Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1987 kampinn og vissu með sjálfum sér að dagurinn yrði þeim góður. Þótt okkur finnist á stundum lestargangur tímans rétt silast úr stað eru þessi ár þó eins og örskots- sund sé litið til baka. En það eru samferðamennirnir sem gáfu þeim mest gildi og Pétur var þar með 'þeim fremstu í flokki. Hæverska, glaðværð og kímni, svo og fas hans allt, voru með þeim hætti að gott var að vera í návist hans. Og nú, þegar hann horfinn í húm næturinn- ar, er gott að hafa það í huga, að eftir hverja nótt kemur nýr dagur með nýjum vonum og fyrirheitum. Við kveðjum Pétur vin okkar og þökkum honum samfylgdina. Ilmur gærdagsins býr enn í vitum okkar gáski þinn rennur saman við trega okkar hlátur þinn bergmál í hugum vina þar sem óljós mynd þín hverfist í myrkan skugga. (Rúnar Ármann Arthursson) Fyrir hönd sundlaugafélaga, Torfi Jónsson. Pétur Ólafsson foringi „Vaskra" er fallinn. Hann barðist eins og hetja uns yfir lauk. Ég fylgdist með baráttunni síðustu mánuðina, leit stundum inn til hans á Borgarspítal- ann á kvöldin á leiðinni heim frá vinnu. Sat ég því oftast einn hjá honum í ró og næði og rabbaði við hann um lífið og tilveruna og liðnar samverustundir. Við rifjuðum upp, hvernig fund- um okkar bar fyrst saman. Hann ásamt nokkrum „Vöskum" kom til mín út í íþróttahús háskólans, sem ég hafði nýtekið við af vini okkar, Benedikt Jakobssyni, sem hafði lát- ist fyrr á árinu (1967) langt um aldur fram. Ég hafði ekki hitt Pétur áður, þótt ég vissi hver hann var, þar sem ég hafði kennt tveim sona hans, afbragðspiltum, í MR. Hann var nú kominn þarna á minn fund sem tilmæli frá rektor, Ármanni Snævarr, um það, að hann og félagar hans fengju að halda leikfimistímunum sínum á þriðju- dögum og föstudögum, en þeir höfðu frétt, að ég ætlaði að taka tímana undir leikfimi fyrir stúd- enta. Sagði Pétur, að þeir væru einnig gamlir stúdentar, sem hefðu fylgt húsinu alveg frá því það var byggt 1948. Var þeim félögum greinilega mikið niðri fyrir og var eins og ég væri að slíta úr þeim hjartað með því að taka af þeim tímana. Lét ég undan, þótt mér væri það þvert um geð. Man ég hvað ég hreifst af þessum glæsilega manni, Pétri, sem var sannkallaður foringi í allri framgöngu, og líkast- ur sjálfum Clark Gable, þeim mikla „sjarmör" og kvikmyndastjörnu. Ég átti ekki eftir að sjá eftir því að hafa látið í minni pokann, því hópurinn reyndist með eindæmum skemmtilegur og samheldinn. Fylgdu þeir „foringjanum" í öllu sem einn maður. Fóru þeir saman í fjöru og tíndu skelfisk, sem þeir steiktu svo á hlóðum á staðnum við mikinn fögnuð, sögn og leiki, svo sem reiptog og naglaboðhlaup. Gengu einnig m.a. á Hengil og um Hellisheiði hvernig sem viðraði, „með nesti við bogann og bikarinn með", og nutu lífsins fram í fingur- góma. Ekki síður nutu þeir sín í fínum veislum, þar sem konurnar voru með. Þá geislaði af foringjan- um, sem var hrókur alls fagnaðar, gæddur fágætri kurteisi og háttvísi og höfðinglegri framkomu svo að af bar. Ein var sú skemmtun, sem þeim var hvað kærust, þorrablótin. Sýnir best samheldni „Vaskra" og virð- ingu fyrir foringja