Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 13 Kjarasamningur - álögur sveitarfélaga eftirJón Gauta Jónsson Eftir síðustu kjarasamninga hef- ur mikið verið rætt um álagningu útsvars sveitarfélaga og gjaldskrár fyrirtækja þeirra. Ymsir aðilar hafa sett fram skoðanir sínar á þessum málum í fjölmiðlum. En til þess að gera langa sögu stutta ætla ég í þessum skrifum aðeins að ijalla um ummæli forseta ASÍ, Ásmundar Stefánssonar, og útreikninga Þjóð- hagsstofnunar á útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 1987. Ummæli Ásmundar Ásmundur Stefánsson heldur því fram að útsvör sveitarfélaga geti almennt farið niður fyrir 9% á árinu 1987 m.v. áætlanir um hækkun útsvarsstofns. Nú get ég ekki stað- hæft hvort Ásmundur Stefánsson setur fram svo villandi fullyrðingu með vilja eða af hugsunarleysi (van- kunnáttu) en ég get fullyrt að útreikningar hans eru algerlega óraúnhæfir. Ef meta á getu sveitar- félaga til að minnka álögur á íbúana (félagsmenn) þá verður að skoða bæði gjalda- og tekjuhlið málsins. Við gerð kjarasamninga í febr. ’86 var þetta gert. Þá var útgjalda- þróun ársins metin m.t.t. forsendna kjarasamninganna og það mat leiddi til þess að sveitarfélög lækk- uðu útsvarsálagningu ársins veru- lega. Þetta var gert vegna þess andrúmslofts sem reynt var að skapa við gerð kjarasamninganna og án tillits til þess að fæst sveitar- félaganna voru búin að jafna sig, íjárhagslega, eftir óáran síðustu vinstri stjóma í landinu, þ.e. óða- verðbólgu og eilífum höftum til ákvörðunar á gjaldskrám stofnana sveitarfélaganna. Nú liggur ekki fyrir hver afkoma sveitarfélaga verður eftir árið 1986, en fuilyrða má að hún er mun verri en áætlað var þegar útsvarið var lækkað. Hvar á að taka það fé? Er það ekki augljóst að í sveitarfé- lögum eins og öðrum félögum t.d. verkalýðsfélögum, verða félags- menn að greiða þann kostnað sem til fellur. Eg hef ekki heyrt tillögur frá Ásmundi Stefánssyni um lækkun félagsgjalda launþega til félaga sinna eða tillögur um að lækka álögur á sveitarfélög og aðra vinnu- veitendur í hina ýmsu sjóði sem verkalýðshreyfingin hefur til ráð- stöfunar, og gera sveitarfélögum þannig kleift að lækka álögur sínar. Ég tek það fram að ég á ekki von á slíkum tillögum. Ég geri ráð fyrir . að þegar verkalýðsfélögin hækkuðu félagsgjöld sín á árinu 1986 (eitt dæmi er hækkun um 38,5% á tíma- bilinu jan.—des. ’86) hafi það verið gert til þess að mæta auknum kostnaði við rekstur og fjárfestingu. Athyglisvert er þó að þessar hækk- anir verða á sama tíma og sveitarfé- lög lækkuðu almennt bæði útsvarsálagningu og gjaldskrár stofnana, án þess að hafa raun- verulega möguleika á slíku eins og áður er komið fram. Félagsgjöld eru almennt um 10% af útsvari sömu Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! tekna. Augljóslega verður að sækja kostnaðaraukningu, sem ekki er hægt að mæta með spamaði, í vasa félagsmanna (íbúanna). Að vísu má fara eina leið enn, en það er að taka lán til þess að fjármagna kostnaðaraukninguna, en sú leið leiðir alltaf til þess að síðar þarf að fara í vasa félags- manna til þess að standa straum af afborgunum og vöxtum. Þetta