Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
Utanríkisráðherra í Brussel:
Gagnrýndi harðlega tillögur
um skattlagningu loðnulýsis
MATTHÍAS Á. Mathiesen ut-
anríkisráðherra, sem staddur er
í Brussel, fundar í dag með sendi-
herrum íslands lyá ríkjum
Evrópubandalagsins um það með
hvaða hœtti betur megi undirbúa
þau mál sem síðar koma til um-
fjöllunar hjá bandalaginu og
varða íslenska hagsmuni. Þá átti
hann í gær fund með Leo Tinde-
mans, utanrikisráðherra Belgiu,
sem er formaður ráðherranefnd-
ar Evrópubandalagsins og ræddi
sérstaklega við hann um tillögur
framkvæmdastjórnar bandalags-
ins um skatt á lýsi og feiti, sem
er íslenskum útflutningsaðilum
mikið áhyggjuefni. Mikill hluti
útflutnings á loðnulýsi frá ís-
landi er til Evrópubandalagsríkj-
anna.
„Ég gerði Tindemans grein fyrir
áhyggjum okkar í þessum efnum,
tiar sem allur útflutningur lýsis frá
slandi er til Evrópubandalagsins,
beint eða óbeint," sagði utanríkis-
ráðherra í samtali við Morgunblaðið
í gær. Hann sagði að hann, ásamt
Einari Benediktssyni, sendiherra
íslands hjá Evrópubandalaginu, og
Þórhalli Ásgeirssjmi, ráðuneytis-
stjóra viðskiptaráðuneytsins, hefði
gagnrýnt þessar tillögur harðlega á
fundinum með Tindemans.
Morgunbladið/Einar Falur
reglur um að námsmenn fengju
ekki lán til að stunda það nám er-
lendis, sem hægt væri að stunda
heima, vegna þess hversu margir
námsmenn hefðu farið til Banda-
ríkjanna og Bretlands þar sem
skólagjöld væru jafnhá framfærelu
ef ekki hærri. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sagði á
fundi með námsmönnum í París á
laugardag, að hann væri ósammála
hugmyndum Sverris um að leggja
vexti á námslán og einnig væri
hann andvígur því að námsmenn
fengju ekki lán til að iæra þær
greinar erlendis sem hægt væri að
leggja stund á á íslandi.
Sverrir, sem nú er staddur á
Norðurlandaráðsþingi f Helsinki,
„Tindemans gerði okkur grein
fyrir þeim sjónarmiðum sem éru að
baki þessum tillöguflutningi fram-
kvæmdastjómarinnar, en hann
sagði okkur jafnframt að um þessi
mál væri ágreiningur innan Evrópu-
bandalagsins. Hann sagði að nú
væri verið að fjalla um þessar hug-
Matthías
fundaði með
Carrington
MATTHÍAS Á. Mathiesen ut-
anrikisráðherra átti í gær fund
með Carrington lávarði, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins i Brussel. Matthias
sagði i samtali við Morgunblaðið
í gærkveldi að viðræður hans og
Carringtons hefðu snúist um
undirbúning og skipulag fyrir
væntanlegan fund utanríkisráð-
herra Atlantshafsbandalagsins
sem haldinn verður i júnímánuði
hér heima á íslandi.
„Við Carrington ræddum um
skipulag og undirbúning ráðherra-
fundar Atlantshafsbandalagsins, “
sagði Matthías, „og ég gerði honum
grein fyrir því hvemig undirbúning-
ur þess máls stæði og svaraði
spumingum hans varðandi fram-
kvæmd á því.“
myndir, en þær em liður i því að
reyna að tryggja betri fjárhag Evr-
ópubandalagsins," sagði Matthías.
Matthías sagði að Tindemans hefði
sagt að um þetta mál yrði fjallað á
fundi foreætisráðherra Evrópu-
bandalagsríkjanna í lok júnf, en
hann hefði jafnframt tekið fram að
fram til þess tfma gætu orðið breyt-
ingar á þessum hugmyndum.