sínum, að ekki kom til mála að blóta þorra að hon- um fjarverandi, fárveikum á spítala. Flutti ég honum þær fréttir rétt rúmri viku áður en hann andaðist. Þá hafði bráð svo af honum eftir svæfingar og uppskurði, sem fæstir hefðu lifað af í hans sporum, að hann gat talað við mig eins og ekk- ert hefði í skorist. Fann ég þá glöggt, að hann vissi, að hverju stefndi, jafnvel þótt hann segðist mundu komast heim eftir mánuð og einn dag, því hann bað mig að skila bestu kveðjum til allra vina sinna og kunningja. Þykir mér vænt um að geta komið þeim kveðj- um hans á framfæri hér. Styttra var í „heimkomuna" en Pétur hafði grunað, því aðeins leið vika og einn dagur frá því við töluð- um saman, að hann var allur. Veit ég, að vel hefur verið tekið á móti þessum ljúfa og góða manni. Og eitt er víst, að margir munu sakna hans og óska honum fararheilla og þakka fyrir samfylgdina. Sárt þykir mér að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn vegna stuttrar ferð- ar, sem ég þurfti að takast á hendur. En ég þykist viss um, að vaskir öldungar muni heiðra for- ingja sinn með því að bera hann á höndum sér til hinstu hvílu. Elskulegum börnum Péturs og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkyeðjur. Valdimar Örnólf sson Skarð er fyrir skildi. Fallinn er Pétur Ólafsson, oftast kenndur við ísafold. Við Vaskir öldungar höfum um áratuga skeið lotið forustu hans og forsjá. Tvisvar í viku höfum við komið saman svo lengi sem elstu menn muna, og fengið bót streitu hversdagslífsins og frí frá amstrinu við æfingar í íþróttahúsi Háskólans við Suðurgötu. Sá sem bezt stundaði þessa iðju var auðvitað foringinn sjálfur, Pétur Ólafsson. Auk þessa missti hann aldrei úr dag frá sundlaugunum og gönguferðir á Esju var svo uppbót á þetta allt. Hélt hann þessu áfram meðan heilsa og kraftar leyfðu, sem var í stíl við hugsanagang hans og hetjuskap og oft umfram kannske það sem deigari menn hefðu gert. Pétur var heimsmaður, alinn upp í menningarlegu andrúmslofti sem aldrei fyrntist. Honum var eiginlegt að gleðjast með glöðum og nutum við félagar hans þess á þorrablótum okkar og öðrum skemmtunum. Þar kom bezt í ljós hans eðlislæga heimsmennska og ljúflyndi. Vaskir öldungar sakna vinar, þegar þeir kveðja Pétur Ólafsson. Vaskir öldungar Kveðja frá stjórn Germaníu Á þriðja og fjórða áratug þessar- ar aldar Iá leið allmargra stúdenta sem lögðu stund á nám í hagfræði til Þýskalands. Ýmsir þeirra stund- uðu fræðin við háskólann í Kiel og gerðust málsmetandi menn á ýms- um sviðum þegar heim var komið. Einn þeirra var Pétur Ólafsson, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Hann lauk prófi við Christian Albrechts Universitát í Kiel árið 1934. Á námsárum batt Pétur tryggða- bönd við Þýskaland. Hann lagði sig síðan ávallt fram við að endurgjalda þá þekkingu er hann varð aðnjót- andi á námsárum sínum. Hann var m.a. einn í hópi þeirra, sem að lokn- um hildarleik seinni heimsstyrjald- arinnar, tóku höndum saman og sendu að gjöf fatnað og lýsi til þurfandi hagfræðistúdenta við Kiel- arháskóla. Undirritaður, sem stundaði nám í Kiel um 10—15 árum eftir að þessar gjafasendingar