Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ1987 21 í minningn Bjöms Olafssonar Tónlist Jón Ásgeirsson Ævi Bjöms Ólafssonar má líkja við þríofið band, en sá sem spann það, hvem þráð og óf þá síðan saman þrjá^ hafí ætlað sér að dygðu vel. I hinn fyrsta þráðinn var ofíð listfengi, þann annan dugnaður og þriðja tryggð. Fyrsti þráðurinn var mestur og því fór Bjöm ungur utan og stóð að námi loknu sem jafningi meðal þeirra sem mestir og bestir voru þá. Þegar mannillska blindaði svo heilar þjóðir, að allt utan þeirra heima var réttdræpt, hafði spuna- meistarinn ofið það með í þættina, að Bjöm mætti dvelja með þjóð sinni og aldrei leggja til annarra með vopnum eða annað er til miska mætti telja. Bjöm Ólafsson hafði á hrað- bergi þau tónaljóð er bám í sér fegurstu skilaboð guðanna og flutti þau mönnum til íhugunar. Tók þá til, þar sem annar þráð- urinn dugði, en það var að leið- beina ungum tónlistarmönnum vandrataða leiðina upp þrepin að Pamassum. Það ber að hafa í huga, að þá hafði stríðsbröltið lokað flestum þeim leiðum til náms, er áður þóttu fysilegar. Sá sem fer hraðfari er oft þrot- inn öllum krafti þegar á leiðar- enda er komið og víst er að undir lokin mátti merkja slit, er hugur- inn og dugnaðurinn áttu þar í minna tak en áður, sem annar þráðurinn var. Tryggðin, hinn þriðji þátturinn, er fíngerðastur og veikastur í gerð en sá þáttur bilar þeim aldr- ei sem á sér þann helgidóm er hann trúir á af alhug. I þennan þátt var ofin trú Bjöms á að mál guðanna ætti sér enduróman hjá þjóð hans og við þá trú batt hann skyldur sínar. Þar kom að hann galt fyrir þessa tryggð sína með heilsu sinni. Þrátt fyrir að honum væri í lokin þrotinn allur kraftur og að hið þríofna band örlaganna hefði um síðir gliðnað undan átak- inu, kom Bjöm erindi sínu vel til skila og þar í stöndum við, sem njótum ávaxtanna af starfi hans, í þakkarskuld við fíðluleikarann, kennarann og hugsjónamanninn Bjöm Ólafsson. Með fíðlunni sinni lék hann mönnum fyrir, í kennslunni studdi hann unga listamenn og í Sin- fóníuhljómsveit íslands sá hann blómstur íslenskrar tónlistar. Minningartónleikar þeir . sem nokkrir nemendur og samstarfs- menn Bjöms Ólafssonar stóðu fyrir í Bústaðakirkju voru vel við hæfi en minnir okkur einnig á að fleiri eiga Birni skuld að gjalda. Mætti í því sambandi benda stjóm Sinfóníuhljómsveitar íslands og öllum þeim er vilja eiga þátt að framvindu tónlistar í landinu, að muna Bjöm Ólafsson með þeim hætti, sem mest má muna um í starfi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, og sjá það merki er Bjöm hóf hátt með styrkum höndum hátt á lofti haldið. A efnisskrá minningartónleik- anna var Divertimento í D-dúr eftir Mozart, E-dúr-fiðlukonsert- inn eftir Bach, með Guðnýju Guðmundsdóttur í einleikarahlut- Björn Ólafsson verkinu, Adagio fyrir strengi eftir Barber og Simple Symphony eftir Britten. Verk þessi mun Bjöm hafa æft oftar en einu sinni með nemendahljómsveit Tónlistarskól- ans í Reykjavík og flestir þeir sem léku með að þessu sinni muna þær stundir, sem í gær hefðu verið. Minning Bjöms Ólafssonar er best varðveitt í þeirri vissu, að svo sem hið þríþætta örlagasamband hans gliðnaði hafí hann svo styrkt og bætt í hjá öðmm, að þeir þræð- ir munu halda um langa framtíð, og vom þessir minningartónleikar vottur þess, að hann hafí með starfi sínu stutt okkur til nokkurr- ar sjálfsbjargar, sem eftirkomend- um hans ber skylda til að varðveita og auka við. Nýr formaður Blaða- mannafélags Islands FORMANNASKIPTI urðu í Blaðamannafélagi íslands á aðal- fundi félagsins um síðustu helgi, en þá tók Lúðvík Geirsson frétta- stjóri Þjóðviljans við formennsku af Ómari Valdemarssyni frétta- manni sem gegnt hefur form- annsstarfinu undanfarin 6 ár. Með Lúðvík em í stjórn B.I.: Guðmundur Hermannsson blaða- maður Morgunblaðinu varaformað- ur, Guðjón Arngrímsson fréttamað- ur Stöð 2 ritari, Birgir Guðmundsson fréttastjóri Tímans gjaldkeri, Sigmundur Ernir Rúna- rssonr ritstjómarfullturi Helgar- póstsins, Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður DV, Þorgrímur Gests- son fréttamaður ríkisútvarpinu, Jóhanna Harðardóttir dagskrár- gerðarmaður Bylgjunni, Gunnar Kvaran fréttamaður ríkissjónvarp- inu og Kristján Kristjánsson blað- amður Degi. I samtali við Morgunblaðið sagði Lúðvík Geirsson, að eitt aðalverk- efna nýrrar stjómar væri að undirbúa 90 ára afmæli