Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.03.1987, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. V erkfallsboðun fr amhaldsskólakennara ramhaldsskólakennarar, sem eru félagar í Hinu íslenska kennarafélagi (HÍK), hafa boðað verkfall frá og með 16. mars nk. hafi ekki tekist samningar við fjármálaráðu- neytið um kaup og kjör fyrir þann tíma. Ákvörðun um verk- fall var tekin i allsherjarat- kvæðagreiðslu félagsmanna HIK, þar sem mikill meirihluti þátttakenda, eða um 65%, lýsti stuðningi við þessa leið. Verk- fallið tekur til flestra kennara í menntaskólum og fjölbrauta- skólum og nokkurra kennara í efstu bekkjum grunnskóla. Ef það kemur til framkvæmda mun það því hafa áhrif á skóla- starf þúsunda unglinga um land allt. Hið íslenska kennarafélag gerir um það kröfu, að félags- menn þess fái meiri launa- hækkanir en samið hefur verið um á vinnumarkaði á þessu ári. Rökin eru þau, að laun kennara hafi lengi verið alltof lág og þeir hafi að auki dreg- ist aftur úr starfshópum með sambærilega menntun, sem starfa hjá einkaaðilum. Um það skal ekki deilt, að starf kennara er þess eðlis að þeir verðskulda góð laun. Á hitt ber þó jafnframt að líta, sem fram kemur í hinni nýju skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Ágrip úr þjóðarbúskapnum, að á árinu 1986 virðast laun opin- berra starfsmanna, þ. á m. kennara, hafa hækkað talsvert meira en annarra launþega. Jafnframt hafa atvinnutekjur opinberra starfsmanna hækk- að umfram meðaltal, sem var 35% á síðasta ári, eða um 37% á mann að jafnaði. Hvað sem þessum tölum líður vefengir enginn rétt framhaldsskólakennara til að heyja kjarabaráttu og fara í verkfall. Tíminn, sem þeir velja, er hins vegar vægast sagt óheppilegur. Langt er lið- ið á síðara misseri skólaársins og framundan eru mikilvæg próf hjá stórum hópum fram- haldsskólanema. Það skiptir t.a.m. stúdentsefni miklu, hvaða einkunnir þau fá á loka- prófí, þar sem það getur ráðið úrslitum um valkosti í námi innanlands og utan í haust. Skelli verkfall á getur það orð- ið langvinnt, þar sem ríkis- stjómin mun ekki sætta sig við, að farið sé út fyrir þann launaramma, sem víðtæk sam- staða hefur tekist um. Langt verkfall getur þýtt, að starf þúsunda framhaldsskólanema í heilan vetur er lagt í rúst. Og verkfall, sem stæði í skemmri tíma, s.s. í tvær til þrjár vikur, gæti líka haft al- varlegar afleiðingar fyrir nemendur og komið losi á starf þeirra. Það er því mikil ábyrgð, sem verkfallsboðendur í HÍK axla. Sú spuming vaknar að vonum, hvort þeir geti ekki valið annan og heppilegri tíma fyrir kjara- baráttu af þessu tagi. Hvers vegna ekki í haustbyrjun, þeg- ar nemendur eru ekki komnir í skólana og geta haldið áfram á vinnumarkaði, ef þeim sýnist svo? Eða í ársbyrjunj þegar jólafrí em enn í gangi? I báðum tilvikum yrði skaðinn mun minni fyrir þá, sem em helstu þolendur verkfalls kennara, en nú er. Varla telja forystumenn HÍK sér það til framdráttar í kjarabaráttunni, að nemendur lendi í jjessari óþægilegu klemmu? I því sambandi má rifja upp deilu HÍK og fjár- málaráðuneytisins á sama tíma fyrir tveimur ámm, þegar félagið hafði ekki öðlast verk- fallsrétt. Þá sögðu kennarar í HÍK upp störfum og virtu að vettugi lögmæta framlengingu menntamálaráðherra á upp- sagnarfresti þeirra. Það leidddi