Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 45 smíðameistari, kvæntur Halldóru Maguúsdóttur, kennara, búsett á Isafirði; Sigurður, rennismiður, kvæntur Lilju Kristjánsdóttur, bú- sett á Isafirði, og Messíana, gift Asgeiri Sigurðssyni, járnsmið, bú- sett á ísafirði. Heimili þeirra Albertu og Mars- ellíusar var eitt af stærstu og fjölmennustu heimilum á Isafirði um áratuga skeið. Þangað kom óhemju Qöldi gesta, bæði innan- bæjar og utan, enda var heimilið annálað fyrir gestrisni og skörungs- skap, ekki eingöngu á Isafirði og næsta nágrenni, heldur um allt land. Húsbóndinn var einn mesti framkvæmdamaður kaupstaðarins áratugum saman og hann átti því láni að fagna að eiga konu sem bar uppi heimilið af rausn og höfðings- skap og það gerði Albeita svo sannarlega. Ég var svo lánsamur að vera samstarfsmaður Marsellíusar, m.a. í bæjarstjórn Isafjarðar um langt. árabil og tókst með okkur mjög góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Það fór ekki hjá því að töluverð- ur samgangur yrði milli heimila okkar og var ég því oft gestur á heimili þeirra hjóna. Alberta sat oft inni þegar við spjölluðum saman, lagði stundum lítið til mála, stund- um meira; hún hafði sínar ákveðnu skoðanir, hún hélt þeim fram þegar henni þótti við þurfa, en að jafnaði var hún hlédræg. Alberta var mikil ágætismann- eskja. Hún fór í gegnum harðan skóla lífsins og skiptust á skin og skúrir í ævi þeirra hjóna, en þegar litið er á lífshlaup þeirra var ham- ingjan öllu yfirsterkari og þau báru gagnkvæmt traust og virðingu hvort fyrir öðru. Alberta var skapmanneskja og átti hún til að taka stundum tölu- vert hart á ef henni þótti miður fara og lét þá hvergi hlut sinn. En hún var mannkostakona sem var góðhjörtuð og viðkvæm þegar þeir áttu í hlut sem lífið hafði leikið grátt og máttu sín minna og var hún þá fyrst allra til að koma til hjálpar. Hún var óvenju sterk kona, sem tók á sig mikið starf, langt umfram heimili sitt, því hún var einnig holl- ur vinur og félagi mannsins síns á athafnasamri ævi hans. Hún studdi hann á erfiðum stundum, sem oft var, en sennilega aldrei erfiðari en í kreppunni miklu árið 1931, þegar Marsellíus missti aleigu sína á opin- beru uppboði, smíðaverkfæri sín og innbú. Þá var mikils virði að eiga kjarkmikla konu sér við hlið. En dugnað.ur og trú á framtíðina og byggðarlagið sitt kom fljótlega til hjálpar og Marsellíus stofnaði fyrir- tæki sem dafnaði undir stjórn hans og rak það í hartnær fimmtíu ár. Alberta var drjúgur þátttakandi í því starfi. Alberta ól allan sinn aldur á Isafirði og var því barn ísafjarðar og það hvarflaði aldrei að henni að flytja brott eins og við mörg önnur höfum gert. Ég á þá ósk heitasta að sem flestir hafi sömu trú og dugnað sem þau hjónin og þá mun Isafjörður halda áfram að vaxa og vestfirska byggðin að dafna. Fyrir rúmum tíu árum lést Mars- ellíus og var það mikið áfall fyrir Albertu, en eins og að líkum lætur tók hún því með sama æðruleysi og öllu öðru. Nú hefur okkar góða vinkona, Alberta, fengið hvíld eftir langt og heillaríkt starf. