Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
Fj órir kjömir heiðurs-
doktorar við Háskólann
FJÓRUM frœðimðnnum á sviði
islenskra fræða verður veitt
heiðursdoktorsnafnbót í heim-
spekideild Háskóla íslands á
háskólahátið næstkomandi laug-
ardag.
Fræðimennimir eru Hermann
Pálsson, prófessor við háskólann í
Edinborg, Oskar Bandle, prófessor
við háskólann í Ziirich, Peter Foote,
prófessor emeritus frá University
College í London og Theodore And-
ersson, prófessor við Stanford-
háskóla í Kalifomíu. Tillaga
heimspekideildar um að veita þess-
um fræðimönnum heiðursdoktors-
nafnbót var samþykkt á fundi
háskólaráðs í desember síðastliðn-
um og fer athöfnin fram í Há-
skólabíói á laugardag kl. 14.
Hermann Pálsson er fæddur 26.
maí 1921. Hann lauk cand. mag.
prófi frá Háskóla íslands 1947 og
doktorsprófi ( bókmenntum frá
Edinborgarháskóla 1980 fyrir verk-
ið Studies in early icelandic history
and literature. Hermann stundaði
framhaldsnám í Dyflinni
1948-1950, en gerðist síðan kenn-
ari við háskólann í Edinborg, þar
sem hann hefur verið prófessor hin
síðari ár. Eftir hann liggja ijölmörg
rit og má sem dæmi nefna Söngvar
frá Suðureyjum (1955), íslensk
mannanöfn, síðari útgáfa: Nafna-
bókin, Siðfræði Hrafnkels sögu og
Uppruni Njálu og hugmyndir. Her-
mann skpulagði og stjómaði fyrsta
alþjóðlega fomsagnaþinginu í Edin-
borg 1971, en sfðan hafa sík þing
verið haldin á þriggja ára fresti í
ýmsum löndum. Þá var hann árið
1982 kjörinn fyrsti forseti hins ný-
stofnaða alþjóðlega fomsagnafé-
lags (The Intemational Saga
Gjöld á gæslu-
völlum hækka
Borgarráð hefur samþykkt
hækkun á gjaldi fyrir barna-
gæslu á gæsluleikvöllum borgar-
innar. Frá 1. mars að telja verður
hvert einstakt gjald 20 krónur
og frá sama tima verður 25 miða
kort selt á 450 krónur.
Úthlutað úr Kirltju-
byggingarsjóði
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að úthluta 6.5 miUjónum króan
úr Kirkjubyggingarsjóði
Reykjavíkur á þessu ári.
Sex kirkjur fá úthlutun úr sjóðn-
um. Árbæjarprestakall, Breiðholts-
préstakall, Fella- og Hólaprestakall
og Seljaprstakall fá 1.3 milljónir
hvert. Ásprestakall og Langholts-
prestakall fá 650 þúsund hvort.
Society).
Oskar Bandle er fæddur 11. jan-
úar 1926. Hann hefur í mörg ár
verið prófessor í norrænum málum
við tvo háskóla, í Zúrich og Basel.
Hann talar öll norræn mál og mun
hafa kennt þau öll í náskólum
sínum, nema e.t.v. færeysku. Flest
aðalverk hans flalla um íslensk
fræði, s.s. Die Sprache der Guð-
brandsbiblfa og Haustiertermino-
logie im Norwegischen, Islándisch-
en und Faröischen. Um norræn
málvísindi fjallar ritið Die Glieder-
ung des Nordgermanischen, en það
var fyrsta ritið í röð vísindarita sem
Oskar Bandle hleypti af stokkunum
og hefur stýrt síðan með samverka-
mönnum sínum.
Peter Foote er fæddur 26. maí
1924. Hann lauk mastersprófi frá
University College of London 1951
og stundaði sfðan nám við Háskóla
íslands 1953-1954. Að loknu emb-
ættisprófi 1951 varð hann „lectur-
er“ í fomíslensku við University
College, síðan „reader" og loks pró-
fessor frá 1963-1983. Peter Foote
hefur ritað margt um íslensk fi-æði.
Má þar nefna ritin The Pseudo-
Turpin Chronicle in Iceland, On the
Saga of the Faroe Islanders og The
Viking Achievement, sem hann
skrifaði ásamt David M. Wilson.
Hann var ritari Viking Society for
Northem Reasearch frá 1956-1982
og var kjörinn heiðursdoktor Upp-
salaháskóla 1972.
