Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 13 Mozart og Mahler á fönmtudagstónleikum 39. sinfónía Mozarts og 4. sin- fónía Mahlers verða viðfangsefni Sinfóníuhljómsveitar íslands á sjöttu áskriftartónleikum vetrarins í Háskólabíói annað kvöld. Stjóm- andi tónleikanna verður pólski hljómsveitarstjórinn Gabriel Chmura, sem stjómað hefur sveit- inni nokkrum sinnum á undanföm- um ámm. Einsöngvari í sinfóníu Mahlers verður ung íslensk söng- kona, Sólrún Bragadóttir, sem nýlega hefur verið ráðin til tveggja ára við ópemna í Kaiserslautem í Þýzkalandi. Eitt af öndvegisverkum Mozarts Wolfgang Amadeus Mozart (1756—1791) samdi þijár síðustu sinfóníur sínar, nr. 39, 40 og 41, á undraskömmum tíma sumarið 1788, eða á um það bil tveimur mánuðum. Það er án efa eitt mesta afrek tónlistarsögunnar. Þessar þijár sinfóníur em jafnframt taldar hinar fegurstu og fullkomnustu sem eftir Mozart liggja. Hver um sig hefur sitt sjálfstæða yfirbragð, en allar em þær löngu viðurkenndar sem meistaraverk. Margt bendir til þess að verkin hafi aldrei verið flutt meðan Mozart var á lífi. Hin fyrsta þeirra þriggja sem hér um ræðir, nr. 39 í Es-dúr, og sú sem Sinfónían flytur á tónleikum sínum annað kvöld, er dagsett 26. júní. Tæpum mánuði síðar fullgerði Mozart g-moll sinfóníuna nr. 40 og sextán dögum þar á eftir, 10. ágúst, lagði meistarinn síðustu hönd á Júpíter-sinfóníuna, sem varð síðasta og margslungnasta verk hans í þessu fomi. Sumarið sem Mozart skrifaði sin- fóníumar þijár var fjárhagur hans hörmulegur og hann lifði á bón- björgum. Upphefð sú sem honum hafði hlotnast veturinn áður eftir hrifninguna sem óperan Don Gio- vanni vakti í Prag varð honum ekki til fjár og ekki heldur nafnbótin „kammertónskáld" sem honum hlotnaðist í desember. Hann var á hrakhólum með húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. í bréfum sem hann skrifaði vinum sínum fer hann fram á peningalán og glöggt má lesa hversu ömurlegar aðstæður hans voru. Undravert er að svo glaðlegt verk og bjart, sem Es-dúr sinfónfan er, skuli hafa verið samin við siíkar aðstæður. Það er hins vegar óræk sönnun þess, að tónlist Mozarts átti rætur sínar í hugarheimi, sem var hafinn hátt yfir allan hvers- dagsleika. Pjórða sinfónía Mahlers Gustav Mahler (1860—1911) samdi allar níu sinfóníur sínar á áratug í kringum aldamótin. Flestar þeirra voru miklar í sniðum og skrif- aðar fyrir íjölmennar hljómsveitir og í sumum þeirra var einnig gert ráð fyrir kórum og einsöngvurum, sem annars er óvenjulegt í sinfóní- um. Sjálfur var Mahler mjög mikils metinn hljómsveitarstjóri. Hann var meðal annars forstjóri Vínaróper- unnar á einhveiju giæsilegasta tímabili hennar, hljómsveitarstjóri við Metropolitan í New York og stjómandi Fílharmónísku hljóm- sveitarinnar þar í borg. Fjórða sinfónían, í G-dúr með einsöng fyrir sópran, sem Sinfóníu- hljómsveitin fljrtur annað kvöld í Háskólabíói, hefur nokkra sérstöðu meðal sinfónía Mahlers. Þessi fjög- urra þátta sinfónía, sem sá dagsins ljós fullsköpuð árið 1900, er samin út frá þætti þeim er Mahler hafði upphaflega ætlað sem síðasta þátt þriðju sinfóníu sinnar. Verkið er skrifað í léttum stfl, og til þess að ná frekar fram léttleikanum minnk- ar tónskáldið hljómsveit sína, sleppir bæði básúnum og túbu og notar jafnframt ásláttarhljóðfærin minna en í fyrri sinfóníum sínum. Þá er verkið einstakt fyrir það að í öðrum þætti notar Mahler sóló- fiðlu, stillta heiltón ofar en venja er tií. í verkinu skiptast á ljós og skuggar, nema í lokaþættinum, þar VISNAÐU! Skáldsaga eftir Stephen King FRJÁLST framtak hf. hefur sent frá sér skáldsöguna Visnaðu! eftir bandariska rithöfundinn Stephen King og mun það vera fyrsta skáldsaga King sem kemur út á