Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 64

Morgunblaðið - 03.12.1986, Side 64
>MENN /HÖNNUM MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Verðhrun á fisk- mörkuðum 43,72 krónur fyrir þorsk- inn í Hull og Grimsby ÞORSKVERÐ á fiskmörkuðun- um í Hull og Grimsby er nú komið niður í 43,72 krónur á hvert kíló. Svo iágt hefur það ekki orðið mánuðum saman og síðustu mánuði hefur það yfir- leitt verið um og yfir 70 krónur eða allt að 30 krónum hærra. Astæða þessa er fyrst og fremst talin offramboð á fiski héðan. í gær voru seldar á milli 600 og 700 lestir af íslenzkum físki á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Reiknað er með að 500 til 600 lestir verði seldar í dag. Síðdegis í gær höfðu skrifstofu LÍÚ borizt upplýsingar um sölu á um 410 lestum. Af því voru 314 lestir þorskur, sem fór á 43,72 krónur, Meðalverð fyrir 35 lestir af ýsu var 63,14 krónur á kíló og fyrir kola 60,37, en 10 lestir voru þá seldar af honum. Viðræður við NATO og varn- arliðið um varaflugvöll MATTHÍAS Á. Mathiesen, utanrikisráðherra, skýrði frá því á Alþingi í gær, að fyrstu formlegu viðræðurn- ar við flotasijórn NATO og vamarliðið um byggingu varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll yrðu í þessum mánuði. Utanríkisráðherra sagði, að fyrr á þessu ári hefði flota- stjóm Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafí lýst áhuga sínum á að kannaður yrði möguleiki á byggingu varaflugvallar fyrir Keflavíkurflugvöll án þess að ákveðin staðsetning yrði höfð í huga. Talsverðar umræður urðu á Alþingi í gær um byggingu varaflugvallar og voru mjög skiptar skoðanir um það, hvort réttmætt væri að leita eftir stuðningi mannvirkjasjóðs Atl- antshafsbandalagsins til verks- ins. Sjá þingsíðu bls. 37. f Morgunblaðið/Skapti Margrét EA kom fánum prýdd til Akureyrar í gær eftir að gagngerar breytingar höfðu verið gerðar á henni I Noregi. Um 20 stiga frost var og andkalt þegar Margrét lagðist að bryggju og rauk úr sjónum sem var mun hlýrri. Sjá bls. 36. Rannsóknarstaða í f ornleifafræði Stofnuð til minningar um dr. Kristján Eldjárn forseta ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna rannsóknarstöðu í íslenskri fora- leifafræði til minningar um dr. Kristján Eldjárn, forseta íslands. Sverrir Hermannson, mennta- málaráðherra, stofnar stöðuna við hátíðlega athöfn í Þjóðminja- safninu næstkomandi laugardag, 6. desember, á afmælisdegi dr. Kristjáns. „Við sama tækifæri ætla ég að boða eflingu Þjóð- minjasafnsins sem hefur mætt fálæti ríkisvaldsins undanfarin ár,“ sagði Sverrir. Stefnt er að því að ljúka bygg- ingu Listasafns íslands við Fríkirkjuveg næsta vor, og mun safnið þá flytjast úr húsi Þjóðminja- safnsins. „Við það rýmkast um safnið og tækifæri gefst til að vinna að ýmsum brýnum verkefnum í varðveislu þjóðlegra verðmæta," sagði Sverrir. „Ég set vinnuna við Nesstofu á oddinn, þar þarf svo sannarlega að leggjast þungt á ár- ar.