áttu sér stað, varð vitni að því hversu einstaklega höfðinglegar þessar gjafir þóttu. Þessa vinar- bragðs á erfiðum tfmum nutu síðar íslenskir námsmenn við háskólann á einn eða annan hátt. Pétur Ólafsson var meðal þeirra sem þátt tóku í endurreisn þýsk- íslenska vináttufélagsins Germaníu í byrjun sjötta áratugarins. Lagði hann fljótlega hönd á plóginn við útgáfu árbókar á vegum félagsins. Var sú útgáfustarfsemi undanfari sameiginlegrar útgáfu árbókar, sem enn er við lýði á vegum Germ- aníu og vináttufélaganna í Köln og Hamborg. Þessar bækur geyma margvíslegan fróðleik um menning- artengsl Islands og Þýskalands. Árið 1958 tók Pétur sæti í stjórn Germaníu og átti þar sæti til dánar- dags. Hann var formaður félagsins 1970—1971 og varaformaður alla tíð síðan. Pétur var kjölfesta í fé- lagsstarfinu. Hann lagði af mörkum fórnfúst starf, var með afbrigðum úrræðagóður og var fljótur að leysa af hendi vandasöm verkefni sem vöfðust fyrir öðrum. Fyrir mörgum árum var hann sæmdur heiðurs- merki, Bundesverdienstkreuz, fyrir störf sín í þágu vináttutengsla Sam- bandslýðveldisins Þýskalands og íslands. Hann var heiðursfélagi Germaníu. Pétur Ólafsson hafði á sér yfir- bragð heimsborgarans, hressilegur í viðmóti, en bar með sér þann virðuleika í fasi og útliti, svo sem ætt hans stóð til. Hann var þó innst inni fremur hlédrægur maður og frábitinn því að halda sjálfum sér á lofti. Það var alltaf einstaklega gott til hans að leita þegar vandi steðjaði að í félagsstarfinu. Síðustu mánuði var ljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Yrði manni það á að leiða tal að því var hann fljótur til að eyða slíku og beina umræðunni að þeim verkefn- um, sem vinna þurfti. Við lok síðasta árs var það fastmælum bundið að við hittumst fljótlega í byrjun þessa árs til að ræða sameig- inleg áhugamál. Af því varð ekki, því að nokkrum dögum seinna lagð- ist hann inn í sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Fyrir hönd stjórnar Germaníu og vafalaust fjölmargra félagsmanna er Pétri að leiðarlokum þakkað af heilum hug frábært og ánægjulegt samstarf. Börnum hans og öðrum vandamönnum flytjum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Péturs Ólafs- sonar. Þorvarður Alfonsson JUMJk^Y ivc/IIðLLL kortasíma -. -Símakortin fástá Póst- og símstöðvum og líka þar sem kortasímsmlr eru. • HÁSKÓU ÍSLANDS - Árnagarður - Hugvísindahús - Félagsstofnun stúdenta - Nýi Garður - Gamli Garður • BORGARSPÍTALINN - Grensásdeild • LANDSPÍTALINN - Móttaka • LANDAKOTSSPÍTALI • PÓSTUR OG SÍMI -Landssímahúsinu v/Austurvöll • HÓTEL LOFTLEIÐIR - Móttaka 'PWWBPWBW^ • HJUKRUNARHEIMÍLI REYKJAVÍKUR • S.Á.Á - Vogi - Sogni - Staðarfelli • VÍFILSSTAÐASPÍTALI • VERSLUNARSKÓLINN - Ofanleiti 1 • B.S.Í. • KAFFIVAGNINN - Grandagarði 10 • FLUGLEIÐIR - Innanlandsflug • S.V.R. - Hlemmi - Lækjartorgi • HVANNEYRI • HVERAGERÐI -Heilsuhæli.NLFÍ • ÓLAFSVÍK - Hótel Nes • AKRANES - Sjúkrahúsið - Fjölbrauta- skólinn • VESTMANNAEYJAR - Vinnslustöðin - Fiskiðjan - ísfélagið PÖST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Gefur gott samband! H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.