Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 27
'fsfrí ííAÍJÍtÖS^ A r Btlí> *.<ii(lA* föHt túiiöh MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 27 Sovétríkin: Kjarnorkuvopnatil- raunir hefiast að nýiu Moskvu. Reuter. AP. ** V V SOVÉSK stjórnvöld hafa á prjón- hafa fyrirskipað bandarískum unum að hefja kjarnorkuvopna- vísindamönnum að fjarlægja eft- tilraunir innan fárra daga og irlitsbúnað í nágrenni aðaltil- Sigríður Ella syngur í BBC St. Andrews. Frá Guðraundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir, eða „Sirry Ella Magnus“, eins og hún var kynnt í BBC-sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld, söng í þætti Lugiano Pavarotti, Masterclass. Hún söng eina aríu úr Orpheusi og Eurydice eftir Gluck. Fjórir söngvarar komu fram í þessum þætti, sem er byggður upp eins og kennslustund hjá Pavarotti. Hver söngvari syngur eitt lag, og Pavarotti geric athugasemdir við túlkun eða tækni. Auk Sigríðar Ellu komu fram Judith Howardh sópran, Gill Begley tenór og Ant- hony Michaels-Moore baritón. Meistarinn sagðist ekki geta gert margar athugasemdir við söng Sig- ríðar Ellu, hún hefði sungið mjög vel. En eitt túlkunaratriði nefiidi hann þó og bað hana að breyta áherslum á einum stað. Hún söng síðan aftur kaflann sem við átti. Fyrir íslensk eyru söng hún alveg eins og engill. Reuter. Andy Warhollátinn ANDY Warhol, hinn frægi popplistarmaður, lést á sunnudag á sjúkrahúsi í New York. Hann hafði gengist undir uppskurð á gallblöðru á laugardag, en fékk síðan hjartaáfall snemma á sunnu- dagsmorgun og var ekki hægt að bjarga lífi hans. Warhol, sem var sonur tékkneskra innflytjenda, var u.þ.b. 58 ára gamall og hafði öðlast viðurkenningu um allan heim fyrir verk sín er hann lést. Skoðanakönnun í Danmörku: Flestir óttast að hætta sé á kjamorkustyrjöld Kaupmannahöfn. AP. FLESTIR Danir hafa áhyggjur af, að kjarnorkustríð geti brotist út, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var á sunnudag. Af 900 aðspurðum voru 73% uggandi um, að þessi hætta væri til staðar og var uggurinn meira áberandi í eldri aldurshópunum en hinum yngri. Skoðanakönnun þessi, sem er hin fyrsta sinnar tegundar í Danmörku, var unnin í Kaupmannahafnar- háskóla og birt í dagblaðinu Politi- ken. i Aðspurðir skiptust í tvo álíka stóra hópa, er spurt var hvort risa- veldanna væri líklegra til að hefja kjarnorkustyijöld. Þó að 70% aðspurðra styddu NATO, sem Danmörk gerðist aðili að 1949, var meira en helmingur þeirra ósáttur við fráfælingarstefnu bandalagsins. 54% aðspurðra voru nokkuð eða alveg sannfærðir um, að Bandaríkin tækju þátt í vörnum Danmerkur, ef Sovétríkin gerðu árás á landið, en 36% voru ekki eins vissir í sinni sök. Samkvæmt gildandi samningi NATO-landanna senda Bretland og Bandaríkin hersveitir til Danmerk- ur, ef til ófriðar kemur við Varsjár- bandalagslöndin. raunasvæðis Sovétmanna í Norður-Kazakhstan. Þetta verða fyrstu tilraunir Sov- étmanna með kjarnorkuvopn frá því í ágúst 1985, er þeir hófu einhliða frestun á tilraununum. Frestunin var svo framlengd fjórum sinnum og rann síðast út 1. janúar sl. Ekki er vitað, hvenær tilraunim- ar hefjast, en bandarísku vísinda- mönnunum var skipað að halda sig frá staðnum í a.m.k. þrjá daga. Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, sagði í gær að Sovétmenn myndu hætta tilraunum um leið og Banda- ríkjamenn hættu sínum tilraunum. Austur-Þýzkaland: Tveir menn f lýja MQnchen, Reuter, AP. TVEIMUR Austur-Þjóðveijum mannanna er 18 ára en hlnn 20. tókst að flýja til Vestur-Þýzka- Austur-þýzkir landamæraverð- lands i gær. Höfðu þeir brugðið ir urðu varir við ferðir mannanna, yfir sig hvitum ábreiðum til að er viðvörunarkerfið á landamær- sjást siður i hvítum snjónum, unum fór af stað, en sáu mennina er þeir fóru yfir hættusvæðið ekki, þar sem þeir runnu alveg á landamærum ríkjanna. Annar saman víð hvítt landslagið. Afgreiðslufrestur 3gO «i "J yiKUr í stað 2.-3. mánaða Pökkunarsérfræðingur Plastprents er öllum þeim til ráðgjafar er auka vilja hagkvæmni og þróa pökk- unaraðferðir. Minni birgðakostnaður — aukið öryggi Plastprent framleiðir áprentaða og óáprentaða poka til lofttæmingar. Afgreiðslufrestur er aðeins 3-5 vikur og lágmarkspöntunarmagn lægra en þekkst hefur. Pökkunaraðferð framtíðaiinnar Lofttæming eykur geymsluþol og verðmæti stórlega og þeim framleiðendum fjölgar stöðugt er nota lofttæmdar umbúðir til að styrkja markaðsstöðu sína. Brautrydjandi á sviði pökkunar Plastprent hf. Höfðabakka 9,sími 685600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.