Morgunblaðið - 05.02.1987, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.1987, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5- RKBRÚAR 1987 -I "14 * Islenskur jarðfræðingur í París Langaði tílað rannsaka ál „íslenskir jarðfræðingar eru fáir en eljusamir“, stendur í bók eftir Claude Allégre. Hann er franskur jarðfræðingur í fremstu röð og á sl. ári fékk hann mestu viðurkenningu er vísindamanni á hans sviði getur hlotnast, Crafoord-verðlaunin. Nágranni minn hafði lánað mér þessa bók, því ég vildi kynna mér rannsóknarsvið Claude Allégre áður en ég hitti einn af samstarfsmönnum hans. Það er íslenskur jarðfræðingur, dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, og ég átti eftir að sjá að hún er einmitt, af mikilli eljusemi, búin að ná langt á sínu sviði á stuttum tíma. Eg er nú sestur inn á vistlegt heimili Kristínar Völu í miðbæ heimsborgarinnar og hef viðtalið. — Hvaðan kemur þér jarð- fræðiáhuginn? „Ég hafði ætlað mér að læra læknisfræði og var búin að skrá mig í hana. En um sumarið fór ég að starfa hjá Guðmundi Jónassyni sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn. Ég kynntist hálendinu og varð að lesa mér mikið til í jarð- fræði, sem mér hafði þótt frekar leiðinleg grein í menntaskóla. Þetta sumar fékk ég hugboð um að það gæti verið spennandi að læra jarð- fræði, og þegar ferðunum lauk, tveimur dögum áður en kennsla skyldi hefjast, fór ég í Þórsmörk til að íhuga í ró og næði hvort fag- ið að ég ætti að leggja fyrir mig. Jarðfræðin varð ofan á og ég lauk BS-prófi frá Háskóla íslands um vorið 1979. Seinasta veturinn hafði ég aðallega verið að vinna að lokaverkefni mínu, sem var að kort- leggja Fagraskógarfjall í Hítardal í Mýrarsýslu og svo byrjaði ég líka á svokölluðu ijórða árs verkefni um jarðhitakerfið á Svartsengi á Reykjanesi." — Kortlagning? Var ekki löngu búið að kortleggja allt landið? „Jú, en þetta var nákvæmt jarð- fræðikort sem ég var að búa til þama. Markmiðið var að gera sem gleggsta grein fyrir þvi hvaða jarð- lög mynda fjallið. Þetta var gífur- lega stórt verkefni sem ég tók mér fyrir hendur og ég var í heilt sumar að safna gögnum því svæðið sem ég kannaði var yfír hundrað ferkíló- metrar. Ég þurfti að brölta upp í hvert einasta gil til að greina í sund- ur jarðlögin og athuga hvemig þau lágu um fjallið. Um haustið tók úrvinnslan við en að lokum gat ég gert grein fyrir lagskiptingu fjalls- ins.“ Náttúruleg tilraunastöð „Næsta verkefnið var að rann- saka jarðhitasvæðið á Svartsengi á Reykjanesi. Ég var nánar tiltekið að efnagreina bæði bergið og vatn- ið í því. Það hafði alltaf verið talið að það væri efnafræðilegt jafnvægi milli jarðhitavatns og bergsins sem það leikur um. Ég var fyrst til að sýna að svo er. Til þess var ég að tileinka mér svokallaðar efna- varmafræðilegar aðferðir. Það má líkja jarðhitakerfíð við efnaverksmiðju, því vatnið og berg- ið hafa efnafræðileg áhrif hvort á annað. Vegna þess að hinar mis- munandi steindir, sem bergið samanstendur af, leysast upp við ólík hitastig, en hægt að nota þessa vitneskju um stöðug efnahvörf milli bergsins og jarðvatnsins til að ákvarða botnhitastig vatnsins. Þetta hefur hagnýtt gildi, því það getur sagt fyrir um hitastig vatns- ins áður en borað er. í jarðhitakerfínu við Svartsengi er 70% sjór en aðeins 30% gmnn- vatn. Nú vill svo til að verið er að rannsaka jarðhitakerfi neðansjávar, en þau fundust ekki fyrr en fyrir nokkmm ámm. Þau þykja mjög merkileg, m.a. vegna þess að þar má fínna fjölskrúðugt líf á miklu dýpi, þar á meðal örvemr sem byggja sinn orkubúskap á því að að láta brennistein ganga í samband við súrefni, en hjá flestum lífverum er það kol sem þjónar því hlut- verki. Sumir telja að fyrsta lífíð á jörðinni hafí einmitt verið svona. Eins em þessi neðansjávaijarð- hitakerfí athyglisverð vegna þess að það er. upphitaður sjór sem vell- ur upp úr þeim, en sjórinn hefur tekið ýmsum efnafræðilegum breyt- ingum á leið sinni um jarðhitakerfíð. Neðansjávar er nánast ómögulegt að kanna efnasamsetningu jarð- hitavatnsins, en við emm svo lánsöm að hafa borholuna í Svarts- engi. Þannig getum við komist að framhaldsnáminu. Ég vildi vinna með efnavarmafræði, gera tilraunir og rannsaka hvernig ál hegðar sér í vatni. Öllum þótti auðvitað mjög fyndið að ég skyldi vilja rannsaka ál vegna þess að faðir minn er Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL. En í rauninni er ál afskapleg skemmtilegt