Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 39 töngum. Við vorum sæl og þakklát þegar þetta var afstaðið en sælan var skammvinn. Sonurinn varð bráðkvaddur aðeins þriggja nátta. Eftir tveggja vetra veru okkar í Góðtemplarahúsinu — á sumrin var þar ekkert að gera — settumst við algjörlega að á Hverfisgötu 21B og fluttust þá foreldrar mínir þar upp á loftið. Þarna fæddist okkur annar sonur 10. júlí 1926. Hann heitir Magnús, tók kennarapróf og stund- aði barnakennslu í nokkur ár. Hann hefur nú með höndum vörslu mð Byggðasafn Hafnarfjarðar. Hans kona er Dagný Petersen frá Skive við Limafjörð í Danmörku. Þau eiga þrjú börn, Jón, Höllu og Önnu." I framanrituðum orðum rekur Jón í stórum dráttum lífsferil þeirra hjóna fyrstu búskaparárin. Skal nú vikið að ýmsu því til við- bótar. Jón vann við fiskverkun ýmiskonar lengst af sínum starfs- tíma. Flest urðu starfsárin framan af æfi á „Mölunum" eins og sú fisk- verkunarstöð var að jafnaði nefnd en hún stóð niður við sjó nokkru vestanvið aðalbyggðina í bænum. Síðan starfaði hann svo hjá Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar en þá var vinnuaðstaða öll orðin betri en fyrr á árum við þessi verk. Að þessum störfum vann Jón frændi minn meira og minna í nær 60 ár. Inn á milli komu tímabil, sem hann átti erfitt með að stunda þessa oft á tíðum erfiðu og kaldsömu vinnu. Jón hneigðist snemma til vinnu við trésmíðar. Hann kom sér upp að- stöðu til þess að geta sinnt þessu áhugamáli sínu í kjallara hússins á Hverfisgötu 21B. Þar smíðaði hann margan gripinn af mikilli vand- virkni fyrir sjálfan sig, skyldmenni, kunningja og ýmsa aðra sem til hans leituðu. Það var alltaf ánægju- legt að koma niður á verkstæðið hans. Þar var margt að sjá. Ávallt eitthvað í smíðum og að heita má allt unnið með handverkfærum af gömlu gerðinni og því mikil og sein- unnin vinna við hvern grip. Nú er öldin önnur. Nú fást hin margvís- legustu rafknúin verkfæri til föndurs og smíða í smærri og stærri stíl. Ég er sméikur um að frændi hafi ekki alltaf borið mikið úr bítum fyrir hvetja unna klst. við þessa iðju. Margur samtímamaðurinn sagði að hann kynni ekki að verð- leggja þessa vinnu sina og ætli trésmiðirnir í dag yrðu ekki á sama máli? Þessi trésmíðastörf stundaði Jón aðallega í frítímum sínum frá öðrum störfum og á þeim tímabilum sem hann treysti sér ekki til þess að vinna í fískvinnunni, m.a. af heilsufarsástæðum. Jón Helgason hafði ýmis áhugamál og svo vel vildi til að kona hans Halla hafði einnig mörg þau sömu áhugamál. Þau hneigðust snemma að félags- málum og gengu til liðs á því sviði við stúkuna Morgunstjörnuna í Hafnarfírði og Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar. En um þennan þátt í æfiskeiði þeirra segir Jón í fyrr- nefndu minningarskrifi um konu sína: „En það varð okkur gott fram- haldsnám að ganga í félagsskap. Var það einkum í stúkunni Morgun- stjörnunni, en við gengum fljótlega í hana og komumst í embætti. Þótt maður væri í fyrstu hálf feiminn að taka til máls á hefðbundinn hátt, þá lagaðist það fljótt. En best þótti okkur að flytja eitthvað í bundnu máli. Við vorum bæði hóðelsk og gerðum stundum vísur. Fórum við oft með þær í félagshóp. Halla hafði þennan arf frá föður sínum, Magn- úsi Hallssyni, sem var bráðsnjall hagyrðingur. Ég erfði þetta frá móður minni, Ragnhildi Magnús- dóttur. Líka