Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987
JMtognnÞliifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Þj óðarhagsmunir
á bláþræði
Stjórnendur íslenzkra fisk-
sölufyrirtækja í Banda-
ríkjunum og Bretlandi hafa
þungur áhyggjur af því að verk-
fall sjómanna kunni að skaða
söluhagsmuni freðfiskfram-
leiðslunnar. Islenzku sölufélögin
í Bandaríkjunum hafa ekki get-
að sinnt þörfum viðskiptavina á
þessum mikilvæga markaði
lengi undanfarið. Magnús Gúst-
afsson hjá Coldwater segir að
aðeins hafi verið hægt að mæta
50% til 90% af eftirspum við-
skiptavina fyrirtækisins. Sigurð-
ur Markússon segir svipað sögu
af Icland Seafood.
Nú fer í hönd þorskvertíð í
Kanada, hjá einum helzta keppi-
naut okkar á Bandaríkjamark-
aði. Ef Kanadamenn geta boðið
vöru, sem markaðurinn þarfn-
ast, á sama tíma og íslendingar
geta ekki staðið við gerða sölu-
samninga er hætt við að beztu
og mikilvægustu kaupendumir
vendi sínu kvæði í kross.
Fiskbirgðir, bæði hér í landinu
og hjá íslenzkum sölufyrirtækj-
um erlendis, hafa sjaldan verið
minni. Lítilsháttar töf á fram-
leiðslu eða fiskflutningum getur
því haft afdrifaríkar afleiðingar.
Sigurður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar SIS, sagði í viðtali við
Morgunblaðið, að sölusambönd
okkar hangi nú á bláþræði og
að keðjan geti slitnað við
minnstu töf.
Vaxandi ferskfiskútflutning-
ur, einkum á Evrópumarkað,
hefur þrengt að samkeppnis-
stöðu frystiiðnaðarins um
hráefni til vinnslu. Magnús
Gústafsson, sem fyrr er vitnað
til, segir, að ýsuflök hafí verið
„skömmtuð lengi“ til viðskipta-
vina á Bandaríkjamarkaði,
þorskflök síðan í júlí 1986 og
allar flakapakkningar síðan í
október. Stjómendur íslenzku
fisksölufyrirtækjanna hafa því
þungar áhyggjur af því ef verk-
fall sjómanna dregst á langinn
og freðfískframleiðsla og fisk-
flutningar frá landinu stöðvast.
í fréttum Morgunblaðsins í
gær er skýrt frá því að samn-
inganefnd Sjómannasambands
íslands hafí hætt þátttöku í
samningaviðræðum og muni
ekki hefja þær að nýju fyrr en
meintir verkfallsbijótar hafí
siglt skipum sínum í höfn. Það
er illt í efni ef harka hleypur í
þessa deilu — og hún dregst á
langinn — bæði fyrir söluhags-
muni okkar í Bandaríkjunum og
Bretlandi og vinnuhagsmuni
fólks í frystiiðnaði. Hið sama á
við um farmannadeiluna.
Því ber að fagna að aðilar
vinnumarkaðarins hafa náð
sáttum um kjaramál án átaka
eða afskipta sáttasemjara,
síðustu misseri, með aðild
stjómvalda að heildarlausn. Að-
ild ríkisstjórnarinnar hefur að
vísu haft neikvæð áhrif á stöðu
ríkissjóðs, um 1.800 m.kr. 1986
og væntanlega um 3.000 m.kr.
1987. Vinningurinn felst hins-
vegar í vemlegri hjöðnun
verðbólgu, stöðugleika í efna-
hagslífí og þjóðarbúskap,
vinnuöryggi og hagvexti, sem
m.a. hefur sagt til í auknum
almennum kaupmætti. Harka
sú, sem hlaupin er í verkfall sjó-
manna og farmanna er undan-
tekning frá þeirri meginreglu,
sem mótað hefur samninga á
vinnumarkaði undanfarið.
Ástæða er til að hvetja forystu-
menn samningsaðila til að taka
nú á honum stóra sínum og leiða
deilumál sín til lykta, áður en
þau bitna alvarlega á heildar-
hagsmunum.
Sjómenn eiga rétt á betri kjör-
um en þeir sem í landi vinna,
vegna fjarvista, vegna annars
konar starfsaðstæðna og vegna
vægis fiskveiða í þjóðarbú-
skapnum. Samkvæmt upplýs-
ingum Bolla Þórs Bollasonar,
aðstoðarforstjóra Þjóðhags-
stofnunar, vóru meðaltekjur
sjómanna á síðasta ári rúmar
1,1 m.kr. en meðaltekjur verka-
fólks rúmar 620 þúsund krónur.
Meðaltekjur segja að vísu ekki
alla sögu vegna þess hve mis-
skiptar fískveiðitekjur eru, en
þessi samanburður sýnir þó, að
hlutur sjómanna er verulega
betri en landverkafólks. Það er
ekki óeðlilegt. En ætti hins veg-
ar að gera deiluna auðveldari
meðferðar.
