Morgunblaðið - 05.02.1987, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987
17
Öryggisnámskeið sjómanna
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
„Kvennalistinn er einn
um það íslenskra
stjórnmálaafla að setja
málefni kvenna í önd-
vegi, málefni allra
kvenna yngri sem eldri,
heimavinnandi sem úti-
vinnandi.“
aðstæðum sem konur búa við. Þau
leiðrétta ekki launamisréttið, rétta
ekki hag húsmæðra, byggja ekki
dagvistarheimili eða lengja fæðing-
arorlof svo eitthvað sé nefnt af því
sem raunverulega skiptir máli fyrir
konur. Kvennalistinn var einn um
það á Alþingi að vera ekki sam-
mála tillögu Hjörleifs Guttormsson-
ar um víðtæka könnun á
kynjamisréttinu vegna þess að við
vitum að hægt er að svæfa öll mál
með tímafrekum könnunum og að
ekki vantar upplýsinga heldur að-
gerðir. Kvennalistinn er einn um
það að hafa lagt til á Alþingi að
gagngert endurmat fari fram á
störfum kvenna og Kvennalistinn
var einn um það að snúast öndverð-
ur gegn þeim kjarasamningum sem
gerðir voru í febrúar á sl. ári, þar
sem fólki voru skömmtuð laun sem
ekki var hægt að lifa af. Kvennalist-
inn er einn um það að hafa alfarið
hafnað stóriðju sem vænlegum kosti
í íslenskum atvinnumálum, var einn
um það á Alþingi að mótmæla
byggingu kísilmálmverksmiðju við
Reyðarfjörð. Sú verksmiðja hefur
þegar kostað okkur 130 milljónir
króna og er fjarri því nú en áður
að rísa. Og á meðan Alþýðubanda-
lagið kyijar „ísland úr NATO,
herinn burt“ bendir Kvennalistinn
á að friður er forsenda lífs á jörð-
inni, að lífið sé konum nákomið og
því sé þeim skylt að snýast gegn
öllu sem fái grandað því.
Þannig mætti áfram telja, af
mörgu er að taka, en kjami málsins
er vitaskuld sá að pólitík Kvenna-
listans byggir á hugmyndum sem
önnur pólitík hér á landi byggir
ekki á. Að okkur viti snýst pólitík
ekki eingöngu um máleftii eins og
formaður Alþýðubandalagsins stað-
hæfir í sunnudagsskrifum sínum í
Þjóðviljanum, hún snýst ekki síður
um hugmyndir og gildismat, hug-
sjónir og réttlæti.
Virðingarleysi við
konur og hugmyndir
Það er einmitt á gmndvelli þessa
viðingarleysis við hugmyndir og
gildi í stjómmálum sem menn stað-
hæfa jaftit á vegum Morgunblaðsins
sem Þjóðviljans að nú sé ekki leng-
ur þörf á Kvennalista, konur em
nú komnar í „sæmileg vonarsæti"
hjá stjómmálaflokkunum og
Kvennalistinn „skemmir" bara fyrir
þeim. Skiptir engu máli fyrir hvaða
hugmyndir þessar konur standa?
Með sömu rökum má segja að allir
karlamir sem em í framboði
„skemmi" bara hver fyrir öðmm
eða skiptir heldur engu máli fyrir
hvaða hugmyndir þeir standa?
Vitaskuld skiptir það máli og
vitaskuld skiptir það einnig máli
fyrir hvaða hugmyndir konur
standa í stjómmálum. Röksemdir
leiðarahöfunda og annarra sem
hafa úttalað sig í þessa vera sýnir
í rauninni ekki annað en virðingar-
leysi fyrir skoðunum og hugmynd-
um kvenna hveijar sem þær
skoðanir og hugmyndir kunna að
vera. Þær sýna einnig að í nauðum
grípa menn til þess gamla karlaráðs
að deila og drottna með því að reyna
að etja konum saman.
„Kvennalistinn verður að svara
vel“ segir leiðarahöfundur Þjóðvilj-
ans. „Kvennalistinn getur kannski
réttlætt framboð sitt í þingkosning-
unum 1983, sem sérstaka aðgerð
til að vekja athygli á baráttunni
fyrir jafnrétti kynjanna. En þau rök
duga ekki lengur...“ segir Stak-
steinahöfúndur Morgunblaðsins.
Hvemig væri að stjómmálaflokk-
amir fæm nú að svara vel og
réttlæta framboð sín með rökum
sem duga? Er ekki kominn tími til?
