Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.02.1987, Blaðsíða 60
STERKTKQRT ÞRBÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Grindavík: Hrungnir GK 50 kom til Grindavíkur fimmtiu mínútum eftir óhappið. Hér er verið að bera Val Guðmundsson frá borði en hann var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að meiðslum á hægra fæti hans. Morgunblaðið/Kr.Ben. „Hugsunin um konuna o g börn- in jók mér þrek“ — sagði Valur Guðmundsson sem bjarg- aðist eftir að hann tók út af netabát Grindavík. „ÉG VAR töluverðan tíma f kafi og fór djúpt bæði með fótinn og vinstri höndina flækta í draslinu. Mest var ég hræddur við að lenda í skrúfunni þegar ég barst aftur með bátnum enda fann ég þytinn af henni,“ sagði Valur Guðmundsson háseti á netabátnum Hrungni GK 50 frá Grindavík við fréttaritara Morgunblaðsins, en Val tók út með baujufæri þegar verið var að leggja eina netatrossuna í gær grunnt út af Krísuvíkurbergi. Valur var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík þar sem gert var að meiðslum hans. Hann sagði svo frá atburðinum: „Við vorum að leggja trossuna og stóð ég aftur við lúguna til að henda út færahönkinni. Skyndilega kippir í fótinn á mér og hentist ég með færinu upp að netagatinu. Ég hafði ekki tekið eftir því að bauju- bandið hafði aulast utan um fótinn á mér. Ég reyndi að losa mig en þá tók svo fast í að ég hélt að fóturinn ætlaði að slitna af mér. Strákamir urðu skelkaðir og náði einn í hníf rétt hjá og ætlaði að skera á. Ég þorði ekki að bíða því allt skeði mjög snöggt og fleygði mér fyrir borð í þeirri von að það yrði mér til bjargar. Ég var það lengi í kafí að þeirri örvæntingarhugsun skaut að mér að þetta væri mitt síðasta. Ég saup sjó og fann þrekið íjara út er ég gerði tilraunir til að losna úr drasl- inu. Mér varð þá hugsað til konunnar minnar og bamanna og fannst mér þrekið aukast við það. Mér tókst. að einbeita mér að ná slaka sem ég losnaði síðan úr. Ég kom upp nokkuð frá bátnum og reyndi að synda en gallinn og stígvélin drógu mig niður. Ólafur skipstjóri henti til mín lausum bjarghring sem alltaf liggur klár í brúnni ef slíkt kemur fyrir. Hringurinn fauk frá mér og missti ég af honum enda máttlítill á sund- inu. Skipsfélagar mínir hentu þá öðrum í bandi sem mér tókst að ná á sundi. Ég var dreginn að báts- hliðinni mjög þrekaður og hægri fóturinn alveg dauður. Markúsametið var síðan látið síga niður til mín og tókst mér að krækja mér í það,“ sagði Valur og bætti við að á þeim 19 ámm sem hann hefði verið til sjós hefði þetta verið í fyrsta skiptið sem hann færi fyrir borð. „Ég reikna með að fara strax á sjóinn aftur þegar ég verð góður í fætinum. Hann er mjög marinn og eitthvað er slitið, en ég er óbrot- inn,“ sagði Valur að lokum.' — Kr.Ben. Ný bankamálanefnd: Endurbætur á skipulagí og starfsháttum ríkisbanka Úttekt á útibúa- og afgreiðslukerfi Landsbanka og Búnaðarbanka Matthías Bjamason, ráðherra bankamála, hefur ákveðið að skipa fimm manna nefnd til að gera tillögur um endurbætur í skipulagi og starfsháttum ríkisbankanna tveggja, Landsbanka og Búnaðarbanka, með það fyrir augum, að auka hagræðingu, bæta þjónustu þeirra við viðskiptavini og treysta fjárhagslega uppbyggingu þeirra með hliðsjón af þróun bankakerfisins í heild. Þetta kom m.a. fram í framsögu ráð- herra fyrir stjómarfrumvarpi um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka íslands. Jónas Haralz, bankastjóri í Lands- bankanum og Jón Adólf Guðjónsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum, sögðu báðir í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að þeir hefðu ekkert á móti þessari nefndarskipan. Talsverð samvinna hefði verið á milli bankanna að