Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 37 Sigríður D. Karls- dóttir - Minning Fædd 14. janúar 1908 Dáin 28. desember 1986 Nú legg ég augun aftur ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt • (S. Egilsson). Þann 28. desember sl. lést í Landakotsspítala frænka okkar, Sigríður D. Karlsdóttir. Sigga, eins og hún var jafnan kölluð, var í miklu uppáhaldi hjá okkur frænd- systkinunum. Mikill samgangur var ávallt á milli heimilanna og ófáar stundirnar sem við áttum með okk- ar kæru frænku. Það var alltaf svo gott að koma til Siggu, hún hafði þvílíkt jafnaðargeð að með ólíkind- um var. Hún vildi alltaf öllum vel og einstakt æðruleysi var henni gefið. Hún fæddist á Litla-Fjarðar- horni í Fellshreppi, Strandasýslu, þann 14. janúar 1908, dóttir hjón- anna Guðbjargar Þorsteinsdóttur og Karls Þórðarsonar. Sex ára göm- ul flyst Sigga að Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu með for- eldrum sínum. Til Reykjavíkur kom hún síðan árið 1946. Einn son eignaðist hún, Karl Pétursson, og er hann búsettur í Reykjavík. Barnabörnin hennar eru fimm og barnabarnabörnin voru orðin sjö. Voru þau henni mikill gleðigjafi. Búa þau 611 vestur í Dalasýslu og notaði Sigga hvert tækifæri sem gafst til að heim- sækja þau. Hún var alltaf til í að fara í ferðalag, þá þurfti hún ekki mikinn tíma tií undirbúnings. Hún var góður ferðafélagi, og gerði ekki veður útaf þótt allt færi ekki eins og upphaflega var ráð fyrir gert. I gegnum tíðina hafði Sigga prjóna- skap að atvinnu. Alltaf var heimilis- legt að heyra hljóðið í prjónavélinni, þegar komið var til hennar. Hver dýrindis flíkin sá dagsins ljós í hönd- unum á henni, hún var einkar handlagin, það var eins og allt léki í höndunum á henni. Eftir að heilsu fór að hraka hélt hún samt ótrauð áfram. Hún skyldi ekki gefast upp. Nú þegar að leiðarlokum er komið eigum við frændsystkin hennar dýr- mætar minningar um okkar elsku- legu frænku. Hafi hún þökk fyrir alla sína úmhyggju í okkar garð. Blessuð veri minning hennar. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). Systkinin Skarphéðinsgötu 12 BYGGINGARHAPPDRÆTTI SJÁLFSBJARGAR 1986 Bifreið Audi 100 CC kr. 1.050.000 75162 Bifreið hver á kr. 500.000 3296 25145 61785 94893 Sólarlandaferð hver á 35.000 9600 22528 64147 89997 104338 15161 33250 76994 91380 115441 17584 51554 88430 103820 118166 Vöruúttekt 2143 18558 Kveðjuorð: Hlöðver Einars- son vélstfóri ^,íSjf»-s 2961 5644 5851 7059 7648 7895 9086 11039 11344 20773 22493 24551 27596 28335 36550 38506 38907 42658 hver á 44202 44997 48852 50288 53156 54953 59047 61416 64646 68607 kr. 30 69929 70981 79127 80217 81979 89520 98007 99306 100811 101219 000 102132 104794 105915 108170 108408 108574 109369 113085 117604 119787 Fæddur 11. nóvember 1945 Dáinn 25. desember 1986 Frændi minn og vinur, Hlöðver Einarsson, yfirvélstjóri, lést á hörmulegan hátt í sjóslysinu er ms. Suðurland fórst norður af Færeyj- um aðfaranótt jóladags. Svo hratt var hann frá okkur tekinn og á svo viðkvæmum tíma ársins í lífi okkar allra, að sárara er en orðum taki. Enn er okkur sýnt að ekkert fley verður að líkindum smíðað í framtíð frekar en í fortíð að það standist áhrif náttúruaflanna í sínum versta ham. Enn og aftur hefur okkur sem eftir stöndum verið sýnt nú í des- ember að íslenskir sjómenn stunda hættulegustu störf þjóðarinnar og að strendur landsins geta og hafa orðið sjómönnum annarra þjóða dýrkeyptar. Ekki kynntumst við frændi neitt að ráði sem börn í Vestmannaeyjum enda 7 ára aldursmunur. Örfá brot á ég þó í minningunni. Því meira og betur kynntumst við er hann frétti að frændi hans ætlaði að feta vélstjórnarbrautina á eftir hinum. Marga hvatninguna fékk ég frá honum og meðal annars þá, að stæði ég mig í skólanum og vildi prófa fraktina skyldi hann gagnast í að troða nýgræðingnum einhvers staðar inn. Auðvitað stóð það eins og annað er hann lofaði. Saman sigldum við, fyrst saman á milli bekkja hjá mér, síðan sumar og haust. Þessi tími er mér ákaflega dýrmætur í minningunni. Ekki bara fyrir góðar tekjur og vera loks laus eftir þrjá fjórðu hluta ævinnar á skólabekk, heldur ekki síður fyrir að fá tækifæri til samstarfs við frænda og