vorum við í Kvæða- mannafélagi Hafharfjarðar..." Þau hjón áttu bæði auðvelt með að setja saman vísur við hverskonar tækifæri, bæði saman eða sitt í hvoru lagi. Kveðskapur þeirra stytti mörgum stundirnar bæði á félags- fundum og i hópi góðra vina. Það var oft ánægjulegt að sækja þau hjón heim. Hafsjór af kveðskap, þeirra eigin og annarra. Þau voru oft skemmtilega glettin í kveðskap sínum. Þá iðkuðu þau mikið þá gömlu list að kveðast á. Tók oft langan tíma þar til þeim leik lauk þar sem þeim varð ekki skotaskuld úr því að yrkja á stundinni eina og eina vísu innámilli þegar á þurfti að halda. Hátt í nirætt tók frændi sig til með góðri aðstoð sonar síns að taka saman það helsta úr vísna- safni sínu og gefa út í bók sem kom út árið 1985 á nítugasta ári æfi hans og ber nafnið Leirug blöð. Magnús sonur hans sá svo um út- gáfu bókarinnar. Þau hjón bjuggu saman í litla húsinu við Hverfisgötu allt framá síðustu ár eða þar til heilsa Höllu bilaði en þá vistaðist hún á dvalarheimilinu á Sólvangi. Jón bjó áfram um tíma í sínu gamla húsi en vistaðist svo síðar á Sól- vangi og voru þau hjón bæði þar samtímis í nokkur misseri en Halla lést 16. júlí 1985. Jón Helgason móðurbróðir minn var góðum gáfum og hæfileikum gæddur. Enda þótt hann hafi aðeins haft 3ja vetra barnaskólagöngu hafði skóli lífsins veitt honum þá þekkingu á hinum margvíslegu þáttum í framvindu lífsins hér á jörð að margur langskólagenginn maður mátti öfunda hann af. Frændi minn sinnti öllum sínum hugðarefnum af mikilli kostgæfni og vandvirkni og skipti þá ekki máli hvort þau voru á verklega eða andlega sviðinu. Aðstandendum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Guðmundsson t Minning: Helgi Daníels- son Björk Fæddur ll.júní 1900 Dáinn 16. desember 1986 Ég átti þvi láni að fagna að njóta þess að ala börn mín upp mörg sumur í faðmi eyfirskra fjalla og að horfa á lömbin hoppa beint upp í loftið miklu meira en hæð sína vorlangar, sfbjartar sumarnætur norður við Dumbshaf. Það var ynd- islegt að fylgjast með sumarkomu og dýralífi í Ongulstaðahreppi inni í Eyjafirði. Helgi Daníelsson hafði byggt upp jörð sína eftir föður sinn ásamt bróður sínum frá torfbæ í steinhús og hann yrkti jörð sína vel en umfram allt, honum var mjög annt um húsdýrin sín. Samt var áhugi hans fyrst og fremst á bók- menntasviðinu og ef hann hefði haft tækifæri til, eftir að námi við Gagnfræðaskóla Akureyrar lauk, hefði hann sannarlega lagt stund á langskólanám. En hann stundaði langskólanám allt sitt líf, því með búskapnum safiiaði hann og lét binda inn allar þær bækur um eldri, íslenskan fróðleik sem þykir bestur og dýrmætastur. Ég mun aldrei gieyma morgnunum áður en hann hélt út á tún til að sækja kýrnar. Þá sat hann i austurherberginu sínu þar sem bækurnar hans voru allt í kring, en sólin roðaði á austurfjöllin við uppkomu í glugganum bak við hann. Þar sat han og las í bítið og ég minnist alltaf þess friðar sem umlukti þennan fríðleiksfúsa bónda við þessa dýrmætu iðju sína áður en bústörfín hæfust. Það var dá- samlegt að koma inn í bókaherberg- inu til hans í kaffi- og kvöldhléum og spyrja hann út í margt og margt um íslenska afreksmenn fyrr og síðar úr bændastéttinni, stjórn- málunum og úr íslendingasögun- um. Helgi ferðaðist lítið um ævidaga sína en þess meir f andlega heiminum. Siðustu árin gat hann lítið lesið