Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 25 Reuter Paul Nitze, sérstakur fulltrúi Reagans forseta, ræðir við Gio- vanni Spadolini, varnarmálaráðherra ítaliu, um tillögur Sovét- manna í Róm í gær. Reuter Sergei Akhromyeyev, yfirmaður sovézka herráðsins, útskýrir til- lögur Mikhail Gorbachevs, Sovétleiðtoga, um að samningar verði gerðir um meðaldrægar eldflaugar án þess að aðrar tegundir vopna verði teknar þar með. Viðbrögðin við tillögum Sovétmanna: Bjartsýn varfærni einkennir afstöðuna á Yestur-Löndum London, AP. BJARTSÝNI en varfærni ein- kenndi fyrstu viðbrögð manna við tillögum Sovétmanna um að flytja burt allar meðaldræg- ar eldflaugar í Evrópu. Þannig sagði Sir Geoffrey Howe, ut- anríkisráðherra Bretlands, að fagna bæri tillögum Sovét- manna, ekki sízt með tilliti til þess, að þær gerðu það ekki að skilyrði, að kjarnorkuvopn Breta og Frakka yrðu þar tekin með. Til þessa hefur það verið ófrávíkjanleg krafa Sovétmanna, að kjarnorkuvopn þessara þjóða yrðu tekin með og að án þess væri ekki unnt að gera neina sér- samninga um kjarnorkuvopn á einstökum sviðum. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýzka- lands sagði, að tillögur Sovétmanna ættu að leiða snar- lega til samkomulags risaveld- anna um að flytja burt meðaldrægu eldflaugarnar. „Samkomulag er nú innan beinnar seilingar," sagði Genscher. „Við verðum að beita öllum okkar áhrifum, til þess að slíkt sam- komulag verði gert. Við megum ekki láta þetta tækifæri til af- vopnunar fara forgörðum." Haft var eftir hollenzkum emb- ættismönnum, að samkomulag um meðaldrægu eldflaugarnar gætu bundið enda á langvinnar deilur í Hollandi um áformin um uppsetningu meðaldrægra eld- flauga þar í landi. Bernard Rogers, fráfarandi yfirmaður herja NATO, varaði hins vegar við því, að meðaldræg- ar eldflaugar yrðu teknar burt án þess að samkomulag um afvopnun yrði jafnframt gert á öðrum svið- um, eins og á sviðum skamm- drægra eldflauga og hefðbundins herafla, en á þessum sviðum hafa Sovétríkin og bandalagsríki þeirra Moskvu, frá Birni Bjarnasyni. MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði í samtali við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að tillaga sín um að fjarlægja allar meðal- drægar eldflaugar frá Evrópu væri fyrsta skrefið í algerri útrýmingu kjarnorkuvopna. Sovéska fréttastofan TASS birti klukkan hálf níu á laugar- dagskvöld tilkynningu um það hér í Moskvu að Gorbachev vildi gera sérstakt samkomulag við Banda- ríkjamenn um að fjarlægja meðaldrægar eldflaugar frá Evr- ópu. Samkvæmt tillögunni yrðu þá eitt hundrað kjarnaoddar í mikla yfirburði. „Ellegar missir fælnisstefna okkar allan trúverð- ugleika," sagði Roger. Danska utanríkisráðuneytið tók í sama streng í yfirlýsingu, þar sem sagði: „Núll-lausn með tilliti til meðaldrægra eldflaugra myndi auka á það jafnvægisleysi, slíkum flaugum í Asíuhluta Sov- étríkjanna og eitt hundrað í Bandaríkjunum. SS-20 flaugam- ar og Pershing-2 hyrfu frá Evrópu. Þessi óvænta tilkynning var skýrð nánar á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Þar kom fram að nú reyndi á það hvort alvara hefði búið að baki því, sem Bandaríkja- menn kváðust vilja í Reykjavík. Einnig var gefið til kynna að George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynni að koma til viðræðna til Moskvu innan tíðar. Þá var lögð áhersla á að Sovét- menn vildu einnig fækka skammdrægum kjarnorkuvopn- sem er ríkjandi á sviði skamm- drægra eldflaugra Sovétmönnum í hag og þess vegna verðum við, ekki sízt með tilliti til Vestur- Evrópu að líta á það sem úrslitaat- riði, að samkomulag um fækkun verði gert síðar varðandi þessi vopn, svo að þar ríki einnig jafn- vægi.