Deilan hefur hins vegar ein-
kennst af stóryrtum yfírlýsing-
um og vinnulagi, sem betra
mætti vera. Hér eru mikilvægir
heildarhagsmunir í húfí, jafn-
hliða hagsmunum þeirra, er
takast á. Þess vegna er þess að
vænta að þeir, sem leiða báða
hópa, láti af þrasi en leiti skjótr-
ar lausnar.
Sviptingar framui
dönskum stj órnmí
eftir Ib Bjernbak
VÆNTA má þess, að árið, sem
nú er hafið, verði átakaár í
dönskum stjórnmálum, og kemur
þar hvort tveggja til gerð nýrra
kjarasamninga og þingkosning-
ar.
Kjarasamningaviðræður hefjast
núna strax í ársbyrjun, og er hætta
á verkföllum umtalsverð, bæði að
því er varðar opinbera starfsmenn
og ákveðna hópa launþega hjá
einkafyrirtækjum. T.d. er talið mjög
sennilegt, að til verkfalla komi hjá
dagblöðunum.
Opinberir starfsmenn, sem eru
um 800.000 að tölu, hafa gefið í
skyn, að þeir hyggist sækja fast
að fá bætt upp það, sem þeir telja
hafa hallað á sig allt frá árinu 1983.
Enginn vafi er á, að rauntekjur
hafa dregist saman, og opinberir
starfsmenn munu krefjast vísitölu-
tryggingar launa, svo að þeir
dragist ekki aftur úr á nýjan leik.
Frá 1. janúar sl. er vinnuvika
danskra launþega 39 tímar, og ein
af kröfunum í komandi kjarasamn-
ingum verður um, að 35 stunda
vinnuvika verði tekin upp í áföngum
á fáum árum.
Þegar lausn hefur verið fundin á
kjaramálunum undir vorið, ætti líf
að færast í hina pólitísku baráttu
í þingsölum.
Uppgjör megin-
fylkinganna
Fjárlögin fyrir þetta ár voru sam-
þykkt rétt fyrir jólahlé þingsins. Á
síðasta ári var greiðsluhallinn við
útlönd 33 milljarðar danskra króna.
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir, að
hallinn á þessu ári verði um 19
milljarðar króna.
Fjárlagaumræðurnar stóðu í sex
klukkutíma og með þeim hófst
kosningabaráttan, sem búist er við,
að verði allsheijaruppgjör milli fylk-
inganna tveggja í dönskum stjóm-
málum. Þar er annars vegar um
að ræða borgaraflokkana fíóra, sem
starfa saman í ríkisstjóminni,
ásamt Radikale venstre, sem styður
stefnu stjómarinnar í efnahagsmál-
unum, og hins vegar Jafnaðar-
mannaflokkinn og Sósíalska
þjóðarflokkinn.
Samstarf hefur haldist gott með
ríkisstjómarflokkunum allt frá upp-
hafi þess 1982. Og stuðningsflokk-
ur stjómarinnar, Det radikale
venstre, hefur gefíð skýrt til kynna,
að hann sé fylgjandi áframhaldandi
samstarfi við ríkisstjómina í því
skyni að koma efnahagsmálunum á
réttan kjöl. Og flokkurinn vill helst,
að Poul Schlúter forsætisráðherra
bíði til 1988 með að efna til kosn-
inga. Síðast var kosið til þings í
Danmörku 10. janúar 1984, og
þykir líklegt, að forsætisráðherrann
muni sæta lagi, þegar vel stendur
á fyrir ríkisstjóminni á þessu ári,
og fara fram á endumýjað umboð
kjósenda til næstu fjögurra ára.
Vinstrimeirihluti
Þegar Poul Schlúter tók við
valdataumunum árið 1982 eftir
uppgjöf jafnaðarmannastjómar
Ankers Jörgensens, þáverandi for-
sætisráðherra, vom ekki margir
trúaðir á, að stjóm borgaraflokk-
anna mundi endast ýkja lengi. En
það er ekki aðeins, að ríkisstjómar-
samstarfið hafi gengið vel, heldur
hefur fátt það rekið á fjörur Jafnað-
armannaflokksins, sem styrkt hafi
stöðu hans, frá því að Anker Jörg-
ensen varð að gefast upp.
Allar götur síðan hefur ríkt lát-
laus togstreita um forystu flokks-
ins. Anker Jörgensen er óumdeilan-
lega formaður, en stöðugt er rætt
um, hver verða eigi eftirmaður
hans. Þar hefur formaðurinn þó
ekki lagt orð í belg. Svend Auken,
fyrrum atvinnumálaráðherra, er
varaformaður flokksins, en honum
hefur ekki tekist að styrkja stöðu
sína innan foiystusveitarinnar. Eft-
ir hatrammar og langvinnar eijur
var skipt um ritara þingflokksins,
og fór Jytte Andersen frá í fússi.