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Albertu Albertsdóttur fyrir vináttu hennar og tryggð og við munum ávallt minnast þeirra hjón- anna með mikilli hlýju og þakklæti. Við flytjum öllu skylduliði þeirra innilegar samúðarkveðjur. Matthías Bjarnason Albertd Albertsdóttir, ísafirði, er látin 88 ára að aldri. Með henni er gengin mikilhæf kona, eftirminni- leg öllum sem þekktu. Ég átti því láni að fagna að þekkja Albertu lengi. Raunar er mér í barnsminni að hafa þekkt til hennar löngu áður en ég heyrði hana eða sá. Kom það til af því, að hún var konan, sem Maraelíus Bemharðsson var kvæntur. En hans fólki var ég nákominn og fylgdist því fljótt með ýmsu sem varðaði einkalíf hans. Marzelíus var þá raunar orðinn sá athafnamaður sem orð fór af. Hann var dæmigerð- ur maður fyrir þá athafnamenn, sem komu undir sig fótunum fyrir eigin atgervi. Marzelíus óx við hvert viðfangsefni sem hann tók sér fyrir hendur, svo að ævintýri var líkast. Hann var einn mesti athafnamaður sem ísafjörður hefir átt á þessari öld, og er þá eigi lítið sagt. Mér var eftirvænting í huga að hitta eiginkonu þessa manns og kynnast. Ég gerði mér háar hug- myndir og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Við fyrstu kynni kom fram hennar sterki persónuleiki. Það fylgdi henni óvenjulegur traustleiki. Hún var ákaflega grein- argóð um menn og málefni. Ahugi hennar á þjóðmálum var lifandi og sérstaka umhyggju og metnað hafði hún fyrir velferð síns bæjar. En umfram allt var hún af lífi og sál samheiji eiginmannsins í starfi hans og stríði. Og það var ekki allt- af dans á rósum hjá Marzelíusi. En það mun sannmæli, að aldrei hafi Alberta reynst eiginmanninum styrkari stoð en þegar mikinn vanda bar að höndum og verst gegndi. Hlutur Albertu í því sem Marzelíus afrekaði er ómældur. Þegar þau hjón eru nú bæði gengin iýkur merkum þætti í sögu ísafjarðar. Alberta bjó fjölskyldu sinni gott og fagurt heimili. Höfðingsbragur og alúð mætti gestum og gang- andi. Ég var einn þeirra sem þessa naut í ríkum mæli. Og enn var það eins, þegar komið var til Albertu síðustu árin og hún var orðin ein og sat við útsaum og handavinnu sína. En þá hafði Alberta skilað miklu dagsverki. Unggiftist hún Kristjáni Stefánssvni, stýrimanni, sem drukknaði árið 1924. Þau áttu þijú börn, sem Marzelíus gekk í föður- stað þegar hún giftist honum 1927. Þau Alberta og Marzelíus eignuðust svo tíu börn en tvö þeirra dóu í æsku. Miklu barnaláni átti Alberta að fagna og hún var hamingjunnar kona, sem kynntist þó lífinu bæði í blíðu og stríðu. Með Albertu er gengin merkis- kona, sem margir minnast með söknuði. Þorv. Garðar Kristjánsson ~z\ Þriðji kosturinn: akirrn viðvörunarkerfi - Varðstaða allan sólarhringinn EFF EFF vidvörunarkerfid býður upp á fjölmarga möguleika, og getur staðið vörð um nánast hvað sem er. Kerfið byggist upp á stjórnstöð, skynjurum og símboða sem hringir skilaboð hvert sem þú óskar milliliðalaust eða tengdur beint t.d. til lögreglu, slökkviliðs eða vaktfyrir- tækja. Þetta er þó bara einn möguleikinn af fjölmörgum. Kynntu þér kostina - og verðið. A TÆKNI" Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. S. 672122. á réttri hillu í lífinu? Leitaðu svars hjá ... RÁÐGJÖF OG RÁÐNINGAR Náms- og starfsráðgjöf Ábendis sf. getur aðstoðað þig við að finna það nám og/eða starf sem hentar þér og eykur því vellíðan þína. Unnið er út frá tölfræðilegum forsendum. Grundvöllurinn að starfsaðferðum Ábendis sf. byggist á áratuga rannsóknum og reynslu í bandarískum skólum og fyrirtækjum. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 689099 kl. 9-15 virka daga. ÁBENDl SF. Engjateig 7 (gegnt Hótel Esju) Ágústa Cunnarsdóttir, M.A. sálfræði Nanna Christiansen, ráðgjafj Þórunn H. Felixdóttir, ráðgjafi LÍF A) ÞOL Eróbikk leikfimi Ný sex vikna nám- skeið hefjast 5. mars Eróbikk I - II byrjenda- og framhaldsflokkur Kvennaleikfimi — karlaleikfimi — fimleikar barna * Innritun í síma 1S888 þol í Orkulind Brautarholti 22, sími 15888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.