Morgunblaðið - 26.02.1987, Page 68
STERKTKDRT
VZterkurog
k J hagkvæmur
augiýsingamiöill!
JlfofgllllMjlfrffe
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
•-T-
Frysting
á loðnu-
hrogn-
umhafin
Grindavík.
„ÉG ætla að reyna hrognafryst-
ingu núna til að prófa tækin eftir
breytingar," sagði Willard Óia-
son skipstjóri á Grindvíkingi GK,
í gærkvöldi.
„Við köstuðum út af Reykjanesi
í gærkvöldi á loðnu sem reyndist
hafa um 22% hrognafyllingu svo
það er ekki eftir neinu að bíða.
Kökkurinn var svo mikill við bátinn
að mér datt í hug að setja dæluna
beint í sjóinn og dæla," sagði Will-
ard.
Kr. Ben
Samnorræn-
ar skjálfta-
mælingar á
Suðurlandi
FRAMKVÆMDIR HALFNAÐARIHELGUVÍK
FRAMKVÆMDIR við olíuhöfn-
ina í Helguvík eru nú hálfnað-
ar. Búið er að gera mikið
gijótnám fyrir ofan höfnina og
hlaða brimvarnargarð sem er
150 metra langur. Þótt þessar
framkvæmdir virðist smáar
séðar úr lofti má sem dæmi
nefna að hver „hnullungur" í
varaargarðinum vegur 2-7
smálestir. Þar sem nú eru allt
að 30 metra djúpar gryfjur var
áður fast berg, þverhnípt í sjó
fram.
I vamargarðinn hefur þegar
farið ein milljón tonna af efni,
en hann á eftir að lengja um
200 metra áður en yfir lýkur.
Floti vörubila, sem hver vegfur
allt að 35 tonnum, er notaður
við að aka gijóti í flutninga-
prammann sem sést í höfninni
og í birgðageymsluraar, sem
eru gijótflákamir fyrir ofan
gryfjurnar efst á myndinni.
Byijað er að vinna við að
steypa ker í viðlegukant hafn-
arinnar. Fer sú vinna fram í
höfninni í Straumsvik. Áætlað
er að öllu verkinu ljúki i des-
ember 1988. Verktakasam-
steypan Núpur vinnur verkið.
Helsinki, frá Karli BlöndaJ, blaðamanni
Morgunblaðsins.
EIÐUR Guðnason mælti i gær
fyrir tillögu um að hefja sam-
norrænar jarðskjálftamælingar
á Suðurlandsundirlendi og var
hún samþykkt með 52 atkvæðum.
Eiður sagði að rannsóknirnar
ættu að miða að því að draga úr
hættunni sem fylgdi jarðskjálftum.
Hann sagði að þessar áætluðu rann-
sóknir væru í raun hluti af evrópsku
samstarfí um skjálftarannsóknir.
Evrópuráðið hefði bent á fímm jarð-
skjálftasvæði sem bæri að rannsaka
sérstaklega og Suðurlandsundir-
lendið væri eitt þeirra.
Ráðgert er að vísindamenn á
Norðurlöndum vinni saman að þess-
um rannsóknum. Eiður sagði í ræðu
sinni að menningamefndin tæki
sérstaklega fram að rannsóknimar
kæmu öllum Norðurlöndum til góða
þótt þær væru vitaskuld sérstak-
lega mikilvægar fyrir íslendinga.
Til dæmis gætu rannsóknimar auð-
veldað að hanna kerfí til að greina
skjálfta og einnig varðandi sam-
skipti og byggingatækni.
mmm
Short með
fullt hús
EKKERT lát er á sigurgöngu
Nigels Short á IBM-skákmót-
inu. í gærkvöldi lagði hann
Jan Timman á sannfærandi
hátt. Á blaðsíðum 64 og 65
eru skákskýring, úrslit og við-
tal við Short.
Ríkið hafnar öllum tilboðum í graskögglaverksmiðjurnar:
Ovíst hvort fram-
leiðsla hefst í vor
STJÓRNVÖLD hafa hafnað öllum þeim tilboðum sem bárust í gras-
kögglaverksmiðjur rikisins á dögunum. Jafnframt hefur tilboðs-
gjöfum verið boðið upp á að gera betri tilboð fyrir 10. mars. Búast
má við að stærstu ríkisverksmiðjumar verði lokaðar í sumar og að
litil graskögglaframleiðsla verði á vegum ríkisins, vegna mikilla
graskögglabirgða.