Nú er það Ritt Bjerregaard, fyrram
ráðherra, sem stjómar daglegu
starfí þingflokksins með harðri
hendi. Rætt er um, að Svend Jak-
obsen, forseti þingsins, muni geta
orðið traustur leiðtogi og forsætis-
ráðherraefni, en það lætur ekki vel
í eyrum Ritt Bjerregaard og Svend
Auken.
Annað er það, sem ekki hefur
lánast hjá Jafnaðarmannaflokkn-
um, og það er að treysta stöðu sína
meðal kjósenda. í síðustu Gallup-
könnun fékk flokkurinn 31,2%
atkvæðanna, en fékk 31,6% í
síðustu þingkosningum.
Hins vegar er staða Sósíalska
Lj óðatónleikar
Margrét Gunnarsdóttir, píanóleikarí og Margrét Bóasdóttir, sópran-
Tónllst
Egill Friðleifsson
Gerðubergi, 6. janúar ’87.
Flyljendur: Margrét Bóasdóttir,
sópran, Margrét Gunnarsdóttir,
píanó.
Efnisskrá: Lög eftir Pál ísólfs-
son, Kerstin Jeppson, Þorkel
Sigurbjörnsson, E. Grieg, F.
Schubert, H. Wolf og G. Fauré.
Þær nöfnumar Margrét Bóas-
dóttir, sópransöngkona, og Margrét
Gunnarsdóttir, píanóleikari, efndu
til ljóðatónleika í Gerðubergi sl.
þriðjudagskvöld. Á efnisskránni
vora ljóðalög úr ýmsum áttum og
komu þær stöllur víða við. Margrét
Bóasdóttir hóf söngnám hjá Elísa-
betu Erlingsdóttur í Tónlistarskóla
Kópavogs og tók burtfararpróf vor-
ið 1975. Hún stundaði framhalds-
nám í Þýskalandi og lauk bæði
kennara- og einsöngsprófi og hefur
auk þess tekið þátt í ýmsum nám-
skeiðum. Af þessu má sjá að
Margrét er vel menntuð í listgrein
sinni, enda bára tónleikamir vott
um vönduð og fagmannleg vinnu-
brögð, þar sem hvergi var kastað
til höndunum. Rödd Margrétar er
ekki sérlega mikil, en blæfögur og
vel þjálfuð, þó efstu tónarnir geti
orðið dálítið sárir þegar sterkt er
sungið. Hún hefur ákaflega skýran
framburð og fraserar fallega. Svip-
brigðaríkt andlitið ásamt fumlaus-
um og hófstilltum hreyfíngum
undirstrika vel innihald textans.
Hún var örugg í framkomu og flutn-
ingur einkenndist af ákveðni en
ljúfmennsku um leið.
Ég man ekki eftir að hafa séð
Margréti Gunnarsdóttur á kons-
ertpallinum fyrr. Hún er ein af
mörgum ísfirðingum, sem Ragnar
H. Ragnar ól upp í tónlistarskólan-
um fyrir vestan. Hún stundaði síðan
nám í Reykjavík og Amsterdam og
söngkona.
lauk þaðan prófí 1984. Ekki verður
annað sagt en Margrét Gunnars-
dóttir hafí komist ágætavel frá
hlutverki sínu á þessum tónleikum.
Hún hefur fallegan áslátt, býr yfír
góðri tækni og studdi vel við bakið
á nöfnu sinni. Þær hófu tónleikana
með því að flytja þijá söngva úr
Ljóðaljóðum eftir Pál ísólfsson, en
forvitnilegt var að kynnast
„Kvinnosanger“ eftir Kerstin Jepp-
son. Hún er fædd í Svíþjóð 1948.
Formið er mjög knappt í lögum
hennar og laglínur „homóttar" en
þó er yfir þeim ljóðrænn þokki sem
lét vel í eyrum.
Við heyrðum og íjögur lög eftir
Þorkel Sigurbjömsson við ljóð Jóns
úr Vör úr „Þorpinu" og önnur fjög-
ur eftir E. Grieg, þar sem þær gerðu
hinu rismikla lagi „Med en Vand-
lilie“ sérlega góð skil. Meistari
Schubert var þama einnig til stað-
ar, ljúfur að vanda, sömuleiðis Hugo
Wolf, hæfilega glettinn. En söngvar
Gabriels Fauré búa yfír sérstökum
töfram með næmri hrynjandi og
fínlegum blæbrigðum. Lagið
„Aprés un réve" (eftir draum) er
perla, sem sannarlega skín skært
þegar vel er flutt. Það er ástæða
til að færa þeim Margrétum þakkir
fyrir ljóðræna kvöldstund í Gerðu-
bergi á þrettánda.