Morgunblaðið - 23.01.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 23.01.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 „ Aubu'itcé ráku þeir piQ I þú -Pórst þuert yfir b'ilostae2>i2». ást er... . .. að bíða eftir sambandi. TM Reo. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ®19B4 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Hann vildi hafa einfalda athöfn, en hún vildi að það yrði brúðkaup aldarinnar. Orð skulu standa Oft hefir þessi setning komið í hugann og verður áleitnari með ári hverju. Nú þarf allt að skjalfesta. Og þótt orð standist ekki í munni margra virðist það ekki hafa mikil áhrif á huga þeirra og samviskubit er að verða útlægt úr hugskoti. Ekki er þetta til bóta íslensku þjóðlífi. En staðreyndum verður ekki komist hjá. Alvöruleysi loforða færist í vöxt og ávextir láta ekki á sér standa. Alls konar óreiða eykst og ósannsögli hefir ekki við að hlaða um þau múra. En sem betur fer kemur sannleikur stundum fram, þótt fjötra eigi. Nauðungarupp- boðum fjölgar, stefnukröfum einn- >g, og deginum í dag er erfitt að treysta. Um ráðamenn þjóðarinnar vex sú fullyrðing í munni hugsun- arlítilla einstaklinga að þeim sé í engu að treysta. Helgustu vé þjóð- félagsins, hjónaböndin, eru í vörn og þau loforð sem gefín eru, í alltof mörgum tilfellum, gleymd um leið og gefín eru. Skyldur manna við samfélagið flúnar og lítilsvirtar og það sanna best öll þau skattsvik sem við blasa, þar sem fólk hefír samvisku til að svíkja, ekki einung- is undan sköttum heldur samborg- arana, sem verða þá að axla í viðbót þær byrðar sem hinir svikust um að bera með meðbræðrum sínum. Og svona má endalaust upp telja. Og er þá nema von að fyrirsögn þessa litla pistils verði manni um- hugsunarefni. A mestu velmegunartíð í þjóðlíf- inu á efnislega sviðinu hækka erlendar skuldir, fjárlög eru með miklum halla og sem á ef til vill eftir að aukast ef vissar forsendur standast ekki. Ekki er fylgst með rekstri fyrirtækja né hvað þau gera utan við eðlilegan rekstur og þegar eyðslan stoppar er rætt um rekstr- arvanda, rekstrargrundvöllur ekki til. Ríkið (þ.e. þegnamir) verði að bjarga. En gætt minna að tildrög- unum. Gjaldþrot fyrirtækja eru sjaldan krufin til mergjar né ábyrgð þeirra sem að vinna lítið skoðuð. Aldrei hafa jafn mörg gjaldþrot verið birt í Lögbirtingablaði og á sl. ári. Og er nema von að upp komi sú hugsun hvort þar hafi ver- ið staðið við töluð orð og hveiju megi treysta í meðferð fjár. Eyðsla bæði fyrirtækja og almennings, eyðsla sem ekki þjónar neinu gagni heldur þvert á móti, er mörgum hugsandi manni áhyggjuefni. Það er talað um að ýmsu þurfi að breyta í þjóðfélaginu. Stöðva þá alvarlegu þróun landsbyggðarflóttans sem aldrei hefir verið meiri og hrika- legri en nú. Fólkið flykkist í Qöl- mennið og þá lítið hugsað um hvort þar sé meira og betra atvinnulíf. En glaumurinn og skemmtanir eiga að bæta upp. En á þetta allt sem ég hefi upp talið ekki fyrst og fremst uppsprettu í því að orð standa ekki og kæruleysið og mis- ferlið er í fararbroddi? Er ekki komið að því, að það sem þarf að vekja á ný til sóknar er að breyta og bæta hugarfarið? Gott hugarfar er uppspretta hollra þjóð- hátta, uppspretta betra mannlífs. Tekst ráðamönnum það og okkur öllum leið? A því veltur allt. Einn frá Stykkishólmi Þj óðaratkvæðagreiðsla um fjölda þingmanna Ingimundur Sæmundsson skrifar: Ekki er von að vel fari. Bændur fá 105 kr. og 40 aura fyrir kílóið Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaldega þykir ástæða til að beina því til Iesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir iiggja hér í dálkunum. af folaldakjöti en það er selt út úr búð á 637 kr. kílóið, og þó vilja ráðamenn okkar fækka bændum og leggja fallegar sveitir í eyði. Ekki meira um það núna. Svo finnst mér alltof margir þingmenn taka mið af öðrum þjóð- um. Ég vil að það verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um fjölda þingmanna því þjóðin velur þing- mennina og þeir