„Tindemans vék að því að fjöl-
margir aðilar hefðu lýst andstöðu
sinni við ofangreindar tillögur og
gagnrýnt þær harðlega. Hann sagð-
ist mjög vel skilja sjónarmið íslend-
inga, sem flytja nú um 54% af
útflutningsvörum sínum til Evrópu-
bandalagsríkja," sagði Matthías.
Matthías sagði að engin niður-
staða hefði fengist á þessum fundi,
enda hefði ekki verið búist við því.
Það væri hins vegar tvímælalaust
íslendingum í hag að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri með
þessum hætti. Matthías kvaðst jafn-
framt hafa gert Tindemans grein
fyrir því að á fundi sínum í dag,
með Willy DeClerq, sem fer með
utanríkis- og viðskiptamál fram-
kvæmdastjómar Evrópubandalags-
ins, hygðist hann koma á framfæri
gagnrýni íslendinga á þessar tillög-
ur. Auk þess mun Matthías hitta
sendiherra íslands hjá Evrópu-
bandalagsrfkjunum á fundi í dag,
þannig að sendiherramir hafí að-
stöðu til þess að koma samskonar
gagniýni á framfæri hver hjá sfnu
ríki.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Pökkun ufsaflaka í Grindavík.
Vestur-Þýzkaland:
10% hækkun
á söltuðum
ufsaflökum
SÖLUSAMBAND íslenzkra fisk-
framleiðenda hefur gengið frá
aamningum við fiskkaupendur í
Þýzkalandi um sölu á 1.500 lest-
um af söltuðum ufsafiökum af
framleiðslu yfírstandandi vertíð-
ar. Verðhækkun frá samningi
siðasta árs er um 10% í þýzkum
mörkum talið, en allt síðasta ár
voru fluttar tíl Þýzkalands rúm-
ar 3.000 lestir af söltuðum
ufsaflökum.
Hlutdeild íslendinga í markaðn-
um fyrir söltuð ufsaflök í Þýzka-
landi hefur farið vaxandi sfðustu
ár. Árið 1986 vom fluttar þangað
rúmlega 3.000 lestir, 1.959 árið
áður en lægst varð markaðshlut-
deild okkar árið 1982, er við fluttum
til Þýzkalands 640 lestir af þessari
afurð.
Kröfur Sambands byggingarmanna að mati VSÍ:
Allt að 40% umfram
desembersamninga
LEIKIJR A ÞAKI
Sverrir Hermannsson:
Lán beri þannig
vexti að menn sæki
ekki um óþarfa lán
Helsinki, frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgunblaðaina.
AÐ SÖGN Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra er tilgang-
urinn með því að setja vexti á námslán sá að námsmenn taki ekki
hærri lán en þeir þurfi á að halda.
Sverrir segir að settar hafí verið sagði að enginn vafí Iéki á því, að
menn hefðu nýtt sér ófullkomnar
reglur Lánasjóðs fslenskra náms-
manna til hömlulausrar lántöku.
Hann kvaðst vilja breyta sjóðnum
þannig að hann væri öllúm opinn,
en lán bæm aftur á móti þannig
vexti að menn sæktu ekki um hærra
lán en þeir þyrftu. Hann sagði að
nú væri málum þannig komið að
lánasjóðurinn stundaði njósnir um
sumarvinnu námsmanna til að
draga síðan af lánum til þeirra ef
þeir hefðu haft of miklar telqur.
„Ég veit að Steingrímur er sam-
mála mér um þetta, en hann má
gala eins og hann vill í ejTu náms-
manna rétt fyrir kosningar," sagði
Sverrir Hermannsson.
KRÖFUR Sambands byggingar-
manna f samningum við viðsemj-
endur sfna, Meistarafélag
byggingarmanna, eru um að
ákvæðisvinna hækki verulega og
að timakaup hækki um allt að
40% umfram það sem felst f
samningum ASI og VSÍ frá þvf
f desember, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk
þjá Vinnuveitendasambandi ís-
lands f gær. Grétar Þorsteinsson,
formaður Trésmiðafélags
Reykjavíkur, en félagið hefur
boðað verkfall frá og með 11.
mars, segir að meginkrafa fé-
lagsins sé að taxtakaup verði
fært að greiddu kaupi, eins og
ákvæði séu um f samningi félags-
ins frá þvf fyrir ári og þannig
verði viðurkennd f verki þau laun
sem raunverulega séu greidd
fyrir trésmfðavinnu.
