Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 41

Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 41 þá ósjaldan um ýmislegt varðandi íslenskt þjóðiíf. Ekki er að efa að leiðtogafundurinn margumtalaði hefur aukið áhuga manna fyrir ís- landi og hefur sú vitneskja, sem fólk hefur fengið í gegnum fundinn, um ísland, sparað Islendingunum á Madison Square Garden að svara mörgum asnalegum spumingum sem gjaman tengjast snjóhúsum og öðru slíku. Þó lenti ég í því eitt skiptið að kínversk stúlka sem af- greiddi mig í kjörbúð spurði hvort ég væri ekki bandarískur og sagð- ist ég vera frá íslandi. Ekki hafði hún hugmynd um hvað eða hvar ísland væri og þá greip ég til leið- togafundarins og minntist á nöfn leiðtoganna en hún kannaðist ekki við neitt af þessu svo ég lét öll áform um frekari landkynningu lönd og leið. Sennilega hafa milli tíu og tutt- ugu manns farið tii New York gagngert til þess að sjá „The Nat- ional Horse Show“ og kom það í hlut flestra að kynna íslenska hest- inn og landið. Voru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að svala forvitni spyijendanna. Virðist sem íslendingum sé eðlislægt að fræða sem flesta um land og þjóð og það Ragnar Hinriksson gerir Smára kláran fyrir sunnudagssýning- una. á aukasýningu um kvöidið og varð af henni í það skiptið. Hver sýning stóð yfir í 10—15 mínútur og var leikin frískleg tónlist eftir Mozart í nútíma útsetningu sem féll vei að útfærslunni á sýningunni. Hestamir sem þama komu fram voru vel frambærilegir og knapamir og aðr- ir sem aðstoðuðu stóðu sig með miklum ágætum þannig að telja verður útkomuna prýðilega. Fjölmennt landkynningarlið Eftir hveija sýningu var farið með íslensku hestana út, því loft- ræstingin baksviðs þar sem hest- Skeiðsprettimir hjá Tómasi og Ási vöktu mikla hrifningu áhorfenda og þótti Ás koma skemmtilega á óvart. Baldvin með bjórkönnuna á Nótt. er því líkast sem allir veðrist upp þegar einhver útlendingur sýnir okkur áhuga. Gott dæmi um það hvemig fólk heillast af íslenska hestinum er stúlkan sem stóð eins og í leiðslu framan við eina stíuna á sunnu- dagskvöld og klappaði Smára frá Kýrholti á snoppuna og endurtók í sífellu „ó þið emð svo fallegir". Hún hafði fýrir tilviljun séð hestana á æfingunni á föstudag og heiilað- ist svo af þeim að hún mætti á allar þijár sýningamar og þegar hún stóð framan við stíuna var hún þegar farið að hugleiða hvemig hún gæti í fyrsta lagi fengið að prófa íslenskan hest og í öðm lagi hvem- ig hún gæti eignast slíkan hest. Björg Ólafsdóttir á Sóma með bjórinn i annarri hendi og tauminn í hinni. v'- Reynir Aðalsteinsson veifar til áhorfenda um leið og hann yfirgefur völlinn. amir vom geymdir var ekki nógu góð, og fengu þeir að standa utan við bygginguna þar til öndun var komin í eðlilegt horf. Suma dagana var nokkuð heitt í veðri og svitnuðu þá sumir hestamir undir sjálfum sér í stíunum. Heldur lagaðist ástandið eftir að fenginn var blás- ari sem stillt var upp framan við stíumar og var líðan hestanna þá vel viðunandi. Eftir hveija sýningu flykktist alltaf nokkur Qöldi Bandaríkja- manna að islenska hópnum, blaða- menn, hestamenn _ og annað almúgafólk og vom íslendingamir spurðir 8pjömnum úr. Var yfírleitt byijað á að spyija um gangtegund- imar, síðan um ræktunina hérlend- is, keppnisfyrirkomulag og hversvegna ekki megi fara með hestana aftur heim og svo fram- vegis. í framhaldi af þessu barst talið gjaman að landinu sjálfu og Þeir Sigurbjöm Bárðarson og Þórður Þorgeirsson riða hér samhliða á þeim Sörla frá Norðtungu og Dug frá Hrappsstöðum en h«nn var án efa besti töltarinn á sýningunni. Hennar æðsti draumur eftir þessi stuttu kynni var þó að komast til fslands og ríða hestinum í hans eig- in umhverfi. Þetta er eitt dæmi um það hvemig fólkið hreifst af hestun- um og nú er það spumingin hversu margir hrifust. Hálf milljón dollara fyrir íslenskan hest? Eins og áður hefur komið fram er tilgangurinn með þátttöku í