“ Meðal annars sem ráðherra taldi nauðsynlegt var að hlúa að tónminjasafni og iðnminjasafni. „Ég mun á útmánuðum setja sér- staka ráðgjafamefnd yfir þetta verkefni, og vona að hún megni að hrinda af stað nýju átaki í þessum málum," sagði Sverrir. Rannsóknarstaðan sem kennd verður við dr. Kristján Eldjám verð- ur auglýst laus til umsóknar með reglulegu millibili. Sverrir sagði að hann gerði ráð fyrir því að fræði- menn á þessu sviði myndu gegna stöðunni í hálft eða heilt ár í senn. Á því tímabili ynnu þeir innan vé- banda Þjóðminjasafnsins að rann- sóknum í íslenskri fomleifafræði. Menntamálaráðherra myndi velja úr umsækjendum eftir ábendingu þjóðminjavarðar. Ráðist verður í samningu reglugerðar um stöðuna á næstu vikum, en ríkisstjómin hefur samþykkt að hún verði tekin inn á fjárlög frá áramótum. Þingkosning- ar 25. apríl? STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í gær, að ekki kæmi til greina að þingkosningar færu fram síðar en laugardaginn 25. apríl á næsta ári nema samstaða tæk- ist um að breyta kosningalögum og ákveða annan kjördag. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, kvað það bjargfasta skoðun sína, að rétt væri að kjósa áður en kjörtímabil alþingismanna rennur út, en það er 23. apríl. Hins vegar kvaðst hann geta fallist á tillögu forsætisráð- herra, að 25. apríl yrði kjördagur. Sjá þingsíðu bls. 37. Samningaviðræður ASÍ, VSÍ og VMS: Lagðar fram tillögnr um hækkun lægstu launa MENN voru almennt sammála um að línur myndu skýrast í samningaviðræðum ASÍ, VSÍ og VMS á samningafundi, sem hófst í gærkveldi, og stóð enn er Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Búist var við að lagðar yrðu fram tillögur um hækk- un lægstu launa, samkvæmt svonefndri lágmarkslauna- leið, en óvissa ríkti um hver yrðu viðbrögð einstakra að- ildarfélaga og landssam- banda innan ASÍ. Hækkun lágmarkslauna hefur í för með sér breytingar á bónus- hluta launa fiskvinnslufólks. Eru þær breytingar mjög snúnar í framkvæmd, ef tryggt á að vera að enginn beri skarðan hlut frá borði. „Eg tei að það skýrist í nótt hvort það er grundvöllur fyrir sanngjamri leiðréttingu á lægstu launum, án þess að það valdi launaskriði og jafnvægi í efnahagsmálum verði stefnt í hættu,“ sagði Þorsteinn Ólafs- son, formaður Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna, í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. „Ég held að öll færi séu á því að ná saman, ef viðræðurnar ganga hér eftir eins og hingað til,“ sagði Karl Steinar Guðna- son, varaformaður Verka- mannasambandsins. „Þó geta alltaf komið upp atriði sem valda því að ekki er hægt að ná landi, en það væri mjög miður ef ekki yrði hægt að ná saman í þess- ari lotu, því það skiptir mjög miklu, máli að fá kjarabætur fyrir hina lægstlaunuðu sem allra fyrst.“ Karl sagði að launþegar væntu sér mikils af fyrirhuguð- um breytingum á skattakerfinu. „Breytingamar á skattakerfinu miða einkum að því að einfalda og grisja þann fmmskóg sem þar er. Við teljum að þær séu okkar fólki hagkvæmar og það er með ólíkindum hve almennt launafólk hefur þurft að greiða mikið í skatta og skyldur fyrir þá sem betur em settir. Hluti skýringarinnar er skattakerfíð —■ fmmskógurinn — og spillt siðferði þeirra sem betur mega sín,“ sagði Karl Steinar enn- fremur. Tollafgreiðslu flýtt STEFNT er að því að um miðjan þennan mánuð geti menn fengið tollafgreiðslu í tveimur stærstu tollvöru- skemmunum, án þess að þurfa að eyða tíma sínum á skrifstofu tollstjóraembættis- ins áður. Þetta kom fram í máli Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra á fundi hjá Verzlunarráði íslands í gær. Þorsteinn sagði að fyrirkomu- lag þessa yrði með þeim hætti að menn gætu fengið tollafgreiðslu í tveimur stærstu vöruskemmun- um um miðjan þennan mánuð og fengju að greiða gjöldin þar, sem sparaði þeim for á skrifstofu toll- stjóraembættisins og bið eftir afgreiðslu þar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.