fá frumvarpið samþykkt og koma virðisaukaskattinum á frá og með 1. janúar 1988. Talsmenn VASK-kerfísins, (virðisaukaskattur = VASK), tala eins og heill íslenzku þjóðarinnar sé undir því kominn, að þessu flókna skattkerfi verði komið á. Þegar búið sé að auka skattheimtu ríkisins um rúmlega tvo milljarða króna með VASK- inum, með þeirri hækkun verðlags í landinu, sem óhjákvæmilega fylg- ir, þá verði nú aldeilis gott að búa hér. Þá fyrst sé hægt að hækka kaupið. Þeir sem trúa þessu gjöri svo vel og rétti upp hönd. Flókið skattkerfi Ráðamönnum hins íslenzka þjóð- M EIRA EN AUGAÐ GREINIR hattiOmAkó H ERBADEI LD P&O’ Austurstræti 14, s: 12345. félags virðist líða mjög ilia ef þeir vita af skattheimtukerfum hjá millj- ónaþjóðfélögum hins vestræna heims, sem við höfum ekki tekið upp. Sjaldan er spurt hvort slík kerfi eigi eitthvert erindi í hinu fá- menna þjóðfélagi á íslandi. Hér er enn eitt dæmið um kommuskekkj- una, sem ég hef svo nefnt, en flestir ráðamanna á íslandi haga sér eins og við séum a.m.k. 2,5 milljónir manna, en ekki tæplega 250 þús- und. Virðisaukaskatturinn er eitt slíkt kerfi. Það skal viðurkennt, að virð- isaukaskattur virkar á réttlátari hátt gagnvart þeim aðilum, sem eiga að standa skil á söluskatti til ríkisvaldsins, heldur en söluskattur- inn eins og við þekkjum hann. Hin neikvæðu áhrif hans og eins hvem- ig ríkisvaldið ætlar sér að nota tækifærið og stórauka skattheimtu sína vegur þó langt um þyngra. Ef litið er á nokkrar staðreyndir málsins má benda á eftirfarandi. Núverandi söluskattskerfi virkar þannig, að um 1600 söluskatts- skyldir aðilar greiða sem nemur 85% af söluskattinum. Alls em skráðir gjaldendur söluskatts um 9.000, en flestir þeirra hafa lítil sem engin áhrif á söluskattstekjur ríkis- ins. í VASK-kerfinu verða sölu- skattsskyldir aðilar hins vegar um 22.000. Nánast allir, sem selja vör- ur eða þjónustu verða VASK-gjald- endur. Meðan gamla söluskatts- kerfið með öllum sínum göllum er þannig tiltölulega einfalt f sniðum verður VASK-kíerfið nánast mar- tröð. Er víst, að margir munu reka upp stór augu þegar þeim verður ljóst, að þeir eiga að reikna út og standa skil á virðisaukaskatti. Júlfus Sólnes Báknið burt voru ein- kunnarorð, sem ég tók heilshugar undir á sínum tíma. Þau virðast nú hafa breytzt í kerfið kyrrt hjá þeim, sem hafa þokazt upp stjórn- málastigann. Þannig fljótum við sofandi að feigðarósi. Nú mun verið að innrétta heila hæð hjá ríkisskattstjóra fyrir allt það starfslið, sem á að fást við VASK-inn. Gert er ráð fyrir 40 nýjum stöðugildum hjá ríkinu vegna þessa. Þá má búast við stóraukinni vinnu hjá öllum fyrirtælqum vegna útreikninga á skattinum og skil vegna hans. Reynsla t.d. Dana af þessu er þungbær. Þar er algengt, að fyrirtæki þurfi sérstakan starfs- mann til þess eins að fást við virðisaukaskattinn. Danskir kaup- sýslumenn, sem ég hef spurt um virðisaukaskattinn, ljúka allir upp einum rómi, í guðanna bænum tak- ið ekki upp VASK. Svo fámenn þjóð hefur ekkert við slíkt að gera. Áhrif virðisaukaskatts Það eitt að ætla sér að auka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.