Morgunblaðið - 23.01.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 23.01.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Svíþjóð: Dagblöð krefjast afsagnar Holmers Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morcrunbladsins. FJÖLMÖRG dagblöð í Svíþjóð kröfðust þess í gær að Hans Holmer, sem farið hefur með rannsókn morðsins á Olof Palme, segði af sér. Sænskir lögmenn sögðu í gær að óhjákvæmilegt væri að stjórnmálamenn hefðu framvegis aukin áhrif á rann- sókn málsins. Nú þykir ljóst að kúrdi einn sem kvaðst hafa keypt byssu af sömu gerð og notuð var við tilræðið sagði ósatt. Claes Zeime saksóknari telur að með þessu hafi Holmer glatað einu mikilvægasta vitni sínu í mál- inu. Lögreglan er engu nær um lausn morðgátunnar. Morðvopnið hefur enn ekki fundist og þrátt fyrir ítar- lega rannsókn hafa engar vísbend- ingar komið fram um hvar byssan var keypt. Yfirmenn rannsóknar- innar vildu í gær ekki tjá sig um stöðu málsins. Sænsk dagblöð hafa gagnrýnt rannsókn málsins harð- lega og erlendir ijölmiðlar hafa einnig farið neikvæðum orðum um frammistöðu lögreglunnar. Orð- rómur er á kreiki um að Holmer verði brátt látinn víkja. Hans Goran Franck, sem hélt uppi málsvörn fyrir einn kúrdanna sem handteknir voru á þriðjudag, sagði í gær að stjómmálamenn myndu vafalaust hafa aukin af- skipti af rannsókn málsins. Annar lögfræðingur kvaðst telja að hand- tökur kúrdanna hefðu skaðað ímynd sænskra stjórnvalda og að ráðamenn myndu ekki láta það átölulaust. Austur-Evrópa: Orkuskortur vegna kulda Bonn, Sófíu, Austur-Berlín, Reuter. Austur-Þjóðveijar munu kaupa tvöfalt meira af kolum frá Vest- ur-Þýskalandi á þessu ári en í fyrra, að sögn embættismanna í Bonn. I ríkjum Austur-Evrópu ríkir víða orkuskortur vegna kuldanna að undanförnu. Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi hafa þegar pantað 500.000 tonn af kolum frá Vestur-Þýskalandi en ríkin höfðu áður samið um sölu á 200.000 tonnum af kolum á ári hveiju fram til 1990. Skýrt var frá því í Búlgaríu í gær að 260 bæir og borgir hefðu að undanförnu verið án rafmagns vegna þess að fannfergi og stormar hefðu slitið niður rafmagnslínur. BTA, hin opinbera fréttastofa Búlg- aríu, sagði að unnið væri að viðgerð- um og að tekist hefði að halda uppi miðlun raforku til allra helstu borga landsins. I Rúmeníu ríkir einnig orkuskort- ur vegna gífurlegs fannfergis að undaförnu. Skautsigá blaða- mannafundi Budd Dwyer, féhirðir Pen- sylvaníu-fylkis, framdi sjálfs- morð á blaðamannafundi i Harrisburg í gær. Dwyer hafði verið ákærður um að hafa þeg- ið mútur og var búist við að hann myndi tilkynna um afsögn sina á fundinum. Eftir að hann hafði haldið langa og fremur ruglingslega ræðu, dró hann skyndilega fram skammbyssu og ráðlagði viðstöddum að forða sér. Því næst bar hann vopnið að vörum sér og hleypti af. Dwyer lést skömmu síðar í sjúkrahúsi. Ecuador: Reuter Falklandseyjar: Bretar óttast ekki fisk- veiðar Argentínumanna London, AP. TALSMAÐUR bresku ríkis- sljórnarinnar sagðist í gær ekki óttast að Argentínumenn myndu neita að viðurkenna fiskveiðilög- sögu í nágrenni Falklandseyja þegar hún tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Timothy Eggar, aðstoðarutanrík- isráðherra stjómarinnar, sagði vamarmálanefnd neðri málstofu breska þingsins að ekkert hefði komið fram sem benti til að Arg- entínumenn myndu óvirða ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stunda veiðar innan lögsögunnar. í október á síðasta ári ákváðu Bretar að lýsa yfir 200 mílna fisk- veiðilögsögu umhverfis Falklands- eyjar. Auk þess var lýst yfir 150 mílna vemdarsvæði og munu físki- skip þurfa að afla sér heimildar til að stunda veiðar þar. Að sögn Egg- ars hafa fjölmörg ríki þegar tryggt sér fískveiðiréttindi innan vemdar- svæðisins. Argentínumenn hafa fullyrt að fískveiðilögsagan nái yfír hluta landhelgi þeirra. Að sögn Timothys Eggar eru ekki fyrirhugaðar við- ræður milli stjóma Argentínu og Bretlands. Hann kvað Breta reiðu- búna til viðræðna en bætti við að ekki kæmi til greina að ræða yfír- ráð Breta yfír Falklandseyjum. I nágrenni Falklandseyja eru óvenju fengsæl fiskimið. Undanfar- in 150 ár hafa Argentínumenn krafíst yfírráða