Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 37 Byggmg varaflugvallar: Viðræður að hefjast við NATO og* varnarliðið Skiptar skoðanar á Alþingi um þátttöku Atlantshaf sbandalagsins FYRSTU formlegn viðræður íslenskra stjórnvalda við flota- stjórn NATO og varnarliðið um byggingu varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll fara fram síðar í þessum mánuði. Það var Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sem greindi frá þessu á Alþingi í gær vegna fyrir- spumar frá Steingrími J. Sigfús- syni (Abl.-Ne.). Ráðherrann minnti á, að í apríl s.l. hefði hann staðfest á Alþingi að flotastjóm Atlants- hafsbandalagsins á Atlantshafi hefði lýst áhuga á að kannaður yrði möguleiki á byggingu varaflug- vallar fyrir Keflavíkurflugvöll án þess að ákveðin staðsetning yrði höfð í huga. Um það leyti hefðu engar formlegar viðræður átt sér stað, en nú væm þær fyrirhugaðar. Utanríkisráðherra sagði, að af hálfu samgönguráðuneytisins tækju þátt í viðræðunum Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytis- stjóri, og Pétur Einarsson, flug- málastjóri, og af hálfu utanríkis- ráðuneytisins Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri vamarmálaskrifstofu, og Þorgeir Pálsson, prófessor. Nokkrar umræður urðu um byggingu varaflugvallar þegar ráð- herra hafði lokið máli sínu. Stefán Guðmundsson (F.-Nv.) kvað vara- flugvöll nauðsynlega öryggisráð- stöfun og samgöngubót fyrir Islendinga og aðra sem fæm hér um. Taldi hann að þeir sem deildu á þessa hugmynd væm ekki á jörð- inni og hvatti til þess að umræður um málið fæm fram á „vitrænan hátt" eins og hann komst að orði. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) taldi svar utanríkisráðherra sýna, að forystumenn Framsóknar- flokksins hefðu verið beygðir í þessu máli og gagnrýndi sérstaklega mál- flutning Stefáns Guðmundssonar. Kvað hann það tíðindi fyrir lands- menn ef hemaðaryfirvöld erlendis ættu að ráða því hvar byggja ætti varaflugvöll á íslandi. Þingmaður- inn sagðist vilja minna á yfirlýsingu forsætisráðherra um, að af hálfu ríkisstjórnarinnar fæm umræðum- ar um varaflugvöll fram í þeim skilningi að ekki væri um hemaðar- framkvæmd að ræða. Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) taldi varaflugvöll öryggisráðstöfun og eðlilegt að taka mið af staðsetningu á Sauðárkróki, en fagleg sjónarmið en ekki hemaðarleg yrðu að ráða ferðinni. íslenskir hagsmunir yrðu að sitja í fyrirrúmi. Með því að fá fé frá NATO til að byggja slíkan flugvöll væri verið að breyta eðli málsins. Þingmaðurinn taldi að samstaða væri um það í öllum flokk- um f kjördæminu að ef um herflug- völl ætti að vera að ræða á Sauðárkróki væri betra að hafa engan varaflugvöll þar. Hvatti hann til þess, að menn forðuðust að víkka út yfírráðasvæði Bandaríkjahers á íslandi. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði, að öll rök væm fyrir því að byggja varaflugvöll og staðsetja hann á Sauðárkróki. Slíkur flugvöllur ætti að vera íslenskur og fyrir íslenskt flug. Hugmyndin um að fjármagna byggingu varaflugvallar með fé frá NATO væri ekki komin frá Skag- fírðingum. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Nv.) sagði, að samkvæmt starfsreglum mannvirkjasjóðs NATO væri ekki veitt fé til annarra framkvæmda en þeirra sem væm hemaðarlegs eðlis. Það væm því öfugmæli hjá forsætisráðherra að tala um að fá styrk úr sjóðnum án þess að um hemaðarframkvæmd væri að ræða. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði að það væri alveg ljóst, að um leið og Bandaríkjamenn settu fé í varaflugvöll væm þeir*að gera kröfu til þess að um yrði að ræða herflugvöll. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, kvaðst vilja endurtaka það sem hann hfffði áður sagt opinberlega. Ekki kæmi til greina að reisa annan herflugvöll. Varaflugvöllur yrði ekki byggður hér á landi nema hann væri undir innlendri stjóm. Ef það væri rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni að mannvirkjasjóður NATO veitti ekki styrki án þess að fá yfírráð yfir viðkomandi mannvirkjum kæmi ekki til greina að þiggja þá. En ef eina skilyrði sjóðsins væri að vam- arliðsflugvélar fengju að lenda á slíkum flugvelli í stað þess að fara í sjóinn horfði málið öðm vísi við. Hann varpaði jafnframt fram þeirri spumingu, hvort vegir í Noregi, sem lagðir væri fyrir styrk úr mann- virkjasjóðnum, væm undir stjóm NATO. Stelngrímur J. Sigfússon (Abl.-Nv.) lýsti undmn sinni á því, að ríkisstjómin ætlaði að ganga til þessara viðræðna án þess að hafa kynnt sér reglur mannvirkjasjóðs- ins. Vegunum í Noregi, sem forsætisráðherra hefði nefnt, væri ætlað hemaðarlegt hlutverk og því hefði lagning þeirra fengið styrk úr mannvirkjasjóðnum. Varnarliðsþota af gerðinni F-15 hefur sig til flugs frá Keflavíkurflug- velli. Alþingiskoshingar: Forsætisráðherra nefnir 25. apríl STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, að ekki kæmi til greina að næstu þingkosningar færu fram síðar en 25. apríl n.k. nema sam- staða næðist um það að breyta kosningalögunum og ákveða annan kjördag. Það var Eiður Guðnason (A.- VI.) sem spurðist fyrir um það hvenær ríkisstjómin ætlaði að efna til þingkosninga. Forsætisráðherra benti á, að fjögurra ára umboði þingmanni lyki 23. apríl n.k. og eðlilegast væri að kjósa sem næst þeim degi. Kvað hann laugardaginn 25. apríl vel koma til greina. í kosn- ingalögum væri að vísa talað um síðasta laugardag í júní sem kjör- dag en þá væri umboð þingmanna útmnnið. Halldór Blöndal (S.-Ne.) kvað ótvírætt að ríkisstjómin yrði að halda sig við kjörtímabilið. Taldi hann það stjómarskrárbrot ef kosn- ingum yrði frestað lengur en til 25. apríl. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) sagði það afar óheppilegt að ekki skyldi hafa verið gengið frá því áður en þing kom saman hver næsti kjördagur yrði. Hann taldi almennt æskilegt að halda sig við sama kjördag og láta ekki tilviljun- arkennd þingrof ráða ferðinni í þeim efnum. Þingmaðurinn benti á að veðrátta gæti orðið slæm í apríl- mánuði og tmflað samgöngur. Að þessu yrði að huga þegar ákvörðun um kjördag yrði tekin. Ólafur G. Einarsson (S.-Rn.) kvað það bjargfasta skoðun sína að kjósa ætti áður en kjörtímabili þingmanna lyki. Hann kvaðst hins vegar geta fallist á 25. apríl sem kjördag, en það væri einn margra daga sem forsætisráðherra teldi koma til greina. AIÞIAGI Emils Jónssonar minnst á þingi í upphafi fundar á Alþingi í gær flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti samein- aðs þings, eftirfarandi minn- ingarorð um Emil Jónsson, fyrrv. forsætisráðherra. Emil Jónsson, fyrmrn alþing- ismaður og ráðherra, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfírði síðastliðinn sunnu- dag, 30. nóvember, áttatíu og ijögurra ára að aldri. Emil Jónsson fæddist í Hafn- arfírði 27. október 1902. For- eldrar hans vom hjónin Jón múrarameistari þar Jónsson bónda í Sólheimum í Hmna- mannahreppi Jónssonar og Sigurborg Sigurðardóttir bónda á Miðengi á Vatnsleysuströnd Ámasonar. Hann lauk burtfarar- prófí úr Flensborgarskóla vorið 1917 og stúdentsprófí í Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1919. Þá um haustið, tæpra seytján ára aldri, hóf hann nám við verkfræðiháskólann í Kaup- mannahöfn. Lokaprófi þar lauk hann í janúar 1925. Hann var aðstoðarverkfræðingur bæjar- verkfræðingsins í Oðinsvéum á Fjóni 1925—1926, bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði 1926—1930 og bæjarstjóri þar 1930-1937. A árinu 1937 var hann skipaður vita- og hafna- málastjóri og fékk lausn frá