Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 2
m > :: <4m p íí(r )\.r.ipc ipí f.r/inwu MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar: Verkfall boðað frá 19. mars STJÓRN Félags háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga hefur tilkynnt ríkissáttasemjara og fjármálaráðherra vinnustöðvun frá og með 19. mars næstkom- andi i kjölfar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem 89% þeirra sem atkvæði greiddu voru fylgjandi vinnustöðvun. Samningum Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra var sagt upp í júlí 1986. Kröfugerð félagsins var hafnað af samninganefnd ríkisins, en gagntilboð ríkisins hljóðaði upp á 3,5% hækkun ásamt áfangahækk- unum ASÍ og VSÍ. Því var efnt til atkvæðagreiðslu um boðun verk- falls. Á kjörskrá voru 89, atkvæði greiddu 81. Af þeim voru 70 fylgj- andi verkfalli en 9 greiddu atkvæði á móti, auðir seðlar og ógildir voru 2. Vinnustöðvun þessi nær til 89 háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og því er búist við að margir mikilvægir þættir heilbrigðisþjón- ustunnar geti lamast verulega ef af verkfalli verður. ísfugl og SS ganga frá viðskiptasamningum ÍSFUGL í Mosfellssveit og Slát- urfélag Suðurlands undirrituðu í gær viðskipasamning við full- trúa bandariska sjóhersins um sölu á kjúklingum, eggjum, nau- takjöti og svínakjöti á Kefla- vikurflugvöll næstu 12 mánuði. Samningurinn er gerður í fram- haldi af samkomulagi íslenskra stjórnvalda við fulltrúa hersins fyrr á árinu um þetta efni. ísfugl gerði samning um sölu á 49 tonnum af kjúklingum. Auk þess gerði ísfugl samning um sölu á 45 tonnum af eggjum fyrir hönd eggja- bænda. Alfreð Jóhannsson fram- kvæmdastjóri ísfugls sagðist í gærkvöldi gera sér vonir um að fyrsta eggjasendingin gæti farið á Keflavíkurflugvöll eftir rúma viku, og fyrsta kjúklingasendingin um miðjan mánuðinn. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Frá blaðamannafundi Þorsteins Pálssonar, Friðriks Sophussonar og Kjartans Gunnarssonar í Valhöll í gær. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudag: „Upphaf lokasóknar í kosningabaráttunni - segir Þorsteinn Pálsson :< 4 LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins, sem hefst í Laugardals- höll á fimmtudaginn, verður opinn fjölmiðlum allan tímann meðan á honum stendur. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, Friðrik Sophusson, varaformaður, og Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri, efndu til í Valhöll í gær. Búist er við því, að um 1.200 manns sæki landsfundinn, sem hefur æðsta vald í málefnum Sjálfstæðis- flokksins. Um 250 fulltrúar eru sjálfkjömir á fundinn, þar sem þeir eiga sæti í flokksráði, en aðrir full- trúar hafa verið kjömir af 137 sjálfstæðisfélögum um land allt. í máli fundarboðenda kom fram, að það væri einstakur viðburður, þegar svo stór hópur einstaklinga kemur saman til §ögurra daga fundarsetu í þeim tilgangi að móta stefnu lang- stærsta og sterkasta stjómmála- flokks á Islandi. Fram kom á fundinum, að mál- efnanefndir Sjálfstæðisflokksins, sem em 18 að tölu, hafa þegar undir- búið drög að ályktunum landsfund- arins. Þessar ályktanir verða teknar fyrir og ræddar í starfshópum þings- ins áður en þær verða bomar undir atkvæði. Þá eru drög að stjórnmála- ályktun laridsfundarins í vinnslu, en hún verður jafnframt kosningayfir- lýsing Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Þar sem þessi fundur er haldinn í námunda við þingkosningar mark- ar landsfundurinn upphaf lokasókn- ar Sjálfstæðisflokksins í kosninga- • baráttunni,“ Pálsson. sagði Þorsteinn Landsfundurinn verður settur á fimmtudaginn kl. 17.30 með ræðu Þorsteins Pálssonar, en fundarstörf heíjast daginn eftir með því að ráð- herrar flokksins sitja fyrir svörum. Stefnt er að því að slíta landsfundin- um síðdegis á sunnudaginn. Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi á sunnudag. Báðir ökumennirnir létust. Mortrunblaðið/Julíus V esturlands vegnr: Tveir menn létust í umferðarslysi TVEIR menn létust í umferðar- slysi sem varð á Vesturlandsvegi á sunnudag, skammt norðan við Tíðaskarð, til móts við bæinn Hjarðarnes í Kjós. Slysið varð með þeim hætti að tvær bifreiðar, sem komu úr gagn- stæðum áttum, skullu saman og létust báðir ökumennirnir. Annar þeirra var einn í bílnum, en í hinum voru eiginkona ökumannsins og tvær ungar dætur hans með honum. Eiginkonan hlaut nokkur meiðsli, sem og eldri dóttirin, en yngri dótt- irin slapp ómeidd. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Mennirnir sem létust hétu Jónas Ewald Jónasson og Gísli Andrésson. Jónas Ewald fæddist í Vestmanna- eyjum 2. október 1962 og var nemi í húsasmíði. Hann var búsettur að Köldukinn 29 í Hafnarfirði. Jónas Ewald lætur eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Jóhannsdóttur og tvær dætur, fjögurra og sjö ára. Gísli Andrésson var bóndi að Hálsi í Kjós, fæddur að Bæ í Kjós 14. nóvember 1917. Hann var Gísli Andrésson hreppstjóri Kjósarhrepps frá 1948 og í stjóm Sláturfélags Suðurlands frá 1964, en formaður þess frá 1969. Gísli sat í stjórn Stéttarsam- bands bænda frá árinu 1979. Hann Jónas Ewald Jónasson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981 fyrir félagsmálastörf. Gísli lætur eftir sig eiginkonu, Ingibjörgu Jónsdóttur og níu uppkomin börn. Frumvarp heilbrigðisráðherra um fæðingarorlof: Sex mánaða orlof í áföngum Fæðingarstyrkir og dagpeningar RAGNHILDUR Helgadóttir heil- brigðisráðherra lagði i gær fram á Alþingi tvö sljórnarfrumvörp. Annarsvegar frumvarp um fæð- Undrast þessar yfirlýs- ingar Eyjólfs Konráðs - segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri „ÉG UNDRAST stórlega þessar yfirlýsingar Eyjólfs Konráðs, ekki síst að hann skuli kalla það ofbeldisaðgerðir i peningamálum, sem gert er samkvæmt nýlegum lögum um sparisjóði, viðskiptabanka og Seðlabanka," sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, er leitað var álits hans á gagnrýni Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingis- manns á Seðlabankann vegna lækkunar á bindiskyldu viðskipta- bankanna. Jóhannes sagði: „Enginn vafi er á því að þessar aðgerðir eru mjög stórt skref í átt til aukins fijálsræðis á peningamarkaðnum og í starfsemi innlánsstofnana. Minna má á að bindiskylda bank- anna hefur verið lækkuð í áföngum á undanfömum árum, úr 33% nið- ur í 13% og er enginn vafi á í hvaða átt stefnan er. Reglur um að innlánsstofnanir skuli hafa ákveðið lausafé, er allt annað en að láta þær vera með óhreyfanlegt bindifé i Seðlabank- anum. Bankamir hafa möguleika á miklu betri ávöxtun af þessu fé og hafa ýmsa kosti við að ráðstafa því. Þessar reglur eru nauðsynleg- ar til að innlánsstofnanir hafí laust fé til að standa við skuldbindingar sínar en þurfi ekki sífellt að fara út í yfírdrátt í Seðlabankanum, eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Með þessu er einnig stefnt að því að koma upp ríkisvíxlamark- aði, sem skipt getur miklu máli við fíármögnun á rekstrarfjárþörf ríkisins og jafnframt skapað grundvöll fyrir frjálsan skammtímapeningamarkað." Eyjólfur Konráð segir að hlut- verk Seðlabankans eigi eingöngu að vera að ákveða eigin forvexti. Jóhannes sagði aðspurður um þetta: „Seðlabankinn hefur fleiri verkefnum að sinna en ákveða for- vexti sína, samkvæmt nýlegurn lögum um Seðlabankann, og ætti Eyjólfur Konráð að þekkja það vel sem alþingismaður." Að öðru leyti vísaði Jóhannes í viðtal Morgun- blaðsins við hann og Geir Hall- grímsson, sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugardag. ingarorlof: fjóra mánuði frá ársbyrjun 1988, fimm mánuði frá ársbyijun 1989 og sex mánuði frá ársbyrjun 1990. Hinsvegar frumvarp um fæðingarstyrk, sem greiddur er í fæðingaror- lofi, kr. 15.000 á mánuði, og fæðingardagpeninga (þegar kjarasamningar tryggja ekki óskert laun í fæðingarorlofi), sem vera skulu tvöfaldir sjúkra- dagpeningar einstaklings, eins og þeir eru ákveðnir á hvetjum tíma, en miðast að öðru leyti við unnar dagvinnustundir síðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingar- orlofs. Foreldri, sem eiga lögheimili á íslandi og gegna launuðum störf- um, eiga rétt á fæðingarorlofí, samkvæmt stjómarfrumvarpinu, sem samið er af stjómskipaðri nefnd. Faðir getur nýtt hluta fæð- ingarorlofs. Ættleiðandi foreldri hefur og rétt til orlofsins. Hliðarfrumvarp fylgir til breyt- inga á lögum um almannatrygging- ar. Kveður það á um fjárhæðir fæðingarstyrks og fæðingardag- peninga og hefur að geyma nánari útfærslu á framkvæmd og fyrir- komulagi greiðslna þessara. Sjá nánar á þingsíðu Morgun- blaðsins í dag, bls. 32.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.