Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Rómeó og Júlía á Herranótt MR. Ást rímar á móti þiást Leiklist Jóhann Hjálmarsson Herranótt 1987: Rómeó og Júlia eftir William Shake- speare. Þýðandi: Helgi Hálf- danarson. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd: Karl Aspelund. Búningar: Karl Aspelund og Halla Helgadóttir. Lýsing: Egill Árnason. Stjórnun og útsetning tónlistar: Kristín Guðmundsdóttir. Tónlist: For- ljóð: Knútur R. Magnússon. Dansar: Nanna Ólafsdóttir. Aðstoð við skylmingar: Arnór Egilsson. Aðstoðarleikstjóri: Arna Schram. Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare, hin mikla ástarsaga í skugga ættadeilna, gleði- og harmleikur í senn, er viðfangsefni Herranætur Menntaskólans í Reykjavík að þessu sinni. Eg skal játa að þegar mér barst fréttin til eyma taldi ég að nú eins og oft áður væri of hátt stefnt. En efasemdimar voru sem betur fer aðeins efasemdir því að hér hefur það sannast að það er ótrúlega mikill leikrænn kraftur í ungu áhugasömu fólki. Undir forystu leikstjórans, Þórunnar Sigurðar- dóttur, er sýning Herranætur á Rómeó og Júlíu falleg og hugljúf, bæði gáskafull og alvarleg. Leik- mynd Karls Aspelund er ekki íburðarmikil, enda gefur hús- næðið í Félagsstofnun stúdenta ekki tilefni til þess. En það er gjörnýtt í þágu hinnar leikrænu gleði. Búningar þeirra Karls Aspe- lund og Höllu Helgadóttur eru einkar smekklegir og litríkir og áttu sinn þátt í að gera sýninguna minnisstæða. Sama má segja um tónlist Knúts R. Magnússonar og dansa Nönnu Ólafsdóttur. Arnóri Egilssyni hefur tekist að veita áhrifamikla aðstoð við skylming- ar. Rómeó og Júlía hæfir vel ung- um leikurum því að hverjir ættu betur að geta túlkað hina sjón- lausu ást sem ratar í blindni að settu marki. Eða eins og segir í Forljóði: „Sú ást sem átti leið um hyldjúp höf/af hörmungum, en setti fjendum grið/með eigin fórn . . . Þegar Rómeó er orðinn ástfanginn af Júlíu, dóttur höf- uðóvinar föður síns, ávarpar Merkútíó, vinur hans, hann með því að kalla hann aula og ástarvit- firring og bendir honum á að ást rímar á móti þjást. Hér er ekki ástæða til að endur- segja efni Rómeó og Júlíu. Það þekkja margir. En það vakti at- hygli mína hve hinir ungu áhugaleikarar túlkuðu gleði og harm verksins. Þeir nutu að sjálf- sögðu æskuþokka sins og ódrep- andi vilja að gera vel, minnugir þeirrar merku hefðar sem Herra- nótt er. Hér verður aðeins getið fáeinna leikara í helstu hlutverkum og umsögn um þá látin gilda fyrir sýninguna í heild. Thor Aspelund lék Rómeó af góðu öryggi og með þó nokkrum tilþrifum. Júlíu lék Jóhanna Hall- dórsdóttir og var leikur hennar allur hinn geðfelldasti og á köflum sannfærandi. Ragnheiður Elín Clausen náði góðum tökum á fós- tru Júlíu og Nanna Briem stóð sig vel sem móðir Júlíu. Kjartan Guðjónsson lék Merkútíó af fjöri og innlifun. Fjörlegur var einnig Benvólíó Þorsteins Guðmundsson- ar. Hrafnkatli Þorsteinssyni tókst að sýna inn í hugskot Tíbalts, persónu sem heldur betur er mis- boðið í leikritinu. Arnar Astráðs- son var gjörvilegur Eskalus, fursti í Verónsborg, en þar og í Mantúu fer leikurinn fram. Ég vil einnig nefna hið vandasama hlutverk Bróður Lárens sem Dagur Gunn- arsson komst þolanlega frá og Kapúlett Sveinbjöms Höskulds- sonar sem var betri í hlutverki hins virðulega höfðingja en þess sem lætur skapið hlaupa með sig í gönur. Áfram mætti halda að telja upp nöfn áhugaleikara Herranætur, en í staðinn vil ég eindregið ráðleggja fólki að fara og kynna sér af eigin raun frammistöðu þeirra. Það sem ekki síst er lofsvert um sýningu Herranætur á Rómeó og Júlíu er hve vel hefur gengið að æfa framsögn Ieikaranna. Þýð- ing Helga Hálfdanarsonar er sem kunnugt er hljómmikill og vand- aður skáldskapur. Ekki er unnt að segja að framsögnin sé hnökra- laus, en bjartar raddir hinna ungu leikara komu textanum til áheyr- enda þannig að hann skildist og hægt var að njóta hans. Það ætti ekki síst að vera hlutverk skóla- leiksýninga að kenna fólki að meta og flytja góðan texta um leið og gengið er til móts við leik- rænan fögnuð sviðsins. Ofbeldisem viðvörun Málfríður G. Gísladóttir og Gunnar Hansson i hlutverkum sínum í Hólpin. