Morgunblaðið - 26.02.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 26.02.1987, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987 ítalska knattspyrnan: Napólí líklegir meistarar í fyrsta sinn í 60 ára sögu félagsins Frá Brynju Tomar á italfu. DIEGO Maradona og félagar hans I Napólí eru nú nœsta ör- uggir Ítalíumeistarar f knatt- spyrnu. Eftir 1:0 sigurinn gegn Torfnó á sunnudaginn hefur iiöiö unnið sór inn 30 stig og er því í fyrsta sæti f deildinni. í öðru sæti er Inter Milan með 26 stig og í þriðja til fjórða sæti eru Roma og Juventus með 25 stig hvort. Ef Napólf vinnur meistaramótið f ár verður það f fyrsta sinn f 60 ára sögu fétagsins. Hann var sætur sigurinn íTórínó á sunnudaginn er Napólí vann „Toro.“ Liðið hefur svo að segja tryggt sér meistaratitilinn, meðan Juventus, núverandi meistarar, veröa að láta sér nægja þriðja til fjórða sæti. Aðdáendur Napólí eru frá sér numdir af kæti yfir sigur- göngu liðsins, sem hingað til hefur aðeins tapað einum leik. Diego Maradona, hinn stórsnjalli leik- maður Napólí, á stóran þátt í velgengni liðsins, en hann var keyptur af Barcelona sumarið 1984. Gulldrengurinn hetja Napoli Fyrsta leikárið með Napólí lék Maradona 30 leiki og skoraði alls 2. deild kvenna: Kef lavík f efsta sæti Keflavfk ÍBK-STÚLKURNAR skutust upp í efsta sætið f 2. deild kvenna f handknattleik á sunnudaginn. Þá unnu þær Hauka 20:14 eftir að staðan hafði verið 10:4 f hálfleik, en leikurinn fór fram f Keflavík. Þegar í upphafi náðu ÍBK-stúlk- urnar góðum tökum á leiknum, en seinni hálfleikur var mun jafnari. Haukastúlkunum tókst aldrei að ógna sigri ÍBK að þessu sinni og duttu úr efsta sætinu fyrir vikið. Þrjár umferöir eru eftir og á ÍBK mikla möguleika á að vinna sér sæti f 1. deild á næsta keppn- istímabili. qq Dómarar HSÍ: Námskeið DÓMARANEFND HSÍ gengst fyrir dómaranámskeiði dagana 2., 3. og 5. mars fyrir þá, sem hyggjast taka héraðsdómarapróf og þá sem ætla f landsdómarapróf. Kennsla hefst klukkan 19 öll kvöldin og fer fram f íþróttamið- stöðinni f Laugardal. Prófleikir veröa helgarnar 6. - 8. mars og 13.-15. mars. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu HSÍ fyrir klukkan 18 á morgun, föstudag, en gjaldið er þúsund krónur fyrir hvern þátt- takanda. Bersamótið: Úrslit í dag ■p FLENSBORG og MR leika til úr- slrta í Bersamótinu f handbolta og hefst leikurinn klukkan 16.30 í dag f íþróttahúsinu við Strand- götu f Hafnarfirði. Lið úr tólf framhalsskólum hófu keppni, en leikið var með útsláttarfyrirkomu- lagi. 14 mörk. Á síðasta keppnistíma- bili lék hann 29 leiki og skoraði 11 mörk. Hingað til hefur „El nino de oro“ eða „Gulldrengurinn" skorað átta mörk í 19 leikjum, en alls hefur liðið skorað 32 mörk á þessu keppnistimabili. „Búnir að missa af titlinum" Juventus gerði 1:1 jafntefli við Milan á sunnudaginn. „Við erum búnir að vera,“ sagði Michel Plat- ini í búningsherbergi Juventus að leik loknum. „Við reynum allt sem við getum og vonum að Napólí tapi leik, en allt kemur fyrir ekki. Ég fæ ekki séð hvað við getum gert til að halda titlinum, við verð- um bara að miða að því að vinna hann aftur næst,“ segir Platini dapur í bragði. Serena er örlítið bjartsýnni. „Fimm stiga munur er mikill en þarf ekki að vera of mikill. Við eig- um enn möguleika." Laudrup hefur ollið vonbrigðum Aðdáendur Juventus eru að von- um óánægðir með árangur liðsins til þessa og sætta sig ekki við að „sterkasta lið í heimi" skuli hafna í fjórða sæti, sem liðið stefnir í með þessu áframhaldi. Sumir segja að Platini sé orðinn of gam- all og sé ekki lengur „gamli góði Platini". Aðrir segja að Laudrup hafi valdið miklum vonbrigðum, hann hafi í upphafi lofað góðu, en augljóst sé að „norræna blóðið sem rennur í æðum hans sé kalt, og hann hafi ekki nægilega mikið keppnisskap". Þá eru enn aðrir sem kenna Marchesi, þjálfara Juve, um slaka