“ um í Evrópu, t.d. í Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskalandi. Hið sama sagði Mikhail Gorbachev í sam- tölum við Steingrím Hermannsson hér í gær. í Reykjavík setti Gorbachev það sem skilyrði fýrir að meðaldrægu flaugarnar yrðu fjarlægðar að Bandaríkjamenn takmörkuðu geimvarnaráætlunina (SDI). Nú hefur hann sem sé fallið frá þessu skilyrði. Talsmenn Sovétstjórnar- innar á fundinum í gær minntu á að ýmsir á Vesturlöndum hefðu harmað þessi skilyrði og talið þau óvinsamleg. Nú reyndi á hvort þessir aðiljar vildu í raun láta fjar- lægja meðaldrægu flaugamar. Tillaga Sovétmanna um meðaldrægar f laugar: Fyrsta skrefið í útrým- ingu kjarnorkuvopna — sagði Gorbachev í samtali við Steingrím Hermannsson Persaflóastríðið: Hefjast loft- árásir á Iran á ný? Nikósía, Bahrain, Reuter, AP. YFIRVÓLD í írak sögðust í gær ekki lengur bundin af yfirlýsingu sinni frá 19. feb. um að gera ekki loftárásir á borgir í Iran í tvær vikur, þar sem Iranir hefðu á sunnudag hafið árás nálægt borginni Basra. írakar hafa yfirburði í lofti, en írönsku hermennirnir eru þrír á móti hverjum einum íraka. íranir segjast hafa náð á sitt vald nýju landsvæði í bardögunum á sunnu- dag, þremur dögum eftir að þeir lýstu því yfir að Karbala-5 herferð- inni gegn írak væri lokið, en írakar segja það rangt. Báðir aðilar saka hinn um að hafa hafið bardagana, báðir segjast hafa haft betur og að mikið mann- fall hafi orðið hjá andstæðingnum. Sovétríkin: Shevardnadze á + ferð um Astralíu og 5 Asíulönd Sydjiey, Bankok. Reuter, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Sov- étríkjanna, Eduard A. She- vardnadze, kemur til Canberra í Ástralíu í dag, á ferð sinni til nokkurra Ianda i Suð-austur Asíu og við Kyrrahaf. Ráðamenn í Ástralíu hafa sagt að þeir muni gera utanríkisráðherranum grein fyrir því, að þeir kæri sig ekki um stigmögnun hagsmunaá- rekstra austurs og vesturs í þessum heimshluta. Á undanfömum mánuðum hafa Sovétmenn sýnt Kyrrahafssvæðinu aukinn áhuga, sóttst eftir samning- um um fískveiðiréttindi við ýmis smáríki og aukið verulega hernaða- mmsvif sín þar, m.a. með upp- byggingu á herstöðinni við Cam Ranh-flóa í Suður-Víetnam. í gær sagði Shevardnadze á blaðamannafundi í Thailandi, þar sem hann hafði fimm klukkustunda viðdvöl, að á ferð sinni myndi hann ræða við ráðamenn um stríðið i Afganistan, nauðsyn þess að eyða öllum kjarnavopnum og að ekki verði komið fyrir vopnum í geimn- um. í Thailandi ræddi hann einnig um hernám Víetnama í Kambódíu, sem Sovétmenn hafa stutt, en Thai- lendingar o.fl. nágrannaþjóðir hafa miklar áhyggjur af. Frá Ástralíu heldur Shevardnad- ze til Indónesíu, Víetnam, Laos og Kambódíu. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Hvetur Kínverja til meiri samvinnu Pcking. AP, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, átti í gær viðræður við kínverska ráða- menn í Peking, fyrstur vest- rænna frammámanna eftir stjómmálaólguna, sem þar var fyrir skömmu. Lögðu Kínverjar áherslu á, að haldið yrði áfram við pólitískar umbætur þótt tekin hefði verið upp barátta gegn „borgaralegu frjálslyndi". Bandarískir embættismenn segja, að Shultz muni leitast við að kynna sér hvemig valdabaráttan standi nú í Kína en harðlínumenn hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Hu Yaobang, formanni kommúni- staflokksins, var vikið frá í janúar sl. Útvarpið í Peking sagði, að Zhao Ziyang, forsætisráðherra, hefði skýrt Shultz svo frá, að haldið yrði áfram við efnahagslegar umbætur Dengs Xiaoping en bætti við, að umbætur væru eitt og ögrun við vald kommúnistaflokksins og só- síalismans annað. Shultz, sem verður í Kína í fimm daga, hefur hvatt kínverska ráða- menn til að bæta samskiptin og samvinnu við vestræn ríki en Bandaríkjastjórn hefur af því áhyggjur, að átökin, sem nú eiga sér staða að tjaldabaki í Kína, kunni að hafa mikil áhrif á stefnuna í utanríkismálum. Rcuter George Shultz skálar hér við Wu Xueqian, utanríkisráðherra Kína, í veislu, sem haldin var bandaríska utanríkisráðlierranum til heiðurs á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.