Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 16
16 MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 Sameiginlegiir lífeyris- sjóður allra landsmamia eftir Kjartan Jóhannsson Sameiginlegur lífeyrissjóður landsmanna hefur um nokkur ár verið á stefnuskrá Alþýðuflokksins. Seinustu árin höfum við alþýðu- flokksmenn flutt sérstakar tillögur um þetta efni og samþykkt um það ályktanir. Nú bregður svo við að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, boðar það á síðum Morgunblaðsins og á fundum sínum að hugmyndir Alþýðuflokksins um sameiginlegan lífeyrissjóð séu vara- samar. Hann segist sjálfur vilja að sjóðimir séu margir og ólíkir þótt það megi fækka þeim til hagræðis. Hann gefur í skyn að tillögur okkar muni soga fjármagn suður og hefur lýst því yfir að tillögur Alþýðu- flokksins gangi þvert á vilja eigenda sjóðanna, aðila vinnumarkaðarins. Hér er mikill misskilningur á ferðinni hjá Þorsteini Pálssyni og hlýtur að stafa af því að hann hafi ekki kynnt sér málið nægilega. Rétt er að líta á hvemig ástandið er núna og lýsa tillögum okkar Al- þýðuflokksmanna svo allir geti dæmt og misskilningi verði eytt. Hvernig er ástandið núna? Þorsteinn segist vilja hafa sjóðina marga og ólíka. Það er einmitt það sem við búum við í dag. Og hvem- ig er þá ástandið? Það má lesa úr skýrslu endurskoðunamefndar lífeyriskerfís frá 2. maí 1985. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram: Lífeyrissjóðir em 90 talsins. Utan sjóða em um 25 þúsund manns. Um 7.300 manns em í 6 sjóðum eða fleiri og til er fólk sem er í 10 lífeyrissjóðum eða fleiri. 48 lífeyris- sjóðir em með færri en þúsund sjóðfélaga. Sú ofrausn að ætla 240 þúsund manna samfélagi um 90 lífeyrissjóði leiðir vitaskuld til þess að langstærstur hluti sjóðanna er mjög fáliðaður og vanburða, enda em um 87% sjóðanna með færri en 10 þúsund sjóðfélaga. Hjá hinum fámennari sjóðum má nánast ekk- ert út af bera til þess að þeir lendi ekki í vandræðum og greiðsluþroti. Hið fjölskrúðuga lífeyrissjóða- kerfi leiðir vitanlega til þess að margir safna réttindum í mörenm sjóðum. Það má vera umhugsunar- efni hvemig fólkinu í landinu gengur að halda til haga réttindum sínum í slíku kerfí. Varðandi réttindaákvæði kemur fram í skýrslunni að þau em nán- ast eins og fmmskógur og réttinda- greiðslur sjóðanna em háðar hinum margvíslegustu skerðingarákvæð- um. í skýrslunni segir að bóta- ákvæði séu svo margbreytileg að þeim verði ekki lýst til hlítar í stuttu máli. Ekki njóta heldur allir verð- tryggingar því að upplýst er að 23 sjóðir með 6 þúsund starfandi sjóð- félaga hafí engin ákvæði um uppbætur á lífeyri eftir að hann hefur upphaflega verið úrskurðað- ur. Og við flutning milli sjóða skerðist réttur fólks með ýmsum hætti. Mörg iðgjaldagreiðslan ber því mjög takmarkaðan ávöxt í rétt- indum. Fólkið í landinu er löngu hætt að botna í þessu kerfí, réttind- um sínum og réttindaleysi. í lífeyrissjóðaskýrslunni kemur líka fram að stór hluti sjóðanna er vanmegnugur að greiða félögum sínum þann lífeyri sem þeir hafa heitið eða með öðmm orðum, em nánast á hausnum. Þetta kerfi ótal sjóða er því hörmulega_ ófullkomið, flókið og óréttlátt. Ég trúi því ekki