til þriggja vikna stöðvunar í framhaldsskólunum, sem m.a. hafði þær afleiðingar að ein- hver hópur nemenda hætti námi. Þótt Hið íslenska kennara- félag hafí boðað verkfall, er ekki þar með sagt, að til þess komi. Samningaviðræður em enn í gangi og nokkur tími til stefnu, að ná samkomulagi. Óneitanlega skapar verkfalls- boðunin þó óvissuástand og kvíða í skólunum og á heimil- um nemenda. Ástæða er til að hvetja aðila til að reyna samn- ingsleiðina til hins ýtrasta. Verkfall á þessum tíma væri afar óheppileg niðurstaða. Sovétheimsókn forsætisráðherra Ræða Steingríms Hermannssonar í Kreml: Tillaga um stofnun fyrir bættri sambúð austurs o g vesturs Herra forsætisráðherra, Nikolai Ryzhkov og frú Ryzhkova. Ég þakka yður, herra forsætis- ráðherra, fyrir þennan ágæta kvöldverð og sérstaklega fyrir boð ríkisstjórnar yðar að heimsækja Sovétríkin. Viðræður við yður og aðalritara Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna eru að sjálfsögðu megin markmið þessarar heimsóknar. Það er sannfæring mín, að þær muni verða til þess að styrkja samband Sovétríkjanna og Islands. Það er grundvallaratriði í ut- anríkisstefnu okkar íslendinga að eiga góð samskipti við allar þjóðir. Það höfum við átt við Sovétríkin um áratugi. Sovétríkin hafa m.a. verið einn mikilvægasti viðskipta- vinur íslendinga. Þótt þau viðskipti séu að sjálfsögðu lítil á mælikvarða stórveldis, vil ég leyfa mér að ætla að þau hafi einnig verið Sovétríkj- unum hagkvæm. Það er von mín, að viðræður okkar verði til þess að auka enn viðskipti milli þjóðanna. í því skyni verður að leggja á það áherslu, að staðið verði af beggja hálfu að fullu við þann ramma- samning, sem gerður hefur verið. En jafnframt legg ég til að mönn- um, sem starfandi eru að ýmiss konar framleiðslu og viðskiptum verði af beggja hálfu falið að at- huga ný viðskipti. Það er sannfær- ing mín, að á þessum tímum mikilla tækniframfara og nýrrar fram- leiðslu, séu möguleikamir margir. í þessu sambandi vii ég lýsa ánægju minni með viðræður okkar í morgun, herra forsætisráðherra. Þær voru opinskáar og beinskeytt- ar, eins og tveim verkfræðingum sæmir, og tvímælalaust gagnlegar fyrir samskipti þjóðanna. Við íslendingar teljum sjálfsagt að friður ríki milli þjóða. Við for- dæmum hvers konar yfirgang og teljum að sérhver þjóð eigi að ráða sínum eigin málum. Her einnar þjóðar á ekkert erindi inn fyrir landamæri annars lands. Því miður hafa heimsmálin þró- ast á annan veg allt frá síðustu heimsstyijöld. Gífurlegum tækni- framförum, sem gætu skapað öllum íbúum heimsins viðunandi lífsskil- yrði, hefur verið beitt í þágu hernaðar. Kjarnorkuvopnakapp- hlaupið er komið út í þær öfgar, að heimurinn stendur á bjargbrún- inni. Þjóðirnar búa við ógn kjam- orkunnar, sem gæti eytt öllu mannlífí á jörðu, og það margsinn- is. Við það verður ekki unað miklu lengur. Stórveldin verða að hverfa af þeirri braut, sem þau hafa geng- ið undanfarin ár. Kjarnorkuvopnum verður að fækka markvisst, og helst útrýma með öllu. Að slíku viljum við íslendingar stuðla, en er ljóst, að þetta er fyrst og fremst á valdi stórveldanna. Það var íslendingum því ánægju- efni, þegar aðalritari Kommúnista- flokks Sovétríkjanna lagði til sl. haust, að fundur forystumanna stórveldanna yrði haldinn á íslandi. Mér er ljóst, að þar var