Pálmi Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Verktakasambands íslands,
sagði f samtali við Morgunblaðið,
að verkfallið, ef til þess kemur,
muni koma niður á byggingarfram-
kvæmdum á öllu Reykjavíkurevæð-
inu. Reyndar séu fleiri félög
trésmiða með verkfallsheimild í
höndunum og önnur séu að und-
irbúa að afla sér heimilda og því
reikni hann með að byggingariðn-
aðurinn verði meira og minna
lamaður seinnipartinn f mare. Hann
sagði það athyglisvert að TFR væri
fyrst félaga byggingariðnaðar-
manna til þess að boða verkfall, þar
sem félög á landsbyggðinni hefðu
gert það að aðalatriði f sinni samn-
ingsgerð að ná fram svipuðum
kjörum og gerðust á félagssvæði
TFR.
„Meginkrafa okkar er að taxtar
verði færðir að greiddu kaupi, eins
og við sömdum um í febrúar fyrir
ári, þar sem segir að það eigi að
gerast eigi síðar en við næstu kjara-
samninga. Við viljum ljúka þeim
samningi sem við gerðum fyrir ári,“
sagði Grétar Þoreteinsson, formað-
ur TFR, í samtali við Morgunblaðið.
„Við erum einfaldlega að fara
fram á að fá samning um það kaup
sem er greitt fyrir trésmíðávinnu
og það eru dæmi um mun hærra
kaup en við gerum kröfu um að
verði viðurkennt í samningi. Við
erum í þeirri sérkennilegu stöðu að
almennt er greitt kaup, sem er jafn
hátt eða hærra en það sem við
gerum kröfu um. Menn geta þannig
leikið sér með prósentur, en við
gerum ekki kröfu um annað en að
fá það inn í samning, sem félagar
f Meistarasambandi íslands hafa
fallist á að greiða. Það sem skortir
á er að fá þessi laun staðfest í samn-
ingi,“ sagiði Grétar.
Grétar sagði að samkvæmt
kjarakönnun Kjararannsóknar-
nefndar, sem báðir aðilar hefðu þó
ýmislegt við að athuga, væru laun
trésmiða á félagssvæði TFR 270-80
krónur á tímann reiknað til verðlags
í dag, en könnunin var gerð í apríl
á síðasta ári. Þessi laun væru trú-
lega hærri nú, en þau jafngiltu þó
46-47 þúsund króna mánaðariaun-
um. Hann sagði að könnunin hefði
ekki náð til ákvæðisvinnunnar,
þannig að hún væri utan þessara
talna.
Hæstiréttur:
Staðfesti dóm um 3 ára
fangelsi fyrir nauðgun
HÆSTIRÉTTUR staðf esti í gær dóm Sakadóms Reykjavíkur um þriggja
ára fangelsi yfír manni um þrítugt, Jóhanni Kristni Þór Jónssyni, sem
var fundinn sekur um að hafa nauðgað konu síðastliðið haust.
Um miðjan dag í byijun október
á síðasta ári var konu um fimmtugt
nauðgað í kirkjugarðinum við Suður-
götu. Jóhann Kristinn Þór var
handtekinn daginn eftir og hinn
fyrsta desember var hann dæmdur
í þriggja ára fangelsi og gert að
greiða 250 þúsund krónur f skaða-
bætur, auk þess sem hann skyldi
greiða allan sakarkostnað. Hann
áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar og
af hálfu ákæruvaldsins var áftýjað
til þyngingar.
Hæstiréttur hefur nú komist að
þeirri niðuretöðu að dómur Saka-
dóms eigi að vera óraskaður og var
Jóhanni gert að greiða allan áfiýjun-
arkostnað sakarinnar. Gæsluvarð-
haldsvist hans frá 1. desember dregst
frá refsingunni.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómaramir Magnús Thoroddsen,
Guðmundur Jónsson og Halldór Þor-
bjömsson og prófessoramir Amljót-
ur Bjömsson og Gaukur Jörundsson.