Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐJB, FMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 '< Atli og Þorbergur gefa kost á sér Handknattleiksmennirnir Atli Hilmarsson og Þorbergur Aðal- steinsson hafa ákveðið aö gefa kost á sér í landslio íslands í handknattleik fram aö Olympíu- ieikunum í Seoul 1988. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir handknatt- leiksunnendur hór á landi þvf þeir Atli og Þorbergur voru með- al okkar bestu manna í heims- meistarakeppninni í Sviss í fyrra. Það er nú Ijóst að allir þeir sem voru með í undirbúningnum fyrir HM í Sviss, að Ellerti Vigfússyni undanskildum, verða með í undir- búningnum fyrír Olympíuleikana. Þorbjörn Jensson er að vísu ekki búinn að gefa ákveðið svar enn sem komið er en „hann er volg- ur", eins og forraðamenn HS( sögðu í gær. Steinar Birgisson er einnig inni í myndinni fyrir , Olympíuleikana og það er því föngulegur hópur sem velja þarf úr þegar að Olympíuleikunum kemur. Atli lýsti því yfir í haust að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér með landsliðinu fyrír Olympíuleikana en hann hefur nú skipt um skoðun og eru trúlega allir handknattleik- sunnendur ánægðir með þá ákvörðun hans. Félagar hans í landsliðinu gerðu að minnsta kosti góðan róm að þessu er Atli sagði þeim frá ákvörðun sinni á mánu- daginn var. Þeir Atli og Þorbergur munu ekki taka þátt í Baltic keppninni sem fram fer í Austur-Þýskalandi síðar í þessum mánuði en þeir leika trúlega báðir með á Flugleiða- mótinu í byrjun febrúar. Ekki er enn búiö að tilkynna hverjir verða með á mótinu í Aust- ur-Þyskalandi en hópur sá er tekur þátt í undirbúningnum fyrir Olympíuleikana hefur verið valinn. Rétt er að taka fram að þetta er alls ekki endanlegur hópur. Menn geta sýnt sig og sannað ennþá og ýtt þar með einhverjum út úr hópn- um. Enn sem komið er telur hópurinn aðeins 22 leikmenn en líklegt er að viö hann verði bætt ^tveimur auk þess sem breytingar geta orðið á honum af öðrum ástæðum. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir eru: Brynjar Kvaran Einar Þorvarðarson Guðmundur Hrafnkelsson Kristján Sigmundsson Aðrír leikmenn: Jakob Sigurðsson Guðmundur Guðmundsson Konráð Olavsson Bjarni Guðmundsson Karl Þráinsson Bjarki Sigurðsson Geir Sveinsson Þorgils Óttar Mathiesen Hilmar Sigurgíslason Kristján Arason Sigurður Sveinsson Sigurður Gunnarsson Páll Ólafsson Alfreð Gíslason Héðinn Gilsson Júlíus Jónasson Atli Hilmarsson Þorbergur Aðalsteinsson Það vekur óneitanlega talsveröa athygli að ungu leikmennimir skuli f á möguleika á að reyna sig í lands- liðshópnum. Hornamennirnir Karl Þráinsson, Bjarki Sigurðsson og Konráð Olavsson hafa allir leikið mjög vel í vetur og eiga fyllilega skilið að fá tækifæri með landslið- inu. Karl leikur að vísu ekki í hroninu með liði sínu en hefur gert það undir stj'órn Bogdans. Það má einnig nota hann sem vinstri handar skyttu ef þannig stendur á. Guðmundur Hrafnkelsson hefur sýnt að hann er einn okkar besti markvörður. Rétt er að endurtaka að þessi hópur er ekki öruggur á Olympíu- leikana. Enn er langur tími til stefnu og aliir handknattleiksmenn landsins eiga möguleika á að sýna að þeir séu betri en þeir sem í hópnum eru og slá þá út. Morgunblaöio/Bjarni • Bjarki Sigurðsson er einn þeirra ungu sem fá nú að reyna sig með landsliðinu. MorgunblaoioVJúKus • Atli Hilmarsson ætlar að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Hér er hann hátt yfir vörn Þjóðverja f landsleik f fyrra og skorar örugg- lega. HSÍ30ára: Júgóslavar koma í lok febrúar Handknattleikssamband (s- lands verður þrjátíu ára þann 11. júnf og er ætlunin að halda veg- lega upp á þessi merku tfmamót. Fyrsti stórviðburðurinn er heim- sókn heims- og olympfumeistar- anna í handknattleik hingað til lands f febrúar. Júgóslavar leika tvo leiki hér að þessu sinni. Fyrri leikurinn verður 23. febrúar