Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 ÚT V ARP / S JON V ARP Frumraun Fyrsti barnatími Stöðvar 2 var á dagskránni síðastliðinn þriðjudag klukkan 18:00 og var honum lýst svo í dagskrárkynningu: Þrettánd- inn. Barnatími. Kynnir er Hólm- fríður Karlsdóttir (fv. Ungfrú alheimur.) í þættinum er leikþáttur fyrir börnin og ýmis skemmtiatriði. Úmsjónarmaður er Sverrir Guðjóns- son. Já hún Hófí blessunin kemur víða við, ekki aðeins á bókamarkaðinum heldur og í barnatímanum. Að venju kom hún vel fyrir og gladdi augu pabbans rétt einsog hún Bryndís forðum. Annars sá ég ekki betur en þessi fyrsti barnatími Stöðvar 2 hefði aðsetur á sviði Hótels Sögu þar sem þeir bræður Finnbogi og Magnús Kjartanssynir sátu við hljóðfærið. Eg býst ekki við því að krakkarnir hafi tekið sérstaklega eftir sviðinu á Hótel Sögu og því til lítils fyrir undirritaðan að gagn- rýna sviðsmyndina sem var reyndar hvergi sjáanleg. En svona erum við fullorðna fólkið, að við skoðum gjarnan heiminn frá eigin sjónar- hóli og þá líka þann heim er smáfóikið gistir. Undirritaður hefir venjulega þann háttinn á að skoða barnatím- ana í barnafansi og reynir þá af fremsta megni að meta barnaefnið út frá viðbrögðum barnanna. Hvað barnatíma Stöðvar 2 áhrærir þá virtust börnin hrifin af leikþættin- um hennar Grýlu og einnig hreif töframaðurinn þau uppúr skónum en fleira var nú eiginlega ekki á dagskrá þessa fyrsta barnatíma Stöðvar 2. Börnunum fannst sum sé bara gaman að flestu því er bar fyrir augu á þrettándagleði Stöðvar 2. Undirrituðum þótti hins vegar dagskráin fremur fátækleg þótt vissulega sé virðingarvert að semja sérstakan leikþátt fyrir börnin. En mjór er mikils vísir og vissulega gætu umsjónarmenn Stundarinnar hjá Ríkissjónvarpinu lært þá lexíu af þessum fyrsta barnatíma Stöðvar 2 að hætta þeim ljóta sið að kjafta endalaust um ekki neitt við börnin og á ég þá einkum við hann Stulla blessaðan sem ætlar aldrei að þagna. Börnin virðast fremur una sér við leikþætti og skemmtiatriði ýmiss konar svo sem töfrabrögð. Og nú kviknar hugmynd. Hvernig væri að efna til hug- myndasamkeppni meðal barnanna um hvernig barnatímanum skuli háttað? Máski væri skoðanakönnun frekar við hæfi og þá á ég við al- vöru skoðanakönnun framkvæmda af sérfræðingum félagsvísinda- stofnunar. Börnin yrðu spurð hvernig þau myndu vilja haga barnatímanum og síðan fengju umsjónarmenn barnaefnis hið hæ- fasta fólk til að uppfylla óskir barnanna. Þá finnst mér vel koma til greina að virkja skólana í þágu barnatímans. í barnaskólum lands- ins er fullt af hæfileikaríkum og hugmyndaríkum kennurum er gætu lagt til efni í barnatíma sjónvarps- stöðvanna. Fyndist mér ekki svo fráleitt að ætla ákveðnum skólum svo sem viku af skólaárinu til undir- búnings slíkra barnatíma og yrði kostnaðinum af umstanginu skipt jafnt á milli sjónvarpsstöðvanna og skólanna. Er ekki í tíma og ótíma verið að þusa um kennslusjónvarp og fræðsluútvarp? Orð eru til alls fyrst og vona ég svo sannarlega að þessi hugmynd verði sem allra fyrst að veruleika undir handarjaðri Sverris eða hins nýja menntamálaráðherra. Og svo sannarlega er ekki langur tími til stefnu: Hver nýr dagur fær- ir okkur nær 21. öldinni, þess tíma er hneppir jarðarbúa í eitt sam- félag. Viljum við að börn okkar nái taki á veruleika 21. aldar eða er stefnan sú að hangsast í aldamóta- hugsjóninni þar sem lestur, skrift og reikningur voru efst a blaði þeirra er fóru með fræðslumál? Er hugsanlegt að borgarar 21. aldar megni ekki að tjá sig á hinu víða upplýsingasviði nema kunna frá bernsku tökin á myndmáli ljósvaka- miðlanna ekki síður en rit- og lesmáli, og þá á ég við að börnin kunni þá list að tjá sig á skerminum. Ólafur M. Jóhannesson Stöð tvö: Önýtir hjálmar ¦¦¦¦ í kvöld er á dag- Q Q 40 skrá Stöðvar tvö &*J^ breska sjón- varpsmyndin „Ónýtir hjálmar". Hún