Morgunblaðið - 03.12.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.12.1986, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 HVERT STEFNIR í FERÐAMÁLUM? eftirFriðrik Haraldsson Ferðalög um landið okkar og móttaka erlendra ferðamanna hlýt- ur stöðugt aukna umfjöllun í fjölmiðlum, enda um að ræða arð- bæran og gjaldeyrisskapandi at- vinnuveg, sem ætti skilinn meiri skilning og athygli ráðamanna í þjóðfélaginu. Það þyrfti allnokkrar hvalstöðvar til að jafnast á við ferðaþjónustuna í gjaldeyrisöflun. Hér er ekki íað að hvalveiðum til annars en að minna á mikilvægi þess að forðast rányrkju, hvort sem það er í sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði eða ferðaþjónustu. Hugtakið rányrkja er afar marghliða hvað þessa ungu og efnilegu atvinnu- grein snertir, mun víðtækara en hægt er að gera full skil hér, en vonandi vekur það, sem á eftir fer, einhveija til umhugsunar og verður til þess, að fleiri tjái sig á þessum vettvangi um málið. Landið okkar Landið er fagurt og frítt en hvergi óspillt og lítið er til af upp- runalegu útliti þess. Það, sem við höfum fyrir augum okkar nú á dög- um, er skóglaust flatlendi, veðruð §öll, lítið gróið hálendi, mó- og kjarrlendi, útræstar mýrar, tún, sandar, uppblásin svæði, jöklar og vötn. Þessi svipur landsins okkar hef- ur, ásamt fleiru, verið og mun vonandi verða aðalaðdráttaraflið, sem teygir erlenda ferðamenn til okkar. Fjallkonan er enn þá fögur, þrátt fyrir aldalanga nauðgun og rányrkju. Hún er reyndar orðin sköllótt af völdum manna og bú- smala, eldvirkni og jarðhita, vatns og vinda. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vemda hana fýrir öðrum öflum, sem gætu sem hægast bætzt í flokk hinna fyrr- nefndu með fyrirsjáanlegum afleið- ingum. Þar er átt við mengun og átroðning. Það eru skiptar skoðanir um þessar nýlegu ógnanir. Sumum fínnst of mikið úr þeim gert en öðrum of lítið. Meðal hinna fyrr- nefndu eru þeir, sem vilja umfram allt sem mesta fjölgun ferðamanna og vinna að henni ljóst og leynt. Þeim hefur orðið að ósk sinni, því að fjölgun ferðamanna hefur nú á þessu ári og því síðasta farið langt fram úr bjartsýnustu spám og áætl- unum. Þessar áætlanir voru og eru samt ekki grundvöllur undirbúnings móttöku fleiri ferðamanna, heldur hefur happa- og glappaaðferðin ráðið ferðinni, þar eð engin heil- steypt stefna í ferðamálum hefur verið til og er ekki ennþá í sjón- máli. Við látum ennþá reka á reiðum. Fjármögnun vegna sameiginlegra þarfa Samtímis því, að postular ótakm- arðaks innflutnings ferðamanna hafa sem hæst, ríkir mestur niður- skurður á opinberu flármagni til sameiginlegra þarfa þessarar at- vinnugreinar. Því fé, sem Ferða- málaráð íslands er skammtað úr hnefa, er öllu ráðstafað til land- kynningar í stað þess að því sé dreift í samræmi við gildandi lög um ferðamál og hlutverk Ferða- málaráðs, m.a. til úrbóta við móttöku fleiri ferðamanna, um- hverfísvemdar og menntunar starfsfólks í ferðaþjónustu. Margir eru andvígir opinberum íjárstuðningi við ferðamálin og hafa lýst því yfír í flölmiðlum bæði fyrr og nú án þess að benda á aðrar leiðir. Nýlega lýsti Víkverji þeim skoðunum sínum, en hefur orðið svarafátt við spumingum áhuga- manns um ferðamál í Velvakanda. Bezt væri auðvitað að vera laus við opinber afskipti en hvaða leiðir aðr- ar em færar? Þetta er ekki eins einfalt og sumir virðast halda. Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni em sundurleitir og sundurlyndir. Þeir opna ekki budduna án þess að sjá fyrir beinharðan ágóða og ekki vilja þeir hlaða hver undir annan. Það ríkir hörð samkeppni á öllum sviðum þessarar atvinnugreinar. Umhverfismál Fólk með meðvitund fyrir um- hverfísvemd hefur ámm saman lýst áhyggjum sínum vegna fjölsóttra ferðamannastaða í byggð og óbyggð og ítrekaði þær á nýaf- stöðnum aðalfundi Landvemdar. Slíkt fer líka fyrir hjartað á for- mælendum takmarkalausrar flölg- unar ferðamanna. Við verðum að vara okkur á slíkum boðbemm rán- yrkjunnar, sem við höfum orðið svo illa fyrir barðinu á í öðmm atvinnu- vegum þjóðarinnar. „ísland er öðmvísi," heyrist oft sagt, þegar erlendir ferðamenn em inntir eftir ástæðu heimsóknar þeirra. „Hér getur rnaður teygt vel úr sér án þess að rekast á aðra,“ heyrist líka. Ferðamennimir, sem heimsækja okkur, em flestir ein- staklingshyggjumenn á flótta úr flölmenninu og menguninni. Hvert eigum við að vísa þessu fólki, þegar ijöldi ferðamanna er orðin „millj- ón“, eins og Einar Þ. Guðhohnsen og Pétur Einarsson, flugmálastjóri, hafa stungið upp á sem hæfíiegum fyjölda? Hvað er þá orðið öðmvísi hér en í örtröðinni við Miðjarðar- haf? Við verðum að beijast við að halda séreinkennum okkar í lengstu lög. * Agóðinn Framvegis, eins og hingað til, munu tekjur okkar af ferðaþjónustu ekki aukast í réttu hlutfalli við flölg- un ferðamanna nema við athugum okkar gang. Ferðaþjónustan verður að standa undir sér. Hvemig á hún að geta undirbúið jarðveginn fyrir fjölgun ferðamanna á sama tíma og ferðaskrifstofur róa að því öllum ámm að lækka verð ferða til lands- ins langt niður fyrir það, sem raunhæft er? Fjölgunin verður ein- faldlega of ör og hætta á alvarlegu bakslagi og sveiflum í framtíðinni. Vilji menn ekki hleypa of miklu erlendu fjármagni inn í þennan at- vinnuveg, verður hin sígandi lukka að duga. Haldi þróunin áfram sem hingað til, munu þær stéttir sem starfa í ferðaþjónustu festa sig endanlega í láglaunaíjötmnum. Það er aug- ljóst, að kjör flestra þessara stétta hafa rýmað vegna þeirrar óheilla- þróunar, að ferðaskrifstofur hafa verið að niðurbjóða hvetja aðra á alröngum forsendum. Launþegun- um ber því skylda til að spoma gegn þessu með því að kreljast mannsæmandi launa og tryggja, að þau verði að veraleika. Þannig stuðla þeir að tvennu a.m.k.: Ann- ars vegar bættum kjömm sínum, ferðaskrifstofanna o.fl. og hægari og viðráðanlegri fjölgun ferða- manna af þeirri gerð, sem við óskum helzt að heimsæki okkur — fólk, sem er tilbúið að greiða eðli- legt verð fyrir þjónustu okkar. Eins og stendur er mat á gildi mikils vinnuframlags í ferðaþjón- ustunni í lágmarki. Þar ríkir rányrkja á mannafli. Friðrik Haraldsson „Framvegis, eins og hingað til, munu tekjur okkar af ferðaþjónustu ekki aukast í réttu hlut- falli við fjölgun ferða- manna nema við athugum okkar gang. Ferðaþjónustan verður að standa undir sér.“ Löggjafinn og fram- kvæmdavaldið Ferðamálaráð íslands er skóla- bókardæmi um opinbera stofnun og rekstur þeirra. Samkvæmt ný- legum lögum um ferðamál, sem em með vemlegum ágöllum, er Ferða- málaráði afmarkað skýrt hlutverk og skýr tekjustofn. Þar eð hið opin- bera hefur ekki staðið við fjármögn- un þess samkvæmt lögum, hafa yfírmenn þess ekki séð ástæðu til að eltast við lagabókstafínn sjálfír og beint öllum fjármunum til land- kynningar erlendis, þrátt fyrir augljósa þörf annars staðar. Meg- inástæða þessara ákvarðana