því embætti snemma árs 1959, en hafði þá gegnt embættinu með nokkmm frávikum vegna ann- arra starfa, einkum sem ráð- herra. Hann var samgöngumála- ráðherra 1944— 1947, viðskipta-, iðnaðar- og sam- göngumálaráðherra 1947—1949, utanríkisráðherra vegna veikindaforfalla nokkrar vikur 1956, forsætisráðherra frá því í desember 1958 fram í nóv- ember 1959, sjávarútvegs- og félagsmálaráðherra 1959—1965, utanríkisráðherra 1965—1970, utanríkis- og félagsmálaráð- herra 1970—1971. Bankastjóri Landsbanka íslands var hann 1957—1958. Hátt í Ijóra áratugi átti hann sæti á Alþingi, var þingmaður Hafnfírðinga 1934— 1937, 1942-1953 og 1956—1959, landskjörinn þing- maður 1937-1942, 1953-1956 og á sumarþinginu 1959 og loks þingmaður Reykjaneslgördæmis 1959—1971. Hann var forseti neðri deildar á sumarþinginu 1942 og forseti sameinaðs þings 1956—1958. Alls átti hann sæti á 44 þingum. Auk þeirra starfa, sem nú hafa verið talin, kom Emil Jóns- son víða við sögu í félags- og þjóðmálum. Hann átti frum- kvæði að stofnun iðnskóla í Hafnarfírði árið 1926 og var skólastjóri hans til 1944. 1 mið- stjóm Alþýðuflokksins var hann 1930-1952 og 1954-1971, for- maður flokksins 1956—1968. Bæjarfulltrúi í Hafnarfírði var hann 1930—1962 og stjómar- formaður Bæjarútgerðar Hafn- aifyarðar 1931—1957. Hann var formaður skólanefndar Flens- Emil Jónsson borgarskólans 1930—1945, í stjóm Landssambands iðnaðar- manna 1933—1945, í stjóm skipulagsnefndar atvinnumála frá 1934 og formaður hennar frá 1935. Hann var í stjóm Spari- sjóðs Hafnarfjarðar 1935—1957 og í Landsbankanefnd 1936—1957. Stjómarformaður Raftækjaverksmiðjunnar í Hafn- arfírði var hann um áratugi frá stofnun hennar 1936. Hann var í fískimálanefnd 1938—1939, í skipulagsnefnd bæja, kauptúna og sjávarþorpa 1938— 1944 og 1950—1957, kosinn 1944 í milli- þinganefnd í samgöngumálum Suðurlandsundirlendisins, skip- aður 1946 í endurskoðunamefnd laga um verðlagningu landbún- aðarafurða og fleira og kosinn í togaranefnd 1954. í Norðurland- aráði átti hann sæti 1955— 1959, í Þingvallanefnd 1957—1972, í úthlutunamefnd atvinnuaukningarfjár 1959— 1961 og í stjóm atvinnubóta- sjóðs, síðar afyinnujöfnunarsjóðs, 1962— 1967. í bankaráði Seðla- banka íslands var hann 1968-1972. Emil Jónsson átti sér glæsileg- an námsferil og langan og fjölbreytilegan starfsferil. Ungur var hann kvaddur til starfa í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og naut bæjarfélagið þar góðrar menntunar hans, ósérhlífni og úrræða á erfíðum tímum sem þá vom. Þar varð hann brátt mikill áhrifamaður um gang bæjar- mála og eflingu atvinnulífs. Hafnfírðingar kusu hann síðan þingmann sinn rúmlega þrítug- an. Hann gegndi embætti vita- og hafnamálastjóra á miklum framfara- og framkvæmdatím- um á þeim sviðum, vel menntur verkfræðingur og traustur emb- ættismaður. Hæst ber þó feril hans á sviði stjórnmála og í ráð- herrastörfum. Hann var um áratugi meðal áhrifamestu manna í flokki sínum, Alþýðu- flokknum. Hátt í tvo áratugi átti hann sæti í ríkisstjóm og sinnti þar ýmsum málaflokkum. Sjáv- arútvegsmál og iðnaðarmál voru aðaláhugamál hans á fyrstu þingmannsárunum ásamt stefnumálum Alþýðuflokksins og framfaramálum bæjarfélagsins í Hafnarfirði. Ráðherrastörfum sem öðrum störfum gegndi hann af alúð og var traustur forustu- maður í utanríkismálum síðustu árin í ráðherrastól. Hann lifði mikla breytingatíma í íslenskum þjóðmálum og ýmsar sviptingar í stjórnmálum. Hann var trúr þeirri stefnu sem hann markaði sér ungur maður, glöggskyggn á málefni og rökfastur í mál- flutningi. Síðustu æviárin lifði hann í rósemi við hnignandi heilsu. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Emils Jónsson- ar mað því að rísa úr sætum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.