Morgunblaðið - 03.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 03.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 Ný útvarpsstöð í burðarliðnum Mun hefja útsendingar í mai UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að rekstri nýrrar út- varpsstöðvar, sem mun væntanlega hefja útsending- ar í maímánuði næstkom- andi. Það er hlutafélagið Hljóðvarp h.f. sem stendur að hinni nýju útvarpsstöð en að því standa Olafur Lauf- dal veitingamaður, Þorgeir Astvaldsson fyrrum for- stöðumaður Rásar 2, Jón Axel Olafsson dagskrár- gerðarmaður á Bylgjunni, Verslunarráð Islands: Einkavæðing á viðskiptaþingi VERSLUNARRÁÐ íslands held- ur sitt 7. viðskiptaþing í dag, þriðjudaginn 3. mars, í Súlnasal Hótel Sögu. Meginefni þingsins er „einkavæðingin, færsla at- vinnustarfsemi í hendur einka- aðila.“ Verslunarráð íslands hefur fengið hingað til lands af þessu tilefni, Pierre Ledoux, bankastjóra Banque Nationale de Paris, og mun hann ræða um reynsluna af einka- væðingu í Frakklandi. Viðskiptaþingið hefst klukkan 10. Jóhann J. Olafsson, formaður VÍ, flytur setningarræðu. Aðrir framsögumenn eru: Ólafur B. Thors, Jóhann Bergþórsson, Sig- urður Líndal, Vilhjálmur Egilsson, Björn Friðfinnsson, Þorsteinn Páls- son, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Gunnlaugur Helgason fyrr- um starfsmaður Rásar 2 og auglýsingastofan Ljósir punktar. Ólafur Laufdal sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að stofnun útvarpsstöðvarinnar hefði komið upp fyrir um það bil tveimur árum þótt ekki hefði ve- rið hafist handa fyrr en nú. „Þetta verður afþreyingarstöð fyrst og fremst, með fréttum, tónlist og blönduðu efni og útvarpað verður allan sólarhringinn", sagði Ólafur. Hann sagði að búið væri að kaupa öll tæki í nýju stöðina, útvega húsnæði í Sig-túni 6 og sækja um tilskilin leyfi til útvarpsréttar- nefndar. Ólafur sagði að ekki hefði verið ákveðið með nafn á nýju útvarps- stöðina en ákvörðun þar að lútandi yrði tekin á næstu dögum ogjafn- framt auglýst eftir fólki til starfa. Aðspurður kvaðst hann vera bjart- sýnn á rekstur nýju stöðvarinnar enda yrði farið út í reksturinn af fullri alvöru og þaulvanir menn við stjórnvölinn. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Við Jan Mayen er 992 millibara djúp lægö sem þokast norðaustur. Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 982 millibara hægfara lægðarmiðja. Við suðvesturströndina er úrkomu- svæði sem þokast norður. SPÁ: Suðaustanátt um mest allt land. Víða rigning eða slydda um sunnan- og vestanvert landið síðdegis en skýjað og þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 0 til 5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR: Austan- og suðaustanátt og hiti víðast um eða rétt yfir frostmarki. Slydda eða snjókoma á annesjum fyrir noröan en slydduél við suður- og austurströndina. Úrkomulítið annars staðar. TÁKN: Heiðskírt y. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * / * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \7 Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður m w W V' . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 léttskýjað Reykjavik 3 úrk.