Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 46
46 ¦ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1987 MM ©1986 UnlWMl Pr«» SyndiOH ,> Éq l/e/'d ab borðduicurinn er óhreinn . Gleymdu því ekki, oð staÍJurinn erÞuínn ob vera. opinn sicfcxn 1963." ... það sem ég hef hugsað um. TM Rog. U.S. Pat Oll.-all righls reservtd 01986 Los Angeles Times Syndole Pabbi. Það er negri að , spyrja um þig. Ást mín tengist ekki peningunum þínum. Eigi að síður værir þú nú ekki sá sem þú ert ef þú ættir þá ekki. HÖGNI HREKKVÍSI Það verður ekki annað sagt en að nýársleikrit Sjónvarpsins „Líf til einhvers" hafi vakið mikla athygli. „Ein úr Ártúnsholti" telur það hafa verið „ekkert nema klám og algjörlega samhengislaust". Árið byrjar ekki vel hjá Ríkissjónvarpinu Ein úr Artúnsholti skrífar: Ekki virðist nýja árið ætla að byrja vel hjá Ríkissjónvarpinu. í fyrra var mjög gott áramótaball hjá Sjónvarpinu og bjóst maður nú við svona ámóta léttu og skemmtilegu balli sem átti að sjónvarpa beint frá Broadway. En það fór nú á annan veg og var fengin hundleiðinleg erlend hljómsveit með þung og leíð- inleg lög sem fáir kunnu að meta. Af hverju var ekki hægt að fá ein- hverjar íslenskar hljómsveitir? Nóg er nú til af þeim. Eg hef heyrt hjá mörgum að þeir hafi slökkt á sjón- varpinu eftir að hafa litið á áramótaskemmtunina. Ekki skán- aði það á nýársdag þegar ríkissjón- varpið frumsýndi leikritið Líf til einhvers eftir Nínu Björk Árnadótt- ur sem var ekkert nema klám og algjörlega samhengislaust. Því var ekki fengið eitthvað skemmtilegt efni sem allir hefðu getað horft á? Nú skora ég á Ríkissjónvarpið að bæta sig því annars fara allir að horfa á Stöð 2. SONGUR HJALMARS KJARTANS- SONAR STÓRKOSTLEGUR Ágústa Ágústsdóttir skrifan Við aftansöng í Fríkirkjunni í Reykjavík á aðfangadagskvöld söng Hjálmar Kjartansson, bassasöngv- ari, stólversið „Nóttin helga". Er skemmst frá því að segja, að þvílíkur afburðasöngur heyrist ekki oft hér í bæ. Þeir, sem skrifa um tónlist í blöð- in, spara sjaldnast stóru orðin. Varla líður sá dagur, að við lesum ekki um „frábæra", „stórkostlega" og „glæsilega" frammistöðu söngv- ara. Vissulega er svo mikið hrós misjafnlega vel verðskuldað og tek- ur þó steininn úr þegar skrif- finnarnir fara að ræða um „stórsöngvara" og „heimssöngv- ara". Slíkt oflof á varla við, þegar við miðum við góðan söng, eins og hann yerður bestur. Slíkan söng heyra íslendingar sjaldan, nema þá helst á erlendri grund, þótt þar sé auðvitað líka mikið um meðalsöng og vondan söng. Það fer ekki á milli mála, að nokkrir íslenskir söngvarar hafa af einhverjum ástæðum fengið nokk- urs konar einkarétt á þessum miklu hrósyrðum og virðist jafnvel gilda einu frammistaða þeirra. Hvar og hvenær sem þeir láta til sín heyra, er viðkvæðið jafnan hið sama: „Frá- bært", „stórkostlegt". Nú vill svo til að Hjálmar Kjart- ansson er söngvari af Guðs náð. Ég ætla því að leyfa mér að nota stóru orðin um söng hans í Fríkirkj- unni á aðfangadagskvöldið. Rödd hans er glæsileg og þróttmikil, tæknin frábær og flutningurinn all- ur stórkostlegur. Ég vona að við eigum eftir að heyra til hans sem mest og oftast. „slappa&u af.. hann vei?e>ur í Þurkkvi' i y/iKOJ" Víkverji skrifar Þegar fréttir bárust af því, að ætlunin væri að festa bók Umberto Eco, Nafn rósarinnar, á filmu, urðu margir lesendur henn- ar undrandi. Að öðrum þræði tekst höfundurinn á við flókin guð- fræðileg vandamál og lýsir hugmyndafræðilegum átakamál- um innan katólsku kirkjunnar. Efni að þessu tagi er ekki auð- velt viðfangs fyrir kvikmynda- gerðarmenn. Nú getum við séð það á tjaldinu í Háskólabíói, hvernig til hefur tekist. Er þar margt vel gert. f blaðinu International Herald Tríbune kemst Mark Hunter, kvikmyndagagnrýnandi, þannig að orði, að allir þeir, sem ekki hafi lesið bókina eftir Eco, hafi örugglega gaman að myndinni. Ekki er Víkverji sammála þessu. Fyrir þá, sem lesið hafa bókina, er forvitnilegt að sjá, hvernig Jean-Jacques Annaud dregur megindrættina á hvíta tjaldinu. Aherslurnar í kvikmyndinni eru allt aðrar en í bókinni. Hunter bendir á, að bókin fjalli um gildi trúarinnar á grimmd- artímum rannsóknaréttarins. A hinn bóginn sé kvikmyndin um ástir og holdlegar fýsnir, frá því að stigið er inn fyrir múra af- skekkst Benediktina-klaustursins í vetrargráum fjöllum Norður- ítalíu. Annaud kynnir okkur ekki fyrir hámenntuðum munkum heldur hópi af furðulegum körlum, sem sýna lostafulla tilburði. Hunter segir, að í mynd Annauds sé kirkj- an dauð og fólkið takist á um leifar hennar. Svo virðist sem Annaud hafí ekki haft þrek til að horfast í augu við þá staðreynd, sem Eco rökstuddi, að hinn raun- verulegi hryllingur í sambandi við rannsóknaréttinn hafí verið, að þeir, sem stjórnuðu honum, trúðu því, sem þeir voru að gera. Það er ánægjuleg breyting á starfsháttum kvikmyndahús- anna, hve fljótt þau fá nýjar myndir til sýninga. Gefur það bíó- ferð að sumu leyti nýtt gildi að geta skoðað myndir á sama tíma og unnt er að lesa um þær í erlend- um blöðum og tímaritum. Minnir það okkur einnig á, að þeir, sem rita um kvikmyndir í íslensk blöð eru ekki aðeins í samkeppni hver við annan heldur einnig erlenda gagnrýnendur. Kvikmyndaúrvalið í Reykjavík er áreiðanlega einsdæmi í veröld- inni. Margar milljónaborgir geta ekki státað af öðru eins. Með hlið- sjón af fjölda kvikmyndahúsa, fjölda sala, fjölda mynda, fjölda myndbandaleiga og fjölda mynd- banda hljótum við íslendingar að vera einhver filmuvæddasta þjóð í heimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.