er sú leið sem Ásmundur Stefánsson er óbeint að leggja til að farin verði. Með vel tilreiddum blekkingum er hægt að hafa svo mótandi áhrif á almenningsálitið að sveitarstjómarmenn og ríkis- stjóm neyðist til að fara þessa vinstristjómarleið í fjármálum og velti þar með vanda dagsins í dag yfir á herðar gjaldenda framtíðar- innar. Vonir mínar standa til þess að menn láti ekki hrekja sig til slíkra óhæfuverka. Hver sá sem vill getur séð að þróun útgjalda sveitarfélaga á árinu 1986 var með „Hver sá sem vill getur séð að þróun útgjalda sveitarfélaga á árinu 1986 var með þeim hætti að hækka þarf útsvarsprósentu hjá flestum sveitarfélögum frekar en að lækka til þess að tryggja þeim framkvæmdagetu sem er í einhveru samhengi við sjálfsagðar kröfur íbúanna (félagsmanna) án verulegrar lántöku.“ þeim hætti að hækka þarf útsvars- prósentu hjá flestum sveitarfélög- um frekar en að lækka til þess að tryggja þeim framkvæmdagetu sem Jón Gauti Jónsson er i einhveru samhengi við sjálf- sagðar kröfur íbúanna (félags- manna) án verulegrar lántöku. Spá Þjóðhagsstofnunar í fréttum nýlega kom fram að Þjóðhagsstofnun „spáir" því að rauntekjur sveitarfélaga muni vaxa um 1,5 milljarða króna á árinu 1987. Ásmundur Stefánsson mun trúlega hafa byggt hugmyndir sínar um lækkun útsvara á þessari spá. Rétt er að hafa í huga að spá þessi byggir ekki á rauntölum ársins 1986 heldur á áætluðum tölum ársins 1986 og áætluðum tölum 1987. í fyrsta lagi bendir margt til þess að áætlun um afkomu sveit- arfélaga, sem gerð var í árs- byijun, standist ekki og að útgjöld verði mun meiri en áætl- að var. í öðru lagi er nauðsynlegt að gera ráð fyrir í tekjuöflun þessa árs að mæta halla áranna 1985 og 1986 í stað þess að velta þeim vanda yfir á herðar gjaldenda í framtíðinni með lántökum. í þriðja lagi verða menn að gera sér grein fyrir því að á síðustu 10—12 árum hafa ráðstöfunar- telqur sveitarfélaga verið skertar með opinberum aðgerðum um 50—60%. Á sama tíma hafa kröf- ur félagsmanna (íbúanna) stór- aukist í öllum málaflokkum. Þegar þessi hiið málsins er skoð- uð má það vera öllum ljóst að spá Þjóðhagsstofnunar getur ekki orðið mönnum tilefni til tillagna um lækk- un útsvara nema fyrir þeim vaki að búa til kaupmáttaraukningu til skamms tíma, sem síðan verður tekin af þegar „betur“ stendur á. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. 'KOLINN DANSNÝJUNG KOLLU Innritun hafin frá 10— 12 og 1 — 6 í síma 46219 Barnadansar: 4 — 6 ára 1. Kanna hvort barnið hafi góðan takt. 2. Kynningar og tjáningaform. 3. Æfingar og stakir dansar. 4. Léttir leikir, dansar og sýningar. 9 ára Nú lærum við ekki barnadansa lengur held- ur skemmtilegri alvöru dansa. 10— 12ára Kennslustaðir: Hverfisgata 46 Æfingastöðin Engihjalla Frostakjól KR-húsinu Mosfellssveit Afhending skírteina hjá Dansskólanum Dans-nýjung verður á Hverfisgötu 46, laugardag og sunnudag 17. og 18. jan- úar kl. 2 — 5. Og nú er nóg að gera hjá okkur. Sýningar framundan og allt nýir dansar. Unglingar Það þarf ekki að hafa mörg orð um dansanna okkar hjá Dans-nýjung, þeir eru í einu orði frábærir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.