um að ræða svo mikilvægan atburð fyrir heimsbyggð alla, að ráðið gæti jafn- vel framtíð mannkyns. Fyrir hönd íslensku ríkisstjómarinnar sam- þykkti ég því án tafar, að fundur þessi yrði haldinn í Reykjavík. Ég neita því ekki, að ég varð að fundinum loknum fyrir vonbrigðum. Svo hygg ég að orðið hafi um marga aðra. Nú er flestum hins vegar ljóst orðið, að á þessum fundi í Reykjavík gerðist meira en í fyrstu var upp- lýst. Þær tillögur, sem þar voru fram lagðar, eru grundvöllur áframhaldandi viðræðna um fækk- un kjarnorkuvopna eða jafnvel útrýmingu þeirra. Reykjavíkur- fundurinn markaði tímamót. Hann hefur gefið mönnum nýja von. Ég er sammála því, að við ekkert minna verður unað en útrýmingu kjam- orkuvopna. Mér er ljóst, að það mun taka nokkurn tíma og aðeins gerast í áföngum. Það markmið eiga menn þó í upphafi að setja, annars mun það ekki nást. I þessu sambandi vil ég lýsa ánægju minni með þær athyglis- verðu tillögur um fækkun og útrýmingu kjarnorkuvopna, sem leiðtogi Sovétríkjanna, Mikail Gorbachov, lagði fram á Reykjavík- urfundinum og ítrekaðar hafa verið síðar, m.a. fyrir fáeinum dögum um útrýmingu meðaldrægra eldflauga í Evrópu án skilyrða. Þær tillögur eiga að mínu mati að geta orðið grundvöllur samkomulags, sem leiði til algjörrar útrýmingar kjamorku- vopna, t.d. í lok þessarar aldar. Við Íslendingar erum stoltir af okkar þætti i þeirri hugarfarsbreyt- ingu, sem virðist nú orðin með Reykjavíkurfundinum. Við viljum efla þennan anda og styrkja þá von mannkynsins, sem á honum bygg- ist. Stórveldin gerðu vel, ef þau leggðu nokkuð af mörkum til þess, að á íslandi mætti rísa stofnun, sem hefði það markmið að stuðla að bættri sambúð austurs og vesturs, og reyndar þjóða um heim allan. Stofnun sem hefði það markmið að varðveita líf á jörðu. Þar gæti orðið griðastaður fyrir ráðstefnur og fundi, mannleg kynni, athuganir og rannsóknir, og hvað annað sem nauðsynlegt kann að vera í þessu skyni. Og heimurinn á við fjölmörg önn- ur vandamál að stríða, sem aðeins verða leyst með samstöðu og sam- starfi þjóða. Ég nefni mengun og jafnvel eyðingu umhverfís, bæði lífríkis, lands, sjávar og andrúms- lofts. Verndun lífs á jörðu er orðið aðkallandi markmið. Það er einlæg trú mín, að aukinn skilningur og traust á milli þjóða og einstaklinga af öllu þjóðemi sé líklegasta leiðin og reyndar sú eina, sem tryggir báetta sambúð þjóða á milli. Ég vil í þessu sambandi lejrfa mér að fagna þeim breytingum, sem eru að verða í Sovétríkjunum. Þessi volduga þjóð hefur ekkert að óttast frá öðrum, og ég er sannfærður um, að Sovétríkin muni styrkjast enn með auknu frelsi einstaklinganna til þess að láta í ljósi eigin skoðan- ir og til þess að ferðast hvert sem þeir kjósa. Saga Sovétríkjanna er lær- dómsrík. Tímamót urðu þegar Pétur mikli opnaði landið og veitti inn nýrri þekkingu og framförum. Síðar varð stöðnun á ný og í raun aftur- för. Á ótrúlega skömmum tíma hafa Sovétríkin ekki aðeins snúið þeirri þróun við, heldur orðið eitt öflugasta ríki veraldar. Mér sýnist enn komið að tímamótum. Nú fer í hönd bylting nýrrar þekkingar og tækni. Hún byggist á hinum fijálsa anda einstaklingsins. Sú þjóð, sem hvetur þegna sína til fjálsrar, skapandi hugsunar, mun ná bestum tökum á þessari þróun. Ef þessi nýja þekking er rétt notuð, er engin