undanfömu og þeir væru því hlynntir að hún ykist. Slík samvinna væri jákvæð og væri *- gangi þrátt fyrir skipan nefndar- innar. Bankamir myndu eiga aðild að þessari nefnd og taka áfram þátt í samstarfí og samræmingu. Nefndin skal gera „rækilega at- hugun á starfsháttum og uppbygg- ingu ríkisbankanna tveggja með það fyrir augum að koma fram er.durbót- um í rekstri þeirra" og skal hún m.a. fjalla um eftirfarandi atriði: * Gera skal úttekt á útibúa- og afgreiðslukerfí beggja bankanna í því skyni að tryggja betri verkaskipt- ingu og stuðla að því að útibú geti með fækkun og sammna náð hag- kvæmri stærð, án þess að dregið sé úr eðlilegri þjónustu við einstök byggðarlög. Stefnt verði að fækkun afgreiðslustaða og betri nýtingu mannafla og húsnæðis. * Gerðar verði tillögur um hag- kvæmni í rekstri, m.a. með því „að bankamir tveir hafí samvinnu um ýmiskonar sérhæfða þjónustu og rekstur stoðdeilda, t.d. á sviði er-- lendra viðskipta. * Kannaðar verði leiðir til að jafna betur viðskipti milli bankanna tveggja, bæði með tilliti til heildar- útlánagetu og í því skyni að bæta dreifingu útlána með tilliti til at- vinnuvega og áhættu. í þessu skyni séu bæði athugaðar leiðir til að flytja viðskipti beint milli bankanna og koma á samvinnu þeirra um útlán og þjónustu við stóra viðskiptaaðila. * Loks skal nefndin gera tillögur um það, hveming megi koma föstu skipulagi á samvinnu milli stjóma bankanna tveggja, er stefni að fram- angreindum markmiðum. Nefndina skipi einn maður til- nefndur af Seðlabanka, einn af bankastjórn Landsbanka, einn af bankastjóm Búnaðarbanka og tveir tilnefndir af viðskiptaráðherra. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 33. V esturlands veg- ur í Norðurárdal: Lægsta til- boðið 5,5 milljónir FJÓRTÁN verktakar gerðu til- boð í lagningu versta slysakafl- ans í Norðurárdal í Borgarfirði. Um er að ræða 3 km veg, frá Hvammsleiti að Sanddalsá og á verkinu að Ijúka fyrir 10. júlí í sumar. Tilboðin voru opnuð í gær. Lægsta tilboðið var frá Sigurði Vig- fússyni á Tjamarfossi, 5.468.900 kr., sem er 93% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 5.875 þúsund krónur. Fjögur til- boð voru undir kostnaðaráætlun- inni, en tíu yfir og var það hæsta tæpar 8,5 milljónir kr. Sjá frásögn á bls. 13 Framleiðslu- rétturekki minnkaður - segir Jón Helgason „ÉG hef lagt áherslu á að bænd- ur fengju að jafnaði ekki minni fullvirðisrétt en nú er,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra, í ávarpi við setningu búnaðar- þings í gær, er hann sagði frá yfirstandandi búvörusamningum ríkis og bænda. Samninganefndir ríkis og bænda hafa komið saman til fyrstu funda vegna framlengingar samninga um það magn kindakjöts og mjólkur sem bændum er tryggt fullt verð fyrir. Sjá frásögn af setningu búnað- arþings á blaðsíðu 32. IBM-skákmótið: Langþráð- ur sigur hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson vann Viktor Kortsnoj í 46 leikjum á IBM-skákmótinu í gær. Hinum íslensku skákmönnunum gekk ekki eins vel og Nigel Short fékk sinn 5. vinning í röð á mótinu, nú gegn Helga Ólafs- syni. Margeir Pétursson varð að lúta' í lægra haldi fyrir Timman en Jón L. Ámason gerði stutt jafntefli við Port- isch. Nigel Short er efstur á mótinu eftir 5 umferðir með 5 vinninga, Timman er næstur með 4 vinn- inga, næstir koma Kortsnoj, Portisch, Polugaevski og Tal með 3 vinninga, Helgi og Jón L. með 2 vinninga, Agdestein, Ljubojevic og Jóhann með 1,5 vinning og Margeir með hálfan vinning. í dag er frídagur á mótinu en taflmennskan hefst aftur á mið- vikudag klukkan 16.30 á Hótel Loftleiðum. Fréttir af IBM-mótinu og skákskýringar em á bls. 58 og 59.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.