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: Hólpin eftir Edward Bond. Þýðing: Úlfur Hjörvar. Leik- stjóri: Ingunn Ásdisardóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Tónlist og leik- hljóð: Hilmar Örn Hilmarsson og Orri Jónsson. Lýsing: Vil- hjálmur Hjálmarsson. Aðstoð- arleikstjóri: Ásdís Þórhalls- dóttir. Hólpin eftir Edward Bond var frumsýnt á Bretlandi um miðjan sjöunda áratug. Það er dæmigerð afurð höfundar úr verkalýðsstétt, nöturlegt og fullt af ofbeldi í ádeilu sinni á ríkjandi samfélag. Nú er þetta leikrit heimild um ákveðið tímabil breskrar leikritun- ar, en ekki bara heimild því að það er á köflum ágætlega skrifað. Það er að vísu alltof langt og nokkuð sundurlaust. En gildi þess er m.a. fólgið í viðvörun sem gagmýnandinn Ronald Bryden kom fram með á sínum tíma og kallaði menningarlega fátækt. I augum Brydens var þessi tegund fátæktar sjónvarpið sem bættist við hina gömlu fátækt. Hólpin er eins konar safn mynda úr vægðarlausu stórborg- arlífi þar sem við kynnumst lífi útigangspilta og töffara og álíka ruglaðra vinstúlkna þeirra. Einnig fáum við að hnýsast í örlög „venjulegrar" ijölskyldu þar sem sjónvarpið gegnir mikilvægu hlut- verki. Þessi fjölskylda hefur líkt og útigangspiltamir, köldu kall- amir, orðið firringu að bráð og býr við meiri vanda en liggur í augum uppi við fyrstu kynni. Pabbinn og mamman á heimilinu eru engin haldreipi unga fólksins þótt þau sjái þeim fyrir húsnæði. Uppgjör þeirra í iok leikritsins er í senn óhugnanlegt og sársauka- fullt. í lýsingunni á því nær Bond einna lengst. Hann nær líka að fylla áhorfandann viðbjóði þegar piltamir hörðu myrða að gamni sínu ungabam í vagni vegna þess að þá langar til að reyna eitthvað nýtt. Kynferðislegar flækjur eru einnig ofarlega á baugi hjá Bond og úr því efni vinnst honum sæmi- lega, auðnast að sýna tilfínninga- lega nekt og tómleika. Bond lítur svo á að mannlegt ofbeldi haldist í hendur við ofbeldi þjóðskipulagsins, ekki sé unnt að greina þar á milli. Um þetta er hægt að vera ósammála Bond, en hann færir rök að þessu í Hólpin og gerir það á athyglisverðan hátt. Grimmd verksins er til þess fallin að fæla áhorfendur frá því, en margt af því sem mönnum ofbauö á sjöunda áratugnum þyk- ir ekki mikið í dag. Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri hefur unnið gott verk með þess- ari sýningu, henni hefur tekist einkar vel að laða fram leikhæfí- leika unga fólksins sem kemur fram f leikritinu. Ég tel að hún hefði að ósekju mátt stytta leikrit- ið, en í öllu slíku eru vissulega svik við höfundinn og markmið hans. Leikmynd og búningar Hlínar Gunnarsdóttur draga ekki úr þeirri eymd sem ríkir í Hólpin. Vinnupallar og ljót húgsögn setja mark sitt á sviðið og tala sínu máli á áhrifaríkan hátt. Tónlist og leikhljóð þeirra Hilmars Arnar Hilmarssonar og Orra Jónssonar undirstrikuðu hið sama. Lýsing Vilhjálms Hjálmarssonar var einnig við hæfi. Leikurinn var af því tagi áhuga- leiks sem alltaf er gaman að sjá í skólaleiksýningu. Len Gunnars Hanssonar var óþarflega hófstillt- ur á köflum, en betri þegar á heildina er litið. Fred Þorsteins Högna Gunnarssonar var mark- viss, ekta harðjaxl í umhverfi þar sem enginn má sýna veikleika. Pam Guðrúnar Eysteinsdóttur var túlkuð á ofsafenginn hátt eins og við átti og persónan trúverðug. Sérstaklega athyglisverður þótti mér leikur Málfríðar G. Gísladótt- ur í hlutverki móðurinnar, Mary. Sama má reyndar segja um túlkun Sigurðar H. Pálssonar á föðurn- um, Harry. Samleikur þeirra Málfríðar og Sigurðar var stund- um meira en venjulegur áhuga- leikur. Aðrir sem höfðu gott til mála að leggja frá leikrænu sjón- armiði voru Bjöm Gunnlaugsson, Hans Aðalsteinsson, Aðalbjöm Þórólfsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son og Rebekka Austmann Ingimundardóttir. Hólpin var áður sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur 1971 og hét þá Hjálp, einnig í þýðingu Úlfs Hjörvars. Leikritið þótti töluverð- ur viðburður í leiklistarlífinu og þýðing Úlfs trú óhefluðu málfari. Þýðingin stendur enn fyrir sínu, en hljómar stundum líkt og gull- aldarmál samanborin við það slangur sem nú tíðkast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.