Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 18

Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 18 „Hundrað ára ein- semd“ end- urútgefin UT £R komin hjá Máli og menn- ingu ný útgáfa skáldsögunnar „Hundrað ára einsemd" eftir kólumbíska Nóbelsverðlaunahaf- ann Gabríel García Marquez. Bókin er gefin út í tilefni af 50 ára afmæli forlagsins og er hún einnig bók febrúarmánaðar. í kynningu forlagsins segir m.a: „Hundrað ára einsemd" kom fyrst út á frummálinu árið 1967 og vakti mikla athygli; nú er hún talin eitt helsta verk höfundar síns. Sagan greinir frá þvi er Búendía fjölskyldan nemur land og reisir bæinn Macondo hjá bergvatnstæru fljóti þar sem sérhvert hús er sum- arhús fullt af birtu. I upphafi lifa þar allir jafnir án valdhafa, einangr- aðir frá umheiminum og hlíta forsjá goðans Góðandag. En fyrr en varir ber gest að garði og brátt kemst rót á kyrrstæða draumaveröld Mac- ondo. Þessi goðsagnakennda frá- sögn sínir heim í hnotskum, í litríkri ættarsögu Búendíaifyölskyldunnar kristallast líf suður-amerískra þjóða." Þetta er þriðja útgafa bókarinnar og er hún 365 bls. að stærð. Hleypti af skot- um í íbúð sinni LÖGREGLAN var kölluð að húsi í austurhluta Reylgavíkur á þriðjudagsmorgun. Þar hafði maður hleypt af nokkrum skot- um úr riffli inni i ibúð sinni. Lögreglunni var tilkynnt um at- burðinn um kl. 8. Maðurinn hafði skotið þremur skotum úr rifflinum, en í íbúðinni voru þá kona hans og bam. Ekki mun hann þó hafa beint skotunum að þeim. Þegar lögreglan kom á vettvang gekk greiðlega að taka vopnið af manninum, en auk þess lagði lögreglan hald á tvær byssur til viðbótar, sem maðurinn hafði leyfí fyrir. Maðurinn mun hafa verið nokkuð ölvaður. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/Óiafur Ormsson „Hvar er húsið okkar?“ Það var sunnudagur, himinninn heiðskír, sól á lofti, svolítið kalt, frost tvö til þijú stig og tilhlökkun ríkjandi varðandi komandi sumar. Sá er ég heimsótti fyrsta sunnu- dag í janúarmánuði síðastliðnum og sagt var frá í Svipmyndagrein 17. janúar, og þjáðist af maga- veiki, hefur nú tekið gleði sína að nýju. í ljós kom þegar hann fór í skoðun að hann var ekki með magasár, sem betur fór, ein- ungis einhveijar örlitlar bólgur í maga, og þegar ég leit inn til hans sunnudaginn 15. febrúar sagði hann, að hann hefði sagt við lækninn, að fyrst svo væri þá gæti hann tekið niður reipið. Hann fer á gömlu dansana í Artúni um hveija helgi, enda fráskilinn og einhleypur, og hafði orðið að gera hlé á ferðum sínum í Ártún á meðan maginn var að kvelja hann. Nú segir hann allt svo skemmti- legt. Kvenfólkið hafí yfirleitt mikið aðdráttarafl nema af ein- hveijum ástæðum ekki þær sem skipa Kvennalistann. — Nútíma tröllskessur. Ekki í takt við tímann, sagði hann. Hvað um það? Ekki eru allir sammála þeirri skilgreiningu. Ég kom til hans upp úr hádegi þenn- an sunnudag. Það hefur áður komið fram í Svipmyndagrein að hann er rétt rúmlega fímmtugur, og ekki skortir hann svo sem áhugamálin. Hefur safnað Vik- unni í áratugi og Samúel síðan það blað hóf göngu sína og lengi átti hann Mánudagsblaðið inn- bundið frá fyrsta tölublaði. Hann bað mig um að gjöra svo vel að setjast á sófa í stofunni og láta fara vel um mig á meðan hann setti í sig tanngóminn. Hann er kominn með tanngóm í neðri góm síðan ég heimsótti hann í janúar- mánuði. Kom til dyra, skælbros- andi, og ég var ekki fyrr sestur en hann kom með tvö kíló af sælgæti og hellti úr stórum poka í skál, karmellur, súkkulaði og lakkrís sem hann hafði keypt á stórmarkaði. Hann fór inn á bað- herbergi og ég heyrði í honum þaðan inní stofuna. Hann var í ham. Var argur yfír þeirri skatt- píningu sem hann taldi sig búa við um leið og hann