gerist í Norður-Frakklandi þegar síga fer á seinni hluta fyrra stríðs. Frakkar og Englend- ingar börðust hiið við hlið, en oft var grunnt á því góða og á stundum var andúðin á Þjóðverjum vart nóg til þess að koma f veg fyrir að upp úr syði. Marcel Bozzuffi leikur franskan hermann, færan í manndrápum, en bugaðan af endalausum skotgrafa- hernaði, sem engan endi ætlar að taka. Miek Ford leikur ungan enskan her- mann, sem er sárreiður þessum óendanlega hildar- leik, sem hann skilur ekki, sér ekki ástæðu fyrir og telur fráleitt að hann komist lifandi úr. Smám saman breytist gagnkvæm, en stirðleg virðing þeirra í vináttu og leiðin verður léttari. Þá verður á vegi þeirra ung Marcel Bozzuffi í hlut- verki franska hermans- ins. ekkja, leikin af Catherine Lachens. Saman ganga þau norður Valland og láta styrjöldina afskiptalausa, en ðrlögin verða þó ekki umflúin. Rás2: Rósa Ingólfsdótt- ir á Gestagangi ¦¦ í Gestagangi Q-| 00 Ragnheiðar ^A— Davíðsdóttir í kvöld knýr Rósa Ingólfs- dóttir, leikmyndteiknari Sjónvarpsins, dyra. Rósa er þúsundþjalasmiður, því hún er lærður auglýsinga- teiknari, leikkona, söng- kona og þula, eins og landsmenn hafa orðið varir við. Þá hefur Rósa staðið að auglýsingagerð og muna sjónvarpsáhorfendur vafa- laust eftir innheimtuaug- lýsingum, sem Rósa gerði fyrir Ríkisútvarpið og þóttu í alfrumlegasta lagi. Rósa hefur ákveðnar skoðanir á flestum málum og þar á meðal kvenrétt- indamálum og eru ekki allir henni sammála. Verður vafalítið bæði fróðlegt og skemmtilegt og að hlýða á tal þeirra Ragnheiðar. UTVARP FIMMTUDAGUR 8. janúar 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guðmund- ur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir. 0.03 Morgunstund barn- anna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Morguntónleikar. a. „Scheherazade", svíta eftir Rimsky-Korsakoff. Reiner Kúchl leikur á fiðlu með Fílharmóníusveitinni í Vín; André Previn stjórnar. b. Slavneskir dansar op. 46 eftir Antonín Dvorák. Kon- unglega fílharmóniusveitin í Lundúnum leikur; Antal Dorati stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn — Efri árin. Ásdís Skúladóttir ræðir við Margréti Sigurðardóttur. (Aðurútvarpað 12.júnís.l.). 14.00 Miödegissagan: „Menningarvitarnir" eftir Fritz Leiter. Þorsteinn Ant- onsson les þýöingu slna (5). 14.30 Textasmiðjan. Lög við texta Steins Steinarrs. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson kynnir. 17.40 Torgið — Menningar- mál. Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 19.66 Um hvað yrkja ungu skáldin? Hrafn Jökulsson tók saman þáttinn. (Áður útvarpaö á mánudags- kvöld.) 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Eliza- beth Zajak-Wiedner. a. „Þrjár myndir" eftir Jón Leifs. b. Sinfónía nr. 4 (Concert- ante fyrir píanó og hljóm- sveit) eftir Karol Szymanowsky. Kynnir Jón Múli Árnason. 21.20 Sumarleyfi í skammdeg- inu. Helga Ágústsdóttir segir frá. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræðan — í upphafi kosningaárs. Stjórnandi: Elías Snæland Jónsson. 23.10 Kvöldtónleikar. SJONVARP jO; FOSTUDAGUR 9. janúar 18.00 Litlu prúðuleikararnir (Muppet Babies.) 24. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.26 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 4. janúar. 18.60 Skjáauglýsingarogdag- skrá 19.00 Á döfinni 19.10 f deiglunni Stutt mynd um Helga Gísla- son myndhöggvara og list hans. Helgi hlaut nýlega verðlaun fyrir tillögu sina að listaverki við nýja útvarps- húsiö viö Efstaleiti. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spitalalíf (M*A*S*H). Fjórtándi þáttur. Bandarlskur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríöinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.35 íþróttir. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnað — Annáll ársins 1986. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.' 