Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 47

Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 47 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um nokkur birtingarform fiska- merkisins (19. feb.-19. mars). Hafiö Tákn Fisksins er vatnið og þá sérstaklega hið breytilega og óendanlega form þess, hafið. Það lýsir eðli merkis- ins ágætlega, þeim eiginleik- um Fiska að taka á móti öllu, að aðlagast hvaða formi sem er, að gefa eftir en umlykja og vera í raun stærra en allt. Vitund fisks- ins er eins og hafið, alls staðar og allt umlykjandi. Heimspek- ingurinn Ég rakst á viðtal í ágætu blaði hér á dögunum. Þar var spjallað við heimspeking um verk hans. í nokkrum hendingum fór hann vítt og breytt yfir sögu mannkyns- ins, nefndi áhrif heimspek- inga á aðra heimspekinga og heiminn, rakti áhrif nokk- urra manna á mannkynssög- una. Þessum manni, sem er í Fiskamerkinu, var jafn tamt að ræða um aldir og stóra atburði í mannkyns- sögunni, og öðrum að ræða um vindáttir og veðurfar. Heildin Þetta dæmi er kannski ekki sérlega sláandi en gefur hugmynd um hvað átt er við þegar talað er um stóra og yfirgripsmikla hugsun. Sá Fiskur sem þroskar hugann og beitir hæfileikum sínum, getur dregið marga þætti saman í eina heild. Hann getur lesið heildina. Alheimurinn Auðvitað finnst hinum venjulega manni, þ.e. þeim sem ekki eru í Fiskmerkinu, viðkomandi hálf undarlegur, í besta falli háfleygur eða ef vel lætur gáfaður. Albert Einstein var t.d. Fiskur sem telst gáfaður. Við nánari umhugsun sjáum við að það er eðlilegt að hann skyldi vera í Fiskamerkinu. Aðal- viðfangsefni hans var eðlis- fræði, ekki minna fag en gerð og eðli alheimsins. Tómið Sókn Fisksins í hafið getur hins vegar haft aðrar og verri afleiðingar en heim- spekilegar ályktanir. Þá á ég við þá Fiska sem virðast týndir og hálf ráðvilltir. Það er svo að sumir í þessu merki eiga erfitt með að finna sér sess i lífinu og vita hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur. Ástæðan er lfkast til sú að hafið er stórt, að svo margir möguleikar bjóð- ast að ekkert eitt finnst. Einnig má kannski segja að hin harða lífsbarátta hvetji Fiskinn ekki til að rækta hæfileika sína. FrelsiÖ Kannski á ráðleysið, eða það sem virðist vera svo, rætur að rekja til hræðslu við það að festast í netinu, að binda sig niður á einn stað. Fiskur- inn þarf að hafa yfírsýn, þarf að geta farið víða til að fullnægja forvitni sinni. Maður sem er dæmdur til að skilja allt og vera alls staðar, þarf að vera alls staðar í bókstaflegri merk- ingu. Hann getur ekki bundið sig á einn bás. Við ættum því kannski að hætta að vorkenna Fiskum, hætta að undrast sveiflur þeirra og margbreytileika, og skilja hann fyrir það sem hann er: Fiskinn sem þarf að upplifa og synda frjáls í hafinu. GARPUR ANMAOEH LÉTT VEKK. É3 EE.OREMNN O F /M'ATT- FARINM TIL AO LOSA A1K5! X-9 TOMMI OG JENNI iiMiM;wnHiiiiiiwi8;iiinniiiii»;i»«i«wuni»;nmiiinuminiiii.ninw»i»iii»iiHmiiiiiHUUiimi»»niKHniH»nimu UOSKA _ EípNOTAMíN-M "\ raAR SÉRSTÖKU AÐ- Lj ^ i HVREOU/M MANUPl 5ET ÉG ALLA MÍMA EEIHN- INGA \ KASSA. - OG PEGAR kASSlMN ER FULLUR, FLVT B3 TIL y , ANNAKAR borgar' FERDINAND SMAFOLK LOOKS PREm GOOP, POESN'T it? Actually, it LOOKEP BETTEK FRO/A, A PISTANCE! © 1985 Unlted Feature Syndlcate.lnc. 9-/Z Kvöldmatur! Finnst þér þetta ekki girni- legt? Satt að segja leit það betur út í fjarska! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þriggja hjarta samningur suðurs sýnist dæmdur til að fara einn niður. Eða eru ekki tveir tapslagir á lauf, einn á spaða og tveir á tromp? Austur gefur, enginn á hættu. Norður ♦ KDG ♦ Á943 ♦ Á872 ♦ 82 Vestur ♦ 10874 ♦ 62 ♦ 10654 ♦ DG10 Austur ♦ Á93 ♦ KD5 ♦ G93 ♦ ÁK96 Suður ♦ 652 ♦ G1087 ♦ KD ♦ 7543 Vestur Norður Austur Suður — — 1 grand Pass PASS Dobl Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2hjörtu Pass Pass 3hjörtu Pass Pass Það verður að teljast býsna hörð ákvörðun hjá norðri að dobla 16—18 punkta grand aust- urs, en hitt var hrein vitfirring að lyfta tveimur hjörtum makk- ers í þijú. Hann var kominn í gott spil í tveimur hjörtum og hefði átt að láta þar við sitja. Vestur spilaði út laufdrottn- ingu og síðan gosanum þegar hún átti slaginn. Skipti svo yfir í tígul. Einföld punktatalning leiddi í ljós að austur hlaut að eiga hjónin í hjarta, og því ákvað sagnhafi að spila upp á einhvers konar innkast í lokin. Hann tók á tígulhjónin heima, trompaði lauf og spilaði spaða. Austur drap strax á ásinn og kom sér út á tígli: Norður ♦ DG ♦ Á94 ♦ Á8 ♦ - Vestur ♦ 1087 ♦ 62 ♦ 106 ♦ - Austur ♦ 93 ♦ KD5 ♦ 3 ♦ Á Suður ♦ 65 ♦G1087 ♦ - ♦ 7 Sagnhafi trompaði tígulinn heima, stakk síðasta laufið í borði, tók spaðana og spilaði tígulás. Austur átti aðeins hjónin þriðju eftir í hjarta og vaið að sætta sig við að fá þar aðeins einn slag. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu f Hastings, sem nú er u.þ.b. að ljúka, kom þetta endatafl upp f skák stór- meistaranna Plaskett, Eng- landi, sem hafði hvftt og átti_ leik, og Bent Larsen. Larsen lék sfðast 38. - Hd2-g2?? I! É\ W//W. m Plaskett er hreinlega þvingað- ur til að leika vinningsleiknum: 39. Bc8! - Hd6 (ekki 39. - Hb6?, 40. a5 - Hb5, 41. Bd7) 40. Bxb7 — Hdd2, 41. a5 og Plaskett vann um sfðir. Hrikaleg yfirsjón þjá Larsen, sem hreinlega gieymdi að hvfti biskupinn gat farið til c8. Hann ætti e.t.v. að fara til augnlæknis!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.