Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 63 Rush fer til Juventus Frá Bob Hennessy, fréttaritara MorgunblaAsins á Englandi. LIVERPOOL skýrði frá þvf i gœr I fram á að hann yrði ekki seldur að lan Rush myndi leika með Juv- frá félaginu. entus næsta keppnistímabil en „Ég vona að þetta séu lokaorðin aðdáendur kappans höfðu farið I í þessari deildu. Vonandi get ég Jennings heiðraður Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgun- blaðsins á Englandi. PAT JENNINGS mun leika sinn sfðasta leik í marki f kvöld en þá fer fram f Belfast sérstakur leikur til heiðurs kappanum og er gert ráð fyrir að hann fái um 80.000 pund fyrir þennan leik. Mikið verður um þekkta knatt- spyrnumenn í þessum leik og má þar nefna, Dalglish, Best, Clem- ens, lan Rush, Archibald og Kevin Keegan. Jennings leikur að sjálfsögðu með en hann er nú 41 árs gamall og hefur leikið 119 landsleiki fyrir Norður-írland og mun það vera heimsmet hjá markverði. ÍRvann IS ÍR vann í gærkvöldi lið stúd- enta 93:57 eftir að staðan f hálfleik hafði verið 38:26. ÍR keyrði upp hraðann í síðari hálfleik og réð ÍS ekkert við það. Karl Guðlaugsson skoraði 27 stig fyrir ÍR, Björn Steffen- sen 18 og Vignir Hilmarsson 14. nú farið að snú mér af fullum krafti að því sem mér finnst skemmtilegast — að skora mörk,“ sagði Rush í gær. Aðalfundur Aðalfundur frjálsíþróttadeildar IR verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í húsakynnum íþróttasam- bands íslands í Laugardal. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða veittar margvíslegar við- urkenningar þeim frjálsíþrótta- mönnum ÍR-inga, sem skarað hafa fram úr á árinu. , Keeling þjálfar ÍBK næstu tvö ár Keflavflc. BRESKI knattspyrnuþjálfarinn Peter Keeling verður þjálfari hjá 1. deildarliði ÍBK í knattspyrnu næstu tvö keppnistfmabil og verður auk þess yfirþjálfari allra flokka ÍBK. Keeling var hér fyrir um hálfum mánuði og ræddi þá við forráða- menn ÍBK og leikmenn, en gaf endanlegt svar um helgina. Að sögn Kristjáns Inga Helgasonar, formanns knattspyrnuráðs ÍBK, kemur Keeling í janúar, verður í viku og leggur þá línurnar varð- andi þjálfunina. Síðan kemur hann aftur í mars og hefst þá sjálfur handa við undirbúning liðsins fyrir komandi keppn- istímabil. „Við teljum okkur heppna að fá þennan þjálfara. Hann hefur ákaflega góð meðmæli frá mönn- um eins og Bobby Robson, þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, Sir Matt Busby, fyrrum framkvæmdastjóra Manchester United og Nobby Stiles, sem lék með Manchester United og varð heimsmeistari 1966,“ sagði Kristján. Fjögur á EM í sundi FJÓRIR keppendur hafa verið valdir til að taka þá f Evrópubikar- keppninni í sundi sem fram fer f Malmö f Svfþjóð 13. og 14. des- ember. í lok bikarkeppni 1. deildar á sunnudaginn kom landsliðsnefnd saman og valdi fjóra keppendur. Þau eru: Bryndís og Hugrún Ólafsdætur frá HSK, Eðvarð Þór Eðvarsson, UMFN og Ragnheiður Runólfs- dóttir, ÍA. Að auki verður ákveiðið eftir næstu helgi hvort Ragnar Ól- afsson bætist í hópinn. Hann keppir á danska meistaramótinu þá helgi og verður árangurinn þar látinn ráða. Líkamsrækt - vaxtarrækt: Grunnþjálfunin skiptir öllu og þjálfarar verða að kunna sitt fag - segir Fredrick C. Hatfield, margfaldur heimsmethafi og heimsmeistari íkraftlyftingum „VAXTARRÆKT sem fþróttagrein er næst mest iðkuð f heiminum á eftir knattspyrnu. Almenningur hefur mikla þörf fyrir að Ifta vel út og allir vilja að sár Ifði vel. Hvernig svo sem æfingum og þjálfun er háttað verður ætíð til afreksfólk f fþróttum eins og á öðrum sviðum, rjóminn flýtur alltaf ofan á og einhverjir verða ávallt bestir, en grunn- þjálfunin skiptir öllu og þjálfarar og leiðbeinendur verða að kunna sitt fag, ef árangur á að nást,“ sagði Dr. Fredrick C. Hatfield, marg- faldur heimsmethafi og núverandi heimsmeistari í kraftlyftingum, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli f gær. Hatfield er 44 ára heimsfrægur kraftlyftingamaður og ritsjóri bandarísku mánaðartímaritanna - Sport Fitness og Muscle and Fitness , en þau koma út í 250 til 500 þúsund eintökum. Hann var háskólaprófessor í nokkur ár og hefur skrifað margar bækur um þjálfun, næringarfræði, lyfjaneyslu og fleira og er talinn mjög fær kraftaþjálfari. Hatfield er hér í boði KRAFT og hélt hann almennan fyrirlestur um grunnþjálfun í Æfingastöðinni í Kópavogi í gærkvöldi. Hann mun haida fleiri fyrirlestra í vikunni, en á laugardaginn keppir kappinn í jötnamóti í sjónvarpssal ásamt fremstu kraftlyftingamönnum landsins. Þjálfarar verða að vera opnirfyrir nýjungum Hatfield trúir statt og stööugt á einfaldleikann í allri