liggur í samsetningu framkvæmdastjómar Hver vill bera ábyrgðina? eftir Hrefnu Magnúsdóttur í þeirri æsifréttaumræðu sem hefur verið um eyðni á síðustu mánuðum fínnst mér sem leikmanni koma berlega í ljós að læknar virð- ast lítið sem ekkert vita um sjúk- dóminn. Til að gera flókið mál einfalt ákveða þeir að eyðni sé kyn- sjúkdómur og nú á að uppfræða unga fólkið um hættur fijálsa kynlífsins en það var með hjálp lækna að kynlífíð varð fijálst og áhættulaust þ.e.a.s. með því að koma í veg fyrir getnað. Er ekki hægt að einfalda þetta vandamál með því að hætta notkun pillunnar, lykkjunnar og herða fóstureyðing- arlöggjöfína og taka aftur upp gömlu aðferðina sem mannfólkið varð að notast við í gegnum aldim- ar? Það er að fólk beri ábyrgð á gerðum sínum og taki sjálft afleið- ingunum. Því er það ekki ábyrgðar- leysið á öllum sviðum sem er að eyðileggja heiminn? Það er sama hvert litið er í okk- ar þjóðfélagi, enginn er ábygur þó upp komi svik, fjárdráttur, óstjóm eða vítavert gáleysi þá er siðferði- vitund þjóðarinnar orðin svo slök að þegar þeir menn sem mest svíkja og pretta koma í fjölmiðla og bera sig illa yfir ósanngimi, skilnings- leysi og dómhörku „þótt þeir hafí aðeins misstigið sig á vegi dyggðar- innar“ þá fær almenningur sektar- kennd og segir, „nú þetta getur komið fyrir alla“. Alvarlegasta ábyrgðarleysið sem við búum við í dag er meðhöndlun eiturefna. Það er einkennilegt sið- ferði að fordæma eiturefnahemað í styijöld en sjá ekki hvemig eitur- efnum er bóksataflega úðað í og yfír okkur daglega um allan heim bæði viljandi og óviljandi. En þá kemur í ljós að við búum í heimi sérfræðinga sem halda sig ráða yfír þekkingunni og lögmálinu og telja almenningi trú um að þó kjam- orkugeislar og eiturefni streymi út úr verksmiðjunum og mengi loft, láð og lög, já drepi kannski nokkra físka, fugla og smádýr, jú eyði kannski gróðri tímabundið þá skipti það manninn engu því þeir hafí þekkingu til að búa til lyf sem bætir það tjón sem eiturefnin valda, nú eða búa til gervilíffæri í staðinn fyrir þau sem eyðileggjast og þeir sem leyfa sér að efast um að sér- fræðingamir séu á réttri braut, já trúa því ekki að lyf og uppskurðir leysi vandann, em álitnir skrítnir og almenningi er bent á að varast að taka mark á ólærðum leikmönn- um sem mæla með kukli og náttúm- efnum það geti veríð lífshættu- legt. Hvers vegna nú, þegar eyðni hefur skotið upp kollinum? Hvað er það sem veldur svo miklum ótta? Krabbamein, hjartasjúkdómar og ofnæmi hafa aukist jafnt og þétt síðustu 40 ár. Ekki hefur enn verið talin ástæða til að fara herferð í skóla landsins til að reyna að minnka útbreiðslu þeirra. Hvers vegna? Er það vegna þess að sér- fræðingar telja sig geta ráðið við þá? Það er eitt líffæri í líkamanum sem hefur algjöra sérstöðu, lifrín. „Lifrin er hið kemfska iðjuver lík- amans. Menn höfðu getið sér þessa til, löngu fyrr en það væri sann- reynt. Óldum saman hafa menn eignað lifrinni ýmislega krafta. Hún var talin aðsetur sálar, ástar, ástríðu og hugrekkis. Einnig var því trúað, að hún framleiddi gult gall, einn þeirra flögra „vessa" lík- amans, sem talið var að réðu heilsu og vanheilsu. Lifrin framleiðir að sjálfsögðu gall. Hún er auk þess fjölhæfasta líffæri líkamans og svo ómissandi, að án hennar væri lík- amanum bani búinn innan sólar- hrings. Fyrir utan þann þátt sem hún á í meltingu, síar hún úr blóð- inu rauð blóðkom, sem orðin em ellihram. Hún er