Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Reuter Knattspyrnuáhangandi liggur í sárum sínum en aðrir flýja eins og fætur togar undan lögreglu á knatt,- spyrnuleik í Haag um helgina. Gaddafí und- irbýr nýja sókn í Chad - segir Habre forseti Paris, Reuter. MOAMMAR Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur safnað saman 7.000 manna herliði og 350 skriðdrekum i norðurhluta Chad og áformar nú nýja árás á Fada. Var þetta liaft eftir Hissene Habre, forseta Chad í gær. Fada er eyðimerkurvin i norðurausturhluta Chad. Habre sagði í viðtali við blaðið Le Quotidien í gær, að það hefði verið ásetningur Gaddafis að her- taka Fada í síðasta mánuði. „Við vitum, að hann hefur hefur fjölgað í herliði sínu við Quaddi-Doum“, sagði Habre ennfremur, en það er flugvöllur, sem Líbýumenn hafa á valdi sínu í Norður-Chad. Útvarpið í NDjamena skýrði svo frá á fimmtudag, að líbýskar flug- vélar hefðu varpað sprengjum á Fada daginn áður. Var því haldið fram, að Fada hefði orðið fyrir sprengjuárásum nær daglega frá því í byijun þessa árs. Habre hélt því fram, að auk árás- anna á Fada og bardaganna í Tibestifjöllunum að undanförnu, hygðist Gaddafi hefja sókn á nýjum stað nærri austur landamærunum við Súdan. Vitneskja væri fyrir hendi um, að Gaddafi hefi safnað þar saman miklu herliði við landa- mæraborgina Tina. Holland: Tugir slasast í knatt- spymuóeirðum í Haag Haag, AP. TUGIR manna særðust og átján voru handteknir á sunnudag í mestu knattspyrnuóeirðum, sem brotist hafa út i Hollandi. Yfir- völd neyddust til að binda enda á leik FC den Haag og Ajax frá Amsterdam eftir að liðin höfðu leikið í 45 mínútur. Leikurinn fór fram á Zuiderp- ark-vellinum í Haag, sem er ill- ræmdur fyrir ólæti stuðningsmanna heimaliðsins. Að sögn Robs Brons lögregluþjóns hlutu milli 40 og 50 manns meiðsli og voru fluttir á sjúkrahús. Hann bætti við að átján stugðningsmenn FC den Haag hefðu verið handteknir eftir ólætin. Hundrað lögregluþjónar reyndu að stöðva ólætin vopnaðir kylfum. Þegar það dugði ekki ti! stöðvaði Henk van Ettekoen leikinn að beiðni yfirvalda. Vandræðin hófust áður en leikurinn hófst. 240 lögreglu- þjónar höfðu verið kvaddir til að standa vörð á meðan leikurinn færi fram því að búast mátti við að áhorfendum yrði heitt í hamsi. Brons sagði að ólætin hefðu haf- ist þegar stuðningsmenn liðsins frá Amsterdam réðust á pulsuvagn og Bretland: Gaddaf i eykur stuðning við IRA St. Andrews, Frá Guðmundi Heidari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GADDAFI, Líbýuleiðtogi, segir að hann hafi aukið stuðning sinn við IRA í viðtali við The Obser- ver sl. sunnudag. Hann segir þetta hefnd fyrir hlut Breta í árásum Bandaríkjamanna á Libýu i fyrra. Gaddafí segist fagna velgengni vinar síns, Charles Hoghi, í kosn- ingunum á Irlandi nýlega. En Hoghi fór til Trípolí á síðastliðnu ári og náði samningum við Líbýumenn um, að þeir keyptu mikið magn af nautakjöti frá Irum. Gaddafi segir einnig að Terry Waite kunni að vera njósnari. Hann hafí talið Waite vera trúmann, en Waite hafl ekki staðið við loforð um að bæta sam- skipti Líbýu og Bretlands og reyna að fá líbýska stúdenta leysta úr fangelsi í Bretlandi. Það er vitað að Gaddafí lét skæruliðum IRA í hendur vopn og fé á fyrri hluta áttunda áratugar- ins, en hætti því. Eftir að Bretar slitu við hann stjórnmálasambandi í kjölfar morðsins á lögreglumann- inum Yvonne Fletcher utan við sendiráð Líbýu í London 1984 hóf Gaddafi stuðning við IRA á ný. Álitið er hann hafí látið skæruliðana fá um eina milljón punda árið 1985 til að kaupa fyrir vopn. Gaddafi segir í viðtalinu að