The Intemational horse show að gera íslenska hestinn vinsælan í Banda- rílqunum og opna þar ömggan markað fyrir hann. Meðan á sýning- unni stóð var mikið rætt um möguleika á markaðssetningu og þá gjaman hvaða verð fengist fyrir góða íslenska hesta í framtíðinni. Dýmstu hestar í Bandaríkjunum em seldir á eina og hálfa miiljón og töldu ýmsir Bandaríkjamenn, sem þóttust hafa vit á þessum hlut- um, að ef rétt verði staðið að markaðssetningu íslenska hestsins megi reikna með að verð á góðum íslenskum hesti gæti farið f hálfa milljón dollara sem er 20 milijónir í íslenskum krónum. Þetta em tölur sem gerðu okkur íslendingana orð- lausa því hér er um að ræða fjörutíu falt toppverð á fslenskum gæðingi í dag. Ekki er ólíklegt að margir fyllist efasemdum við að heyra þessar tölur en allt byggist þetta á því hvort tekst að gera hestinn vem- lega vinsælan. Mikið var rætt um hvemig standa ætti að málum og virðast allir sammála um að standa bæri vel að útflutningi hrossa til Bandaríkjanna þannig að aldrei verði seld þangað annað en góð og gallalaus hross. Þyrfti þá að stór- herða læknisskoðun hrossanna áður en þau fæm héðan þannig að ekki fæm út hross með einhveija leynda kvilla s.s. spatt eða heymæði á byij- unarstigi. Yfir 500 hross hafa verið seld utan í ár og má reikna með að einn fimmti þeirra standist þær kröfur sem gera þyrfti til hrossa sem seld yrðu til Bandaríkjanna og yrði þá útflutningsverðmætið tveir millj- arðar. Til gamans má geta þess að á sfðasta ári var heildarverðmæti útfluttra landbúnaðarafurða tæp- lega hálfur milljarður og fyrir unnar ullarvömr fékkst einn milljarður. Ef þessar fullyrðingar um verð reynast réttar má ljóst vera að til mikils er að vinna, en þess ber líka að gæta, að mörg og erfið ljón em á veginum. Sem dæmi má nefna, að til að gera íslenska hestinn vin- sælan, þarf að fara með góða hesta á fjöldann allan af sýningum vítt og breitt um Bandarfkin og slíkt kostar offjár. Og þá er það spum- ingin hver vill leggja fé í þetta áhættuspii, sem stæði að öllum líkindum yfír í tvö til þijú ár. Sá fjölhæfasti og besti The National Horse Show of America er sex daga keppni ýmissa hrossakynja og meðal keppnis- greina má nefna hindmnarstökk, kermakstur, keppni Saddlebred- hesta í reið og fyrir kerrum. Einnig vom þama krakkar á pony-hestum og kepptu þau í boðreið þar sem þau þurftu að leysa af hendi ýmis- konar þrautir. Þaraa var margt spennandi að sjá en mesta forvitni vöktu að sjálf- sögðu Saddlebred-töltaramir sem Bandaríkjamenn kalla fimmgangs- hesta. Em þeir samkvæmt okkar skilgreiningu með flórar gangteg- undir en þeir telja hægt og hratt tölt tvær gangtegundir. Em þessir hestar með ólfkindum hágengir og þó nokkuð klárgengir. Ekki er þeim þó eðlilegt að lyfta fótum svo hátt heldur er þetta framkallað eða ýkt með allskonar þyngingum og brögð- um sem vafalaust mjmdi varða við dýravemdunarlög ef notað væri hérlendis. Ekki er þó hægt að neita því að hestamir em tfgullegir á að líta. Unglingamir buðu upp á spenn- andi keppni þar sem kepptu fjögur lið og vom þau á hestum af ýmsum kynjum og stærðum. Stilltu liðin sér upp á öðmm enda vallarins og hleyptu sfðan fjögur af stað f einu og þurftu þau að leysa þar margvís- legar þrautir, s.s. að stinga sverði í gegnum lítinn hring er settur var ofan á staur, sprengja blöðmr o.m. fl. Þá var hindrunarstökkið þar sem var tímataka mjög spennandi og töldu ýmsir það tilvalið fyrir okkur á íslandi. Keppnin gengur þannig fyrir sig að á vellinum em um tíu háar hindranir og hefst tfmatakan þegar keppandinn fer í fyrstu hindr- unina og hindranimar gefa mis- mörg stig og keppandinn ræður f hvaða röð hann fer yfir þær. En þrátt fyrir að fróðlegt og skemmtilegt sé að horfa á þessa stóm hesta er það nú einhvem- veginn svo að alltaf skal fslenski hesturinn taka hug manns allan enda kannski eðlilegt því hann er sá fjölhæfasti og besti í heiminum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.