sjálfur og kom sér þá vel hversu Gunnfríður Bjarnadóttir, kona hans, reyndist honum vel með að lesa fyrir hann ásamt öllu öðru. Sú kona var bónda sínum alla tíð innan handar og hjálpfús, enda mikil hagleiks- og dugnaðarkona. Helga var ekki einungis annt um bækurnar sínar. Bústofninn hans var mjög blómlegur. Hann annaðist kýr sínar af þvílíkri alúð sem ein- stakt er. Enda voru þær góðar mjólkurkýr sem hlutu sín verðlaun. Þegar fregnin barst um andlát Helga, tengdaföður míns, hryggðist ég ekki, því ég vissi að nú liði hon- um betur. Honum leið aldrei sér- staklega vel eftir að hann yfirgaf hið stóra og fagra hús sitt í Kringlu- mýri 5, Akureyri, þangað sem þau hjónin fluttu eftir að búskap lauk, og fóru í þrengra húsnæði að Hlíð á Akureyri, þar sem hann gat ekki einu sinni haft nema lítinn hluta bóka sinna í kringum sig. Helgi var jafngamall öldinni. Hann var mjög gjörvilegur maður, mikill að vallar- sýn og afar þrekmikill enda stæltur af stöðugu striti. Hjartað var heilt þótt líkaminn gæfi sig þvf streitan náði ekki tökum á honum. Líf hans var alla tíð reglusamt. Guð blessi kæran bónda á æðri vegum og okkur sem eftir lifuni. Tengdadóttir og barnabörn t Þökkum sýnda vinsemd og samúö við frófall og útför HINRIKS THORARENSEN, lœknls. Oddur Thorarensen, Ragnar Thorarensen, Ólaf ur Thorarensen, Hinrik Thorarensan, Stalla Klara Thorarensen. Minningarathöfn um feðgana . HERMANN BÆRING SIGURÐSSON og GUÐMUND VÍKING HERMANNSSON, sem fórust með Tjaldi (S 116 18. desember, fer fram í (safjarðar- kirkju 10. janúar kl. 14.00. Gróta Jónsdóttir, Þórhildur Sigurftardóttir, Guðmunda Bæringsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, SIGRfÐUR D. KARLSDÓTTIR, Þórsgötu 19, Reykjavflc, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Hallgrímskirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Karl H. Pétursson. t Utför HELGA JÓNASSON AR, fyrrum bónda, Seljatandsseli, V-Eyjafjallahreppi, fer fram frá Stóradalskirkju laugardaginn 10. janúar kl 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Stóradalskirkju. Vandamenn. t Utför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓNS SIGURÐSSON AR, fyrrverandi borgarlæknis, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. janúar kl. 13.30. Ragna Sigurðsson, örn Jónsson, Júlíana Signý Gunnarsdóttir, Margrét Arnardóttir, Jón Ragnar Amarson, Gunnar Örn Arnarson. t Minningarathöfn um son minn og föður okkar, HAFSTEIN BÖÐVARSSON, matsvein, sem fórst með ms. Suðurlandi 25. desember, verður haldin föstu- daginn 9. janúar kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Sigrún Þorláksdóttir og börn hins látna. Faöir minn. t JÓN MAGNÚSSON, Hafnargötu 11, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 16.00. Magnús F. Jónsson. t Maöurinn minn og faðir okkar, FLOSI PÉTURSSON, sem andaðist á Seli aðfaranótt 3. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13.30. Karlína Jóhannsdóttir, Skúli Flosason, Ingvi Flosason. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin-manns míns, föður, tengdafööur og afa, VALENTÍNS SÖLVASONAR úr Keflavík. Sigríður Ingjnldsdóttir, Georg Valentfnsson, Elfsabet Arný Tyrfingsdóttir og börn. t Útför eiginmanns míns, STEINS EINARSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Fyrir hönd aðstandenda, Gróa J. Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.