Auðvitað em þessi skrif leiðara-
höfunda og Staksteina ekkert
annað en óforskammaður hofmóður
í garð kvenna og um hann geta
annars andstæð stjómmálaöfl
greinilega sameinast. Þennan hof-
móð kannast konur vel við, til
höfuðs honum er Kvennalistinn
m.a. stofnaður og á meðan þessi
afstaða til kvenna er við lýði mun
Kvennalistinn áfram starfa.
Höfundur er ein afþingkonum
Kvennalistana.
eftir Guðmund
Haraldsson
Dagana 20. til 23. janúar síðast-
liðinn, að báðum dögum meðtöld-
um, var haldið eitt af mörgum
björgunar- og öryggisnámskeiðum,
sem haldin hafa verið á vegum
Slysavamafélags íslands. Þar sem
ég var einn af þeim tuttugu sem
komust að á þessu námskeiði, lang-
ar mig að hafa nokkur orð um ágæti
þessa námskeiða. Fyrst vil ég nefna
kennslu um lífgun úr dauðadái. Þó
svo að flestir okkar sem á nám-
skeiðinu vom hafi eflaust fengið
tilsögn og jafnvel æfingu í lífgun
úr dauðadái áður, gleymast þessir
hlutir furðu fljótt. Kennt var hjarta-
hnoð og blástursaðferð á þartilgerð-
um dúkkum og gátu menn séð
árangurinn á línuriti.
Kennd var meðferð og notkun á
hinum ýmsu gerðum slökkvitækja,
með tilliti til eðli þeirra elda sem
„Vil ég þakka forsvars-
mönnum Slysavarnafé-
lagsins, sem standa að
þessum námskeiðum,
fyrir mjög svo lær-
dómsríkt námskeið.“
upp kunna að koma um borð í skip-
um. Þá var kennsla og æftng í
reykköfun. Vom menn látnir kafa
reykfyllt skip og leita manna sem
hugsanlega kynnu að vera meðvit-
undarlausir í reykfullu skipinu og
koma þeim út. Reyndist þetta hin
mesta þolraun.
Þá var kynnt meðferð og notkun
á flestum þeim björgunartækjum
sem völ er á um borð í skipum. Að
lokum var farið á æfíngu í notkun
flotgalla, notkun og meðferð
gúmmíbjörgunarbáta og björgun
úr sjávarháska með þyrlu. Reynd-
ust flotgallamir frábærlega vel og
veitir það okkur sjómönnum mikla
öryggiskennd að setja á þessa galla
í íslensk skip á þessu ári. Er ég
sannfærður um að þessir gallar eiga
eftir að bjarga mörgum mannslíf-
um, því eins og við vitum, hafa
flestir íslenskir sjómenn sem farist
hafa, látist úr kulda og vosbúð. En
þessir gallar em ekki bara vatns-
þéttir, heldur einnig mjög vel
einangraðir.
Vil ég þakka forsvarsmönnum
Slysavarnaféalgsins, sem standa að
þessum námskeiðum, fyrir mjög svo
lærdómsríkt námskeið.
Að lokum vil ég geta þess, að
Slysavamafélagið ber allan kostnað
af þessum námskeiðum, sem þó em
nokkuð kostnaðarsöm. Skora ég því
á útgerðimar og ekki síst trygg-
ingafélögin að styrkja Slysavama-
félagið í þessum námskeiðum.
VIÐURKENND VÉL ROTAX 503
Lengsta beltið 397 cm. (á lið aftast)
Breiðasta beltið 41 cm.
Innifalið í verði: Rafstart (aukalega 18.000.-)
Innifalið í verði: Afturábakgír (aukalega 32.000.-)
Innifalið í verði: 2 gírar áfram, hár og lágur (aukalega 40.000. -)
Til afgreiðslu strax.
Verð 388.000.-
GÍSLIJÓNSSON & CO. HF.
Sundaborg 11. Sími 686644.
ÞO GERR VftRT BETH KAUPl
Verð MAZDA bíla hefur hlutfallslega
aldrei verið lægra en núna. Verðlauna-
bíllinn MAZDA 626 1.6L 4 dyra
Sedan LX kostar nú aðeins 467 þús-
und krónur.
Örfáir bílar til afgreiðslu úr síðustu
sendingu, sem er nýkomin til
landsins. Tryggið ykkur því bíl strax.
Opið laugardaga frá kl. 1 - 5.
BILABORG HF
SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-S9