Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Islandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum: 360 keppendur á aldrin- um fimm til fimmtíu ára. ISLANDSMEISTARAKEPPNIN í samkvæmisdönsum var haldin í Laugardalshöllinni síðastliðinn sunnudag á vegum Dansráðs Islands undir yfirskriftinni „Dans ’87“. Hundrað og áttatíu pör kepptu í 18 riðlum og voru yngstu keppendurnir 5 ára og þeir elstu yfir fimm- tugt. Hermann Ragnar Stefánsson, formaður ráðsins, flutti ávarp og kynnti skemmtiatriði sem á eftir fylgdu og stjórnaði síðan keppn- inni, sem stóð fram á nótt þar til úrslit höfðu verið gerð kunn í öllum riðlum. Keppnisdeginum var skipt í tvennt. Fyrst byijuðu yngstu bömin, 7 ára og yngri og einnig kepptu um daginn 8 og 9 ára böm saman og 10 og 11 ára böm. Seinni hluti keppninnar var haldinn um kvöldið og þá kepptu aldurshópar 12 og 13 ára barna, 14 og 15 ára, 16 til 34 ára, 35 til 49 ára og 50 ára og eldri. Yfírdómari var Englendingurinn Denise Tavemer og meðdómendur voru hjónin Hans og Anne Laxholm, en þau höfnuðu í öðru sæti í heims- meistarakeppninni í samkvæmis- dönsum sem haldin var í Japan í fyrra. Þau hjón sýndu tvívegis dansa við mikla hrifningu áhorfenda og einnig vom ýmis önnur skemmtiit- riði á dagskrá. Böm frá Danssk >la Hermanns Ragnars Stefánssonar undir stjórn Hennýjar Hermanns- dóttur sýndu danssatriði. Þá sýndu böm úr Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins atriði sem þau kalla „Tarantella” undir stjóm Ingibjargar Bjömsdóttur skólastjóra og danshópurinn „Dan- sneistin" sýndi atriðið „Sprengjan" undir stjórn Hafdísar Jónsdóttur. Þá komu fram nemendur úr Jazzballett- skóla Bám með atriði úr „Coms Line“, sem meðal annars hefur verið sett upp á Broadway í New York, en það atriði setti Jack Gunn saman sem verið hefur gestakennari um skeið í skólanum. Um kvöldið sýndu nokkrir nemendur úr Dansstúdíói Sóleyjar Jónsdóttur atriði undir stjóm Kornelíusar Carter. I tveimur yngstu flokkunum var keppt í tveimur dönsum, cha cha cha og enskum vals og í 10 og 11 ára riðli var keppt í jive og quickstep. Aðrir hópar kepptu í fjórum dönsum, cha cha cha, jive, quickstep og ensk- um vals. Úrslit urðu eftirfarandi í keppninni: 7 ára og yngri (enskur vals): 1. Brynjar Om Þorleifsson og Ses- selja Sigurðardóttir, 2. Daníel Traustason og Hrefna Rós Jóhanns- dóttir, 3. Heiðar Þór Þrastarson og Berglind Petersen, 4. Halldór Guðna- son og Sigrún Runólfsdóttir, 5. Ámi H. Gunnarsson og Guðrún S. Gunn- arsdóttir, 6. Þórarinn Bjöm Magnús- son og Kristín Halla Bergsdóttir. 7 ára og yngri (cha cha cha): I. Heiðar Þór Þrastarson og Berglin Petersen, 2. Halldór Guðnason og Sigrún Runólfsdóttir, 3. Þórður Sig- í léttri sveiflu. Hinrik Norðfjörð Valsson og Guðrún Smáradóttir, kennarar í Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar Enskur vals í Höllinni tryggsson og Ríta Björk Þorsteins- dóttir, 4. Olafur Steinsson og Sigríður Ómarsdóttir, 5. Árni H. Gunnarsson og Guðrún S. Gunnars- dóttir, 8 og 9 ára (enskur vals): 1. Hallgrímur Örn Arngrímsson og Unnur Berglind Guðmundsdóttir, 2. Ólafur Már Sigurðsson og Linda Björk Eiríksdóttir, 3. Davíð Einars- son og Jóhanna Ella Jónsdóttir, 4. Sveinn Birgisson og Vilhelmína Birg- isdóttir, 5. Hreinn Gústafsson og Dagmar Reynisdóttir. 