og sá síðari daginn eftir. Allir okkar sterkustu menn ættu að geta leikið því á sama tíma Víkingur fékk f restun en ekki Stjarnan Óánægja með ákvörðun mótanef ndar HSÍ TALSVERÐ óánægja er meðal handknattleiksmanna vegna þeirrar ákvörðunar mótanefndar HSÍ að fresta leik Vfkings og Vals sem vera átti f gærkvöldi. Móta- nefndin neitaði Stjörnunni fyrír skömmu um frestun á leik þeirra og Vfkings fyrír Evrópuleik hjá þeim en leyfir sfðan frestun núna. Við höfðum samband við Jón H. Guðmundsson formann móta- nefndar og spurðum hann hvers Happdrætti HSÍ Á morgun verður dregið í bíla- happadrætti HSÍ og verður dregið um 20 Fiat Uno að þessu sinni. Að sögn forráðamenna HSÍ hefur þátttakan verift mjög góð og telja þeir það merki um þakk- læti og velvild landsmanna í garð handknattleikslandslifts okkar. Eftir rúman mánuð, eða 9. febrúar, verður síðan dregið í síðara skiptið og þá eru 30 bílar í boði. Þeir sem endurnýja í dag eða í fyrramálið eru með í baðum drátt- unum en þeir sem geyma að greiða miðana f ram yfir helgi verða með í síðari drættinum. vegna þeir hefðu frestað leiknum núna en neitað Stjörnunni á sínum tíma. Jón sagði að megin munurinn á þessum tveimur dæmum væri að Víkingar væru að leika báða leiki sína hér heima en Stjarnan hefði aðeins leikið annan leikinn hér heima. Að auki hefðu bæði Stjarn- an og Vikingur átt aö leika í Evrópukeppni á þessum tíma. „Víkingur neitaði að fresta þessum leik þar sem þeir töldu sig þurfa á honum að halda," sagðiJón ígær. Nú hefur það heyrst að Vals- menn séu ekki ánægðir með frestun á leik liðsins við Víking sem átti að vera í gær. Þeir telja sig hafa of lítinn tíma fyrir leikinn, sem á að vera 9. febrúar, því Flugleiöa- mótið verður 1 .-5. febrúar. Fyrst Víkingar neituðu að fresta leiknum við Stjörnuna á sínum tíma hefðu Valsmenn ekki átt mögu- leika á að gera hið sama nú. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að Víkingar hefðu ekki haft samband við Valsmenn vegna þessarar frestunar. Þaö að liðin sem hlut eiga að máli talist við er fyrsta skrefið í samningaum- leytunum sem þessum," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær. Jón bætti því við að sér virtist svip- að á komið hjá Val og Víking hvað varðar landsliðsmenn á Flugleiða- mótinu þannig að fjórir dagar fram að leik kæmi svipað niður á félög- unum. fer B-heimsmeistarakeppnin fram í Þýskalandi en þar leika meðal annars Vestur-þjóðverjar, Sovét- menn, Danir og Rúmenar. Leikir íslands og Júgóslavíu und- anfarin ár hafa verið jafnir og spennandi. Er þar skemst að minnast leikins á OL þar sem Júgó- slavar jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins, 22:22, en síðustu viður- eign þjóðanna vann ísland 20:13 þannig að meistararnir ætla sér örugglega stóran hlut að þessu sinni. Afmælisnefnd Sérstök afmælisnefnd hefur verið sett á laggirnar og er Steinar J. Lúðvíksson formaður hennar. Aðrir í nefndinni eru fyrrverandi formenri HSÍ, Árni Árnason, Val- geir Ársælsson, Sigurður Jónsson, Einar Matthiesen, Júlíus Hafstein og Friðrik Guðmundsson. Fyrirhugað er að gefa út sögu HSÍ og einnig er ætlunin að fá Heimsliðið hingað til lands. Margt flcira er á döfinni hjá nefndinni. Læknanefnd HSÍ hefur einnig komiið á fót sérstkari læknanefnd til að að- stoða landsliðin okkar og vinna að rannsóknum á sviði handknatt- leiksins. Eitt af þvífyrsta sem þessi nefnd ætlar að gera er athugun á nýjum knetti til að nota í hand- knattleik. Ætlunin er að finna einhvern knött sem er léttari og mýkri en sá sem nú er notaður og er tilgangurinn fyrst og fremst sá að koma í veg fyrir að markverðir slasist er þeir fá skot í sig. Þetta verkefni verður unnið í samráði við þekktan enskan lækni og Adidas fyrirtækið. í nefndinni eiga sæti prófessor Gunnar Þór Jónsson, Stefán Carls- son og Apdrés Kristjánsson. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.