njóta leiðsagnar hans og vinsemdar. Dugnaður hans og snyrtimennska voru alveg einstök. Ekki sigldum við oftar saman, en sameiginleg seta í stjórn Vél- stjórafélagsins varð tilefni margra samræðna og fundarsókna ýmiss konar í gegnum árin. Hann var ákaflega drifandi í fé- lagsmálunum og var þá ekkert að skafa utanaf hlutunum ef honum fannst seint eða linlega tekið á málum. Farmenn áttu í honum góð- an fulltrúa í stjórn Vélstjórafélags- ms. Frændi sá af framsýni sinni að ekki dygði vélstjóraskírteinið eitt og sér ef menn ætluðu sér eitthvað í landi. Því dreif hann sig á opinn námssamning hjá svila sínum með- fram sjómennskunni. Þetta sameig- inlega áhugamál okkar varð til þess að síðustu mánuði og ár hittumst við og fjölskyldur okkar oftar en beinlínis félagsmál okkar einna hjá Vélstjórafélaginu buðu uppá. Þessi fátæklegu orð megna eng- an veginn til að þakka fyrir allar ánægjustundirnar í gegnum árin. Það eru þung spor að hefja nýtt ár án góðs vinar og mikill harmur er kveðinn að ykkur Kristín, Hlín, Helgi, Einar og Vilborg. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Eftir lifir minning um góðan dreng. Þ6r Sævaldsson TryggveD. Thorstensen prentari - Minning Hinn 25. nóvember sl. andaðist á Vífilsstöðum Tryggve Thorstensen 72 ára að aldri, eftir langvarandi vanheilsu. Árið 1937 giftist hann eftirlifandi konu sinni Önnu Thorstensen og áttu þau því nær hálfrar aldar hjúskap að baki. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru nú búsett 5 Reykjavik. Tryggve var prentari að mennt og vann við það meðan heilsa leyfði, bæði hér og erlendis. Hann var sagð- ur fær og trúr í starfi sínu, enda skapgerðin þannig að hann mun ekki hafa gert minni kröfur til sjálfs sín, en fyrir sjálfan sig. Snemma kenndi Tryggve heilsu- leysis, fékk berkla, og gekk undir mikla læknisaðgerð innan við fer- tugt, og varð i rauninni aldrei samur maður eftir. Hann stundaði þó vinnu næstu 15 ár eða svo, en sfðustu 18 ár var hann óvinnufær sjúklingur, en bar sinn sjúkdóm með sérstöku æðru- leysi. Sem ungur maður stundaði Tryggve íþróttir og tók mikinn þátt í félagslífi og var hrókur alls fagnað- ar í þá daga og raunar alla tfð ef hann var mættur á annað borð. Hann lék með Lúðrasveit Hjálpræðishersins og Lúðrasveit Reykjavfkur um langt árabil. Hin sfðari ár var hann félagi í kvöldvökufélaginu Ljóð og Saga og kunni þar vel við sig. Tryggve var gjörvulegur maður álitum, og hafði yfir sér þá reisn, að eftir honum var tekið þar sem hann fór, kurteis og hofmannlegur í fasi og hefði sómt sér vel í hirðveislum horfinna tíma. Eins og fyrr var sagt var Tryggve veislumaður ágætur og kunni vel að meta guðaveigar á góðri stund, og þá kom best fram sá eðlisþáttur, sem var mjög áberandi hjá honum alla tfð,_ en það var músikgáfan. Ég veit ekki hvort Tryggve var verulega lærður í músik, en hann spilaði þannig að það náði til hjart- ans. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar hann lék af fingrum fram sínar eigin hugdettur eða tilbrigði. Slfkt verður ekki lært, það verður að vera f eðlinu. Tryggvi lifði lífinu lifandi sín bestu manndómsár en þar kom að Kfið var hætt að vera líf, en varð þraut, og þá kann dauðinn að vera lausn, þó dapur sé. Mér koma í hug ljóðlínur eftir Ólöfu frá Hlöðum: „Já, þama kom ráðið, já þetta var best nú þurfti hann einmitt að deyja". Ég minnist með þakklæti margra ánæjulegra stunda með Tryggve og hans fólki, nú þegar hann er allur og eftir lifir minningin ein um góðan dreng. Hannes Ágústsson Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 að Sogavegi 69. Gengið inn að norðanverðu. Allir velkomnir. * Námskeiðið getur hjálpað þér að: * Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. * Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. * Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. * Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. * Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. * Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. innritunogupplýsingarísíma: 82411 STJÓRNUNARSKÓLINN % Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrír Dale Carnegie namskeiðin''

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.