þjálfun, grunn- þjálfunin skiptir öllu máli, en sérþjálfunin kemur á eftir. „Alltof margir þjálfarar gleyma eða hrein- lega vita ekki að einstaklingarnir eru ekki eins. Þeir eru með sömu æfingar fyrir hópinn og fyrir bragð- ið fá einstaklingarnir ekki þá þjálf- un sem þeir þurfa og árangurinn verður ekki eins og hann best get- ur orðiö. Þjálfarar og leiðbeinendur verða að kunna sitt fag, þeir verða að vera opnir fyrir nýjungum og fylgjast með því sem er að gerast í vísindunum, því það sem þótti gott í gær getur verið úrelt á morg- UP j Bandaríkjunum eigum við við mikið vandamál að stríða varðand. líkams- og heilsuræktarstöðvar. Þær spretta upp eins og gorkúlur, eigendurnir stilla upp fallegum stelpum, sem eiga að draga að kúnna og leiðbeina við þjálfun. Slíkt getur gengið, ef þær hafa kennsluréttindi og vita hvað þær eru að gera, en annars ekki. Ég segi fyrir mig að ef ég færi inn á slíka stöð, gerði æfingar sem mér væri sagt að gera og meiddist, þá myndi ég kæra viðkomandi á stundinni. Ég segi þetta til að und- irstrika mikilvægi kennarans eða þjálfarans. Eins er það með aðrar íþróttir. Þjálfararnir hafa mikil áhrif og þess vegna skiptir höfuðmáli að rétt sé staðiö að þjálfuninni í upphafi, barna- og unglingaþjálfunina má ekki vanrækja og til þeirra starfa veröa aö veljast hæfustu þjálfarar. En því miður er oftar en ekki byrj- að á röngum enda og því fer sem fer. Líkamsrækt er hluti af okkar daglegu þörfum, rétt eins og nær- ingin svo ég nefni dæmi. Þú ferð út í búð og kaupir í matinn og ætlast tii þess að það sem þú kaupir sé hollt og gott fyrir þig. Sama á við um líkamsræktina. Ef þú kaupir kennsluna áttu rétt á því að hún sé rétt, gagnleg og upp- byggjandi." Takmörk líkamans, álag og þreyta Hatfield æfði knattspyrnu og frjálsar íþróttir í gagnfræðaskóla, en sneri sér að fimleikum í há- skóla og náði mjög góðum árangri, varð m. a. háskólameistari. Þegar hann vann að doktorsritgerðinni fór hann að stunda lyftingar og Morgunblaöið/Bjami • Fredrick C. Hatfield til hœgri ásamt Halldóri E. Sigurbjörnssyni, sem hefur haft veg og vanda aö heimsókninni á vegum KRAFT. reyndi að komast í ólympíulið Bandaríkjanna 1972 og 1976, en missti af farseðlinum vegna hné- meiðsla. Þá fór hann út í kraftlyft- ingar og árangurinn lét ekki á sér standa. Hann hefur sett yfir 30 heimsmet og orðið heimsmeistari í greininni, síðast í Hollandi fyrir um hálfum mánuði. Vegna árang- urs síns hefur hann verið nefndur „Dr. Squad" en hnébeygjur eru hans sérgrein og heimsmet hans er ótrúlegt, 457,5 kg sett í apríl s. I. Þá var hann 113,4 kg og 44 ára eins og fyrr sagði! En hvernig á fólk að haga æfingum sínum? „ Það má ekki þvinga neinn til að æfa, en eins og ég sagði áðan þá er líkamsrækt eða á aö vera hluti af daglegu verki. Hjá börnun- um byrjar þetta sem leikur, en vindur síðan upp á sig með æ skipulagðari þjálfun. Unglingar og þeir sem eldri eru verða að þekkja sín takmörk, vita hvað má bjóða líkamanum og haga æfingunum eftir því. Eins verður fólk að læra að yfirstíga þreytu og of mikið álag. Þetta er auðvitað mikil einföldun, en þá kem ég aftur að mikilvægi þjálfaranna. Þeir verða að vita hvað þeir eru að gera og hvers vegna. En það er alveg sama hvaða íþróttir fólk stundar, kraftþjálfun í einhverri mynd verður ávallt að eiga sér stað. í því sambandi verða menn að gera greinarmun á lyft- ingum, æfingum með lóð, vaxtar- rækt og líkamsrækt. Á þessu er mikill munur og að sjálfsögðu verða menn að miða kraftþjálfun- ina við þá íþrótt sem þeir stunda." Lyfjaneysla ekki leng- urvandamál Lyfjaneysla íþróttamanna er málefni, sem mikið hefur verið deilt um og oftar en ekki hafa kraft- lyftingamenn verið ásakaðir um lyfjaneyslu. Hvað segir Hatfield um þetta. „Til skamms tíma tóku íþrótta- menn í ýmsum greinum hin og þessi lyf, sem þeir héldu að yrðu þeim til framdráttar í keppni. Þá var hugarfarið að sigra hvað sem það kostaði. Hormónalyf og önnur lyf voru hluti af þjálfuninni. En með aukinni þekkingu á þessum lyfjum hefur þetta breyst og ég hef ekki lengur áhyggjur af lyfjaneyslu íþróttamanna. Það er alltaf einn og einn svartur sauður hvar sem litið er, en íþróttamenn almennt eru engir asnar og það leikur sér enginn með heilsuna. Hins vegar tel ég enga ástæðu til að banna eitt eða annað, heldur kenna börn- um og unglingum hvað ber að varast og hvers vegna. íþrótta- menn vilja ekki vinna glæsta sigra með svindli, heldur vegna eigin verðleika," sagði Fredrick C. Hat- field, nefndur „Dr. Squad" fullviss um að hann eigi eftir að setja fleiri met í kraftlyftingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.