Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 63

Morgunblaðið - 26.02.1987, Side 63
Starfrækir Borgarspít alinn vinnubúðir? Nú þegar komið er að því að skatt- greiðendur útfylli skattframtalið, finnst mér tímabært að greina frá úrskurði ríkisskattstjóra og ríkis- skattanefndar um skattstofn, sem mér barst í haust. Finnst mér í því tilfelli að skatt- heimtan seilist heldur langt eftir skattpeningi. Rétt er að geta þess að ríkisskattanefnd var ekki sam- mála um þennan úrskurð. Málavextir eru þeir að um haustið 1984 þurfti ég að dvelja á Borg- arspítalanum um tíma. Þar sem ekki var talin ástæða til þess að ég væri rúmliggjandi, var mér boðið að vera á deildinni á Amarholti og hef ég ekki nema gott eitt að segja um dvöl mína þar. Sjúklingum, sem þar dvelja og hafa fótavist, eru fengin ýmis störf við hæfi hvers og eins. Sannfærðist ég um nauðsyn þess að hafa eitthvað að starfa og við sem þama dvöldum litum á þetta sem hluta af okkar læknismeðferð, sem flokkaðist undir iðjuþjálfun. Var mér tjáð að greitt væri lítillega fyrir þessi störf enda vorum við jafnframt að skapa verðmæti, vöru sem seld var m.a. Reykjavíkurborg. Sjúklingar gátu fengið útborgað vikulega á útborgunardögum. Fékk ég tvisvar greitt með ávísun og spurðist ég fyrir um það eitt sinn hvort þessar greiðslur væm skatt- skyldar, og var sagt að svo væri ekki. Eftir að hafa dvalið 11 vikur í Amarholti útskrifaðist ég 12. des. 1984. í janúarbyijun 1985 fæ ég senda ávísun frá Amarholti sem loka- greiðslu. Síðar í janúarmánuði fæ ég svo bréf frá launadeild Reykjavíkur- borgar með launaseðlum og launa- uppgjör fyrir árið 1984. Kom mér það á óvart því að ég vissi ekki til þess að ég hefði ráðið mig til starfa hjá Reykjavíkurborg. Það kom fram á þessum launaseðl- um að ég hafði unnið eftir kjara- samningum Sóknar og verið á þremur mismunandi kauptöxtum og haft í tímakaup kr. 19,06, kr. 33,89 og upp í kr. 42,38. Einnig var þar upplýst að þetta væri fyrir vinnu í Amarholti. Hvað um það, mér hafði verið sagt að þetta væm ekki skattskyldar greiðslur og ég taldi þær því ekki fram á skattframtalinu. Þann 9. des. 1985 fæ ég svo bréf frá skattstofu Vestfjarðaumdæmis. Er beðið um skýringu á kr. 11.088, sem launa- deild Reykjavíkurborgar hefur upplýst stofnunina um. Bréflega skýri ég skattstofunni frá hvemig þessar greiðslur em til komnar. Þann .urojjiiílín 'Ut ()iiii 23. jan. 1986 fæ ég aftur bréf frá skattstofunni. Ég hef reynst ber að skattsvikum og mér gert að greiða viðbótarskatt kr. 4.554,00 af þessum kr. 11.088. Þegar ég er svo að ganga frá skattframtalinu í janúar 1986 fæ ég aftur bréf frá launadeild Reykjavík- urborgar. í bréfínu er launamiði og uppgjör á launum fyrir vinnu í Am- arholti árið 1985, alls kr. 2.021,00. Er þar þá trúlega komin upphæð- in sem var á ávísuninni er ég fékk frá Amarholti í jan. 1985. Af fram- ansögðu taldi ég rétt að setja þessa upphæð á skattframtalið. Var mér nú fyrst orðið ljóst að f þessu basli mínu við að ná heilsu í Amarholti hafði mér áskotnast kr. 13.109 á 11 vikum úr sjóðum Reykj avíkurborgar. Hér er ekki um stóra upphæð að ræða en þar sem þessar greiðslur vom fengnar við óvenjulegar aðstæð- ur og ég komst í tölu skattsvikara þeirra vegna datt mér í hug að gam- an væri að fá úrskurð ríkisskatta- nefndar um þennan skattstofn. í bréfi sem ég sendi ríkisskatta- nefnd lýsti ég málavöxtum og taldi að ég hefði ekki ráðið mig í vinnu hjá Borgarspítalanum eða Reykjavíkurborg. Ég hefði verið við störf í iðjuþjálfun, að ráði læknis. Ef svo væri ekki þá væri hér um vinnubúðir að ræða, þar sem sjúkl- ingar væm látnir vinna á röngum forsendum á smánarkaupi. Úrskurð- ur nr. 495 frá ríkisskattstjóra og ríkisskattanefnd er dags. 23. sept. 1986. Þar segir m.a. „að kærandi hafi fengið kr. 11.088 í greiðslu á árinu 1984 frá Reykjavíkurborg vegna vinnu í Amarholti, Kjalameshreppi, samanber launauppgjör greiðanda." Lagagreinin sem þetta er byggt á er þannig rituð: „Samkvæmt 1. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt, væri end- urgjald fyrir hvers konar vinnu, þjónustu eða starf skattskyldar tekj- ur.“ Það getur verið að launadeild Reykjavíkurborgar telji, að sjúkling- ar sem læknar vista í Amarholti séu ódýrt vinnuafl í vinnubúðum, en ég hef ekki þá trú á því að læknar Borg- arspítalans séu á sama máli. Glerharða laga- og reglugerðar- menn eins og ríkisskattstjóra og hans starfsmenn er víst ekki hægt að væna um vanrækslu. Vera má, að skattrannsóknar- menn finni skattsvikarana sem þeir leita sem mest að meðal sjúklinga á sjúkrahúsum landsins. Ríkisskattstjóri virðist líta þannig á málið að ég hafi verið í vinnu hjá Reykjavíkurborg í Amarholti, en hann lætur því ósvarað hvort greiðsl- ur fyrir störf í iðjuþjálfun eða vinnubúðum væri skattskyldar. Það væri gaman að heyra álit for- stjóra Borgarspftalans á því hvort hann telji Borgarspftalann vera vinnuveitanda sjúklinga, starfræki vinnubúðir eða sjúklingar stundi þar iðjuþjálfun. Eg vona svo að hagur sjúklinga Borgarspítalans versni ekki þó þeir verði gerðir að ríkisstarfsmönnum í framtíðinni. 2787-4606 Pt Biii 1530 1537 Þessir hringdu . . CAS Það koma blöð á Vífilsstaðaspítala Ólína hringdi: í Velvakanda í síðustu viku segir kona að hún hafi komið f heimsókn á Vífilsstaðaspítala og þar hafi eng- in dagblöð fengist. Þetta er rangt. Það koma öll blöð á spftalann nema Morgunblaðið og DV. Gullúr fannst Þórdís hringdi: Ég fann gullúr á miðvikudags- kvöldið við Stekkjabakka. Það er af gerðinni Pierpont. Eigandi get- ur haft samband við mig í síma 72013. Broddurinn hljóp ekki Kona úr austurbæ hringdi: Á dögunum var seldur broddur niður í Austurstræti. Ég keypti tvær flöskur af brodd á hundrað krónur stykkið. En þegar heim var komið kom svo i ljós að hann var orðinn það gamall að hljóp úr hvomgri flöskunni. Ég hef hitt þijár konur sem hafa lent í þessu sama. Hljómtækja- og videoskápar fástíbeiki, kótó, mahogny, svörtu og hvítu. husgagna höllin REYKJAVlK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.