Morgunblaðið - 26.02.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDfGUR 26. FEBRÚAR 1987
37
„Verð á bor-
verkum ekki
breyst mikið“
- segir Bent S. Einarsson, skrif-
stofustjóri Jarðborana hf.
VERÐ á borverkum hefur ekki breyst mikið, að mati Bents S. Einars-
sonar, fjármálastjóra Jarðborana hf., en hins vegar segir hann, að
formbreyting hafi orðið hvað varðaði verðlagningu borverka á miðju
síðasta ári.
„Að mínu mati hefur verð á bor-
verkum ekki breyst mikið. Á miðju
síðasta ári fór hins vegar að bera
á þeim óskum verkkaupa að í stað
þess að tímagjald gilti eingöngu í
borverkum gætu verkkaupar einnig
valið á milli þess og fasts daggjalds
eða fasts tilboðsverðs í borfram-
kvæmdina alla. Mjög var svo
mismunandi þegar endanlega var
gengið til samninga við hinu ýmsu
verkkaupa hvaða kosti þeir völdu,
allt eftir eðli þeirra verka sem um
var að ræða hverju sinni," sagði
Bent í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Sú breyting á formi verðlagn-
ingar borverka er ég nefndi er því
alls óháð þeirri samkeppni, sem er
nýtilkominn í þessum efnum. Þama
er fyrst og fremst um formbreyt-
ingu að ræða,“ sagði Bent. Hann
sagði að einnig mætti nefna að
nokkrir verkkaupar hefðu viðhaft
útboð á sínum borverkum og það
kynni að vera að útboð hefðu auk-
ist í seinni tíð. „Ég veit því ekki
hversu miklu tilkoma þessa nýja
samkeppnisaðila okkar breytir um
verð, það verður framtíðin að skera
úr um. En ég vil að það komi skýrt
fram að við erum ekki í minnsta
vafa um að samkeppnin er af hinu
góða, en það fer ekki hjá því þegar
nýr aðili kemur inn í þetta þá þarf
hann að ryðja sér til rúms á mark-
aðnum. Samkepnnin hlýtur því
einnig að beinast að þjónustu og
lánafyrirgreiðslu, enda byggist
þetta á svo mörgum öðrum þáttum
en verðinu. Það er að mínu mati
mikilvægast að geta boðið góða og
hraða þjónusutu og geta brugðist
hratt og vel við hvers kyns aðstæð-
um. Það eru þessi atriði sem ég tel
að muni ráða úrslitum í þeirri sam-
keppni sem framundan er í þessari
atvinnugrein. Við höfum líka reynt
að hampa þeirri miklu reynslu er
við höfum á sviði jarðborana og
teljum við hana okkar aðalsmerki,"
sagði hann.
Bent sagði að það hefði orðið
ákveðinn samdráttur í jarðborunum
ef miðað væri við undanfarin ár og
fyrirtækið hefði auðvitað fundið
fyrir því. í því sambandi mætti
benda á að tilraunaboranir vegna
mannvirkjagerðar hefðu verið 19 á
árinu 1985, en hefði aðeins verið
ein á síðasta ári. Hann sagði að
orsakimar fyrir þessu væru án efa
margar, en slæm fjárhagsstaða
margra hitaveitna hefði áhrif þama
á, sem og umframorka í rafmagns-
kerfínu og sú stjómarstefna að
skerða verulega opinbera íjárfest-
ingarlánasjóði til jarðhitaleitar og
jarðhitaöflunar. Hann sagði að þeir
gerðu ráð fyrir að verkefnum fjölg-
aði aftur þegar frá liði. Dálítið mikil
óvissa væri um þetta ár, en nú
væri nokkuð líf í markaðnum og
undanfarið hefðu Jarðboranir hf.
einkum unnið fyrir fiskeldisstöðvar
og einstaklinga.
Frá fundi námsmanna með stjórnmálamönnum í gær
Eyjólfur Sveinsson formaður SHÍ á fundi um námslán í Háskólabíó:
„Fyrirbyggjandi að-
gerðir námsmanna“
Jón Sigurðsson: Alþýðuflokkurinn hlynntur vöxtum á námslán
„UNDANFARIÐ hefur það komið í ljós, að margir af stjórnmálaflokk-
unum hafa ákveðnar hugmyndir um ný lög um Lánasjóðinn eftir
kosningar. Þess vegna er nauðsynlegt að við spyrjum stjómmála-
mennina um þær hugmyndir áður en til kosninga kemur. Hér er
því um eins konar fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða,“ sagði Eyjólfur
Sveinsson formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands og fundarstjóri á
fjölmennum fundi námsmannahreyfinganna í Háskólabíói með tals-
mönnum stjóramálaflokkanna.
Fundurinn í Háskólabíói var und-
ir yfirskriftinni „Ertu blankur?
Verður þú blankari eftir kosning-
ar?“ Talsmenn stjómmálaflokkanna
héldu framsöguræður og voru að
því búnu pallborðsumræður.
Friðrik Sophusson sótti fundinn
af hálfu Sjálfstæðisflokksins og
byijaði hann á því að rekja í hveiju
vandi sjóðsins væri helst fólginn.
