Morgunblaðið - 23.01.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987
13
Greinargerð lögmanns Ragnars Kjartanssonar:
Utanaðkomandi saksókn-
ari væri ekki síður í þágu
embættis ríkissaksóknara
HÉR á eftir fer hluti bréfs þess
er Jón Magnússon, lögmaður
Ragnars Kjartanssonar, sendi
ríkissaksóknara og yfirlit nok-
kurra meginatriða að baki kröfu
um að ríkissaksóknari og emb-
ætti hans viki sæti í Hafskipsmál-
inu.
I bréfi sínu bendir Jón Magnús-
son m.a. á að ríkissaksóknari hafí
á sínum tíma tekið ákvarðanir um
málsmeðferð, kröfu um gæsluvarð-
hald og hafi mótað að öllu leyti
vinnubrögð við rannsóknina auk
þess sem hann hafi ítrekað gefið
mjög afdráttarlausar yfirlýsingar í
fjölmiðlum á hvernig rannsókn mið-
aði og fleira varðandi málið á fyrstu
stigum þess hjá RLR. Síðan segir
í bréfi lögmannsins:
„Af þessum sökum og fleirum
er það mat mitt, að það sé sjálfsagt
og eðlilegt að hvorki þér, herra
ríkissaksóknari, né nokkur annar
starfsmaður embættis yðar annist
um málið, en víki því sæti í málinu
en dómsmálaráðherra skipi annan
löghæfan mann til að fjalla um
það. Afskipti yðar af málinu á rann-
sóknarstigi eru svo afgerandi að
ég tel það mjög gagnrýnisvert, að
aðilar sem þér hafið skipunarvald
yfír annist málið á ákærustigi."
Greinargerð með kröfunni um
utanaðkomandi saksóknara í mál-
inu er svohljóðandi:
1. Hallvarður Einvarðsson var
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins
við upphaf rannsóknar Hafskips-
málsins og á meðan mestur þungi
var á rannsókn þess fram í júlímán-
uð er honum var veitt embgetti
ríkissaksóknara.
2. Hallvarður Einvarðsson mótaði
umdeild vinnubrögð er leiddu til
fjötdahandtöku, 20. maí sl. og
gæsluvarðhalds.
3. Hallvarður Einvarðsson hafði
forystu um að krafist var framleng-
ingar gæsluvarðhalds þeirra Björ-
gólfs Guðmundssonar og Ragnars
Kjartanssonar þann 11. júní sl. til
25. júní, í samræmi við upphafskr-
öfu RLR og þrátt fyrir að Hæstirétt-
ur hefði áður stytt hana um 2 vikur.
Höfðu skýrslutökur reynst óveru-
legar fyrstu daga gæsluvarðhalds-
ins og m.a. aðeins rætt við þá
Björgólf Guðmundsson og Ragnar
Kjartansson stuttlega í eitt skipti
fyrstu 14 daga varðhaldsins. Hæsti-
réttur hafnaði kröfu RLR og felldi
gæsluvarðhaldið úr gildi.
4. Hallvarður Einvarðsson hafði
neitað sakborningum að neyta
kosningaréttar en Hæstiréttur tók
á ný fram fyrir hendurnar á RLR
og sakadómi og tryggði sakbom-
ingum stjórnarskrárvemdaðan rétt
þeirra.
5. Hallvarður Einvarðsson gaf í
embættisnafni margvíslegar yfir-
lýsingar í fjölmiðlum, sem reyndust
mjög umdeildar og að hluta illskilj-
anlegar. Er talið að sumar þessara
yfirlýsinga brjóti í bága við þagnar-
skyidu opinberra starfsmanna. Sem
nokkur dæmi um fjölmiðlayfirlýs-
ingar Hallvarðs Einvarðssonar má
nefna:
5.1. Sjónvarpsviðtal við HE 20.
maí um handtökur og eðli meintra
brota.