að Þor- steinn sé ánægður með þetta. Tillögiir Alþýðu- flokksins Tillögur okkar alþýðuflokks- manna lúta að því annars vegar hvemig hinn sameiginlegi lífeyris- sjóður eigi að vera og að hinu leytinu hvemig koma megi sjóðnum á fót. Fyrst er rétt að taka fram að við gemm ráð fyrir að sjóðurinn starfí við hlið Almannatrygginga þannig að Almannatryggingar greiði gmnnlífeyri sem er óháður tekjum rétt eins og nú er gert. Tekjutryggingu elli- og örorkulíf- eyrisþega verði jafnframt haldið áfram til að greiða uppbætur á lífeyri til þeirra sem eiga engan eða óverulegan rétt í lífeyrissjóðum. Hins vegar mun draga úr nauðsyn á slíkum uppbótum eftir því sem réttindi manna í lífeyrissjóðum verða meiri og almennari. Hinn sameiginlegi sjóöur Hinn sameiginlegi sjóður greiddi ellilífeyri, örorkulífeyri, makabætur og makalífeyri. Ellilífeyrir yrði greiddur frá 70 ára aldri með heim- ild um flýtingu eða seinkun. Lífeyrir eftirlifandi maka yrði aldrei lægri en svarar til lífeyrisréttar þess hjóna sem við fráfallið hefði aflað sér meiri réttar. Lífeyrisréttindi hjóna yrðu skoðuð sem sameign þeirra meðan hjónaband varir og áunnin sjóðseign í hjónabandi skipt- ist til helminga milli þeirra ef til skilnaðar kemur. Þessi ákvæði varðandi rétt maka eru mjög mikil- væg fyrir margar konur eins og nú háttar í þjóðfélaginu. í sjóðinn yrði greitt iðgjald sem nemur 10% af öllum launatekjum, 6% af atvinnurekanda en 4% af launþega en sjálfstæðir atvinnurek- endur greiddu vitaskuld báða hlutana fyrir sig. Áunnin lífeyris- réttindi verði verðtryggð með lánskjaravísitölu og lífeyrir þá sömuleiðis. Sjóðnum er ætlað að vera deilda- skiptur eftir landshlutum til að tryggja sem bezt tengsl við hinar ýmsu byggðir, en jafnframt mun þá ráðstöfunarfé sjóðanna nýtast betur til atvinnuuppbyggingar í hverjum landshluta. Stjórn deild- anna og sjóðsins yrðu á vegum samtaka vinnumarkaðarins og hann hefði fullt sjálfstæði og væri þannig ekki ríkisstofnun heldur almanna- stofnun sem starfaði hliðstætt við tryggingafélög. Hvernig á að koma sjóðnum á fót? Víkjum þá að því hvemig tengja á sjóðinn við núverandi kerfí. Ein- faldast væri að setja lög um sammna núverandi sjóða í hinn nýja sjóð. Það er reyndar stefnumið sem við viljum gjaman fá stuðning við. Þar sem slíkur stuðningur hef- ur látið á sér standa gerðum við að tillögu okkar í vetur að núver- andi sjóðir yrðu hvattir til slíkrar sameiningar. Að öðmm kosti gætu gömlu sjóðimir starfað áfram á gmndvelli réttinda og eigna fyrir stofnsetningu nýja sjóðsins en eng- in iðgjöld rynnu til þeirra eftir það. Þeir mundu því smám saman hverfa. í tillögunum var líka sérstaklega rakið hvemig fara skuli með mál- efni opinberra starfsmanna, en þeir njóta með ríkisábyrgð mjög mikilla lífeyrisréttinda. Oll eldri réttindi yrðu viðurkennd en við stofnsetn- ingu hins nýja sjóðs yrði umfram- réttur metinn til launa og opinbemm starfsmönnum gert að ákveða í hve ríkum mæli þeir kysu launahækkun eða viðbótarrétt í sér- sjóði sem greiddist þá af þeirri launahækkun sem þeir afsöluðu sér. Sama mundi gilda um aðra þá sem hafa notið hliðstæðrar ábyrgð- ar, svo sem bankamenn. Þannig yrði viðurkennt að þessi lífeyrisrétt- ur