21.60 Sá gamli (Der Alte) - 29. þáttur. Þýskur sakamalamynda- flokkur. Aðalhlutverk Sieg- fried Lowitz. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 22.60 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Helgi E. Helgason. 23.25 Seinni fréttir 23.30 Paradine-málið (The Paradine Case). Bandarísk bíómynd frá árinu 1948. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aöalhlutverk Gregory Peck, Ann Todd og Charles Laughton. Sak- borningur i morömáli er ung kona sem verjandinn í mál- inu verður ástfanginn af. Honum er því venju fremur mikið i mun aö fá skjólstæð- ing sinn sýknaðan af ákærunni. Þýðandi Stefán Jökulsson. 00.35 Dagskrárlok STODTVO FIMMTUDAGUR 8. janúar 17.00 Myndrokk. Sunnudags- bíó. Sýnt er úr nýjustu kvikmyndunum og mynd- rokki við þær. Stjórnandi er Súní. 18.00 Teiknimynd. Furðubú- arnir (Wuzzles.) 18.26 (þróttir. Umsjónarmað- ur er Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Ljósbrot Kynntir eru ýmsir dagskrár- liöir á Stöð tvö ásamt því að stiklað er á ýmsum við- burðum í menningarlífinu. Umsjón annast Valgerður Matthíasdóttir. 20.25 Bjargvætturin. (Equalizer.) Bandarískur sakamálaþátt- 21.20 McCarthy - Tímabilið (Tail Gunner Joe.) Bandarísk kvikmynd með Peter Boyle, John Forsythe, Tim O'Connor, Ned Beatty og John Carradine í aðal- hlutverkum. ( myndinni er sagt frá upp- gangi og falli Josephs McCarthy, múgæsinga- mannsins sem alræmdur varð á sjötta áratugnum, þegar hann gegndi for- mennsku í þingnefnd, sem fjallaði um „óamerískt at- hæfi". Leikstjóri er Jud Taylor. 23.40 Ónýtir hjálmar (Bad Hats.) Bresk sjónvarpskvikmynd frá 1984. ( myndinni er sögð saga tveggja hermanna í fyrri heimsstyrjöldinni, ' sem mynda stormasamt banda- lag til þess að flýja til fr- lands. Með í förina slæst ung ekkja sem hefur strokið frá fjölskyldu sinni. 01.40 Dagskrárlok. a. Hörpusónata í Es-dúr op. 34 eftir Ladislav Dussek. Ann Griffiths leikur. b. Kvintett í C-dúr op. 29 eftir Ludwig van Beethoven. Félagar í Vinaroktettinum leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 8. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríðar Haralds- dóttur að loknum fróttum kl. 10,00, tónleikar helgar- innar, Matarhornið, tvennir timar á vinsældalistanum og fjölmiðlarabb. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Hingað og þangaö um dægurheima meö Inger önnu Aikman. 15.00 Djass og blús. Vern- harður Linnet kynnir. 16.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. 17.00 Hitt og þetta. Stjórn- andi: Andrea Guðmunds- dóttir. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsæidalisti rásar tvö. Gunnlaugur Helgason kynn- ir tiu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Gestagangur hjá Ragn- heiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórn- andi: Svavar Gests. 23.00 Á mjúku línunni. Kristján Sigurmundsson kynnir róleg lög úr ýmsum áttum. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISUTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugs- son. M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á markað- storgi svæöisútvarpsins. 989 BYLGJAN FIMMTUDAGUR 8. janúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapað fundið, opin lína, matarupp- skrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóa- markaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Tónlistar- gagnrýnendur segja álit sitt á nýútkomnum plötum. Fréttir kl. 15.00. 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Bjarni 0. Guð- mundsson stýrir verðlauna- getraun um popptónlist. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta- tengt efni og þægileg tón- list. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA KlÍBtUef útv»rpsst**. FM 102,9 FIMMTUDAGUR 8. janúar 13.00-16.00 Hitt'og þetta í umsjón John Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.