hegð- un Breta og Bandaríkjamanna réttlæti hryðjuverk. Hann varar við því að líbýska þjóðin muni grípa til hefndarráðstafana, verði Reagan og Thatcher ekki dregin fyrir dóm- stóla fyrir framferði sitt. náðu þar í gos- og bjórflöskur til að kasta. Yfirvöld í Hollandi velta nú fyrir sér hvemig kveða eigi niður óeirðir og ofbeldi á áhorfendapöllum knatt- spymuvalla. íþröttafélög hafa varið milljónum hollenskra gyllina til að tryggja að áhangendur liða séu ekki saman meðan leikir fara fram. En á sunnudag létu girðingar milli svæða á pöllunum einfaldlega und- an þunga áhorfenda. í síðustu viku var hleypt af stað sérstakri herferð í fjölmiðlum til að berjast gegn of- beldi í sambandi við knattspyrnu og er Johan Cruyff, fyrmm knatt- spyrnuhetja, þar í fararbroddi. Meira hefur verið um átök á þessu keppnistímabili nú en endranær í Hollandi og hafa hundrað manns verið handteknir frá því að keppn- istímabilið hófst í haust. Einnig kom til átaka milli knatt- spymuáhangenda í Miinchen í Vestur-Þýskalandi. Þar áttust FC Bayem Múnchen og Fortuna Dúss- eldorf við á ólympíuleikvanginum á laugardag. Að sögn lögreglu kom til átaka bæði fyrir og eftir leikinn, sem heimaliðið vann með þremur mörkum gegn engu. Sagði að 81 maður hefði verið handtekinn og fjórir menn hefðu verið fluttir í sjúkrahús. Átök héldu áfram á sunnudag og var þá heitt í kolunum í aðaljámbrautarstöð borgarinnar. Reuter Nauðungarflutningar Thailendingar fluttu á sunnudag 230 flóttamenn, konur, karla og böm frá Víetnam og Kambódíu, nauðug frá Khao-I-Dang flótta- mannabúðunum og til annarra búða nær landamærunum að Kambódíu. Fólkið var að sögn fréttamanna greinilega skelfingu lostið við tilhugsunina um að verða e.t.v. sent til síns heima- lands. Thailendingar segjast ekki geta haldið uppi öllum þeim flótta- mönnum er til landsins streyma, önnur lönd hafi ekki viljað hjálpa til og því sé eina ráðið að reyna að senda fólkið heim aftur. Konan sem sést hér á myndinni var ein þeirra sem grátbáðu fréttamenn og aðra viðstadda um að koma í veg fyrir að hún og hitt fólkið yrðu flutt nauðug á ákvörðunar- stað. Bretland: Órói í Vprkamannaflokknimi St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni blaðamanni Morgunblaðsins. í KJÖLFAR ósignrs Verkamannaflokksins í aukakosningunum i Greenwich hafa valdamiklir þingmenn úr hófsamari armi flokks- ins látið í ljósi efasemdir um aðferð flokksins við að velja frambjóðendur. Neil Kinnock leiðtogi Verkamannaflokksins, hef- ur ákveðið að reyna að hafa meiri áhrif á val frambjóðenda en hingað til. Einn þessara þingmanna Michael Cocks, segir í Sunday Times sl. sunnúdag, að úrslitin í Greenwich séu meiriháttar áfall fyrir mögu- leika flokksins til að sigra í næstu kosningum. Hann telur að rót- tæklingar í Verkamannaflokkn- um, til dæmis í London, hafí skaðað verkalýðshreyfínguna og flokkurinn hafí fjarlægst venju- legt verkafólk fyrir vikið. Hópur hófsamra þingmanna hyggst leggja til að frambjóðend- ur verði kosnir af meðlimum í flokknum í hveiju kjördæmi með beinni kosningu, en ekki af flokks- félögunum, eins og nú er. Neil Kinnock hyggst hafa meiri áhrif á val frambjóðenda í fram- tíðinni. Það var óopinbert leyndar- mál að hann studdi annan frambjóðanda en Deirdre Wood frambjóðenda flokksins í auka- kosningunum, þegar flokkurinn var að ákveða frambjóðanda. Tal- ið er að ósigurinn í Greenwich hafi veikt stöðu Kinnocks. í skoðanakönnun í Sunday Ti- mes sL sunnudag kom fram að íhaldsflokkurinn nýtur fylgis 41% kjósenda, Verkamannaflokkurinn 35% og Bandalagið 25%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.