8 og 9 ára (cha cha cha): 1. Róbert Davíð Garcia og Guðríður Hjördís, 2. Davíð Einarsson og Jó- hanna Ella Jónsdóttir, 3. Stefanía Ragnarsdóttir og Lára Kristín Skúla- dóttir, 4. Guðmundur Björn Ámason og Ragnheiður Kristinsdóttir, 5. Hrafnhildur Jörgensdóttir og Rósa Björg Brynjarsdóttir, 6. Benedikt Arason og Dröfn Sigurðardóttir. Islandsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði: Sólveig og Gísli Viðar ís- landsmeistarar í þriðia sinn SÓLVEIG Leifsdóttir og Gísli Viðar Þórisson nrðu Islandsmeistarar í hár- greiðslu og hárskurði í Islandsmeistarakeppninni, sem fór fram í veitingahús- inu Broadway á sunnudag- inn að viðstöddu fjölmenni. Samband hárgreiðslu- og hárskerameistara stóð fyrir keppninni og tóku þátt í henni 31 keppandi. Annars vegar var keppt um Islands- meistaratitil meistara og sveina í hárgreiðslu og hár- skurði og hinsvegar kepptu nemar um þann sama titil. Næst Sólveigu kom Dórótea Magnúsdóttir og í þriðja sæti hafn- aði Guðrún Sverrisdóttir. Næstur Gísla Viðari varð Eiríkur Þorsteins- son og í þriðja sæti varð Sigurkarl Aðalsteinsson í því þriðja. Islands- meistari nema í hárgreiðslu varð Bima Hermannsdóttir. Þórey Gísla- dóttir varð númer tvö og Berglind Eiríksdóttir í þriðja sætinu. í flokki nema í hárskurði varð Guðlaugur Aðalsteinsson sigurvegari. Ásta Þóra Valdimarsdóttir hafnaði í öðm sætinu og Grímur Þórisson í því þriðja. Dómarar í keppninni vom fímm talsins og komu þeir aliir erlendis frá. Þeir em allir margfaldir meist- arar og þjálfarar hársnyrtifólks fyrir slíka keppni. í hárgreiðslu- greinum dæmdu þau Christopher Man frá Englandi, Rita Von Der Burg frá Hollandi og Anneli Palmgreen frá Svíþjóð. í hárskurði dæmdu Sigfrid Ebenhoch frá Þýskalandi og Karel Von Tonnekre- ek frá Hollandi. Þeir höfðu orð á því hve jöfn keppnin væri og þótti þeim íslendingar eiga mikið af góðu hársnyrtifólki. Til dæmis munaði ekki nema þremur stigum á íslands- meistaranum Sólveigu Leifsdóttur og Dóróteu Magnúsdóttur, sem hafnaði í öðm sætinu. Gala-greiðsla Dóróteu Magnús- dóttur hlaut 1. verðlaun. Módel er Jónheiður Steindórsdóttir Þátttökurétt í keppninni höfðu allir félagsmenn Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara, um 150 hársnyrtistofueigendur, auk starfsfólks þeirra. Þeir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum í hár- greiðslu og hárskurði meistara og sveina munu skipa landslið Islands í Norðurlandakeppninni í faginu sem fram fer hér á landi þann 7. nóvember næstkomandi. Þetta er í þriðja skiptið sem Sól- veig Leifsdóttir hlýtur Islandsmeist- Morgunblaðið/Bjami Sólveig Leifsdóttir, íslandsmeistari í hárgreiðslu, hampar hér bikarn- um, sem Krisfján Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Wella, afhenti henni til eignar aratitilinn í hárgreiðslu. Keppnin er haldin annaðhvert ár og hlaut hún titilinn árin 1981 og 1983. Dórótea Magnúsdóttir vann bikar- inn árið 1985 og nú hefur Sólveig fengið bikarinn til eignar. Það var Wella-fyrirtækið sem ákvað að gefa Sólveigu bikarinn þar sem hún hef- ur nú unnið til hans þrisvar og tilkynnti Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, um þá ákvörðun við verðlaunaaf- Gala-greiðsla Sólveigar Leifs- dóttur, 2. sætið +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.