5.2. Þjóðviljinn 21. maí — viðtal
við HE þar sem hann upplýsir m.a.
að nú fari fram rannsókn á því
hvort ástæða væri til frekari hand-
töku manna!
5.3. Viðtal á forsíðu Þjóðviljans 23.
maí: Fyrirsögn með tilvitnun í HE
„Hundruð milljóna — Auðgunarbrot
sem forráðamenn Hafskips hf. eru
grunaðir um nema hundruðum
milljóna króna“.
5.4. Tíminn 27. maí — viðtal við
HE með fyrirsögninni: „Rannsókn
styrkir grunsemdir".
5.5. Frétt á forsíðu Þjóðviljans 28.
maí þar sem m.a. er rætt við HE.
Fyrirsögn: „Endurskoðandi neitar".
I fréttinni segir af því að endurskoð-
andi Hafskips hf. neiti að hafa
skrifað undir tiltekin uppgjör Haf-
skips hf. Einnig segir að Björgólfur
Guðmundsson og Ragnar Kjartans-
son hafí fallið saman við yfírheyrsl-
ur og játningar streymi frá þeim.
Hvorugt reyndist rétt. Umfjöllun
um hvort endurskoðandi kannaðist
við undirritun sína fóru aldrei fram
og fréttin birtist áður en byijað var
að yfírheyra þá Björgólf og Ragnar.
5.6. Þjóðviljinn 11. júní — viðtal
við HE. Fyrirsögn: „Aukist að um-
fangi“. (Samdægurs kröfu um
framlengingu á gæsluvarðhaldi
Björgólfs Guðmundssonar og Ragn-
ars Kjartanssonar).
6. Undir stjóm Hallvarðs Ein-
varðssonar gaf embætti að auki
ýmsar yfirlýsingar opinberlega, sbr.
t.d. DV 27. maí, fyrirsögn: „Yfír-
heyrslur styrkja gruninn um
misferli" — segir Þórir Oddsson.
7. A meðan rannsókn stóð yfir
undir stjórn Hallvarðs Einvarðsson-
ar fengu ýmsir fjölmiðlar og fleiri
óviðkomandi aðilar trúnaðarupplýs-
ingar, sem óheimilt var að veita
þeim. Forsvarsaðilar RLR og/eða
starfsmenn embættisins hljóta því
að hafa með margvíslegum hætti
brotið í bága við þagnarskylduá-
kvæði og starfsskyldur opinberra
starfsmanna.
8. Handtökur og gæsluvarðhald
er framkvæmt 10 dögum fyrir kosn-
ingar. Vitað var að málið tengdist
beint og óbeint pólitískum aðilum
og ljóst að reynt yrði að gera það
að kosningamáli. Þá var hálft ár
liðið frá því að rannsókn á gjald-
þroti Hafskips hófst.
9. Hallvarður Einvarðsson lét
dómsmálaráðherra og forsætisráð-
herra í té skýrslur um málið en slíkt
samrýmist ekki þagnarskyldu þessa
embættismanns.
10. Á sama tíma og Hallvarður
Einvarðsson hafði forystu um að-
gerðir í Hafskipsrannsókninni, sat
fyrir svörum og deildi trúnaðar-
skýrslum til tiltekinna ráðherra, var
vitað að hann mundi sækja um
embætti ríkissaksóknara, sem
dómsmálaráðherra veitir.
11. Bent hefur verið á fjölmörg
gagnrýnisverð atriði í rannsóknar-
meðferð RLR undir stjóm Hallvarðs
Einvarðssonar þ.m.t. mörg atriði
sem munu bijóta í bága við lagafyr-
irmæli til. stofnunarinnar sem
rannsóknaraðila opinberra mála.
12. Til athugunar er að krefjast
opinberrar rannsóknar á rannsókn-
armeðferð Hafskipsmálsins, hjá
skiptarétti og RLR, og verði orðið
við þeirri beiðni, munu störf Hall-
varðs Éinvarðssonar sem og
annarra rannsóknaraðila verða til
opinberrar umfjöllunar.