helsta afeitmnar- stöð líkamans og fjarlægir ýmis efnasambönd og lyf, sem utan að koma í líkamann." (Alfræðisafn AB bls. 104). Milljónir manna em illa haldnir af ofnæmi og lifrarbólga er orðin mikið vandamál. í Bandaríkjunum einum er talið að 40 milljónir manna þjáist af ofnæmi í einhveri mynd; sumir sérfræðingar álíta að þessi tala sé jafnvel mun hærri eða nær 100 milljónum, en það er tæplega helmingur bandarísku þjóðarinnar. Þetta ætti að vekja okkur til um- hugsunar um hvert stefnir og við megum ekki lengur loka augunum fyrir því að við emm á góðri leið með að eyðileggja lifrina, þessa undursamlegu efnaverksmiðju lík- amans með of stómm skömmtum af tilbúnum eiturefnum. Það er ekki tilviljun að hommar, eiturlyfja- neytendur og blæðarar verða fyrstir fyrir barðinu á þessum hræðilega sjúkdómi sein eyðni er. Þessir áhættuhópar em með skerta lifrar- starfsemi og þess vegna era þeir fyrstir til að brotna niður. Það ætti að vera okkur næg viðvömn. Er eyðni í hrein- dýrum ekki af sömu orsökum og í mönnum? Ég las grein fyrir stuttu sem fjall- aði um kjamorkueyðni í hreindýmm Hrefna Magnúsdóttir „Ef í lifrina er dælt eit- urefnum, sem hún hvorki þekkir né getur unnið úr, er eðlilegt að út í líkamann fari ýmis efni sem rug-la alla líkamsstarfsemina og valdaþeim sjúkdómum sem hafa farið ört vax- andi síðustu áratugfi.“ sem lifa á geislavirkum mosa og er það talið stafa frá Chemobyl- slysinu. Frakkar stunduðu kjam- orkusprengingar ofanjarðar í Sahara-eyðimörkinni fyrir rúmum 20 ámm. Þar gæti verið skýring á hinni miklu aukningu á lifrarbólgu og eyðnitilfellum í Afríku. Það hefur varla farið fram hjá fólki að svokallaðir veimsjúkdómar hafa aukist mikið á síðustu ámm og það mætti ætla að þeir væm af sömu rótum mnnir. Lifrin sér um að mata framumar á þeim efn- um sem þeim em nauðsynleg til að sinna sínum störfum. Ef í lifrina er dælt eiturefnum, sem hún hvorki þekkir né getur unnið úr, er eðlilegt að út í líkamann fari ýmis efni sem mgla alla líkamsstarfsemina og valda þeim sjúkdómum sem hafa farið ört vaxandi síðustu áratugi. Það hefði verið tímabært fyrir löngu að líta alvarlegum augum á þessa þróun og reyna að spoma við henni en það er nú svo að meðan maður- inn heldur að hann geti ráðið við vandann, í þessu tilfelli með lyfjum, geislum og uppskurðum, er ekkert gert til að fyrirbyggja sjúkdómana. En nú er eitt mikilvægasta og flókn- asta líffæri líkamans að gefast upp fyrir þeim mikla eiturefnaaustri sem stundaður hefur verið í rúm 40 ár og þá standa sérfræðingamir ráðþrota og engum dettur í hug að þetta sé sjúkdómur sem maðurinn sjálfur hefur skapað. Albert Schweitzer sagði: „Maðurinn hefur glatað hæfíleikanum til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Að lokum mun hann tortíma jörðinni.“ Já, ef við viðurkennum ekki að eyðni er ekki kynsjúkdómur sem hægt er að halda niðri með kýnlífs- höftum heldur nmiklu alvarlegra mál, mál sem skiptir sköpum fyrir líf mannsins á þessari jörð, þá eiga þessi orð Alberts Schweitzer eftir að rætast. Sem betur fer em nátt- úruvemdarsamtök víða um heim farin að beijast fyrir afeitmn jarð- arinnar en það dugir skammt ef sérfræðingar halda áfram að búa til og framleiða gervi- og eiturefni í stómm stíl. Nei, það þarf sameiginlegt átak um allan heim til að afsanna að: Maðurinn er krabbamein jarðar- innar. Höfundur er húsmóðir íMosfells- sveit.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.