Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 Helga íþróttamaður ísafjarðar 1986 fsafirði. HELGA Sigurðardóttir sundkona var kosin fþróttamaður ársins á ísafirði í fjölmennu hófi sem bæj- arsjóður efndi til f Fólagsheimil- inu f Hnffsdal 30. desember. Þetta er í sjöunda sinn sem slíkt kjör fer fram hór á ísafirði og hafa skíðamenn fimm sinnum verið útnefndir og sundmenn tvisvar sinnum. Helga er 17 ára og hefur æft með sunddeild Vestra sl. 4 ár og er mjög fjölhæf sundkona. . Forseti bæjarstjórnar, Kristján Jónasson, afhenti Helgu veglegan farandbikar og heiðursskjal ásamt peningaupphæð. Um leið afhenti íþróttabandalag Isafjarðar eftirtöldum 38 ung- rnennum heiðursviðurkenningu fyrir íþróttaafrek 1986. Einar Ólafsson, Bjarni Gunnars- son, Stella Hjaltadóttir, Auður Ebenezersdóttir, Þröstur Jóhann- esson, Ólafur Sigurðsson, Margrét Rúnarsdóttir, Jón Ólafur Árnason, Sara Halldórsdóttir, Rafn Pálsson, Kristinn Grétarsson, Bjarni Péturs- son, Ólöf Björnsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Guðbjörg Ingvarsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Kristján Flosa- son, Gunnar Hólm Friðriksson, Arnór Gunnarsson, Hanna Mjöll Ólafsdóttir og Þórunn Pálsdóttir, sem öll eru skíðafólk og sund- "fls ":v «i! fmfrlx?? u %.4/y.fi ¦ ; • m - ¦#,'{, ^\ ft kl'tín >\J i> '.'., í 5*fí i ' ^gmáMM • Kristján Sigmundsson hefur staðið sig mjög vel í vetur í marki "* Vikings og með íslenska landsliðinu. Hann verður í eldlínunni annað- kvöld gegn Gdartsk í Höllinni. mennirnir Þuríður Pétursdóttir, Martha Jörundsdóttir, Sigurrós E. Helgadóttir, Helga Sigurðardóttir, Pálína Björnsdóttir, Birgir Örn Birgisson, Ingólfur Arnarson, Steinþór Bragason, Hafþór Haf- steinsson, Magnús Erlingsson, Hlynur Tr. Magnússon, Halldór Sigurðsson, Þór Pétursson, Egill Kr. Björnsson, Víðir Ingason, Björg A. Jónsdóttir og Margrét J. Magn- úsdóttir. Um 140 manns sóttu hófið, þar voru margar ræður fluttar og íþróttafólkið sagði frá starfinu síðasta árið, en allir sem heiðurs- viðurkenninguna fengu hafa stundað íþrótt sína af kappi síðast- liðið ár að sögn Björns Helgasonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Sagði hann ánægjulegt til þess að vita hversu góðum árangri mætti ná í æskulýösstarfi ef foreldrar og þjálfarar barnanna sýndu starfi þeirra þann áhuga sem vitað er um hjá sund- og skíðamönnum á ísafirði. Hann sagði að bæjarstjórn væri öll af vilja gerð til að létta undir með ungmennunum, en erfið fjárhagsstaða kæmi oft í veg fyrir að gert væri eins vel og menn vildu. Úlfar • Helga Sigurðardóttir 17 ára sundkona með verðlaunabikarinn en hún var kjörin íþróttamaður ísafjarðar 1986. • Þau hafa verið útnefnd íþróttamenn fsafjarðar. Frá vinstri: Stella Hjaftadóttir 1984, Guðmundur Jó- hannsson 1980, Helga Sigurðardóttir 1986, Elnar Ólafsson 1981,1982 og 1985 og Ingólfur Arnarson 1983. Evrópukeppnin: Víkingur og Gdarisk í 8 liða úrslitum f Höllinni annaðkvöld Gdarisk tapadi naumlega í úrslitaleik keppninnar í fyrraf en hef ur sett stef nuna á titilinn í ár PÓLSKA liðið Wybrezeze Gdarisk, e'rtt sterkasta handknatt- leikslið heims, kemur til landsins í dag og leikur gegn Vfkingi f 8 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða á morgun og sunnu- dag í Laugardalshöllinni. Víkingar sömdu við Pólverjana um að leika báða leikina hér á landi. Viðureignin á morgun hefst - klukkan 20 i Höllinni og er það heimaleikur Víkings. Seinni leikur- inn hefst klukkan 20.15 á sunnu- dagskvöldið. Gdarisk lék til úrslita í Evrópu- keppni meistaraliða í fyrra, en tapaði samanlagt með einu marki gegn júgóslavnesku meisturunum Metalaplastica. Liðið er í efsta sæti í pólsku deildinni og hefur sett stefnuna á Evróputitilinn í ár. Með Gdarisk leika frægir leikmenn eins og Bogdan Wenta, einn besti handknattleiksmaður Austur-Evr- ópu, Daniel Waszkiewicz, sem er heimsklassaleikmaður, og horna- maðurinn Plechoc. Víkingar hafa staðið sig vel í vetur og það að komast í 8 liða úrslit Evrópukeppninnar er stór sigur út af fyrir sig. Með frábærum stuðningi áhorfenda tókst þeim að sigra svissneska liðið St. Otmar í 16 liða úrslitum og þó sigurmögu- leikar Gdarisk verði að teljast meiri, hafa Víkingar og áhorfendur ekki sagt sitt síðasta orð. Víkingur tók fyrst þátt í Evrópu- keppni 1975, en hefur verið með árlega síðan 1979. Félagið hefur leikið 34 leiki í Evrópukeppni, 18 sinnum borið sigur úr býtum, gert tvö jafntefli og tapað 14 sinnum. Fyrir tveimur árum lék Víkingur í undanúrslitum og tapaði þá naum- lega gegn Barcelona, sem frægt er. Forsala á leikinn annnaðkvöld hefst í Höllinni klukkan 17 á morg- un og er fólk hvatt til að kaupa miða tímanlega til að forðast bið- raðir skömmu fyrir leik og eiga á hættu að missa af hluta leiksins. Handbolti: E\ /1 'ÓDuleikirV íkii iqs Samanlagt 1975: Víkingur—Gummersbach 16-19- -12-21 28-40 1978- -79 Víkingur—Halewood Enskirgáfu Víkingur—Ystad 24-23- -24-23 48—46 1979- -80 Vfkingur—Heim 19-23- -19-22 38—45 1980- -81 Víkingur—Tatabanya 21-20- -22—23 43-43 Víkingur—Lugi 16—17- -16—16 32—33 1981- -82 Víkingur—At. Madrid 14—15- -22—23 36-38 1982- -83 Víkingur—Vestmanna 35—19- -27—23 62-42 Víkingur—Dukla Prag 19-18- -15-23 34-41 1983- -84 Víkingur— Kolbotn 21—19- -18-20 39—39 1984- -85 Víkingur— Fjellh. 26—20 - -23-25 49-45 Víkingur—Tres de Mayo 28—21 - - 28—21 56—42 Víkingur—Crvenka 20-15- -25-24 45-39 Víkingur—Barcelona 20-13- -12-22 32-35 1985- -86 Víkingur—Teka 20-21 - -19-21 39—42 1986- -87 Víkingur—Vestmanna - 16—12- - 26—26 42—38 Víkingur—St. Otmar 22—17- -19—20 41—37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.