Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Höfundur er borgarfulltrúi Kvennalistana. Menningararfur g-ömlu hollensku bæjanna var lagður tíl grundvailar mótun nýrrar byggðar. Niðurrifið réttlætt Nýja skipulagstillagan að Kvos- inni er engin húsvemdunartilaga — þvert á móti. Nái hun fram að ganga hefur hún í för með sér veru- legt niðurrif gamalla húsa og svipmót miðbæjarins verður ekki hið sama eftir sem áður. Rökin fyr- ir þessari andlitsbyltingu em margvísleg m.a. þau að nýja skipu- lagið verði vemlega til bóta fýrir sundurlaust útiit Kvosarinnar sem víða sé ámóta aðlaðandi og illa skörðóttur tanngarður. Kvosin verði heillegri og glæsilegri og líklegri til að standast þær kröfur sem gera verði til miðbæjar í höfuðborg landsins. Samkeppnisstaða Kvosar- innar gagnvart nýjum verslunar- miðstöðvum, s.s. í Mjódd og Kringlu, verði mun betri og verslun og manniíf muni blómgast umfram það sem nú er. Með tilvísun til alls þessa er réttlætt það mikla niðurrif timburhúsa sem skipulagið hefði í för með sér. Eða eins og skipulags- höfundamir segja: „... borg verður að þróast, breytast og lifa í takt við tímann — fylgja nútímalífs- mynstri þannig að óhjákvæmilegt er að sum gömul hús víki." Þama eru komin hin gamalkunnu rök „hagsýni og raunsæis" sem ráðið hafa allri stefnumörkun í skipulags- málum gamla bæjarins allt til þessa dags. Kannski væri þó nær að segja að þau hafí átt drýgstan þátt í því stefnuleysi sem hefur gert það að verkum að gömul og gagnmerk hús grunni á undanfömum ámm á landi sem Hollendingar hafa ræst fram undan sjó. Munurinn er hins vegar sá, að þar byijuðu menn skipulags- vinnuna með autt land og hvítt blað en hér með bæ fullan af húsum. Þar var menningararfur gömlu hol- lensku bæjanna lagður til gmnd- vallar við mótun nýrrar byggðar en hér er arfurinn brotinn og hollensk- ir gaflar taka þann sess sem íslensku bámjámshúsin skipuðu áður. Myndimar sem fylgja grein- inni tala væntanlega sínu máli og sjálfsagt vefst það fyrir einhveijum að greina í sundur Holland og ís- iand. Óraunsæ tillaga Ástæðan fyrir því að Holland og ísland hafa þama fengið sama svip er kannski sú að Jiað er tæpast hægt að segja að Islendingar eigi em að rísa í Kringlunni. Reyk- víkingar, og reyndar íslendingar allir, em einfaldlega of fáir og kaup- geta þeirra of lítil til að þeir geti staðið undir allri þessari Qárfest- ingu í verslun. Gömlu húsin munu því að öllum líkindum halda áfram að hverfa eitt og eitt og ný hús rísa í staðinn eftir hentugleikum og hagsmunum ióðaeigenda og í sam- ræmi við tísku hvers tíma. Það er því beinlínis rangt og villandi að steypa allt í sama mót á teikningum og taka ekki mið af því að tímans tönn vinnur hraðar á tísku en flestu öðm. Bílageymslur fyrir hálfan milljarð Eins og fleiri tillögur sem sam- þykktar hafa verið að skipulagi gömlu hverfanna byggist þessi á því að allt gangi hratt og vel fyrir sig. Ein af forsendunum fyrir því er að miklu fjármagni veri veitt í það að framkvæma skipulagið. í þessu tilviki fer stærstur hluti §ár- magnsins í umferðarmálin. Með öllum þeim nýbyggingum sem gert er ráð fyrir í tillögunni mun byggð í Kvosinni