13. Á síðara stigi verður farið í
mál við íslenska ríkið vegna mistaka
RLR og fleiri við rannsókn málsins.
14. Fyrrverandi rannsóknarlög-
reglustjóri getur hvorki talist
óvilhallur við mat á hugsanlegum
kærum eða endurupptöku á grund-
velli rannsóknar, sem hann sjálfur
stýrði að hálfu RLR.
Niðurlag
í 22. grein laga nr. 74/1974 er
kveðið á um að ríkissaksóknari víki
sæti, þegar hann er svo riðinn við
mál að hann mætti ekki gegna dóm-
arastörfum í því. Undir slíkum
kringumstæðum tekur vararíkis-
saksóknari við málinu eða annar
löghæfur maður. Mun það fara
nokkuð eftir því hversu mikið ríkis-
saksóknari er talinn viðriðinn mál
hvort vararíkissaksóknari tekur við
því eða löghæfur aðili utan embætt-
isins.
Leitað hefur verið umsagna
nokkurs fjölda löglærðra manna og
hafa þeir verið á einu máli að af-
skipti ríkissaksóknara af málinu sé
með þeim hætti að óumflýjanlegt
sé að skipaður verði utanaðkomandi
saksóknari til umQöllunar um mál-
ið.
Geti það ekki síður talist í þágu
embættis ríkissaksóknara en sak-
bominga í málinu.
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Akureyrarmótið í tvímenningi
hófst sl. þriðjudag með þátttöku
40 para sem er svipaður fjöldi og
í fyrra. Spilaður er barometer 3
spil milli para.
Staðan:
Símon I. Gunnarsson —
Jón Stefánsson 149
Magnús Aðalbjörnsson —
Gunnlaugur Guðmundsson 97
Árni Bjamason —
Kristinn Kristinsson 80
Anton Haraldsson —
Ævar Ármannsson 79
Arnar Jónsson —
Örlygur Örlygsson 75
Björgvin Leifsson —
Ormar Snæbjörnsson 65
Pétur Guðjónsson —
Frímann Frímannsson 53
Sigfús Aðalsteinsson —
Ragnar Gunnarsson 48
Sigfús Hreiðarson —
Kári Gíslason 46
Gunnar Berg —
Örn Einarsson 42
Meðalskor 0
Keppnisstjóri er Albert Sigurðs-
son og reiknimeistari er Margrét
Þórðardóttir.
Næstu umferðir verða spilaðar á
þriðjudaginn kemur í Félagsborg
kl. 19.30.
Bikarkeppni
Norðurlands
Átta sveitir eru eftir í bikar-
keppninni sem er útsláttarkeppni.
Dregið hefir verið í næstu umferð
sem þarf að vera lokið fyrir 15.
febrúar. Fyrrtaldar sveitir eiga
heimaleiki: Gunnlaugur Guðmunds-
son, Akureyri — Valtýr Jónasson,
Siglufirði, Ásgrímur Sigurbjöms-
son, Siglufirði — Hellusteypan hf.,
Akureyri, Haukur Harðarson, Ak-
ureyri — Steinar Jónsson, Siglufirði,
Reynir Pálsson, Fljótum — SS
Byggir, Akureyri.
Ljósmynd/Norðurmynd, Akureyri
Nýlega lauk Akureyrarmótinu í sveitakeppni með sigri sveitar Gunn-
laugs Guðmundssonar. Meðfylgjandi mynd er af sigursveitinni.
Aftari röð: Friðfinnur Gíslason og Magnús Aðalbjörnsson. Fremri
röð: Páll H. Jónsson og Gunnlaugur Guðmundsson.
