Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 35 Kór Langholtskirkju: Endurflytja Misa Criolla KÓR Langholtskirkju flutti argentínsku messuna Misa Cri- olla eftir Ariel Ramirez sl. laugardag fyrir nær fullu hús. Vegna eindreginna tilmæla hefur verið ákveðið að endurtaka tónleik- ana nk. laugardag, 6. desember, kl. 17.00 í Langholtskirkju. Miðar eru seldir hjá ístóni, Freyjugötu 1, í Langholtskirkju og við innganginn. Handbók með húsráðum Frá fundi læknaráðs Borgarspitalans í gær. Læknaráð Borgarspítalans: Söluhugmyndum harðlega mótmælt Læknaráð Borgarspítalans hefur sent frá sér svohljóðandi ályktun: í framhaldi af ákvörðun ríkis- valdsins að setja Borgarspítalann á íjárlög og áformum borgarstjóra um að selja Borgarspítalann tii ríkisins ályktar fundur Læknaráðs Borgarspítalans, haldinn 2. des- ember 1986, eftirfarandi; 1. Læknaráð mótmælir harðlega öllum hugmyndum um sölu Borgarspítalans og lýsir furðu sinni á gerræðislegum og fljót- virknislegum vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið við undirbún- ing að sölu spítalans, þar sem umræður hafa farið fram og ákvarðanir nánast teknar án þess að starfsfólk hafi verið haft með í ráðum eða upplýst um hvað til stæði. Jafnframt varar Læknaráð eindregið við þeim miðstýringaráformum sem koma fram í þessum hugrnynd- um um sölu Borgarspítalans til ríkisins. 2. Halli Borgarspítalans undanfar- in ár hefur beinlínis stafað af vanreiknuðum daggjöldum. Ekki hefur verið sýnt fram á að fjár- lagakerfið sé hagkvæmara en daggjaldakerfið, þ.e.as. dragi úr kostnaði við rekstur spítala og Tvær bækur frá Fíladelf íu FÍLADELFÍA, forlag, hefur gef- ið út bækurnar „Friður, Matteus- arguðspjall" og „Trú, Bréf Páls til Rómveija“. í fréttatilkynningi frá Fíladelfíu segir: „Þessar fallegu bækur eru innbundnar í harða kápu og skreytt- ar litmyndum á hverri síðu. Textinn er úr „Lifandi orði“, endursögn Nýja testamentisins á íslensku. Bækurnar eru einkar aðgengilegar fyrir þá, sem ekki eru vanir að lesa Nýja testamentið, og kjömar fyrir þá sem vilja kynnast sígildum boð- skap þess." ekki liggur fyrir samanburður á rekstri Borgarspítalans og Landspítalans, sem hafa mis- munandi fjármögnunarkerfi. Hætt er við því að fjárveitingar til rekstrar spítalans verði ekki nægilegar og draga verði úr þjónustu og jafnvel loka deild- um. Ráðamenn eru hvattir til þess að beita sér fyrir breytingu á núverandi daggjaldakerfi, þannig að áfram verði unnt að reka Borgarspítalann með svip- uðum hætti og verið hefur. 3. Læknaráð lýsir áhyggjur sínum yfír því að sú uppbygging og þróun, sem orðið hefur undan- farin ár við Borgarspítalann, stöðvist ef áform um sölu spítal- ans ná fram að ganga. Varað er við því að skerða lóð Borg- arspítalans frá því sem nú er, en slíkt myndi hafa í för með sér að ekki yrðu möguleikar á nýbyggingum þegar til lengri tíma er litið. 4. Fari svo að ákveðið verði að ríkið yfirtaki byggingar og starfsemi Borgarspítalans er það eindregin ósk Læknaráðs að spítalinn verði rekinn sem sjálfstæð stofnun eða sem sjálfseignarstofnun." FRJÁLST framtak hf. hefur sent fá sér Húsráðahandbókina eftir Mary Ellen’s í íslenskri þýðingu Sigurðar Björgvinssonar og Þórdísar Mósesdóttur. í formála bókarinnar segir m.a.: „Ef þú hefur heyrt eða lesið „holl- ráð“ en manst ekki eftir þeim þegar þú ert nýbúinn að hella rauðvíni í besta dúkinn eða setja blett í nýja teppið er Húsráðahandbókin hrein himnasending fyrir þig. Við höfum lesið (og reynt) hundruð hollráða úr ýmsum áttum, en aðeins haldið þeim allra bestu eftir. Við höfum raðað þeim í ákveðna flokka svo fljótlegt er að fletta þeim upp þegar þörf er á.