Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
Listsagnfræðingi
Kvaran svarað
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Laugardaginn 21. þ.m. birtist hér
í blaðinu furðuleg ritsmíð eftir
Gunnar Kvaran, listsagnfræðing,
sem á að vera svar við rökstuddri
gagnrýni minni á framkvæmd sýn-
ingarinnar „Íslenzk abstraktlist" á
Kjarvalsstöðum.
Það virðist fara mjög fýrir bijóst-
ið á sagnfræðingnum, að gagnrýn-
endur blaðanna hafa allir sem einn
fundið ýmsa agnúa á framkvæmd-
inni.
Raunar eru þeir ekki einir á báti,
því að myndlistarmenn almennt,
sem ég hef rætt við, eru mjög
óhressir yfír framkvæmd sýningar-
innar. Yfirleitt svara þær greinar
sér sjálfar, þegar höfundamir lúta
svo lágt að grípa til ósanninda og
persónulegra ávirðinga og því er
ég hættur að svara þeim fyrir all-
nokkru, en hér er um alvarlegan
áburð að ræða.
Ég vil upplýsa Gunnar Kvaran
um, að ég skoðaði sýninguna marg-
sinnis og gaumgæfilega, áður en
ég skrifaði um hana og rannsakaði
að auki gaumgæfílega handbærar
heimildir um abstraktlistasteftiuna.
Las einnig innihald hinnar veglegu
sýningarskrár, sem ég biðst velvirð-
ingar á að hafa gleymt að kvitta
fyrir með nokkurri umsögn. Reynd-
ar þekki ég velflest myndverkin á
sýningunni fyrir og mörg þeirra
mjög vel og alveg frá því að þau
voru fyrst sýnd, enda hófst listrænt
uppeldi mitt um svipað leyti og
abstraktlistin haslaði sér völl hér-
lendis að lokinni seinni heimsstyij-
öldinni. Þá var ég fastagestur í
athvarfí danskra abstraktlista-
manna, „Trefoldigheden", í
Kaupmannahöfn í nokkur ár upp
úr 1950 og einmitt á þeim tíma,
er Cobra-hreyfíngin var á blóma-
skeiði sínu. Þá skoðaði ég allar
meiri háttar abstraktsýningar í
borginni til jafns við annars konar
sýningar, sem sagt engin einstefna
hér. Þannig ætti ég að hafa allgott
yfírlit yfir þetta tímabil fyrst sem
áhorfandi, og svo sem beinn þátt-
takandi að meira eða minna leyti í
rúma þijá áratugi.
Það er og full langsótt að álíta,
að okkur gagnrýnendum hafí yfír-
sést yfírlýst stefna sýningarinnar
„Að gefa sögulegt yfírlit yfír
íslenzka abstraktlist, kynna ólíkar
greinar innan abstraktlistarinnar
og fylgjast með breytingum á list-
sköpun þeirra listamanna sem unnið
hafa innan þessa myndmáls“.
Það er nú einmitt þetta, sem ég
tók til gaumgæfílegrar meðferðar
í tveim greinum mínum hvað ab-
straktlist almennt áhrærir en hins
vegar varpaði sýningin ekki nægi-
lega skýru ljósi á þessa þróun til
að sérstök úttekt væri gerleg.
Frá mínum bæjardyrum séð væri
það harla einfalt mál að taka sýn-
ingarskrána sérstaklega til með-
ferðar sem ekki var í fullu samræmi
við hið endanlega sýningarform.
Hún bar það með sér að vera sam-
in löngu fyrir sýninguna, er stefnu-
skráin var markvissari. Ekki er
þannig með öllu rétt, að sérhver
myndgerð sé skilgreind á viðeigandi
hátt. Einmitt þessvegna leyfði ég
mér að framreiða skilgreiningu í
einföldu máli fyrir almenning. Hvar
eru t.d. skilgreind tengsl hug-
myndafræðilegu listarinnar (konz-
eptsins) við abstraktmálverkið?
Áratugur „konzeptsins" var ein-
mitt martröð málverksins, svo sem
allir vita, og fæddi af sér þá spreng-
ingu, sem nefnt hefur verið nýbylgj-
an eða villta málverkið. Menn rakna
svo loks við sér við fótskör hinnar
hreinu abstraktlistar enn á ný, en
vegur hennar hefur risið hátt að
undanfömu og verð á verkum
forvígismanna listasteftiunnar rokið
upp úr öllu valdi. Eins og getur að
lesa í virtu listtímariti hefur hvert
heimsmetið af öðru verið slegið á
listamarkaðinum undanfarið. Þann-
ig var verk eftir strangflatamálar-
ann Piet Mondrian selt á yfír 200
milljónir á uppboði nýlega og nær
400 milljónir voru reiddar af hendi
fyrir verk módemistans Georges
Braque.
Um þessa þróun í heiminum mun
Gunnari Kvaran hafa verið fullljóst
og trúlega er hér kveikjan að hug-
myndinni um sýninguna. Einmitt
vegna þess, að hér var einstætt
tækifæri til að kynna íslenzka ab-
straktlist vel og gaumgæfilega og
halda fram hlut hvers og eins á
metnaðarfullan hátt, eru menn hér
á engan hátt sáttir við útkomuna
á Kjarvalsstöðum.