Svæðamót Norðurlands
eystra
Svæðamót vegna undankeppni
Islandsmótsins í sveitakeppni fer
fram á Akureyri dagana 30., 31.
janúar og 1. febrúar nk. Tvær efstu
sveitirnar öðlast rétt til að spila í
undanúrslitum íslandsmótsins í
Reykjavík.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast Erni Einarssyni í síma
96-21058 eða Herði Blöndal í ;íma
96-23124 fyrir 26. janúar nk. Þátt-
tökugjald á sveit er 4000 krónur.
Spilað er um silfurstig.
Bridsdeild Rangæinga-
félagsins
Búnar eru 3 umferðir í aðal-
sveitakeppninni og er staða efstu
sveita þessi:
Sigurleifur Guðjónsson 72
Gunnar Helgason 69
Gunnar Guðmundsson 59
Lilja Halldórsdóttir 58
Loftur Þ. Pétursson 44
Spilað er í Ármúla 40 á miðviku-
dagskvöldum kl. 19.30.
Bridsfélag Breiðholts
Nú stendur yfir aðalsveitakeppni
félagsins með þátttöku 12 sveita.
Síðastliðinn þriðjudag var aðeins
spiluð ein umferð og var smá uppá-
koma í tilefni 10 ára afmælis
félagsins. Að þremur umferðum
loknum er röð efstu sveita þessi:
Steindórs Ingimundarsonar 55
Guðmundar Baldurssonar 55
Baldurs Bjartmarssonar 53
Burkna Dómaldssonar 48
Bergs Ingimundarsonar 46
Rafns Kristjánssonar 45
Næsta þriðjudag heldur keppnin
áfram. Spilað er í Gerðubergi kl.
19.30 stundvíslega.
Dagskrá um Snorra
Hjartarson í Gerðubergi
DAGSKRÁ, helguð Snorra
Hjartarsyni skáldi og fyrrver-
andi borgarbókaverði, fer fram
á vegum Borgarbókasafns i
Gerðubergi laugardaginn 24.
janúar kl. 16.00. Dagskráin er
opin öllum.
Umsjónarmaður þessarar dag-
skrár verður Páll Valsson,
bókmenntafræðingur, sem ræðir
um höfundarverk Snorra, ein-
kenni skáldskapar hans og þróun,
og lesið verður úr verkum skálds-
ins.
Snorri Hjartarson var meðal
fremstu ljóðskálda íslands. Fyrsta
Ijóðabók hans, Kvæði, kom út
1944 og átta árum síðar ljóðabók-
in Á Gnitaheiði. Síðar komu út
ljóðabækumar Lauf og stjörnur
(1966) og loks Hauströkkrið yfír
mér (1979). Fyrir þá bók hlaut
Snorri Hjartarson bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1981,
í sænskri þýðingu eftir Inge
Knutsson, Höstmörket över mig.
Ljóð Snorra komu einnig út á
norsku í þýðingu Ivars Orglands,
Lyng og krater (1968) og Höst-
skyming over mig (1981). Einnig
birtust þýðingar af Ijóðum hans í
ýmsum tímaritum og úrvalsljóð-
um á Norðurlöndum og eins hafa
þýðingar á ensku og rúmensku á
ljóðum hans verið birtar.
Snorri Hjartarson samdi eina
skáldsögu, Höjt flyver ravnen, á
norsku og kom hún út í Osló 1934,
en þar dvaldist hann við myndlist-
arnám sem og í Kaupmannahöfn.
Snorri Hjartarson varð bóka-
vörður við Bæjarbókasafn
Reykjavíkur, síðar Borgarbóka-
Snorri Hjartarson
safn, frá 1939 til 1943, er hann
varð yfirbókavörður og síðar
borgarbókavörður, uns hann lét
af störfum 1966.
Hann var heiðursfélagi Rithöf-
undasambands íslands og á 75
ára afmæli Háskóla íslands í októ-
ber sl. var Snorri kjörinn heiðurs-
doktor í íslenskum bókmenntum,
doctor litterarum Islandicarum
honoris causa.
Snorri Hjartarson lést 27. des-
ember 1986.
(Fréttatilkynning)