Friðrik sagði ríkisstjómina hafa
Lægri upphæðir greidd-
ar nú en sumarið 1985
- segir Friðfinnur Daníelsson, framkvæmdastj óri fsbors hf.
um 50%.
Friðfínnur sagði að undirboð í
jarðboranir væru ennþá ekki farin
að tíðkast og allar áætlanir þeirra
hefðu staðist til þessa. Ef verkefni
héldust upp að ákveðnu marki og
„ef samkeppnin fer ekki út á það
að stóri bróðir píni verð niður úr
öllu valdi, þá er ekki annað að sjá
en framtíð fyrirtækisins sé björt.“
UMTALSVERÐ verðlækkun hefur orðið á jarðborunum eftir að
fyrirtækið ísbor hf. tók til starfa síðastliðið haust, að sögn for-
ráðamanna fyrirtækisins. Friðfinnur K. Daníelsson, framkvæmda-
stjóri ísbors, segir að verð hafi lækkað svo um munar og hann viti
til þess að i vissum tilvikum séu greiddar lægri upphæðir fyrir boran-
ir fyrir hliðstæð verk og voru greiddar á miðju ári 1985.
Friðfinnur sagði að forráðamenn tilvikum gæti verðlækkunin numið
fyrirtækisins væru afskapalega
ánægðir með gengi þess hingað til,
þótt við byijunarörðugleika hafí
verið að glíma, eins og alltaf mætti
búast við. Hann sagði að nóg hefði
verið af verkefnum og nóg virtist
vera að gera framundan. Fyrirtæk-
ið hefði verkefni út næsta mánuð
og ef allt gengi eftir þá væri um
verkefni að ræða langt fram eftir
sumri. Þá væri alltaf sá möguleiki
fyrir hendi að skapa ný verkefni,
en þeir hefðu ekki þurft að vera
með mikla markaðskynningu, þar
sem eftirspumin eftir bomum hefði
verið það mikil.
ísbor er með bor, sem getur bor-
að 24-26 tommu holur og mesta
dýpt borholu getur orðið 12-1600
metrar eftir aðstæðum. „Það er
engin spuming að með tilkomu
samkeppninnar hafa verðin lækkað,
þar sem nú hefur í fyrsta sinn skap-
ast aðstaða til að leita eftir útboðum
í verkefni. Það hefur alla tíð verið
óheyrilega dýrt að bora, meðal ann-
ars vegna þess að tækin vom leigð
út í tímaleigu og síðan fór það eft-
ir því hvað tók langan tíma að bora,
hvað holan kostaði. Það er erfítt
að alhæfa um verðlækkanir, en ég
veit um tilboð sem var einn þriðji
af tiiboði Jarðborana hf.,“ sagði
Friðfínnur og bætti við að í vissum
Hann benti á að kostnaði við
stjómun fyrirtækisins væri haldið í
lágmarki. Hann væri þar einn
starfsmaður, samanborið við 6-8
manns við skrifstofu- og stjómun-
arstörf hjá keppinautnum. Háar
ijárhæðir spömðust vegna sam-
keppninnar, þar sem nú væri talið
að borun einnar háhitaholu til dæm-
is við Kröflu kostaði um 40 milljónir
króna. Hann sagði að mikið bærist
nú af fyrirspumum um jarðboranir
frá bændum og litlum sveitarfélög-
um, sem hefðu ekki haft bolmagn
til að bera kostnað af borunum
áður, og nú væri verið að kanna
fjármögnunarleiðir til að gera
smærri aðilum bomn mögulega.
Loðnuveiöin:
Stund milli stríða
Frystingu lokið og hrognataka á döfinni
FREMUR rólegt er nú yfir
loðnuveiðunum. Eins konar
stund milli stríða, þar sem
frystingu er lokið og hrogna-
taka ekki hafin. Mikið af loðnu
er við suður- og suðaustur-
ströndina og segja menn, að við
Hvítinga sé feikilega stór
ganga á ferðinni vestur um.
Flest skipanna, sem fengu afla
á miðvikudag, vom við Hvítinga,
en loðnan er einnig veiðanleg við
Ingólfshöfða, Hjörleifshöfða og
út af Selvogi.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, fékk Huginn VE 400 lestir
á þriðjudag. Síðdegis á miðviku-
dag höfðu eftirtalin skip tilkynnt
um afla: Helga II RE 530, Esk-
fírðingur SU 630, Höfrungur AK
920, Hilmir II SU 590, Sighvatur
Bjamason VE 170 og Gísli Ámi
RE 640.
reynt að leysa þennan vanda og
hefðu stjómarflokkamir komið sér
saman um Ieiðir, sem framsóknar-
menn hefðu síðan hlaupið frá. „Ég
hef hins vegar ekkert yfír náms-
mönnum að kvarta. Þeir stóðu vel
að sínum málum og hæli ég þeim
fyrir þeirra málflutning."
„Hvað verður síðan gert eftir
kosningar er annað mál. Sjálfstæð-
isflokkurinn gerir málefni Lána-
sjóðsins ekki að neinu kosninga-
máli, nema að því leyti, að ná þarf
fram upphaflegum markmiðum nú-
verandi laga og emm við tilbúnir
til að leita allra leiða, sem að gagni
geta komið."