aukast um 25% eða um 36.000m2. Það leiðir af sjálfu sér að þessi gólfflataraukn- ing mun hafa í för með sér talsverða umferðaraukningu og fínnst þó flestum nóg um það sem fyrir er. Þetta kallar á aukin bílastæði enda er það mat verkfræðinga að eftir- spurn eftir þeim muni aukast um sem nemur 600 stæðum. Er skemmst frá því að segja að borgar- verkfræðingsembættið gerir það að tillögu sinni að byggð verði um 1.100 stæði í bílageymsluhúsum í tengslum við skipulagið. Hvert slíkt stæði kostar í dag um 450 þúsund krónur og því mun þessi fram- kvæmd ein og sér ekki kosta undir hálfum milljarði króna. Er þá ótal- inn kostnaður við Geirsgötu á hafnarbakkanum og breikkun Fríkirkjuvegar og Sóleyjargötu en sú framkvæmd er bein afleiðing af auknu umferðarstreymi í Kvosina. V arð veisluskipulag Stóran hluta þessara ijármuna mætti fullt eins nota til að gera varðveisluskipulag að Kvosinni að veruleika. Slíkt skipulag er alþekkt fyrirbæri í nágrannalöndum okkar þegar varðveita á bæjarhverfí eða bæjarhluta. Með slíku skipulagi er fyrst og fremst verið að tryggja að ákveðið svipmót byggðar haldi sér og þannig er frá málum gengið að eigendur húsanna hagnast ekki á niðurrifí menningarverðmæta eins og því miður er oft raunin hér á landi. Varðveisluskipulag bannar ekki breytingar á húsum heldur kveður einungis á um að tiltekin hús skuli varðveitt án umtalsverðra breytinga. í þeim tilgangi að hvetja húseigendur á varðveislusvæðum til að Iagfæra útlit húsa sinna gæti borgin gert húsfriðunarsjóð að veruleika og lánað úr honum íjár- magn á góðum kjörum. Þá yrði Kvosin samkeppnishæf við Kringlu og Mjódd á sínum eigin forsendum og mjmdi laða að sér mannlíf í krafti sérkenna sinna, og þess sjarma sem aðeins gömul borgar- hverfí búa yfír. Spyrnum við fótum Hin nýja skipulagstillaga að Kvosinni verður til umræðu á borg- arstjómarfundi fímmtudaginn 4. desember. Að þeim fundi loknum gefst borgarfulltrúum tóm til að hugsa sinn gang í tvær vikur áður en tillagan verður afgreidd frá borgarstjóm. Það hlýtúr að vera ósk allra húsvemdunarmanna að þeir láti ekki glæsileik nýrra húsa villa sér sýn heldur hugi að menn- ingararfí okkar. Þá gæti verið gott að hafa í huga eftirfarandi orð Harðar Agústssonar í grein í bækl- ingnum „Húsvemdun" sem Torfu- samtökin gáfu út á þessu ári. „Auðveldara er að bjarga bók en húsi. Sjónmenntaarfurinn blés upp eins og landið, líkt og það er hann næstum örfoka ... Nú er geymd Islendinga í sjónmenntagreinum illa skert ens og gróðurkápan en þá er að spyma við fæti og gæta vel þeirra vina sem eftir eru, jafnvel með hrópum og köllum. Miðað við nágrannaþjóðir er svo ótrúlega lítið eftir af arfí okkar í þessum efnum. Því einstakari er staða okkar." Ingibjörg Sólrún Gisladóttir Hollenskir hús- . gaflar í Kvosinni i eftír Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Enn ein deilan um húsvemdun er risin í Reykjavík. Á undanfömum 10—15 árum hefur alloft verið tek- ist á um þessi mál og nægir i því sambandi að nefna deiluna um Bemhöftstorfuna, húsaþyrpinguna við Hallærisplanið, Gijótaþorpið og Fjalaköttinn. Nú er það Kvosin, hjarta miðbæjarjns, sem um er deilt. Því