Við skulum aðeins Iíta á stefnu-
yfírlýsinguna: „að fylgjast með
breytingum á listsköpun þeirra
listamanna, sem unnið hafa innan
þessa myndmáls".
Dettur sagnfræðingnum Gunnari
Kvaran virkilega í hug, að þetta
hafí tekist á sýningunni á Kjar-
valsstöðum með því að taka eina
eða tvær myndir viðkomandi og
festa á vegg á mjög samhengis-
lausan og brotakenndan hátt?
Að mínu mati og margra ann-
arra, þar á meðal tveggja vel-
þekktra útlendra nýstefnulista-
manna, er hristu höfuðið fyrir
framan sumar myndir og spurðu
hvað þetta væri að gera á abstrakt-
sýningu, hefur þetta alls ekki tekist,
það er af og frá.
Og hvað fullyrðingar Gunnars
Kvarans áhrærir um erfiðleika í
samvinnu við mig, fer hann með
rangt mál, staðlausa stafí.
Sannleikurinn var sá, að fyrir
u.þ.b. þrem mánuðum kom Gunnar
Kvaran að máli við mig og bað mig
að tilnefna 10 myndir á sýninguna.
Samdi ég í ljósi þess lista yfír 15
lykilverk á ferli mínum, til að hann
gæti gert sér ljósa grein fyrir þróun
minni og valið úr. Var hann mjög
ánægður og sagðist mundu hafa
samband við mig eftir viku eða tíu
daga. Hann kom svo ekki fyrr en
að rúmum mánuði liðnum og þá í
sendibíl og valdi á merkilega stuttri
stund nokkrar myndir á vinnustof-
unni (5). Þóttu mér vinnubrögðin
meir en lítið flaustursleg, að ekki
sé fastar að orði komist og nokkuð
önnur en viðhöfð voru í sýningar-
nefnd FÍM í mína tíð. Lét ég þó
engar athugasemdir falla hér um.
Tvær þessara mynda þörfnuðust
innrömmunar og bað ég Gunnar
að renna við hjá innrammara
mínum í nágrenninu, sem myndi
ábyggilega taka þetta sem for-
gangsverkefni og sagðist hann
mundu gera það, en bauðst einnig
til að sjá um það sjálfur. Þetta
gerði Gunnar ekki og er ég átti
leið framhjá Kjarvalsstöðum viku
fyrir opnun sýningarinnar, leit ég
þar inn til að athuga hvemig liði
innrömmun myndanna, ég fékk þau
svör að hans eigin innrammari-
væri væntanlegur eftir helgi.
Eðlilega vildi ég vita, hvemig til
hefði tekist og hvort farið hefði
verið eftir nákvæmum fyrirmælum
mínum og hringdi því á Kjarvals-
staði á þriðjudegi. Kom Gunnar í
símann og var nú hinn undarleg-
asti og kvað einungis tvær til þijár
mynda minna fara upp á vegg, en
hinar hefðu gengið af. Ég lét skila
til hans, að hann hefði ekki fengið
eina né neina heimild til slíkra
vinnubragða frá minni hendi og
væri ég ósáttur með þau. Vildi ég
fá að skoða sýninguna og sjá,
hvemig myndimar féllu inn í heild-
ina, en það vildi hann ekki strax.
Bað ég hann þá um, að myndir
mínar yrðu teknar niður. Við þetta
mun hann hafa orðið hvumsa og
segir mér, að þá skuli ég koma og
líta á sýninguna.
Það gerði ég og var hinn róleg-
asti, en Gunnar æsti sig upp og óð
um salina með miklu handapati, en
hafði þó áður sagt, að hann skyldi
taka myndimar niður strax og
senda mér daginn eftir. Eftir hring-
ferð um salina sljákkaði í Gunnari,
enda hélt ég fullkomlega ró minni,
sagði hann myndir mínar gera sýn-
ingunni gagn og væm nauðsynleg-
ar. Vildi ég þá fara enn eina
hringferð einsamall, og var það í
lagi. Skoðaði ég áirangurinn enn
betur og leitaði Gunnar Kvaran
aftur uppi og kvaddi hann mjög
vinsamlega, en sagði ákvörðun
mína óhaggaða. Varð hann þá hinn
undarlegasti ásýndum og bað mig
um að hugsa málið betur.
Ég sagðist ekki mundu gera
neinn hávaða úr þessu, slíkt þyrfti
hann ekki að óttast, kvað sýninguna
skemmtilega, en væri þó ekki sáttur
við hana í ljósi upprunalegra stefnu-
marka. Hann bað mig enn að hugsa
málið vel og sagði ég, að best færi
á því, að hann hringdi til mín um
kvöldið eða næsta kvöld og fengi
hann þá skýr svör. Þetta gerði hann
svo ekki og lét ég kyrrt liggja.