félagsins í haust, en fyrirhugað væri að minnast þess á veglegan hátt. í öðm lagi sagði Lúðvík að blaða- menn þyrftu að bregðast við síaukinni tæknivæðingu. Viðræður við útgefendur blaða um tæknimál stæðu fyrir dymm og þau mál þyrfti að undirbúa vel af hálfu blaðamanna til að þeir geti tryggt sinn rétt. Lúðvík nefndi í þriðja lagi að nú væri uppi mjög sterkur vilji að sam- eina þá sem starfa við fjölmiðlun í einu fjölmiðlasambandi og taka þyrfti upp víðtakar umræður um það. Að lokum sagði Lúðvík að þar sem aldrei hefðu fleiri verið við nám í fjölmiðlun en nú, þyrfti félagið að láta meira til sín taka með hvaða hætti staðið er að slíku námi hér á landi. Félagar í Blaðamannafélagi Is- lands em nú rúmlega 300. Þar af em um 250 fastráðnir á ritstjómum og fréttastofum en sá hópur stækk- ar stöðugt sem er í ýmiskonar lausamennsku, til dæmis dagskrár- gerð. Lúðvík sagði að félagið hefði bmgðist við þessu með því að opna sig meira og hefði nú verið stofnuð sérstök lausamennskudeild innan þess. Fyrirsjáanlegt væri því að félagsmönnum kæmi til með að fjölga talsvert á næstunni. Nýkjörinn formaður Blaðamannafélags íslands, Lúðvík Geirsson, (til hægri á myndinni) þakkar fráfarandi formanni, Ómari Valde- marssyni, fyrir vel unnin störf. Ómar heldur á gullslegnu pennasetti sem Lúðvik afhenti honum sem gjöf frá Blaðamannafélaginu. Flokkur mannsins: Þrjú hundruð manns sátu landsfundinn Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundinum í Leik- skálum i Vik. Vík í Mýrdal: Formenn flokkanna á fjöl- mennum landbúnaðarfundi FÉLAG sauðfjárbænda í Vestur- Skaftafellssýslu hélt sl. laugar- dag fjölmennan fund um landbúnaðarmál með formönn- um stjórnmálaflokkanna i Leik- skálum í Vík i Mýrdal. Á fundinn komu þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins, Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd Framsóknarflokksins og þær Kristín Ásgeirsdótir og Guðrún Agnarsdóttir fyrir Kvennalistann. Forsvarsmenn flokkanna gerðu grein fyrir stefnu sinni í landbúnað- armálum og svöruðu fyrirspurnum. Stjórnmálayfirlýsing samþykkt einum rómi ÞRJUHUNDRUÐ manna sátu landsfund Flokks mannsins sem haldinn var í Tónabíói á laugar- dag. Hann stóð aðeins í tvo klukkutíma. Á fundinum var ein- róma samþykkt stjórnmálayfir- lýsing fyrir komandi kosningar. Þar segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að núverandi þingflokkar séu ekki fulltrúar þess. Þeir hafi verið ófeimnir að sýna fólkinu í landinu fyrirlitn- ingu. Flokkur mannsins hafni þjóðfélagsgerð þessara flokka, vilji leiðrétta misrétti milli kynj- anna, kynslóðanna og landshlu- tanna, leysa húsnæðisvandann í eitt skipti fyrir öll, afnema tekju- skatt, lögleiða vísitölubundin lágmarkslaun, banna fjárlaga- halla og hraða greiðslum á erlendum lánum svo eitthvað sé nefnt. Rétt til setu á landsfundi höfðu allir virkir meðlimir flokksins. Pétur Guðjónsson formaður flokksins sagði tilgang fundarins fyrst og fremst þann að efla anda innan hreyfingarinnar. Fundurinn stóð því aðeins í tvo tíma. „Á fjölmiðla og auglýsingaöld teljum við skynsam- legast að halda svo stuttan fund, þar sem fólk kemur fyrst og fremst saman til að kynnast og blása lífi í hugsjónirnar," sagði Pétur. Að hans sögn eru nú um 3500 skráðir félagar í flokknum. Kynntir voru framboðslistar í öll- um kjördæmum og efstu menn héldu stuttar tölur. Pétur sagði að kosningabaráttan væri komin í full- an gang. Vinnustaðafundir væru haldnir á hveijum degi og flokks- félagar beittu virkum áróðri til þess að útbreiða stefnumið sín. „Við höfum enga hagsmunaaðila á bak við okkur og getum því ekki keppt við aðra flokka í auglýsingastríði,“ sagði Pétur. „Við höfum átt undir högg að sækja í fjölmiðlum, en reynslan sýnir að i iivei t skipti sem rödd okkar fær að heyrast koma í kjölfarið hundruðir manna til liðs við okkur.“ Leiðrétting í grein Jóns Sigurðssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem birtist í Morgunblaðinu laug- ardaginn 28. febrúar sl. misritað- ist ein tala, birtist setningin hér með rétt: „Af ráðstöfunarfénu, sem eru rúm- lega 1.800 milljónir króna brúttó, er áætlað, að tæplega 300 milljónir króna fari til að greiða afborganir og vexti af lánum. Inn í sjóðinn koma hins vegar rúmlega 100 millj- ónir króna í afborgunum og verð- bótum af námslánum og vaxtatekj- um.“ Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.