Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.03.1987, Blaðsíða 56
fYgmiiilfifetfe _STERKTKORT ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. ASÍ og BSRB: Agreiningur um lífeyrissj óðsmál ALVARLEGUR ágreiningnr er kominn upp á milli ASÍ og BSRB vegna frumvarps um lífeyris- sjóði, sem fulltrúar ASÍ og Vinnuveitendasambands íslands hafa lagt fram sameiginlega í Short nægir jafntefli SÍÐASTA umferðin á IBM- skákmótinu verður tefld í dag og dugir Englendingnum Short jafntefli til þess að verða einn í efsta sæti. Skákmennimir setjast að tafl- inu klukkan þijú. Þá leiða saman hesta sína Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson, Polugaevsky og Portisch, Tal og Timman, Agdestein og Short, Ljubojevic og Margeir Pétursson og Korc- hnoi og Jón L. Árnason. Sjá fréttir og skákskýring- ar á bls. 18, 19 og 55. Morgunblaðið/Bára Nigel Short og unnusta hans fylgjast með framvindu ská- kanna. 17 manna nefnd, en hún starfar að endurskoðun laga um lífeyris- sjóði, að því er kemur fram í fréttabréfi BSRB. í fréttabréfinu segir að alvarleg- ur ágreiningur sé um mörg atriði, en alvarlegastur sé hann um þá stefnumörkun, sem fram sé sett í frumvarpsdrögunum, og skerði stórlega réttindi opinberra starfs- manna, verði þau að lögum. Þá kemur fram að hafnar eru viðræður milli BSRB og ASÍ til þess að jafna þennan ágreining og sagt að félagsmenn BSRB verði látnir fylgjast með framvindu þessa máls. Frá fundi fulltrúa fjármálaráðherra og fulltrúa HÍK seinnipartinn í gær. Morgunblaðið/Einar Falur Kristján Thorlacius, formaður Hins íslenska kennaraf élags: Sæmilega bjartsýnn á samninga án verkfalls Menntamálaráðherra segir að leita verði allra leiða til lausnar á deilunni „Við áttum ágætis fund með fulltrúum fjármálaráðherra og ég vil segja að það sé ágæt byijun," sagði Kristján Thorlacius, formað- ur Hins íslenska kennarafélags í samtali við Morgunblaðið um samningahorfur félagsins, en félagar í HÍK hafa samþykkt í al- mennri atkvæðagreiðslu með um 65% atkvæða að boða til vinnustöðv- unar frá og með mánudeginum 16. mars eða eftir réttar tvær vikur. Fyrsti fundur samningsaðila eftir verkfallsboðunina var seinnipart- inn í gær og kvaðst Kristján aðspurður eftir fundinn vera sæmilega bjartsýnn á að samningar tækjust án þess að til verkfalls kæmi. Annar fundur hefur verið ákveðinn á morgun, miðvikudag. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, segir að það verði að leita allra leiða til að hindra svo alvarlega truflun á skólastarfi, sem verkfall er. Verkfallið nær til allra kennara í framhaldsskólum, nema í Verslun- arskóla íslands og um 300 kennara Tefst opnun flugstöðv- ar vegna verkfalls? Hundruðum erlendra gesta boðið til vígslunnar IÐNSVEINAFÉLAG Suðurnesja sem er stéttarfélag allra bygg- ingariðnaðarmanna á svæðinu hefur boðað verkfall miðviku- daginn 11. mars. Sverrir Haukur Gunnlaugsson formaður bygg- ingamefndar flugstöðvarinnar segir að engin afstaða verði tek- in til frestunar á fyrirhugaðri vígslu flugstöðvarinnar í Keflavík fyrr en ljóst er hvort af verkfalli verður. Vígslan á að fara fram 14. apríl og hefur hundruðum erlendra gesta verið boðið að vera viðstaddir hana. Meðal annars hefur verið boðið flugmálastjórum í Evrópu og Norð- ur-Ameríku, svo og flugvallarstjór- um þar sem íslensk flugfélög eiga viðskipti og forstjórum flugfélaga sem fljúga yfir Atlantshafið. í gær höfðu fjögur félög bygg- ingamanna boðað verkfall, Tré- i wáhi i ii *i -Mh l. smiðafélag Reykjavíkur, Iðnsveina- félag Suðurnesja, Félag byggingamanna í Hafnarfirði og Félag byggingamanna á Selfossi. í