ynni að því að eignast þak jrfír höfuðið, þriggja herbergja íbúð í fjölbýlis- húsi. Kom fram í stofuna, var með kókflösku í hægri hendi og löðrandi rakkremið í andlitinu og rakáhöldin í vinstri hendi og víga- legur þar sem hann stóð þama með ístruna út í loftið og skamm- aðist. Ég hafði orð á því hvað það væri nú gaman að eiga eitthvert athvarf, t.d. í þorpi úti á landi, ekki alltof langt frá höfuðborginni þar sem fasteignir hafa fallið mjög í verði, þar sem framboð er all- nokkuð, eftirspum aftur mjög lítil. Datt svona í hug að t.d. ef ijórir félagar tækju sig saman og keyptu jámklætt timburhús sem væri komið eitthvað til ára sinna og nytu þess að vera þar fjarri ys og þys borgarlífsins. Allt í einu lagði hann frá sér rakáhöldin, skolaði niður gosdiykknum og settist á stól á móti mér, með löðr- andi rakkremið í andlitinu og vildi fá að segja álit sitt: — Þetta er góð hugmynd. Hve- nær datt þér þetta í hug? Það er ekki að spyija að ykkur þessum, sem eruð alltaf að skrifa. Allan andskotann dettur ykkur i hug. Ekki emm við sem vinnum í akk- orðsvinnu og öll kvöld og um helgar svo vakandi. Við emm allt- af að hugsa um kaup og kjör. Hvar viltu ná í hús? spurði hann og var nú farið að svíða í andlitið undan rakkreminu og fór aftur jrfír á baðherbergið. — Ekki þó á Raufarhöfn? kall- aði hann frá baðherberginu. — Nei. Það er alltof langt frá Reykjavík. — Alltof langt? Eins og það er fallegt á Raufarhöfn. — Nei. Það er ekki á dagskrá. — Viltu kannski húskofa í Mos- fellssveit? spurði hann og var ekki lengur með rakkremið framan í sér. — Nei, nei. Kemur ekki til greina. — Ósköp ertu hógvær. Það er varla hægt að toga upp úr þér nokkurt orð. Svona. Hvar viltu að við rejmum að komast jrfír gamalt bámjámsklætt timbur- hús? — Við? Svo þú hefur þá áhuga á málinu? spurði ég forvitinn. — Auðvitað. Heldurðu að ég sé ekki búinn að fá nóg af því að geta aldrei um ftjálst höfuð strok- ið. Og svo fáum við okkur trillu og forum á skak, veiðum f mat- inn. Við verðum að eiga nóg af mat. Kaupum heilu skrokkana hér í Reykjavík, kindakjötsskrokka, nautakjöt, kjúklinga og nóg af kartöflum og rófum, ásamt græn- meti. — Alltaf er maturinn þitt helsta áhugamál, sagði ég. — Maturinn er undirstaða alls, sértu hungraður þá ertu ekki fær um að gera eitt né neitt, það veistu, sagði hann. — Jæja, góði. Þú ert þá til með að athuga málið? Það sakar ekki að kanna hvað í boði er. Við ger- um auðvitað ekkert nema hafa til þess einhver fjárráð. Hann úðaði á sig rakspíra og svitalyktareyði og að því loknu hélt hann áfram að bollaleggja um möguleika á að eignast ódýrt hús í þorpi ekki alltof langt frá Reykjavík, og hveijir kæmu þá til grejna sem meðeigendur. — Ég vil ekki hafa aðra með en pottþétta menn, sem vita hvað þeir eru að gera og hafa þá ein- hvem tíma til að vera í húsinu okkar, sagði hann og át hveija karmelluna af annarri úr skálinni. — Ég vil að þú kannir þetta hjá fasteignasala. Ég hef alltaf þráð það að eiga hús í ellinni, nærri sjó. Reykvíkingum veitir ekki af að anda að sér hreinu sjávarlofti. Ég lofaði að kanna málið. Hann var kominn í sín bestu föt og skoð- aði landakort af íslandi á eldhús- borðinu. — Ég skal borga stóran hluta í leiðinni. Við skulum sjá. Hvar er húsið okkar? spurði hann og rýndi í landakortið. Þar sem maður get- ur slappað af frá loftbomum og hætt að taka kvöld- og nætur- vaktir. Hvað með Eyrarbakka eða Stokkseyri? spurði hann. Hann var kominn með kaffi og ijóma- tertu í tilefni dagsins. — Jú, það líst mér ekki illa á. Hann skar stóra sneið af tert- unni og át næstum í einum bita og lét sig dreyma um paradís á jörðu ekki alltof langt frá Reykjavík_____ -H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.