Friðrik tók aðspurður það sér-
staklega fram, að hugmyndir
Sverris Hermannssonar um Lána-
sjóðinn væri ekki stefna Sjálfstæð-
isflokksins.
Finnur Ingólfsson mælti næst
fyrir hönd Framsóknarflokksins.
Hann ræddi m. a. um þau mark-
mið, sem hans flokkur setti sér fyrir
næstu kosningar varðandi UN.
Sjóðurinn eigi að vera framfærslu-
sjóður, taka eigi tillit til aðstæðna
námsmanns, endurgreiðslur séu
telqutengdar og að stefna eigi að
sem hæstum endurgreiðslum.
Jón Sigurðsson mætti af hálfu
Alþýðuflokksins og reifaði hann
hugmyndir sínar um Lánasjóðinn.
Jón taldi karp um hækkað endur-
greiðsluhlutfall lítils virði, þar sem
námslánin kostuðu meira fé en sem
næmi útlögðum kostnaði. Þegar lán
væru tekin erlendis væri vaxta-
kostnaður mikill og þegar fé væri
tekið með skattlagningu væri notað
fé, sem ella hefði verið unnt að
nota í arðbærri fjárfestingu eða til
að endurgreiða erlendar skuldir.
„Hugmyndir Finns og Friðriks
breyta litlu um fjárþörf sjóðsins og
draga auk þess úr jafnrétti til
náms.“ Jón varpaði þeirri hugmynd
hins vegar fram til umhugsunar að
taka upp lágmarksvexti á námslán.
„Ef fyrirsjáanlegt er að þeir dragi
úr jafnrétti til náms, teldi ég rétt
að setja þak á þessi lán, en þegar
væri komið yfír þakið yrðu veitt
vaxtalaus lán eða styrkir." Um
upphæð námslána sagði Jón að þau
væru vissulega lág, en hann teldi
það ekki rétt að hækka þau, heldur
væri heppilegra að minnka frádrátt
tekna námsmanns af lánum, þ. a.
hann yrði ekki meiri en jaðarskatta-
hlutfallið, eða 35%.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins sagði að sam-
kvæmt núgildandi lögum ættu^
námslán að vera 26.850 kr. á mán-
uði og væri munurinn 5.500 frá því
sem nú væri og til þess að standa
við lögin þyrfti að auka framlag til
sjóðsins um 360 milljónir.
Kristín Halldórsdóttir sótti fund-
inn af hálfu Kvennalistans og varði
hún núverandi lög um sjóðinn og
sagði orsök vandans vera fram-
kvæmd laganna en ekki lögin sjálf.
Hafnaði hún öllum hugmyndum um
lántökugjald, vexti, þak og styrkja-
kerfi.
Af hálfu námsmanna talaði
Kristinn H. Einarsson fram-
kvæmdastjóri BÍSN. í máli hans
kom fram, að í stað þess að gefa
núverandi lögum tækifæri til að
sanna gildi sitt, hefði Sverrir Her-
mannsson staðið fyrir sífelldum
árásum á námsmenn og rægt þá.
Hefði hann skert lánin um 15% og
lagt til að taka upp vexti, lántöku-
gjald og innheimtugjald. „Þessu var
alfarið hafnað af námsmannasam-
tökunum og náðist með þeim
einstök samvinna.“
Um skerðinguna sagði Kristinn,
að hún hefði á sínum tíma verið
réttlætt með því að námslán væru
orðin hærri en lægstu laun, en þeg-
ar launin væru nú orðin hærri,'
ætti röksemdin greinilega ekki
lengur við. „Það er ljóst að lánin
duga engan veginn til framfærslu.
Inni í henni er t. d. lagt til grund-
vallar að 3. 437 kr. fari í húsnæðis-
kostnað, á sama tíma og ódýrasta
leiguhúsnajðið á garði kostar 4. 500
og meðalleiguverð á lftiUi íbúð 12.
- 15.000 kr. Námskröfur í nútíma-
skóla gera ekki ráð fyrir því að
námsmenn vinni með skóla."
Að síðustu sagði Kristinn: „Eng-
um stjómmálaflokki verður liðið að
taka ekki afstöðu til Lánasjóðsins,
né heldur að svíkja loforð sín.“
Sýning
á vöðusel
ÁHUGAMANNAHÓPUR um
byggingu náttúrafræðihúss
stendur fyrir skyndisýningu á
vöðusel í anddyri Háskólabíós í
kvöld kl. 20.30.
Uppstoppaður vöðuselsgemling-
ur, Dropi, verður til sýnis ásamt
almennum fróðleik um vöðuselinn.-
Erlingur Hauksson sjávarlíffræð-
ingur mun kynna lifnaðarhætti
vöðusela og komu þeirra til landsins
fyrr á árum og verður stutt mynd-
band af vöðusel sýnt jafnhliða.
Erlingur mun einnig svara spum-
ingum sem upp kunna að koma.
Sýningin stendur fram yfír helgi.