íslensku. Þýðandi bókarinnar er Gauti Kristmannsson. í fréttatilkjmningu frá útgefanda segir m.a.: „Stephen King hefur nokkra sérstöðu meðal spennusagna- höfunda og byggir sögur sínar öðruvísi upp en flestir þeirra. Hann fjallar ekki um hetjur í bókunum sínum heldur oftast venjulegt fólk sem flækist inn í óvænta atburðarás sem stundum er erfítt að skýra. Er King þekktur fyrir að halda spennu í bókum sinum allt frá upphafi til enda. Sagan Visnaðu! fjallar um mið- aldra lögfræðing sem verður fyrir því óhappi að aka á sigaunakonu og verða henni að bana. Hann er sak- felldur en á vini á réttum stöðum og er sýknaður. Þar með heldur hann að málið sé búið en annað á eftir að koma á daginn. Barátta hefst upp á líf og dauða. Hún er margslungin og óvænt atvik setja oft strik í reikning- inn. Er ekki séð hvemig lyktir verða fyrr en í mjög svo óvæntum sögulok- um.“ Bókin Visnaðu! er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Bókfelli. Kápu hannaði Auglýsingastofa Emst Backmans. Samræðubók um kenningu Búddha VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Samræður um kenn- ingu Búddha eftir Francis Story. Á bókarkápu segir m.a.: „Höf- undur þessarar bókar, Francis Story, er enskur maður að upp- mna, sem snerist til Búddhisma. Hann dvaldist um árabil á Indlandi og síðar í Búrma og á Sri-Lanka. Sú grein Búddhisma sem hann að- hylltist er hinn svokallaði suður- Búddhismi eða Theravada. Hann reit allmikið um Búddhiska heim- speki. Þessi bók er í samtalsformi. ímyndaður vestrænn fríhyggju- maður ræðir vandamál trúar og heimspeki við Búddhista. Þau við- horf sem hér koma fram munu væntanlega koma íslendingum framandlega fyrir sjónir. Tekið er á málum á nýjan og ferskan hátt, til að mynda er fjallað um spuming- una um tilvist guðs á óvæntan og ferskan máta.“ Blaðburóarfólk óskast! ÚTHVERFI Ártúnshöfði (iðnaðarhúsnæði) GARÐABÆR Langafit Ásgarðuro.fl. AUSTURBÆR Ingólfsstræti Gabriel Chmura hljómsveitar- stjóri. Sólrún Bragadóttir sópransöng- kona. sem jmdi og unaður er alls ráð- andi. Fjórði þátturinn er í raun furðu einfalt sönglag fyrir sópran og hljómsveit, mjög ólflrt hinum stórbrotnu lokaþáttum í öðmm sin- fóníum Mahlers, en er samt þungamiðja verksins. Það ber yfir- skriftina „Líf á himnum" (Das himmlische Leben) og lýsir textinn lystisemdum Paradísar á alþýðleg- an hátt. Verkið lýsir vel þeim hlutum sem Mahler hafði fjallað um í fyrri sinfóníum sínum og koma öll sérkenni tónsmíðastfls hans fram í verkinu. Einsöngvari í ljórðu sinfóníu Mahlers verður Sólrún Bragadóttir, sem um þessar mundir er að ljúka námi í Bandaríkjunum og var ný- lega ráðin til óperunnar í Kaisers- lautem í Þýzkalandi. (Vilhelm G. Kristinsson tók saman.) Náttsöngur í Hallgrímskirkiu NÁTTSÖNGUR verður haldinn í Hallgrímskirkju öll miðvikudags- kvöld fram til jóla og hefst kl. 21.00. Þar munu koma fram kórar og flytja aðventu- ogjólatónlist. Fyrsti náttsöngurinn er í kvöld, 3. desem- ber. Þar syngur Skólakór Kársness undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur og kirkjugestir syngja tíðasönginn. Gestir í náttsöng þann 10. des- ember og 17. desember verða Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar og Kór Langholts- kirkju undir stjóm Jóns Stefánsson- ar. Fýrir jólin verða orgeltónleikar Harðar Áskelssonar og milli jóla- og nýárs jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. VESTURBÆR Aðalhæð: Stofur, eldhús, snyrting o.fl. 2. hæð: 5 svefnherb. og setustofa. Kjallari: 3 herb., geymslur o.fl. Falleg og fullbúin eign. Teiknað af Ingimundi Sveinssyni. VAGN JÓNSSON M FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBIRAUT18 SIMt84433 LÖGFFtÆÐlNGUR'ATLI VAGNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.