eiga ekki sjálfir að ráða fjölda sínum. Ég er á því að það sé hægt að fækka þeim um 15. Það þarf að minnsta kosti ekki að fjölga þeim. Enda myndi þá spar- ast byggingarkostnaður við stór- hýsið, nýja þinghúsið við Austurvöll. Þá mætti nota þessa upphæð, sem myndi sparast við fækkun þingmanna og ríkiskassinn hefði ekki þörf fyrir, til að hækka laun meinatækna, sjúkraþjálfara og sjúkraliða á sjúkrahúsunum. Það þarf að hlynna að þeim stéttum sem vilja annast sjúka. Leikrit til einhvers Nú er ég svo aldeilis yfir mig hlessa. Ég get bara engan veg- inn skilið, hvað leikritið „Líf til einhvers" hefur veist fólki tor- melt. Persónulega finnst mér þetta langbesta leikrit sem ég hef fengið að upplifa í langan tíma. Klám, eins og ég skynja merkingu þess orðs, var ég alls ekki vör við. Þarna var verið að tjá ákveðnar tilfinningar og upp- lifanir sem fólk í dag ætti svo ósköp vel að kannast við af sjálfu sér eða umhverfinu. Frá- bær leikstjóm, klipping, leikur og vel valin tjáningarform gera manni kleift að skilja eða skynja hvert einasta augnablik allt leik- ritið út í gegn. Maður horfir ekki á svona listaverk með sama hugarfari og á Dallas. Til hamingju Kristín og Nína! Anna HÖGNI HREKKVÍSI BEIOC." Víkverji skrifar Slys á litlum flugvélum eru alltof tíð hér á Íslandi. Enn einu sinni hefur hörmulegt slys orðið og ung- ur maður farizt. Hvað veldur þessum ósköpum? Hvað veldur þessum endurteknu slysum á smá- flugvélum? Þetta er orðið svo alvarlegt mál, að hinn almenni borgari hlýtur að spyija sjálfan sig , hvort nokkurt vit sé í því að stíga upp í litla flugvél og fljúga milli staða hér, sérstaklega að vetrarlagi. Við heyrum oft sagt, að það sé öruggara að fljúga í litlum flugvél- um en að aka í bíl. Það getur vel verið að það sé hægt að færa ein- hver töluleg rök fyrir slíkum staðhæfíngum. En þau breyta engu um það, að fólk hlýtur að missa alla öryggistilfínningu fyrir því að ferðast með smáflugvélum vegna þessara tíðu slysa. Hvað veldur? Eru flugvélamar, sem eru keyptar hingað til lands gamlar og Iélegar? Yfírleitt eru þetta notaðar vélar, sem hingað koma. Fara menn aftur og aftur af stað í tvísýnu veðri? Þetta getur ekki verið einleikið. Ierlendum blöðum er nú rætt tölu- vert um aldur Reagans, Banda- ríkjaforseta. Koma þessar umræður í kjölfar blaðaskrifa um Iransmálið svonefnda. Talað er um, að forset- inn sé orðinn of gamall til þess að gegna svo viðamiklu embætti. I sumum blöðum er sagt, að hann komi ekki lengur fyrir sig fólki, sem hann ætti að öðru jöfnu að þekkja. Öldungadeildarþingmenn, sem eiga fundi með honum segja, að hann svari spuymingum, sem þeir bera fram meira og minna út í hött. Öllum slíkum skrifum ber að taka með fyrirvara. Lesandinn veit ekki, hvemig þau em tilkomin eða hvað að baki liggur. Hitt er víst, að það var hvorki gamall né elliær maður, sem flutti ræðuna á Keflavíkurflug- velli yfir bandarískum hermönnum, skömmu eftir að leiðtogafundinum lauk í október. Þvert á móti var þar á ferð kraftmikill stjómmálamaður. Þeir, sem sáu Reagan fljótlega eft- ir að síðasta fundinum lauk í Höfða töldu að forsetinn sýndi veruleg þreytumerki. Þau voru hins vegar ekki siáanleg ó fundinum á Keflavíkurflugvelli. Aldur stjómmálamanna í áhrifa- stöðum er viðkvæmt mál. Það var ekki fyrr en áratugum eftir að Winston Churchill lét af embætti forsætisráðherra Bretlands að fréttir fóru að birtast um, að síðustu mánuðina í embætti hefði hann verið orðinn elliær. Umræður um aldur Reagans og heilsufar vekja áhyggjur á Vesturlöndum. í þessu mikla embætti má lítið út af bera án þess að illa fari, eins og dæmin sanna. XXX Iviðskiptalífinu tala menn um, að verulegur hagnaður hafi orðið af rekstri margra stórra fyrirtækja á síðasta ári. Þar kemur margt til sögunnar þ.á.m. olíuverðlækkun. Þó ber mönnum saman um, að eitt skipti sköpum: stórminnkandi verð- bólga og stöðugt gengi hafi gjör- breytt öllum viðhorfum í atvinnu- rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.