Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 49 Mikilvæg stig íVesturbæinn - þegar KR sigraði Fram KR vann Fram 22:21 í gærkvöldi í 1. deild karla og bætti stöðu sína í neðri hluta deildarinnar. Framarar byrjuðu betur og höfðu tvö mörk yfir i' hálfleik, 11:9, en gáfu eftir í seinni hálfleik og töp- uðu með einu marki. Framarar komust í 5:1, en KR- ingar jöfnuðu 7:7, þegar 10 mínútur voru til hálfleiks og komust yfir, en Framarar skoruðu þrjú síðustu mörkin fyrir hlé. KR jafnaði aftur fljótlega í seinni hálfleik og eftir að staðan var Handknattleikur: Sovét- menn sigruðu á Spáni SOVÉTMENN sigruðu á al- þjóðlegu móti í handknattieik sem fram fór í Pontevedra á Spáni og lauk í gær. Fjórar þjóðir tóku þátt í mótinu Spánn, Sovétríkin, Júgólsavía og Danmörk. Sovétmenn og Danir und- irbúa sig nú aö kappi fyrir B-keppnina í febrúar. Sovétmenn sigruðu Dani í gær með 34 mörkum gegn 17 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15:9. Á sama tíma unnu Spánverjar lið Júgóslava 25:15, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 11:8. Á þriðjudaginn sigruðu Júgó- slavar Dani 29:26 (16:12) og Sovétmenn unnu Spánverja 24:21 (11:10). Sovétmenn unnu alla leiki sína á mótinu og hlutu sex stig, Spánverjar urðu í öðru sæti með 4 stig, Júgóslavir í þriðja með 2 stig og Danir ráku lest- ina með ekkert stig. 15:15 um miðjan hálfleikinn var jafnt á öllum tölum upp í 19:19 og þrjár mínútur til leiksloka. Þá skor- aði Sverrir Sverrisson tvö góð mörk fyrir Vesturbæingana, en Framarar léku maður á mann síðustu 90 sekúndurnar og Jón Árni Rúnarsson jafnaði, þegar 37 sekúndur voru eftir. Guðmundur Albertsson átti síðasta orðið og skoraði sigurmark KR 13 sekúnd- um síðar. Guðmundur A. Jónsson varði mark Fram vel að vanda og var besti maður liðsins ásamt Birgi Sigurðssyni og Agnari Sigurðs- syni, sem sýndi mikið öryggi í vítaköstum. KR-ingar misnotuðu þrjú víta- köst, en Jóhannes Stefánsson skoraði úr þremur og var sterkur. Sverrir Sverrisson var samt þeirra bestur og Gísli Felix Bjarnason, nýstiginn upp úr veikindum, var góður í markinu. Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli P. Ólsen dæmdu ágætlega. Mörk FRAM: Birgir Sigurðsson 6, Agnar Sigurösson 6/4, Hermann Björnsson 4, Jón Árni Rúnarsson 2, Óskar Þorsteinsson 1, Ragnar Hilmarsson 1, Júlíus Gunnars- son 1. Mörk KR: Sverrir Sverrisson 7/1, Jóhann- es Stefénsson 5/2, Konráö Olavsson 4/1, Guömundur Albertsson 3, Guömundur Pálmason 1, Ólafur Lárusson 1, Friörik Þorbjörnsson 1. S.G. Morgunblaöið/RAX • Þórður Davíðsson hornamaður úr UBK skorar hér í leiknum gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Blikar skor- uðu aðeins fimm mörk í seinni hálfleik. Vid nýttum ekki dauða- færin í seinni hálfleik - sagði Geir Hailsteinsson, þjálfari UBK, eftir jafntefli UBK og Stjörnunnar STJARNAN og Breiðablik gerðu jafntefli, 22:22, í æsispennandi leik í 1. deild íslandsmótsins í Digranesi í gærkvöldi. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, fyrri hálf- leikur var opin og mikið skorað en í síðari hálfleik var það vörnin og markvarslan sem voru allsráð- andi. Staðan í hálfleik var 17:15 fyrir Breiðablik. Haukar jöfnuðu með ótrúlegum krafti MEÐ ótrúlegum hætti tókst Haukum að ná jafntefli, 20—20, gegn Ármanni í 1. deild hand- knattleiksins í gærkvöldi. Haukarnir voru á heimavelli í Hafnarfirði en lengi leit út af fyrir að neðsta lið deildarinnar myndi bursta þá eftir annars góða frammistöðu liðsins í síðustu leikjum. Ármenningar sýndu skynsemi í leik sínum í fyrri hálfleik. Spil- uðu þeir ákveðin leikkerfi og reyndu að skapa sér sem bezt skotfæri. Gekk það vel upp en á sama tíma einkenndi bráðræði og tilgangsleysi sóknarleik Hau- kanna. Þá léku Ármenningar góðan varnarleik með Guðmund Friðriksson markvörð sem bezta mann. Komust Ármenningar í 5—2 eftir 10 mínútur en þremur mínútum síðar höfðu Haukar minnkað muninn í eitt mark, 6—5. Síðustu 17 mínútur fyrri hálfleik skoruðu Haukarnir hins vegar aðeins tvö mörk gegn átta og stóðust Ármenningum hvergi snúning. í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar alveg við. Haukar mættu margefldir til leiks og var nú allt annar bragur á öllum leik þeirra. Spiluðu þeir vörnina mjög ákveðið og brutu upp spil Ármenninganna hvað eftir ann- að. Þá spiluðu Haukarnir sóknarleikinn mjög hratt og reyndu að klára hverja sókn sem allra allra fyrst. Kom barátta Haukanna mótherjunum í opna skjöldu. Lengi vel stóðu Ár- menningar nánast berskjaldaðir og áttu ekkert svar við leik Hau- kanna, sem minnkuðu muninn á þeim tíma í aðeins eitt mark, 16—17, eftir 13 mínútna leik. Langbezti maður Haukanna fékk tækifæri til að jafna úr vítaskoti stuttu seinna, en geigaði. Tóku Ármenningar þá til ráðs að taka Sigurjón úr umferð. Við það riðlaðist leikur Haukanna og Ármenningar náðu aftur frumkvæðinu og höfðu tveggja marka forystu, 20—18, þegar röskar tvær mínútur voru eftir. Við gífurlegan fögnuð heima- manna í röðum áhorfenda tókst Haukum hins vegar að jafna þegar rúm mínúta lifði. Fengu þeir reyndar tækifæri til að kom- ast yfir þegar töf var dæmd á Ármenninga 20 sekúndum fyrir leikslok en tókst ekki að nýta sér það. Mörk HAUKA: Sigurjón Sigurðsson 11 (4 v), Árni Sverrisson 3, Helgi Harðarson 2, Ingimar Haraldsson 1, Pétur Guönason 1. Jón Örn Stefánsson 1 og Sindri Karls- son 1. Mörk ÁRMANNS: Óskar Ásmundsson 7 (3 v), Bragi Sigurðsson 5, Þráinn Ás- mundsson 4, Haukur Haraldsson 2, Egill Steinþórsson 1 og Einar Nábye 1. ágás „Við vinnum ekki leiki ef við nýt- um ekki dauðafæri eins og við fengum í seinni hálfleik. Það vant- aði að halda einbeitingunni út allan leikinn," sagði Geir Hallsteinsson, þjálafari Breiðabliks, eftir leikinn. Stjarnan byrjaði betur og komst í 4:1 en Breiðablik náði að jafna í fyrsta sinn 6:6 þegar 12 mínútur 'voru liðnar. Blikarnir sigu síðan framúr en Stjarnan jafnaði aftur 13:13. Blikar skoruðu svo tvö síðustu mörkin fyrir leikhlé. Seinni hálfleikur var allt annars eðlis. Þjálfarar beggja liða hafa talað hraustlega yfir liðum sínum og heimtað að varnarieikurinn yrði bættur. Sú varð raunin því aðeins 12 mörk voru gerð í seinni hálfleik en 32 í þeim fyrri. Breiðablik skor- aði strax 18. markið en það liðu tíu mínútur í það næsta. A meðan gerðu Stjarnan tvö mörk. Staðan var jöfn 19:19 þegar seinni hálfleik- ur var rúmlega hálfnaður. Síðustu tíu mínúturnar voru mjög spennandi og gerðu leik- menn beggja liða sig þá seka um mörg mistök í sóknarleiknum eða markverðirnir vörðu frá þeim úr dauðafærum. Hannes jafnar leik- inn fyrir Stjörnuna, 22:22, þegar ein mínúta er eftir. Blikar hefja sókn og Jón Þórir kemst innúr horninu en Sigmar Þröstur ver og síðan á Gylfi síðasta skotið á síðustu sekúndunum en Þórir Sig- geirsson ver. Úrlsit leiksins verða að teljast sanngjörn miðað við gang leiksins. Sóknarleikurinn var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn og mar- kvarslan góð í seinni hálfleik. Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður, var besti leikmaður Stjörnunnar og þá sérstaklega í seinni hálfleik er hann varði 14 skot. Hafsteinn Bragason var góð- ur og Gylfi Birgisson stóð fyrir sínu. Hjá Breiðablik var markvörður- inn Þórir Siggeirsson í aðalhlut- verki. Hann nýtti sitt fyrsta tækifæri vel og sýndi hvað í honum býr. Jón Þórir Jónsson var góður í fyrri hálfleik en lét verja frá sér úr dauðafærum í seinni. Aðalsteinn og Kristján komust vel frá leiknum. Guðmundur Kolbeinsson og Þórgeir Þálsson dæmdu ágæt- lega. Breiðabliksmenn voru utan- vallar í sex mínútur en Stjörnu- menn í fjórar. Mörk UBK: Aöalsteinn Jónsson 6, Jón Þórir Jónsson 5, Kristján Halldórsson 4, Sigþór Jóhannesson 2, Björn Jónsson 2/1 og Magnús Magnússon, Svafar Magnús- son og Þórður Daviðsson eitt mark hver. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 5, Hafsteinn Bragason 5, Hannes Leifsson 5/4, Sigurjón Guðmundsson 2, Skúli Gunnsteinsson 2 og Einar Einarsson 1. Vajo Knattspyrnuþjálfarar — leikmenn Annarrardeildarlið Einherja á Vopnafirði auglýsir eftir þjálfara fyrir næsta keppnis- tímabil. Upplýsingar næstu daga í síma 97-3108.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.