ástæða til svartsýni um framtíð mannkyns. Þvert á Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna (annar frá hægri), ræðir við Steingrím Hermannsson, sem situr gegnt honum, forsætisráð- herra í Moskvu. móti er full ástæða til bjartsýni. Ég óska Sovétríkjunum góðs geng- is á þeirri braut. Ég endurtek að lokum þakkir fyrir þetta opinbera heimboð, sem ég vona að verði til þess að styrkja enn góða sambúð þjóðanna. Ég ítreka fyrra boð til yðar, herra for- sætisráðherra, að heimsækja ís- land. Ég bið viðstadda að lyfta glösum og drekka skál friðar, batnandi mannlífs og góðrar sambúðar Sov- étríkjanna og Islands. Rcuter Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra íslands, og hinn sovéski starfsbróðir hans, Nikolai Ryzh- kov, ræddust við i Kreml í gær. Myndin var tekin af ráðherrunum ásamt sendinefndum beggja ríkja. Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna: Hvattí tíl aukins samstarfs og samskipta milli þióðanna Moskvu. Frú Birni Bjarnasyni, bladamanni Morgunblaðsins. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og fylgdarlið hans sátu i gær kvöldverðarboð forsætisráðherra Sovétrikjanna, Nikolais Ryzhkov. Bauð Ryzhkov Steingrím velkominn með ræðu og fer hér á eftir lítill útdráttur úr henni: Ryshkov sagði, að heimsókn íslenska forsætisráðherrans til Is- lands væri til að þakka fyrir hvernig íslendingar hefðu tekið á móti Mik- hail Gorbachev á íslandi í október og að með því að taka á móti fulltrú- um íslenska lýðveldisins í Sovétríkj- unum með hinum bestu tilfinning- um væri það vilji Sovétmanna að endurgjalda gestrisnina í Reykjavík. Ryzhkov veik að afvopnunarmál- unum og sagði, að leiðin til Reykjavíkur hefði verið löng og erfið. Ekki væri þó loku fyrir það skotið, að ná mætti samningum um raunverulega afvopnun þrátt fyrir mikil vandamál. Sovétmenn hefðu sett fram óviðjafnanlegar tillögur um afvopnunarmál í Reykjavík þar sem tekið hefði verið tillit til Banda- ríkjanna og bandalagsríkja þeirra. Þessi og önnur skref Sovétmanna væru afleiðing nýs hugsunarháttar í Sovétríkjunum, áætlunar um al- hliða og alþjóðlegt öryggiskerfi, sem lýst hefði verið yfir á 27. flokksþingi kommúnistaflokksins. Síðan minnti forsætisráðherrann á tillögur Gorbachevs, sem kynntar hefðu verið á laugardaginn, um brottflutning meðaldrægra eld- flauga frá Mið-Evrópu og sagði, að tillögumar næðu einnig til skamm- drægra eldflauga. Sagði hann, að samskipti íslend- inga og Sovétmanna hefðu alltaf verið góð frá því að stjórnmálasam- bandi var komið á milli þjóðanna. Það væri til marks um gagnkvæma viðleitni til að hafa sem nánasta samvinnu. Sagði Ryshkov, að hafið tengdi þjóðirnar þótt fjarlægðirnar væru miklar og hefði það stuðlað að samstarfi þeirra á efnahags- og viðskiptasviðinu, í tækni og vísind- um og á sviði alþjóðaréttar og stjórnmála. Minnti hann á, að Sov- étmenn hefðu sýnt íslendingum skilning þegar fískveiðilögsagan var færð í 50 mílur og efnahagslög- sagan í 200 mílur. Tengsl Sovétríkj- anna og íslands færu eftir ákvæðum í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og Helsinki-lokasam- þykktarinnar og ættu að vera öðmm til fyrirmyndar um hvernig stórþjóð og smáþjóð störfuðu sam- an, ríki, sem miklar fjarlægðir skildu, byggju við ólíka stjórnar- hætti og væm hvort í sínu