viðfangsefni fyrirjarð- fræðinga. I jarðskorpunni er mikið af áli og flestar steindir innihalda eitthvað af því. Hins vegar leysist ál illa upp í vatni en hlýtur samt að gera það því við finnum ál í ýmsum holufyllingum í bergi, en slíkar holufyllingar myndast við úrfellingu þegar gmnnvatn seytlar um bergið. Doktorsverkefni mitt við North- westem University í Chicago í' Bandaríkjunum var þríþætt. Ég hélt áfram með verkefnið um Svartsengi. Svo gerði ég tilraunir með uppleysanleika kvarz. Kvarz- magnið í jarðhitavatninu segir manni til um botnhitastig vatnsins. Ég betmmbætti aðferðina til að ákvarða hitastigið með því að taka þrýstinginn inn í dæmið. Aðferð mín er talsvert nákvæmari en sú sem var áður notuð. Þriðji hluti doktorsverkefnisins var svo um uppleysanleika kómndum, en sú steind inniheldur einmitt mikið af áli. Ég birti niðurstöður mínar jafn- óðum í virtum vísindaritum þ.e. í staðinn fyrir að semja doktorsrit- gerð eins og tíðkast venjulega, lagði ég fram þijár vísindagreinar. Þetta var mjög óvenjulegt í mínum skóla og einn prófessorinn í dómnefndinni vildi helst ekki samþykkja þetta. Nú er raunin sú að næstum allir skila doktorsverkefni sínu í þessu formi. Á þessum ámm kynntist ég manninum mínum, en hann er jarð- fræðiprófessor við háskólann þar sem ég lærði. Hann er breskur, heitir Bemard Wood og er „heims- frægur" jarðfræðingur á sínu sviði; hann var ekki nema 27 ára gamall þegar hann skrifaði kennslubók í efnavarmafræði, sem ég las meðan ég var enn í Háskóla Islands." Mengað grunnvatn — Hvað tók svo við að námi loknu? „Ég varði doktorsverkefnið 1984 og þremur mánuðum seinna eignuð- umst við lítinn dreng, Tómas. Ég Kristín Vala Ragnarsdótir ásamt tveggja ára syni sínum, Tómasi. Siðan myndin var tekin hefur bæst við dóttir, sem fæddist rétt fyr- ir áramót. því hvaða áhrif jarðhiti hefur haft á núverandi efnasamsetningu sjáv- ar. Að þessu leyti má segja að Svartsengi sé náttúruleg tilrauna- stöð.“ Langaði til að rannsaka ál „Ég hafði mjög ákveðnar skoðan- ir á því hvað ég vildi taka fyrir í Ufandijörð Rabbað við franska jarðfræðinginn Claude Allégre Ég sit á skrifstofu Claude All- égre, sem nýlega hlaut æðstu verðlaun sem veitt eru í jarðfræði. Á veggjunum hanga gervitungla- myndir af jörðinni, kort af hafsbotni, myndir af stjarnkerfum. í einu homi hangir kort af íslandi. Allégre hefur fallist á að spjalla við mig stutta stund þrátt fyrir miklar annir. Hann hefur tafíst. Vafalaust hefur hann verið á fundi, e.t.v. um jarðfræði en alveg eins hefði hann getað ve- rið um stjómmál því þessi virti vísindamaður er líka kunnur fyrir afskipti sín af stjómmálum. Hann er æskuvinur og áhrifamikill ráð- gjafí Lionel Jospin, leiðtoga Sósíal- istaflokksins, sem fór með völd hér í Frakklandi frá 1981 þar til í mars á þessu ári. Nú er Allégre sestur fyrir framan mig og það er best að byija strax því eftir stutta stund verður hann rokinn aftur út, í þetta sinn til að hlýða á doktorsvöm eins nemanda síns. „Fyrir hvað fékkst þú Cra- foord-verðlaunin?“ „Það var fyrir að hafa beitt að- ferðum kjameðlisfræðinnar til að skýra jarðfræðileg fyrirbæri. Ég hef notað vitneskjuna um það að ákveðnar frumeindir breytast í aðr- ar vegna geislunar og það á ákveðnum tíma til að auka og dýpka þekkingu okkar á myndun og þróun jarðarinnar. Þetta er hin svokallaða ísótópajarðfræði. Eins hef ég feng- ist við jarðefnafræði sem gegnir sívaxandi hlutverki innan jarðvís- inda á sama hátt og lífefnafræðin innan líffræðinnar." Af lestri bóka þinna að dæma virðist þú líta á jarðfræði í mjög viðu samhengi?" „Já, það er nauðsynlegt að hugsa um jörðina sem heild. Hún er reiki- stjama eins og aðrar reikistjömur og að mörgu leyti má lílqa henni’ við lifandi veru. Hún fæddist, er í sífelldri þróun og mun deyja, eins og lífverur, og hún er álíka flókið kerfí og þær. Munurinn er sá að við getum fylgst með öllu æviskeiði venjulegrar lífvem en jörðin er nú orðin 4,5 milljarða ára gömul og er enn spræk. Þess vegna er isótópa- jarðfræðin svo mikilvæg því hún gerir okkur kleift að komast að því hvemig efnasamsetning jarðar var stuttu eftir að hún myndaðist." „Þú hefur kort af íslandi uppi á vegg. Hefur ísland einhveija sérstöðu í hugum jarðfræðinga?‘k „ísland er ákaflega merkilegt við- fangsefni fyrir jarðfræðinga. Þar kemur tvennt til, annars vegar eru þar plötumót ofansjávar og því er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.