Ríkið auglýsti þijár grasköggla-
verksmiðjur, Fóðuriðjuna í Ólafsdal,
Stórólfsvallabúið við Hvolsvöll og
graskögglaverksmiðjuna í Flatey,
til sölu í lok síðasta árs og fékk 9
Tæknigarður stofn-
aður við Háskólann
Framlag Reykjavíkurborgar verður 50 millj. á tveimur árum
REYKJAVÍKURBORG, Háskóli íslands, Félag islenskra iðnrekenda
og forsvarsmenn í atvinnulífinu, hafa ákveðið að sameinast um stofu-
un Tæknigarðs við háskólann. í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
,er gert ráð fyrir 25 milljóna króna framlagi frá borginni á þessu
ári. Háskólinn mun seinna endurgreiða framlag borgarinnar, væntan-
lega með kaupleigusamningi, að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra.
„Borgin er þama að fara inn á
nýja braut," sagði Davíð „Við lítum
þannig á að Reykjavík sé að veru-
legu leyti háskólabær og að við
eigum að stuðla að því að háskólinn
og rannsóknarstarfsemi sem getur
komið atvinnulífí í borginni til góða
fái að njóta sín. Vegna þeirrar
klemmu sem háskólinn er í núna
þá var það hugmynd borgarinnar
að leggja fram á tveimur árum 50
milljónir króna á núvirði til þess að
svo megi verða."
Hugmyndin er að byggt verði við
Raunvísindastofnun Háskólans,
þriggja hæða hús, sem hýsi Tækni-
garðinn á tveimur hæðum. „Þangað
eiga að geta leitað ný fyrirtæki, sem
þurfa að nýta sér sérstaklega þá
tækniþekkingu sem háskólinn býr
yfír til að koma sér af stað,“ sagði
Davíð. Samningar um samstarfið
eru á lokastigi og standa vonir til
að hægt verði að hefja byggingar-
framkvæmdir í vor.
landinu er ekki hægt að segja til
um það nú hvort verksmiðjurnar
verða settar í gang í vor,“ sagði
Sigurður.
tilboð og nokkrar fyrirspumir til
viðbótar. í gær var öllum tilboðun-
um hafnað, en verksmiðjumar
áfram hafðar til sölu og viðkom-
andi aðilum boðið til viðræðna, ef
þeir óskuðu. Sigurður Þórðarson,
skrifstofustjóri flármálaráðuneytis-
ins, sagði að tilboðunum hefði verið
hafnað vegna þess að þau væm of
lág og/eða vegna óviðunandi
greiðsluboða eða trygginga.
Miklar birgðir af graskögglum
era nú til í landinu. í vor, við upp-
haf næsta framleiðslutímabils, er
útlit fyrir að heils árs birgðir verði
til hjá verksmiðjunum, einkum
stærri verksmiðjunum, sem era
verksmiðjumar í Flatey og Stórólfs-
vallabúið, auk Fóðurs og fræ-verk-
smiðjunnar í Gunnarsholti, sem
einnig er í eigu ríkisins, en hefur
ekki verið til sölu.
Aðspurður um hvort framleitt
yrði í verksmiðjunum í sumar, sagði
Sigurður að á síðasta ári hefði ver-
ið tekin ákvörðun um sölu verk-
smiðjanna og þar með að ríkið
hætti graskögglaframleiðslu að
mestu. „Þar sem ekki hefur tekist
að selja verksmiðjumar og miklar
birgðir era til af graskögglum í
Jarðboranir:
Lægra verð
með sam-
keppni um
verkefni
SAMKEPPNI um jarðboranir
hefur lækkað verð þeirra, að
sögn forráðamanna Isbors hf.
sem tók til starfa síðasta
haust. Jarðboranir hf. sem eru
í eigu ríkisins og Reykjavíkur-
borgar voru fram að þeim tíma
eini aðilinn sem bauð slíka
þjónustu.
Friðfínnur K. Daníelsson
framkvæmdastjóri ísbors segir
verð hafa lækkað og að nú sé í
fyrsta skipti möguleiki á út-
boðum í slík verk. Fjármálastjóri
Jarðborana, Bent Einarsson, tel-
ur að formbreyting hafi orðið á
skipulagningu borverka, en verð-
lækkun sé ekki umtalsverð.
Sjá nánar á bls. 37.