Theodore M. Andersson er pró-
fessor í germönskum fræðum við
Stanford-háskóla í Kalifomíu. Af
helstu verkum hans má nefna The
problems of Icelandic saga origins,
The Icelandic family saga og The
legend of Brynhild. Hann er einn
ritstjóra að uppflettiriti um miðaldir
og miðaldamenningu (Dictionary og
the middle Ages), þar sem hann
ritstýrir greinum um íslensk efni
og skrifar margar þeirra sjálfur.
Af riti þessu eru nú komin út sex
bindi. Theodore M. Andersson getur
ekki verið viðstaddur athöfnina í
Háskólabfói á laugardag.
Þeir Hermann, Oskar og Peter
taka til máls á umræðufundi um
stöðu og stefnu norrænna fræða,
sem verður annað kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda.
Öllum er heimill aðgangur að fund-
inum.
Sjúkrasamlag
Reykajvíkur:
Nýr for-
stjóri ráðinn
ÞORVALDUR Lárusson hrl. hef-
ur verið ráðinn forstjóri Sjúkra-
samlags Reykjavíkur og tekur
hann við störfum 1. mars næst-
komandi.
Að sögn Margrétar Einarsdóttur
formanns stjómar Sjúkrasamlags-
ins var samstaða í stjóminni um
ráðningu Þorvaldar. Tveir aðrir
umsækjendur voru um starfíð, sem
óska nafnleyndar.
ÞEGAR HÚN MARGRET BORGARSDOTTIR LEITRÐI TIL
OKKAR FYRST, ÁRIÐ 1976, ÁTTI HÚN NÁKVÆMLEGA
26.090 KRÓNUR. í DAG HAFA KRÓNURNAR 96 FALDAST
Haraldur frændi hennar
sagðist vera viss um að
hún Margrét væri rugluð.
Sannleikurinn er hins vegar
sá að Margrét var óvenjulega
heilbrigð kona. Hún gerði sér
grein fyrir því að ráðgjafar
Fjárfestingarfélagsins voru
menn, sem hún gæti treyst.
Sjálf sagðist hún ekki vera
fjármálaspekingur.
Sérfræðingar Fjárfestingar-
félagsins ráðlögðu
Margréti ávallt að kaupa
verðbréf sem gáfu góðan
arð. Að sjálfsögðu ráðlögðu
þeir henni að kaupa KJARA-
BREFIN þegar þau voru gefin
út. Það væri lang einfaldast.
„Þá þarft þú engar áhyggjur
að hafa af peningunum þín-
um, Margrét mín. Kjarabréfin
eru örugg og við sjáum til
þess að alltaf standi á bak
við þau sérfræðilegt val á
traustum verðbréfum,11
sögðu þeir.
Eins og svo oft áður höfðu
sérfræðingar Fjárfesting-
arfélagsins rétt fyrir sér. Um
síðastliðin áramót átti
Margrét 65 ára afmæli. Þá
átti hún 2.500.000 krónur í
TEKJUBRÉFUM. Af þeim fær
hún ríkuleg mánaðarlaun
heimsend ársfjórðungslega.
Og hver skyldi hafa
ráðlagt henni Margréti
að skipta Kjarabréfunum
sínum yfir í Tekjubréf? Ekki
var það Haraldur frændi.
Ne-e-ei. Hann situr enn við
sinn keip. Auðvitað var það
sérfræðingur hennar hjá
Fjárfestingarfélaginu, nú sem
fyrr, sem ráðlagði henni það.
<ú>
TIL UMHUGSUNAR:
1. Aí hverju sögðu sérfræð-
ingamir að Kjarabréfin
væru örugg?
2. Hvers vegna skipti
Margrét yfir í Tekjubréf,
þegar hún var komin á
eftirlaunaaldur?
3. Hvemig getur venjulegt
fólk, sem ekki telur sig
vera fjármálaspekinga,
ávaxtað fé sitt í tryggum
verðbréfum?
Sendið rétt svör til
Fjárfestingarfélagsins,
Hafnarstræti 7, Reykjavík,
merkt Haraldur frændi.
Besta svarið í viku hverri,
allan þennan mánuð, fær
eintak af bókinni góðu,
FJÁRMÁLIN ÞÍN, íverðlaun.
FJARFESTINGARFEIAGIÐ
Hafnarstræti 7-101 Rvík. S 28566.
Gunnar Óskarsson
einn af ráögjöfum
Fjárfestingarfélagsins