yfir eyjunum og árið 1982 hertóku hersveitir þeirra þær. Bretar hröktu Argentínumenn frá eyjunum eftir harðvítug átök, Forsetinn neitar að segja af sér sem stóðu í rúma tvo mánuði. Ríkin hafa enn ekki tekið upp stjóm- málasamband sökum þessa. Quito,Ecuador,AP, SAMÞYKKT var í þinginu í Ecu- ador í gær að beina þeim tilmælum til forseta landsins, Leon Febres Cordero, að hann afsalaði sér embætti. Andstæðingar stjómarinnar, sem eru í meirihluta í þinginu, fluttu tillöguna á þeirri forsendu að það væri hag landsins fyrir bestu að forsetinn færi frá. Febres Cordero, sem er harður íhaldsmað- ur, sagðist hins vegar munu virða tilmæli þingsins að vettugi og hann mundi ekki afsala sér embætti fyr en í lok fjögurra ára kjörtímabils, sem rennur út í ágúst 1988. Hefur stjómarandstaðan nú jafnvel í hyggju að ákæra Febres Cordero fyrir landráð, misnotkun valds og brot á ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Róstursamt hefur verið í þinginu undanfarna daga og hefur forseti þingsins, Andres Vallejo, oftsinnis orðið að gera hlé á þinghaldi, vegna hávaða og láta í þingmönn- um sem hafa jafnvel leiðst útí slagsmál. NM í skák í Þórshöfn Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚUM 1100 skákfélaga og segist hafa orðið var við mikinn skákklúbba hefur verið boðin þátttaka í Norðurlandameistara- mótinu í skák, sem fram fer í Færeyjum 12.-23. júlí nk. Á fyrri mótum hafa skákmennimir yfir- leitt verið um 2-300 en þar sem hægt er að tilkynna þátttöku fram til 1. júní er ekki vitað enn hve margir þeir verða að þessu sinni. Forseti Norræna skáksambands- ins, Færeyingurinn Hanus Joensen, áhuga á mótinu meðal skákmanna á Norðurlöndum en það verður haldið í Norræna húsinu og í Útvarpshúsinu í Þórshöfn. Teflt verður í fímm flokk- um. Norðurlandameistaramótið í skák er haldið annað hvert ár, síðast í Noregi og þá sigraði Norðmaðurinn Simon Agdestein. Ef margar konur verða meðal þátttakenda verður 6. flokknum, kvennaflokki, bætt við. Er heiti Kyrrahafsstraum- urinn að sækja í sig veðrið? Veldur meiriháttar veðrabreytingum um allan heim Washington. AP. HEITUR straumur, sem stundum skýtur upp kollinum í Kyrra- hafi sunnanverðu, einkum vestur af Suður-Ameríkuströnd, virðist nú vera að sækja í sig veðrið á nýjan leik. Fylgja þessu fyrir- brigði miklar veðrabreytingar víða um heim og flestar slæmar. í Perú og öðrum Suður-A- meríkuríkjum kallast þessi straumur „E1 Nino", bamið eða Jesúbamið, vegna þess, að oft verður hans fyrst vart um jólaley- tið. Hann hefur þó engan fagnað- arboðskap í för með sér, öðru nær. í Suður-Ameríku bregst fiskaflinn, í Bandaríkjunum veld- ur hann miklu fannfergi, í Afríku herðir á þurrkunum og þar sem annars ætti að vera sólskin og sunnanþeyr steypist regnið ofan úr loftinu. „E1 Nino er ekki nærri eins sterkur og fyrir fjórum ámm og ólíklegt, að afleiðingamar verði jafn alvarlegar og 1982 og ’83,“ sagði Vern Kousky, veðurfræð- ingur við veðurfræðistofnunina í Washington, en á þriðjudag skýrði bandaríska haf- og veðurfræði- stofnunin frá því, að breytingam- ar á ástandi sjávar næðu nú þvert yfir Kyrrahafíð og „líktust því ástandi, sem ríkir meðan straum- urinn er að ná sér á strik“. Ifyrstu ummerkin um E1 Nino eru þau, að yfirborðshiti sjávar og. loftþiýstingur yfír Kyrrahafí vex. Vita vísindamenn ekki hvað veldur þessum breytingum en þær hafa meiriháttar áhrif á veðurfar- ið um allan heim. í yfírborðslögum sjávar er hitinn nú 1-2 gráðum meiri en venjulega og veldur það auknum lofthita, auknu loftupp- streymi og vestlægum vindum, sem beina heita straumnum í austurátt. Þær veðurfarsbreytingar, sem nú þegar má rekja til E1 Nino, em m.a., að minna hefur rignt en venjulega í Indónesíu, Filipps- eyjum, Nýju Gíneu og Norður- Astralíu en þess í stað hefur úrkoman færst út á mitt Kyrra- haf. Við Mexíkóflóa og í Suðaust- urríkjum Bandaríkjanna er tíðin nú vætusamari en hún annars er á þessum árstíma en í Norðaust- urríkjunum og í Alaska leikur veðrið við fólk og fénað. E1 Nino lætur yfirleitt á sér kræla á tveggja til sjö ára fresti en fyrr á tímum fylgdu straumn- um minni veðursveiflur en nú virðist raunin á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.