grunnskólum. Auk þess mun það, ef til þess kemur, hafa áhrif í mörg- um sérskólum, að sögn Kristjáns. Félagið hefur gert kröfu um að lág- markslaun verði 45 þúsund krónur á mánuði, en samninganefnd ríkis- ins hefur boðið um 37 þúsund að sögn Kristjáns. „Við erum að ræða um talsvert mikið breyttan samn- ing, með tilliti til þess að úr því geti orðið bætt skólastarf,“ sagði Kristján eftir fundinn í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið semur sjálft um aðalkjarasamning, sam- kvæmt nýjum samningsréttarlög- um opinberra starfsmanna. „Það er erfitt að segja nokkuð um þetta á þessu stigi málsins og kannski of snemmt. Ég er ekki beinn aðili að málinu, þar sem samningar eru í höndum fjármála- ráðherra," sagði Sverrir Hermanns- son, menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið um afleiðingar þess að boðað verkfall félaga í hinu íslenska kennarafélagi komi til framkvæmda. „Samtök kennara hafa gert mér grein fyrir stöðu mála og ég held hún sé sér í lagi erfið og alvarleg hjá framhalds- skólakennurum, enda hafa þeir nú hótað verkfalli. Það verður að leita allra leiða til þess að hindra svo alvarlega truflun á skólastarfi, eins og þá að ungt fólk yrði ekki braut- skráð, hvort heidur er stúdentar eða aðrir, en það er of snemmt að setja sig í stellingar í málinu að sinni,“ sagði Sverrir Hermannsson, enn- fremur. Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari Flensborgarskóla, segir að ef til verkfalla komi stöðvist öll kennsla í framhaldsskólum og ef til vill einhvetjum grunnskólum og það fari eftir lengd verkfallsins hversu alvarlegar afleiðingamar verða fyrir skólahaldið. „Ég tel hins vegar víst að ef til verkfalls kemur muni skólamir hafa samráð sín á milli um það hvemig bmgðist verð- ur við,“ sagði Kristján Bersi Ólafs- son. Sjá forystugrein í miðopnu. Sindri VE 60 skemmdist af eldi í þýskri skipasmíðastöð Vestmannaeyjum. í GÆRMORGUN varð eldur laus um borð í skuttogaranum Sindra frá Vestmannaeyjum þar sem skipið var til viðgerðar i skipa- smíðastöð í Travemunde í Þýskalandi. Tók það slökkvilið rúma klukkustund að ráða niður- lögum eldsins. • irrtárt ti«1 Eldurinn kviknaði í stýrisvélahúsi er verið var að logskera burtu hluta af millidekki þar sem átti að skipta um plötur. Nokkrar skemmdir urðu af vatni og reyk. Rafleiðslur skemmdust og einnig varð tjón á varahlutum sem þarna voru geymd- ir. Við slökkvistarfið fór talsvert af vatni niður í vélarrúm skipsins og var vatn þar uppá svinghjól þeg- ar að var komið. Skipasmíðastöðin er samkvæmt samningi tryggð fyrir tjóninu en ljóst er að þetta óhapp veldur þriggja daga töf á verklokum svo skipið verður ekki komið heim til Eyja fyrr en um næstu mánaðamót. — hkj. • • Okuníðing- ur gripinn eftir elt- ingaleik ÖKUNÍÐINGUR var gómað- ur á Laugavegi í hádeginu í gær eftir mikinn eltingaleik lögreglu. Maður þessi, sem er um tvítugt, hlaut nýlega þyngsta dóm sem um getur hér á landi fyrir hraðakstur. Maðurinn var gripinn eftir ofsaakstur á Sundlaugavegi fyr- ir áramótin. Lögreglubifreið elti bifreið hans á 160 km hraða og dró þá í sundur með bifreiðun- um. Maðurinn játaði að hafa ekið á 160 km hraða en lög- reglumennimir töldu hraðann hafa verið 180 km. Maðurinn var dæmdur í 30 þúsund króna sekt og sviptur ökuleyfi í 12 mánuði. Lögreglumenn á eftirlitsferð sáu til mannsins í gær á Hverfis- götunni. Maðurinn reyndi að stinga lögregluna af og ók upp Hverfisgötu á meira en 100 km hraða. Við Vitastíg snöggheml- aði hann, stökk út úr bílnum og hljóp upp á Laugaveg en þar náðu lögreglumenn honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.