“ Húsráðahandbókin skiptist í eft- irtalda kafla: Bestu ráðin fyrir eldhúsið, baðherbergið, fegrun, bílinn, teppin, börnin, hreinsun á hinu og þessu, fatnað, skartgripi Jól alla daga hjá Eiríki JÓLIN eru að nálgast og þ'ess verður vart á vinsældalista Bylgj- unnar, sem valinn var i gær. Nýtt lag með Eiríki Haukssyni, Jól alla daga, stökk þá úr 36. sæti listans í 4. efsta. Bubbi ger- ir sér lítið fyrir og situr bæði í 1. og 10. sætinu. Listinn í þessari viku lítur þá svona út: 1. (1) Serbinn / Bubbi Morthens 2. (2) The fínal countdown / Europe 3. (10) Showing out / Mel & Kim 4. (36) Jóla alla daga / Eiríkur Hauksson 5. (6) You keep me hanging on / Kim Wilde 6. (27) Through the barricades / Spandau Ballet 7. (3) In the army now / Status Quo 8. (9) Coming home (Jenny part 2) / Falco 9. (4) I’ve been losing you / A-ha 10. (21) Augun þín / Bubbi Mort- hens og skó, gólfíð, húsgögn, þann lag- henta, þvottahúsið, málarann, gæludýr, skordýr, plöntur, blóm, garða, saumaskapinn, geymslu, söfnun, sendingar, veggfóður, tré- verk, glugga. Húsráðahandbókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli. Kápuhönnun annaðist Auglýsingastofa Emst Backmans. Leiðrétting í UMSÖGN Siguijóns Bjömssonar um ritið Viðskipta- og hagfræð- ingatal í Morgunblaðinu 26. nóvember sl. segir svo: „Fyrstu stúdentamir sem luku prófi í við- skiptafræðum hérlendis útskrifuð- ust í janúar 1943. Voru þeir fimm talsins.“ Þetta er rangt, fyrstu kandídatamir útskrifuðust vorið 1941 og vora 9 alls. Þetta kemur greinilega fram á bls. XXVII í rit- gerð próf. Gylfa Þ. Gfslasonar í Viðskipta- og hagfræðingatali. Þetta leiðréttist hér með og era hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Iðnþróunarsj óður lækkar vexti FRÁ fyrsta desember lækka útláns- vextir Iðnþróunarsjóðs á lánum í dollurum og vestur-þýskum mörk- um, en hækka á lánum í sterlings- pundum. Þessar breytingar á útlánsvöxtum sjóðsins era gerðar til samræmis við vaxtabreytingar á erlendum fjármagnsmörkuðum. Vextir á lánum í dolluram (USD) lækka úr 9% p.a. í 8,25% og vextir í mörkum (DEM) lækka úr 7% p.a. í 6,5% p.a. Vextir á lánum í pundum (GBP) hækka aftur á móti úr 12,0% p.a. í 12,5% p.a. af fyrrgreindum ástæðum. Á grandvelli breytinga á lögum Iðnþróunarsjóðs ákvað stjórn hans í upphafi sumars að framvegis myndu lánveitingar miðast við fleiri gjaldmiðla en eingöngu bandaríska dali, eins og verið hafði fram að þeim tíma. Með þessu móti geta lántakendur minnkað og dreift gengisáhættu lána. Einnig var ákveðið í Iqölfar breyttra laga að rýmka verksvið og útlánareglur og er Iðnþróunarsjóði nú m.a. heimilt að taka meiri áhættu í lánveitingum en áður, enda kemur þá til sérstakt vaxtaálag á almenna útlánsvexti. Fataúthlutun hjá Hjálp- ræðishernum FATAÚTHLUTUN verður á morgun, föstudaginn 5. desember, lijá Hjálpræðishernum í Kirkju- stræti 2. Mikið úrval er af fatnaði og allir era velkomnir að líta inn. Opið verð- ur milli kl. 11.00 og 18.00 og aðeins verður úthlutað þennan eina dag. (Fréttatilkynning) FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM í tilefni jólanna gef- um við nú 20% afslátt af kókos- bollukremi og tertu- kremi. Áður kr. 75.- Nú kr. 59,50. Fæst í næstu matvöru- verslun V A L A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.