Morgunblaðið - 05.02.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 05.02.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1987 Tískusýning kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna Kasko skemmtir til kl. 1. HÓTEL ESJU HRINGDU og fáðu áakriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta SÍMINN ER 691140 „Auglýsinga- síminn er 2 24 80 í kvöld sýnir dansflokkur JSB „The UfO", frumsamið atriði fyrir EVRÓPU. Hinr. vel þekkti enski danshöfundur JaeK^Guftl| samdi dansinn. —» * Bandaríski songvarinn Forrest er nú kom- inn til tandsins í Qórða skipti og skemmtir í EVRÓPU í kvöld. Forrest sló í gegn fyrir nokkrum árum með laginu „Rock the Boar og hefur hann notió mikilia vínsælda í EVRÓPU. C AÍ £ Auk Porrests Ííemur fram. Hún lagði Evró sumar er hún gerði vinsælt. sóngkonan Justine pu að fótum sei s.l. lagið „Hurt by You Allir í EVRÓPU — aUtaf. spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Skattamál Hér á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 virka daga og borið upp spruningar um skattamál. Morgunblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskattstjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. Sameiginlegt eða sér framtal? Albert Magnússon spyr: Við hjónin höfum sjálfstæðan atvinnurekstur, einfaldan þó, því að við flytjum inn eina vöru- tegund og pökkum henni. Að auki hef ég talsvert miklar húsaleigutekjur. Á síðasta ári var ég að mestu óvinnufær sök- um sjúkleika þótt það hefði ekki bein áhrif á tekjur heimilis- ins. í framhaldi af þessu vil ég spyija hvort ekki sé hag- kvæmara að við hjónin teljum fram í sitt hvoru lagi í stað þess að telja fram sameiginlega eins og við höfum gert hingað til og skipta t.d. með okkur þannig að ég telji fram leigu- tekjumar, vaxtatekjur og vaxtagjöld, en atvinnurekstur- inn verði talinn fram á eigin- konuna? Svar: 1. Hjón, sem samvistum eru, skulu telja fram launatekjur sínar hvort í sínu lagi. Frá þess- um tekjum skal síðan draga frádrátt skv. A- og C-liðum 1. mgr. 30. gr., svo og D-lið 1. mgr. þeirrar greinar eða fastan frádrátt skv. 2. mgr. sömu greinar velji hjónin þá frádrátt- arreglu. Eiginmaður telur fram tekjur og frádrátt á 2. síðu skattframtalsins en eiginkonan á 3. síðunni. Sé um að ræða hreinar tekjur af eignaleigu, sbr. C-lið 7. gr. skattalaganna, þá skal telja þær til tekna hjá því hjóna sem hefur hærri hreinar tekjur sam- kvæmt tölulið 1 hér að framan. Á skattframtalið ber að færa þetta undir lið T-IO'. 3. Hreinar tekjur (þegar tillit hef- ur verið tekið til reiknaðs endurgjalds) af atvinnurekstri, sbr. B-lið 7. gr. skattalaganna, skal telja hjá því hjóna sem stendur fyrir rekstrinum. Starfi hjón sameiginlega að atvinnu- rekstrinum skal skipta hreinum tekjum af rekstri í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig og telja til tekna hjá hvoru hjóna. Launþeginn ber ábyrgð Sveinn Ágústsson spyr: Ef atvinnurekandi hefur ekki sent frá sér launaseðla til þeirra, sem hann hefur greitt laun á árinu fyrir 10. febrúar, hvaða rétt hefur launþeginn í því sambandi ef hann telur ekki fram rétta upphæð á skattframtalið? Svar: Launþeginn ber ábyrgð á því að rétt launafjárhæð komi á skattframtal hans. Það fírrir launþegann ekki ábyrgð hafi atvinnurekandi ekki sent inn launamiða eða að launamiði berist eftir að framtalsfresti lýkur. Kvennalistinn: Fundaröð um klám KVENNALISTINN efnir til um- ræðna um klám í laugardags- kaffi í Kvennahúsinu á Hótel Vik. Helga Siguijónsdóttir opn- aði umræðuna síðastliðinn laugardag og verður framhald þeirrar umræðu laugardaginn 7. febrúar. í fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir að það sé löngu tímabært að hefja umræðu um klám og vekja athygli á því hugarfari og þeirri kvenfyrirlitningu sem kemur fram í klámi svo og tengsl klámiðn- aðarins við ofbeldi og kynferðislega misnotkun á konum og bömum. í urr.ræðunum næstkomandi laugardag verður sýnt myndband um klám á Norðurlöndum sem norsk baráttukona gegn klámi, Unni Rustad, lét gera. Þar kemur m.a. fram að klám er þriðji stærsti iðnaðurinn í Danmörku, en árið 1983 vom seldar þar 5 milljónir klámblaða. Laugardagskaffí Kvennalistans verða á Hótel Vík næstu laugar- daga klukkan 14.00 og em allir velkomnir. SUPERAPEX Kaupmannahöfn...............kr. 10.950,- Gautaborg...................kr. 10.950,- Osló........................kr. 10.730,- Bergen......................kr. 10.730,- Stokkhólmur.................kr. 13.410,- Luxemborg...................kr. 10.950,- Sala á Super Apex flugfargjöldum hefst hjá okkur í dag. Takmarkað sætaframboð, pantið því tímanlega. Umboó a Islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL (motvm HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.