Hér má koma fram að ég var
mjög sáttfús, ef hann tæki eitthveð
af myndunum sem af gengu á sýn-
inguna, þannig að þróun mín kæmi
skýrar fram og að auki þætti mér
illt að hafa einungis stakar myndir
á þrem stöðum, þegar aðrir væru
með tvær og fleiri. Vildi ég a.m.k.
hafa tvær á einum stað. Þetta aftók
Gunnar með öllu og hélt ég þá á
brott, en á milli okkar hafði ekki
eitt óvinsamlegt orð farið og því
síður var ég í þeim skónum að
heimta eitt né neitt. Þess má og
geta, að þær myndir sem á sýning-
unni voru, teljast ekki gerðar á
þeim árum, er ég vann ótvíræðast
og hreinast í abstraktmyndmáli.
Afstaða mín ætti því að vera
skiljanleg og af framanskráðu má
hveijum og einum vera ljóst, að ég
heimtaði ekkert og krafðist einskis
og að hér hefur listsagnfræðingur-
inn Gunnar Kvaran skipað sér á
skáldabekk.
Hins vegar er ekki úr vegi að
upplýsa, að í tveim þeim mynda,
er af gengu, kemur fram, að ég
notaði efnislega dýpt og áferð ára-
tug fyrr en listsagnfræðingum
hefur þóknast að tímasetja í listsög-
una, það skýrir e.t.v. eitthvað.
Fleira hef ég ekki að segja hér,
en vísa til greina minna, er birtust
í blaðinu 10. og 17. febrúar, og
hvika ekki frá þeim málflutningi
er þar kemur fram.
Vísa ég til heimahéraðs öllum
fullyrðingum um rangfærslur,
dylgjur og lágkúru.
Reykholtsdalur:
Bj örgunar s veit-
m Ok 20
Kieppjárnsreykjum.
BJÖRGUNARSVEITIN Ok var
stofnuð 18. febrúar 1967 og er
því 20 ára á þessu ári. Aðal-
fundur sveitarinnar var hald-
inn í Logalandi 21. febrúar
síðastliðinn. Var fundurinn vel
sóttur enda áhugi mikill á mál-
efnum björgunarsveitarinnar.
Stjórn félagsins skipa Þorvald-
ur Jónsson Hlíð, formaður,
Snorri Jóhannesson Augastöð-
um, ritari, og Bjarni Áskelsson
Laxeyri, féhirðir.
í skýrslu stjómarinnar kom
meðal annars fram að 21 útkall
var á síðastliðnu ári og þar af
18 sjúkraflutningar. Á síðastliðnu
ári var sjúkrabifreið sveitarinnar
endumýjuð og eldri bifreið seld,
sem Kiwanisklúbburinn Jöklar
gaf björgunarsveitinni fyrir
nokkrum ámm. Rekstur bifreið-
arinnar hefur ekki staðið undir
sér og er það slæmt þar sem
ara
mikilvægi hennar hefur löngu
sannað gildi sitt í þessu fjölmenna
héraði. Mun þetta vera eina sjú-
krabifreiðin hér á landi sem rekin
er alfarið af björgunarsveit. Aðrar
sjúkrabifreiðir em reknar af
Rauða krossi íslands eða öðmm
aðilum.
Samþykkt var á fundinum að
fara fram á það við sveitastjómir
í héraðinu að þær viðurkenndu
mikilvægi sjúkrabifreiðarinnar og
leggðu sitt af mörkum til að
hægt væri að reka bifreiðina
hallalaust á næstu ámm. Það er
mikið átak að kaupa og reka svo
dýra bifreið sem þessa og fjár-
hagsvandi því nokkur.
Björgunarsveitin hefur aðal-
lega aflað §ár með gæslu á
útisamkomum um hvítasunnuna
og aðrar stórhátíðar. Einnig hefur
sveitin selt jólatré og blóm fyrir
konudaginn, en ekki staðið ein
Mynd sem tekin var á fyrstu stóræfingu sveitarinnar í Húsafelli. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði tók
einnig þátt í þeirri æfingu.
að þeirri sölu og árangurinn því
verið lítill.
Björgunarsveitin Ok hefur á
að skipa mjög góðum tækjum,
þrem flugvélum sem hafa oft
komið að góðum notum við leit
að fólki, mörgum vélsleðum og
nú á þessu ári hafa mörg fjórhjól
bæst við. Era þetta hin bestu
tæki þegar þarf að fara yfír stórt
svæði sem em ófær öðmm tækj-
um. Síðast en ekki síst hefur
sveitin á að skipa mjög hæfum
mönnum til að stjóma þessum
tækjum. Leitarsvæði björgunar-
sveitarinnar er nokkuð stórt og
hefur björgunarsveitin yfír að
ráða Loran C-tæki.
í tilefni 20 ára afmælisins verð-
ur hátíðarfundur í Logalandi 14.
mars nk. Hefst fundurinn með
borðhaldi kl. 21.00. Vænst er að
sem flestir velunnarar björgunar-
sveitarinnar sjái sér fært að
mæta og taki þátt í afmælishóf-
inu.
- Bemhard