Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 Erlendur Jónsson Ármann Halldórsson. HRAFN Á HALLORMSSTAð. Örn og Örl- ygur hf. Reykjavík, 1986. »Ég er kokkteill af Longum og Beckum í móðurættina og blandan styrkt með útskagafólki út af Há- karla-Bjama,« segir Hrafn á Hallormsstað. Hrafn ólst upp í glað- væru en nokkuð svo óbeisluðu umhverfi austur á Reyðarfirði — nema þegar hann var í sveit, þá fékk orka drengsins útrás í vinnu. Tilbreyting gafst í naumara lagi — nema sú sem hver og einn skapaði sér sjálfur. Endirinn varð sá að Hrafn réðst sem kyndari »við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað haustið 1932 og auk þess átti ég að læra eitthvað.« Þar með var lífstefnan ráðin og undirstaðan lögð að heiti þessarar bókar. Því síðan hefur sögumaður einatt verið »við- flæktur« Hallormsstað svo gripið sé til orðs upp úr bókinni. Skrásetjarinn hefur eftir sögu- manni að hann telji sig varla hafa átt »svo reynsluríka ævi að ævisögu sé verð, en hins vegar hafi hann lifað býsna merkilega tíma og sé því æskilegt að fjalla meira um þá en eigin lífshlaup.« — Þetta er hóg- værlega, en víst alveg réttilega mælt. Þegar öllu er á botninn hvolft er mestur veigur í þeirri frásögn- inni þar sem sögumaður lýsir almennt daglegu lífí á sínum yngri árum. Til dæmis er í einum kaflan- um sagt frá einum degi hjá dæmigerðri bændafjölskyldu áður en stríð og hemám höfðu umbylt lifnaðarháttum á landi hér. Að mínum dómi er sú lýsing merkile- gust fyrir þá sök að þar er farið ofan í hversdagsleg smáatriði sem fæstum þykja frásagnarverð en gefa þó best til kynna, þegar á heildina er litið, hvemig lífinu var lifað fyrrum — og má því heita ís- landssagan í sinni einföldustu mynd! Þá segir Hrafn frá merkispersón- um ýmsum sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni, þeirra á meðal Gunn- ari Gunnarssyni og Þórbergi Þórðarsyni. Gunnar stóð á hátindi frægðar sem rithöfundur þegar hann fluttist heim og hóf búskap á Skriðuklaustri. En ég ræð af frá- sögn Hrafns að Gunnar hafi líka þótt góður granni í héraði. »Það fannst mér einkennilegt með mann sem jafnan sat við skriftir, að hann skyldi hafa slíkt gaman af spilum,« segir Hrafn. Þegar Þórbergur dvaldist á Hall- ormsstað, vikutíma, sátu þeir yfir koníaksglasi kvöld hvert, hann og Hrafn. Margt bar á góma: »Eitt af því sem Þórbergur talaði um var Stefán frá Hvítadal. Hann sagði að ríkið hefði átt Hvítadal, og það hefði verið búið að byggja honum WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir SöycflMygjtyir <& ©@. Vesturgötu 16, sími 13280 út. Hann átti að fara um vorið, en þá bara dó hann svo það þurfti ekki að bera hann lifandi út.« Hér hefur eitthvað skolast til því Stefán bjó ekki í Hvítadal þótt hann kenndi sig við þann bæ heldur í Bessatungu. Þó Hallormsstaður sé ekki beint í þjóðbraut hefur lengst af verið þar mannmargt: húsmæðraskóli á vetrum en gistihús á sumrum. Hrafn segir enga skólasögu í bók þessari. En þó má sitthvað ráða af frásögn hans um skólabrag austur þar. Til að mynda hversu hús- mæðraskólo var í fyrstunni sniðinn eftir hinum gömlu íslensku stór- heimilum þar sem hvaðeina miðað- ist við sjálfsþurftarbúskap og heimilisiðnað. Þetta telur Hrafn að hafi komið sér vel í kreppunni. Rödd að austan Bókmenntir en blaðsíðutalið bendir til, letur smátt og mikið á hverri síðu) að textinn virðist nokkuð hraðunninn og framlag skrásetjara annars veg- ar en sögumanns hins vegar fremur laustengt og ruglingslegt. Ein um- ritun hefði getað bætt textann. Ofarlega á bls. 58 stendur t. d.: »Yfirleitt kenndi hann í fyrirlestrum og var sérlega vel til slíkrar kennslu fallinn ... « Og neðar á sömu síðu um sama mann: »Benedikt kenndi mikið í fyrirlestrum og var ákaflega vel til þess fallinn.« — Svona lagað- ar endurtekningar skrifast á reikn- ing skrásetjara. Að öllu samanlögðu tel ég mat sögumanns rétt: Það sem hann seg- ir frá sjálfum sér felur ekki í sér mikið meira en margur hefur áður sagt í ótal endurminningum af svip- uðu tagi. Lýsingar Hrafns á dag- legu lífi og lifnaðarháttum almennt í heimahögum eru á hinn bóginn með ágætum og skipa bók þessari ofan við meðallag í sínum flokki. Á stríðsárunum tók lífsmynstrið að breytast og hlaut þá margt, sem áður taldist gott og gilt, að dæmast til úreldingar. Sérhæfðar starfs- greinar urðu til á Héraði þar sem áður hafði verið hreinræktað bæn- dasamfélag. Heimilin urðu fámenn- ari og þurftu ekki lengur að vera sjálfum sér nóg í sama skilningi og áður. Þá er það pólitíkin: Með Rússum í tvennum skilningi heitir einn kaflinn. Þar segir Hrafn frá því er hann þá boð til Sovétríkjanna 1972. Síðan hefur að vísu mikið vatn run- nið til sjávar. En málstaðurinn er hinn sami: »Stjómin í Afganistan er búin að breyta mörgu og fram- kvæma ótrúlega hluti þrátt fyrir þennan ófrið. Hvað mundi gerast þar nú ef Rússar hyrfu þaðan? Bandaríkin yrðu varla ráðalaus að styrkja afturhaldið þar til valda og eyðileggja þann árangur sem stjómin í Kabúl hefur náð.» — Þetta segir Hrafn. Hreinskilnina skyldi Hrafn á Hallormsstað ekki lasta hvað sem öðm líður. Það kann að stafa af lengd þess- arar bókar (hún er snöggtum lengri PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 28.450,-* OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 19.370,-* Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur með allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.