frammistöðu liðsins og segja hann ekki nógu ákveðinn og hvetjandi. „Ég held að það séu margar ástæður fyrir því að liðinu gengur ekki vel í ár," sagði Angelo Caroli í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins. Angelo er ölium hnútum vel kunnugur því hann lék með Juventus um nokkurra ára skeið og starfar nú sem íþróttafréttarit- ari dagblaðsins La Stampa iTórínó.,, Það er rétt að Platini er ekki lengur sama stórstirnið og fyrir nokkrum árum og það hefur sitt að segja," segir hann og bæt- ir við: „Ég er einnig sammála þeim sem gagnrýna Laudrup því hann hefur ekki blómstrað eins og menn bjuggust við. En þess ber að gæta að liðið hefur verið óvenju óheppið því leikmennirnir hafa átt við mikil meiðsli að stríða undanfarið. Ég hef heyrt talað um að Marchesi sé ekki nógu harður og hvetjandi, hann tali lítið við leikmennina i leik- hléi og eftir leikina, en ég get ekki sagt neitt um það með vissu. Hann tók við Ítalíumeisturum sem að sjálfsögðu vildu halda titlinum, en margir af bestu leikmönnunum Skotfimi: Eiríkur vann EIRÍKUR Björnsson sigraði í skammbyssukeppni, sem haldin var f Baldurshaga um síðustu helgi. Þátttaka var góð og mótið gekk vel fyrir sig undir stjórn Axels Sölvasonar og Gunnars Kjartans Gunnarssonar, en hver keppandi skaut 30 skotum. Eiríkur hlaut 282 stig, en Hann- es Haraldsson hafnaði i 2. sæti með 267 stig. Steinar Ingason fékk 264 stig og Þorsteinn Asgeirsson 242 stig. hafa átt stríða." við alvarleg meiðsli Platini eða Laudrup víkja fyrir Rush Umræður standa nú yfir um það hvort leyfa eigi þrjá erlenda leik- menn í fyrstu deildar liðum á ítalú, en sem stendur eru einungis leyfð- ir tveir erlendir leikmenn í hverju liði. Menn eru að vonum ekki allir á sama máli hvað þetta varðar en Angelo Caroli sagðist eiga von á að þessari reglu yrði ekki breytt strax. „Ég á von á að á næsta keppnistímabili verði sama reglan í gildi og í ár. Það getur verið að fyrir þarnæsta tímabil verði þriðja manninum bætt við." Þá vaknar spurningin um hvað Juventus- menn hyggjast gera því eins og kunnugt er hefur liðið keypt lan Rush frá Liverpool, sem yrði þriðji útlendingurinn í liðinu. Hvort „gamli maðurinn" Platini eða „víkingurinn" Laudrup verði að víkja fyrir Rush er spurning sem brennur á vörum margra. „Ég hugsa að Platini verði látinn fara," segir Angelo Caroli. En eitt er víst, að Rush kemur til með að leika með Juventus á næsta leikári. „Það var ákveðið fyrir einu ári og er engin spurning," segir Franc- esco Morini íþróttalegur fram- kvæmdastjóri Juventus. Ákvörðunin um hvor þeirra tveggja verði að víkja fyrir Rush kemur því ekki í Ijós fyrr en að loknu þessu keppnistímabili. • Laudrup hefur leikið illa með Juventus f vetur miklum vonbrygðum. Morgunblaðið/Bjarnl og hefur valdið • Diego Maradona hefur leikið mjög vel með Napoií í vetur og á hann ekki minnstan þátt í að liðið hefur nú mikla möguleika á að vinna meistaratitilinn í fyrsta sinn frá stofnun þess. Hér er hann f leik gegn Juventus en þann leik vann Napolf 3:1. Sund: Vestramótið VESTRAMÓT í sundi fer fram í Sunhöll ísafjarðar á sunnudag- inn. Þetta er opið mót og er búist við keppendum víða að. Mótið verður í tveimur hlutum. Yngra sundfólkið byrjar kl. 11 og þau eldri kl. 16. Golfskóli Drummond JOHN Drummond hefur nú opnað golfskóla sinn og er hann til húsa að Tangarhöfða 3. Drummond mun þar kenna byrj- endum sem lengra komnum kúnstina við að ráða við litla hvíta boltann og verður bæði kennt í hóptímum og einstaklingstímum og stuðst verður við myndbands- upptökur þannig að menn sjá betur hvað að er. Skólinn er opinn frá 16.30 til 21 virka daga og frá 12 til 16 á laugar- dögum og er síminn þar 689183. Hraðskákmót hjá Þrótti Hraðskákmót Þróttar verður haldið í kvöld í Þróttheimum og hefst klukkan 20. Öllum er heimil þátttaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.