ígr. Bergen -5 snjókoma Helsinki -15 snjókoma Jan Mayen -1 þokumóöa Kaupmannah. -5 renningur Narssarssuaq -11 skýjað Nuuk -10 léttskýjað Osló -10 skýjað Stokkhólmur -11 léttskýjað Þórshöfn 4 slydduél Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 6 rignlng Aþena 14 heiðskfrt Barcelona 17 skýjað Berlin -7 skýjað Chicago -1 heiðskírt Glasgow 9 léttskýjnð Feneyjar 4 þoka Frankfurt 10 rigning Hamborg —6 súld Las Paimas 27 heiðskírt London 9 léttskýjað Los Angeles 12 alskýjað Lúxemborg 9 rigning Madrid 15 þokumóða Malaga 20 léttskýjað Mallorca 16 skýjað Miaml 20 skýjað Montreal -6 snjókoma New York 4 skýjað Paris 9 skýjað Róm 13 þokumóða Vin -9 snjókoma Washington 9 skýjað Winnipeg -11 snjókoma Frá slysstaðnum í Skutulsfirði. Volvo-bifreiðin er gereyðilögð. Lést af slysförum Maðurinn sem lést í umferðar- slysi í Skutulsfirði á föstudag hét Þór Alexandersson, til heimilis að Nesbala 18 á Sel- tjarnarnesi. Þór heitinn var á 22. aldursári, fæddur 10. október 1965. Hann lætur eftir sig unnustu, Hafdísi Bylgju Guðmundsdóttur, og tveggja ára dóttur. Þór Alexandersson. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjala vörður lá tinn BJARNI Vilhjálmsson, fyrrver- andi þjóðskjalavörður, lést í Reykjavík aðfaranótt mánudags- ins 2. mars á 72. aldursári. Bjarni fæddist 12. júní 1915 að Hátúni á Nesi í Norðfirði. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Stefánsson útvegsbóndi _þar og seinni kona hans Kristín Ámadóttir. Bjarni varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og cand. mag._ í íslenskum fræðum frá Háskóla ís- lands 1942. Hann var kennari við Alþýðuskóla Reykjavíkur 1939 til 1947 og forstöðumaður hans síðustu árin, blaðamaður við Al- þýðublaðið 1942 og 1943 og framkvæmdastjóri MFA 1943 til 1944. Hann kenndi við ýmsa skóla í Reykjavík, þar á meðal Háskóla Islands, allt til ársins 1963. Bjarni starfaði við Ríkisútvarpið á árunum 1946 til 1956 þar sem hann einnig flutti þætti um íslenskt mál á ámn- um 1947 til 1955. Bjarni var skjalavörður við Þjóð- skjalasafn íslands frá 1. október 1958 og þjóðskjalavörður frá árinu 1968 þar til hann lét af störfum í árslok 1984. Hann var formaður landsprófsnefndar miðskóla 1948 til 1964. í stjóm Hins íslenska þjóð- vinafélags frá 1956. Ritari stjórnar hugvísindadeildar Vísindasjóðs frá 1958. í Nýyrðanefnd, síðar fs- lenskri málnefnd, frá 1962. Fanginn ófundinn FANGINN, sem strauk frá hegn- ingarhúsinu á Skólavörðustig á föstudag, hefur ekki fundist. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag tók fanginn til fótanna þegar hann kom undir bert loft, en lögreglumenn ætluðu að flytja hann til læknis. Ekkert hefur til hans spurst síðan, en lögreglan kveðst vongóð um að finna hann á næstunni. Bjarni Vilhjálmsson. Formaður Bókavarðafélags íslands 1963 til 1965. í ömefnanefnd frá 1968. Eftir Bjama liggja fjölmörg rit og greinar um íslensk fræði og fleiri efni. Eftirlifandi kona hans er Kristín Eiríksdóttir og em börn þeirra fjög- ur uppkomin. • • Okumaðurinn g*af sig* fram ÖKUMAÐURINN, sem ók á stúlku á föstudag, gaf sig fram við lögregluna á laugar- daginn. Ekið var á unga stúlku á mótum Laugavegar og Snorra- brautar á föstudagskvöld og fótbrotnaði hún, auk minni meiðsla. Ökumaðurinn hvarf af vettvangi, en síðdegis á laugar- dag gaf hann sig fram. Fékk netadreka í höfuðið ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór á laugardag til Sandgerðis og sótti sjómann sem hlotið hafði höfuðhögg af netadreka. Slysið varð þegar skipveijar á Guðfinni KE 19 vom að draga upp net. Netadreki, sem slitnað hefur frá öðmm bát, hafði flækst í netinu og skall hann í höfuð mannsins. Suðaustan sex vindstig vom þegar slysið varð, stórstreymt og órótt í sjóinn og hefur það að öllum líkind- um haft áhrif á hve illa fór. Báturinn var að veiðum skammt frá landi og var sjómaðurinn kom- inn til Sandgerðis um kl. 15. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hann þangað og flutti hann á Borgarspít- alann, þar sem hann gekkst undir aðgerð. Maðurinn slasaðist nokkuð en er ekki talinn í lífshættu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.