er hluti af kjömm þessara Kjartan Jóhannsson „Sjóðnum er ætlað að vera deildaskiptur eftir landshlutum til að tryggja sem bezt tengsl við hinar ýmsu byggðir, en jafnframt mun þá ráðstöfunarfé sjóðanna nýtast betur til atvinnu- uppbyggingar í hveij- um landshluta. Stjórn deildanna og sjóðsins yrðu á vegum samtaka vinnumarkaðarins og hann hefði fullt sjálf- stæði og væri þannig ekki ríkisstofnun held- ur almannastofnun sem starfaði hliðstætt við tryggingafélög. “ starfshópa og í engu gengið á þeirra kjör. Þjóðaratkvæði Eins og ég gat um áður hefur hinn sameiginlegi sjóður oft komið til umræðu, en aldrei hefur orðið úr framkvæmdinni. Því mun helzt um að kenna að ýmsir áhrifaaðilar hafa lagzt gegn hugmyndinni og FÁLM LEIKLIST Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið, Litla sviðið: GÆTTU ÞÍN eftir Kristínu Bjarnadóttur og DRAUMAR Á HVOLFI eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningar: Þorbjörg Höskuldsdóttir. Leikstjóri: Helga Bachmann. Eftir því sem mér hefur skilist hafa leikþættir þeirra Kristínar Bjamadóttur og Kristínar Ómars- dóttur unnið til verðlauna í sam- keppni. Það er auðvitað gott og vel. En það verður að segja um þessa leikþætti að þeir eiga lítið erindi upp á svið. Þótt ýmislegt lofsvert megi um þá segja hefði verið æski- legast að kunnáttufólk í leikritagerð og leiklist hefði einfaldlega bent höfundunum á að reyna aftur, þeim hefði verið skilað handritunum og sagt að vanda sig betur. Því miður virðist ekki slíkt fólk starfa í Þjóð- leikhúsinu. Reynt var að setja á svið mátt- litla leikþætti. í Gættu þín eftir Kristínu Bjamadóttur örlar á við- leitni til að túlka brotakennda lífsmynd, það sem helst situr eftir er að höfundurinn dregur upp and- stæður þess sem venjan heimtar og þess sem lífið leggur fólki á herðar. Niðurstaðan verður að höf- undinum hafí í sundurlausum myndum tekist að vekja til nokkurr- ar umhugsunar, en alls ekki að skapa þá heildarmynd sem leikrit þarf að búa yfír. Kristín Ómarsdóttir hefur ýmis- legt til brunns að bera, m.a. hefur hún ort lagleg ljóð, og skynjun hennar er mun skáldlegri en nöfnu hennar. En þrátt fyrir að henni takist að skapa vissa fjarlægð og nálægð viðfangsefnis gerist ein- þáttungur hennar í tómarúmi og nær ekki að höfða beint til áhorf- enda. Kristín Ómarsdóttir hefur hæfí- leika eins og fyrr segir, en þarf leiðsögn og hefur ekki fengið hana enn. Það er bjamargreiði að setja á svið verk fálmandi höfundar sem virðist algerlega óvitandi um grund- vallaratriði leikritunar og sama má segja um gagnrýnislausa uppsetn- ingu tilraunar á borð við Gættu þín. Kristín Bjamadóttir, höfundur síðamefnda verksins, þreifar fyrir sér og reynir að ná tangarhaldi á vissum hugmyndum, en skortir þroska og getu til að koma nokkm áleiðis. Sé áhorfandi velviljaður má geta í eyður og yrkja það sem óort er, en slíkt á ábyrgt leikhús ekki að bjóða upp á. Þær nöfnur hefðu Úr Gættu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur: Sigurjóna Sverris- dóttir, Róbert Amfinnsson og Bryndís Pétursdóttir. Úr Draumar á hvolfi eftir Kristinu Ómarsdóttur: Amór Benónýsson og Ragnheiður Steindórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.