Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 37 „Stígðu skref ið til fiðls, Matthías“ eftirSigurð T. Garðarsson „Ferð til fijálsræðis" nefndist forystugrein Morgunblaðsins laug- ardaginn 21. febrúar síðastliðinn og fjallaði hún um mörg framfara- spor sem stigjn hafa verið af viðskiptaráðherrum þessarar ríkis- stjórnar er nú situr. Það sem vekur almenna athygli og ánægju er hvað hinar ýmsu aðgerðir hafa skilað góðum árangri fyrir efnahags- og viðskiptalífið. Nú hefur, eins og komið hefur fram í fréttum og um er getið í fyrrnefndri grein, verið ákveðið að breyta nokkuð tilhögun útflutnings- mála í frelsisátt. Hér er fyrst og fremst um að ræða breyttar reglur um útflutning á sjávarafurðum, enda útflutningur almennra iðnað- arvara orðinn óháður útflutnings- leyfi fyrr á kjörtímabilinu. Auðvitað hlaut að koma að þessu og hefði ekki komið-að sök þó fyrr hefði verið. Eitt skyggir á í þessari fram- kvæmd, en svo virðist sem menn vilji enn halda í höftin á takmörkuð- um sviðum og þá væntanlega með svipuðum rökum og áður voru höfð uppi gegn auknu frelsi í t.d. með- ferð gjaldeyris- eða almennum verðlagsmálum. Þannig eru rökin fyrir þeim takmörkunum á útflutn- ingsfrelsi til Bandaríkjanna, Mið- jarðarhafslanda og Austur-Evrópu- landa, sem halda á í, léttvæg á móti þeim framförum sem verða ef skrefið er stigið til fulls. Það sanna dæmin sem við nú státum af. Takmarkað frelsi leiðir ýmislegt af sér. Þeir sem njóta forréttind- anna bera mikla ábyrgð og er oft að ósekju borin á brýn lakari frammistaða í sölumálum en efni standa til. Þessi umræða mun auk- ast eftir því sem fram í sækir á meðan ekki fæst eðlilegur saman- burður milli útflytjendanna. Við fórnum aukinni fjölbreytni í fram- leiðslu- og markaðsstarfsemi vegna úreltra grýlukenninga um vonda útlendinga sem munu ef fleiri en einn eða tveir aðilar fá að flytja út frosinn fisk bindast samtökum Sigurður Tómas Garðarsson „Áf ramhaldandi tak- markanir verða aðeins til að tefja og draga úr þeim aimenna efna- hagsbata sem frjáls- ræðinu fylgir.“ um að etja öllum saman og orsaka efnhagshrun á íslandi. Við heftum og tefjum að óþörfu þann mikla kraft og þekkingu sem þátttaka vel menntaðrar æsku þessa lands getur boðið í markaðssetningu sjávaraf- urða með því að takmarka athafna- svið hennar við örfá fyrirtæki á stærstu mörkuðunum. Nú er lag. Eftirspum á öllum mörkuðum. Búið að ákveða aukið frelsi í útflutningsmálum og fleiri framleiðendur sjávarafurða en nokkru sinni fyrr nú þegar komnir af stað með öflugt markaðsstarf. Þeim ber sami réttur til athafna og öðmm við sín störf. Góður árangur af væntanlegri reglugerð- arbreytingu felst í auknu réttlæti á þessum sviðum. Áframhaldandi takmarkanir verða aðeins til að tefja og draga úr þeim almenna efnahagsbata sem fijálsræðinu fylgir og fælir ungt fólk frá því að leggja hönd á plóginn. „Stígðu skrefið til fulls, Matthías." Höfundur er fiskverkandi í Vog- um. Ný ljósmyndaþjónusta Selfossi. Ljósmyndastofa Suðurlands á Selfossi tók nýlega í notkun nýja vélasamstæðu til framköllunar á litmyndum. Tekið er á móti film- um til framköllunar í verslunum á Selfossi og víðar. Afgreiðslu- frestur er stuttur og hægt að fá myndimar samdægurs ef komið er með filmuna beint á Ijós- m y ndastofuna. Fólk austan Hellisheiðar hefur orðið að senda filmur til framköllun- ar til Reykjavíkur, en þess gerist ekki þörf með þessari nýju þjónustu. Haukur Gíslason, Ijósmyndari og eigandi Ljósmyndastofu Suður- lands, sagði að þessu hefði verið vel tekið. „Mér fannst óeðlilegt að fólk þyrfti að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur og þetta eykur starf- semina hjá okkur og gerir hana fjölbreyttari,“ sagði Haukur. Hjá Hauki á ljósmyndastofunni Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Gunnar Sigurgeirsson nemi, Haukur Gíslason ljósmyndari og Kristín Pétursdóttir við nýju f ramköllunarvélina. starfa auk hans Kristín Péturs- dóttir, kona hans, og Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndanemi. Sig. Jóns. FALLEGIR IATASKÁPAR Á SÉRSIAKLEGA GÓÐU VERDI Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánast óend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. so[|6ne
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.