hemað- arbandalaginu. Þrátt fynr þennan mun litu Sovétmenn á íslendinga sem jafnréttháa í samfélagi þjóð- anna og samstarfsaðila á ýmsum sviðum. Ryshkov sagði, að viðræðumar, sem hann hefði átt við Steingrím Hermannsson, sýndu, að unnt væri að þróa viðskipti þjóðanna og auka þau með margvíslegum hætti. Sagði hann það vera sannfæringu Sovét- manna, að unnt væri að auka með róttækum hætti samskipti þjóðanna á ýmsum sviðum, gagnkvæm menn- ingarsamskipti, tengsl vísindastofn- ana, listamanna, íþróttafólks og ferðaskrifstofa. Kvaðst hann vona, að heimsóknin stuðlaði að gagn- ( kvæmum skilningi milli þjóðanna og að samskiptin mættu þróast báðum þjóðunum t.il hagsbóta. Sovétmenn vilja vinna að verkefnum með Islendingum Moskvu, frá Birni Bjarnasyni. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra ræddi í rúmar þijár klukkustundir við Nikolai Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, í Kreml í gærmorgnn. Snerust viðræður þeirra einkum um verslunarviðskipti þjóðanna. Kom fram áhugi hjá sovéska ráðherranum á því að stofnað yrði til samvinnuverkefna á milli sov- éskra og íslenskra fyrirtækja. Nefndi hann meðal annars sam- vinnu við Sambandið og Álafoss um ullariðnað og áhuga Sovét- manna á þátttöku í framkvæmd- um við virkjanir og sölu á tækjum til þeirra. Steingrímur Hermanns- son kvaðst hafa nefnt álverið í Straumsvík í þessu sambandi, en Ryzhkov hefði gefið til kynna að Sovétmenn hefðu ekki áhuga á þátttöku í samvinnu um slíkan rekstur. Það kom íslensku viðræðu- nefndinni á óvart hve vel sovéski ráðherrann var að sér um alla þætti viðskiptasambands land- anna. Ekki var rætt um að það að íslendingar hefðu ekki staðið við gerða samninga á síðasta ári um sölu á frystum fiski. Sovét- menn hétu því að hefja viðræður um kaup á saltsíld fyrr en til þessa, eða strax nú í vor. Þá eru þeir fúsir til að kaupa af okkur meiri ullarvörur ef við aukum kaup á olíu. Loks munu þeir athuga gaumgæfilega kaup á dilkakjöti frá íslandi. Steingrímur Hermannsson sagði að Ryzhkov hefði greint sér rækilega frá þeim breytingum, sem nú er verið að gera á sovésku þjóðfélagi. Ætlunin væri að auka framleiðni og efla ábyrgð stjóm- enda fyrirtækja og gera sósíalism- ann virkari. Til þess að þetta takist þurfi að glíma við mörg vandamál heima fyrir og auka samvinnu út á við. Efnahagskerfið hafi verið staðnað. Þá sagði Steingrímur að þama hefðu tveir verkfræðingar hist og tekið til við að ræða tæknileg at- riði, svo sem framleiðslukerfi í fiskiðnaði og um atriði er snerta líftækni. Á meðan sendinefndimar sátu á þessum fundi skoðaði Edda Guð- mundsdóttir, forsætisráðherrafrú, meðal annars ballettskólann í Moskvu þar sem nemendur eru 600. 300 piltar og jafn margar stúlkur. Pá 80 aðgang að ári af um 2.000 umsækjendum. Sýndu nemendur íslensku gestunum list sína við mikla hrifningu. Heimsókn forsætisráðherra lýk- ur í dag, en hún hófst á sunnu- dagskvöld þegar Ryzhkov tók á móti Steingrími með virðulegri athöfn á Moskvuflugvelli. í gær- morgun lagði forsætisráðherra blómsveig á leiði óþekkta her- mannsins. í dag verður geimví- sindastofnun Sovétríkjanna skoðuð og því næst verður blaða- mannafundur. Síðdegis verður haldið út á flugvöll að loknu há- degisverðarboði í íslenska sendi- ráðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.