miður eiga skoðanir hús- vemdunarmanna enn undir högg að sækja hér á landi þó þessi sjónar- mið hafi fyrir löngu orðið ofan á í öllum nágrannalöndum okkar. Þess vegna erum við líka svo miklu fá- tækari en þau af þeirri menningar- arfleifð sem býr í húsum. Sú arfleifð er enn að verða jarðýtu og kúlu að bráð og er skemmst að minnast Fjalakattarins í því sambandi. Húsverndun og flokkapólitík Ástæðan fyrir því hversu hús- vemdun á erfítt uppdráttar hér á landi er að hluta til sú, að hún hef- ur verið gerð að flokkspólitísku þrætuepli. Slíkt þjónar ágætlega þeim tilgangi að fá fólk, sem ekki vill lenda í pólitískum dilkadrætti, til að halda að sér höndum þegar talið eða baráttan berst að hús- vemdun. Splunkunýtt dæmi um þetta er að fínna í Mbl. þann 23. nóv. sl. í viðtali við formann skipu- lagsnefndar, Vilhjálm Þ. Vilhjálms- son, um skipulag Kvosarinnar undir fyrirsögninni „Vísvitandi blekking- ar Alþýðubandalagsins". Uppstill- ingin er sáraeinföld: Skipulagstil- lagan er afkvæmi sjálfstæðismanna og gagnrýni á hana er skollaleikur alþýðubandalagsmanna. Veruleik- inn er auðvitað miklu flóknari vegna þess, að heiðarlegir íhaldsmenn geta auðveldlega verið þeirrar skoð- unar að gömul hús eigi að standa en gamalgrónir verkalýðssinnar ta- lið að kofadraslið eigi að hverfa. Það er auðvitað fráleitt að sam- tvinna húsvemdun hinu eilifa reiptogi íhalds og allaballa. Afstaða til gamalla húsa fer ekki eftir flokk- spólitískum línum og sjálfsagt erfítt að fá fólk til að lúta flokksaga í þeim efnum. hafa týnt tölunni eitt og eitt og ný hús risið í staðinn eftir hentugleik- um og hagsmunum lóðaeigenda. Verður ekki annað séð en að nýja skipulagstillagan sé staðfesting og framlenging á þessu ástandi. Draumaborg teikniborðsins Því verður ekki á móti mælt að tillagan er að mörgu leyti vel unnið og metnaðarfullt plagg. Öll um- hverfísmótun er til fyrirmyndar enda mikið lagt upp úr göngugöt- um, gangstígum og skjólgóðum bakgörðum. Teiknivinnan er líka mjög falleg og vel til þess fallin að fá einhveija fagurkera til að gleyma stund og stað. Þeir losna úr viðjum islensku sveitamennskunnar og geta látið sig dreyma um gamalgró- ið götulíf meginlandsborganna í hjarta miðbæjarins. Við þeim blasa huggulegar götumyndir þar sem reglustikan hefur verið látin ráða húsahæð og nýjasta tíska í bygg- ingarlist útliti húsanna. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifí að þetta gæti verið hvaða borg sem er í V-Evrópu. Draumaborg teikniborðsins á ekkert skylt við þá Reykjavík sem við þekkjum og erum tengd þeim böndum sem myndast milli manns og borgar, eftir langvarandi kynni. Reyndar gætu sumar götumyndim- ar allt eins verð frá þeim hollensku bæjum sem hafa verið byggðir frá sér einhveija hefð í húsagerð. Skipulagshöfundar hafa því notast við nýjustu tísku til að fylla upp í skörðin og það gerir tillöguna auð- vitað heillandi á sinn hátt. Það er hins vegar borin von að halda að í hjarta miðbæjarins verði á ör- skömmum tíma reist rúmlega 30 ný verslunar- og skrifstofuhús til viðbótar við öll þau ósköp sem nú Aðalstræti séð til norðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.